Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 10
10 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað Árás vegna meintrar skuldar: Kærðir fyrir líkamsárás á lögmannsstofu Kristinn Jón Gíslason, athafna- maður og fyrrverandi eigandi Rizzo Pizzeria, er annar þeirra sem sakaðir eru um að hafa ráðist á lögmanninn Steinberg Finnbogason á lögmannsstof- unni Jurist í miðbæ Reykjavíkur á miðvikudag. Faðir Kristins var með honum en þeir þvertaka fyr- ir að þeir hafi ráðist á Steinberg. Mönnunum er gefið að sök að hafa ruðst inn á lögfræðistofu um klukkan hálf þrjú á miðvikudag og ráðist þar á starfsmann. Stein- bergur staðfestir í samtali við DV að hann sé búinn að kæra atvikið. Árásin hafi þó verið minniháttar og tekur Steinbergur fram að þrátt fyrir það sé „… öllum mjög brugð- ið og starfsfólkið í sjokki. Þetta var afar óskemmtilegt.“ Kristinn segir í samtali við DV að það sé með ólíkindum að verið sé að bera atvikið saman við voða- verkin í Lagastoð þar sem gerð var tilraun til manndráps. Vill hann meina að Steinbergur skuldi hon- um peninga fyrir fasteign sem þeir áttu í sameiningu en var seld fyrir um tveimur mánuðum. Hann segist hafa farið á lögmannsstofu hans til þess að fá frekari upplýs- ingar um það hvenær hann fengi sinn hluta borgaðan þar sem hvorki pósti né síma hefði verið svarað. Kristinn segist hafa viljað fá greitt á miðvikudag en það hafi Steinbergur ekki samþykkt. Þetta hafi endað með rifrildi og síðar ryskingum þegar Steinbergur vís- aði þeim feðgum á dyr. Á endan- um hafi Steinbergur síðan hrópað á hjálp og beðið samstarfsfé- laga um að hringja á lögregluna þar sem hann sætti árás af hendi þeirra feðga. Steinbergur vill ekki tjá sig um hina meintu skuld en hafnar því þó að skulda feðgun- um háar fjárhæðir. Málið verð- ur nú rannsakað af lögreglu en Steinbergur sakar Kristinn meðal annars um að hafa tekið sig háls- taki. Kristinn viðurkennir að hafa brotið blómavasa á leiðinni út af stofunni en þvertekur fyrir að hafa beitt ofbeldi. Tælenskur matur fyrir sælkera OPIÐ Langarima: Alla virka daga: 11-21 Helgar: 17-21 Langarima 21 • S: 578-7272 • www.rakangthai.is Hlökkum til að sjá þig H æstiréttur hefur staðfest að tæplega tólf milljóna króna bónusgreiðsla sem Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrver- andi forstöðumaður mark- aðsviðskipta hjá Glitni banka, skuli viðurkenna sem almenna kröfu í þrotabú bankans. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði áður komist að sömu niðurstöðu. Bónusgreiðslan sem um ræðir er vegna starfa Inga Rafnars fyrir Glitni í september og október árið 2008 en bankinn var yfirtekinn af Fjármálaeftirlitinu í október sama ár. Bónusgreiðslan er reiknuð út frá hlutdeild Inga Rafnars í tekjum markaðsviðskipta Glitnis í september og október 2008. Áhrifin skýrast á næstu dögum Páll Eiríksson, sem situr í slitastjórn Glitnis, segir að enn sé verið að reikna út hvaða áhrif dómurinn í máli Inga Rafnars gegn bankanum hafi á aðrar svipaðar kröfur fyrr- verandi starfsmanna bankans. „Við erum að taka þetta saman. Þetta er töluverður fjöldi af kröfum sem tengjast þessu. Þetta eru nokkrir tugir starfsmanna sem voru í þessari deild og voru með laun tengd ár- angri,“ segir Páll um áhrif dómsins. Hann segir að eitt af því sem þurfi að meta sé hvort starfsmenn sem gert hafa svipaðar kröfur og Ingi Rafnar hafi haft sömu stöðu og hann. Páll segir að ánægjulegt sé að niðurstaða sé komin í málið þó að dómsmál snúist ekki um að vera ánægður eða ekki. „Þetta er bara niðurstaða Hæstaréttar og við fylgj- um henni. Þetta snýst ekki um að vera sáttur við eitthvað, þetta snýst um að fá rétta niðurstöðu og sann- gjarna,“ segir hann. Fær ekki nema hluta Þrátt fyrir að fyrir liggi að Ingi Rafnar eigi kröfu á bankann upp á tólf millj- ónir króna er ljóst að þar sem Hæsti- réttur telur kröfuna eiga að flokkast sem almenna kröfu fær hann ekki nema hluta af milljónunum. Reikn- að er með því að kröfuhafar Glitnis fái ekki nema tæplega 30 prósent af almennum kröfum sínum greiddar úr þrotabúinu. Bónusgreiðslan gæti því farið úr tólf milljónum niður í um það bil fjórar. Þar sem um laun er að ræða þarf Ingi Rafnar svo að borga tekjuskatt af greiðslunni. „Ég hef ekkert um málið að segja,“ sagði Ingi Rafnar þegar blaðamað- ur náði tali af honum. Ljóst er hins vegar að niðurstaðan er mikil von- brigði fyrir hann ef horft er til upp- haflegra krafna sem hann gerði í þrotabú bankans. Bæði Hæstiréttur og héraðsdómur höfnuðu kröfum upp á um fimmtíu milljónir króna. Þrátt fyrir að fjárhæðirnar séu aðeins dropi í hafið fyrir slitastjórn Glitnis er hins vegar ljóst að kröf- urnar skipta miklu máli fyrir þá sem þær eiga. Dómurinn hefur líklega fordæmisgildi fyrir um hundrað sambærileg mál fyrrverandi starfs- manna Glitnis og segir Páll að upp- hæðirnar séu stórar miðað við að einstaklingar standi á bak við þær. Vildi fá peninga fyrir skólagöngu Upphafleg krafa Inga Rafnars hljóðaði upp á rúmlega 63 millj- ónir króna og byggði á ýmsum óvenjulegum kjörum í ráðningar- samningi hans. Stærsti liður kröf- unnar var til að mynda 24,4 millj- ónir króna vegna skólagjalda og launagreiðslna meðan á námi hans stæði. Í ráðningarsamningnum var kveðið á um að bankinn myndi greiða allt að 4 milljónir í skóla- gjöld hans færi hann í framhalds- nám auk þess sem hann héldi 50 prósentum af föstum launum síð- an meðan á námi stæði. Aðrir liðir kröfunnar voru vegna símakostn- aðar, reksturs bifreiðar auk fram- lags í séreignasjóð í átján mánuði. Bæði Hæstiréttur og héraðsdómur töldu þessar kröfur ekki eiga rétt á sér. Glitnistoppur fær 12 milljóna bónus n Hæstiréttur staðfesti 12 milljóna króna kröfu Inga Rafnars í þrotabú Glitnis„Ég hef ekkert um málið að segja Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Vonbrigði Dómur Hæstaréttar verður að teljast vonbrigði fyrir Inga Rafnar þar sem kröfum upp á um fimmtíu milljónir var hafnað. Mynd PressPHotos.biz

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.