Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 12
12 Fréttir 8.–10. júní 2012 Helgarblað Meðal þaulsætnustu þjóðarleiðtoga heims Ó lafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands er í 21. sæti yfir þá þjóðarleiðtoga heims sem hafa setið lengst að völdum. Á listanum er ekki að finna kóngafólk sem fær völd sín í arf og ríkir til dauðadags. Þar er hins vegar að finna einræðisherra Afríku- og Mið-Asíuríkja. Aðeins þjóðarleiðtogar tveggja Evrópuþjóða – Lúxemborgar og Hvíta-Rússlands – hafa setið lengur að völdum en Ólafur Ragnar, sem hefur verið forseti Íslands í tæp 16 ár. Enginn lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi Evrópu, eða annarra vestrænna ríkja hefur nú setið að völdum í 20 ár líkt og Ólafur Ragn- ar sækist eftir að gera. Sé miðað við nýjustu skoðanakannanir, þar sem Ólafur Ragnar mælist með yfir- burðafylgi, má gera ráð fyrir því að hann muni á næstu árum komast enn ofar á þennan lista. Það er fróðlegt að skoða stöðu lýðræðis í þeim löndum þar sem þjóðarleiðtogar eru sérlega þaul- sætnir. Ísland er í öðru sæti á lista tímaritsins The Economist yfir þau lönd í heiminum þar sem lýð- ræði er raunverulegt og virkt. Lang- flest hinna ríkjanna, sem eiga þaul- sætna leiðtoga, búa hins vegar við gjörólíkt stjórnarfar en Íslendingar. Kamerún, þar sem þaulsætnasti þjóðarleiðtogi heims, Paul Biya, hefur ríkt í 37 ár er í 131. sæti yfir virkasta lýðræði heims. Ekkert þeirra ríkja þar sem 10 þaulsætn- ustu þjóðarleiðtogar heims sitja að völdum, kemst ofar en í 100. sæti á lýðræðislistanum. Þessi ríki eiga það sameiginlegt að kosningar þar geta ekki talist frjálsar og að þjóð- in getur ekki skipt um valdhafa án byltingar. Í aðeins einu lýðræðisríki í heimi hefur lýðræðislega kjör- inn þjóðarleiðtogi setið lengur en Ólafur Ragnar, en það Jean-Claude Juncker, forseti Lúxemborgar, sem hefur ríkt í rúm 17 ár. Af 25 þaul- sætnustu þjóðarleiðtogum heims skera þeir tveir sig því alveg úr. n Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Þaulsætnustu þjóðarleiðtogar heims 1 Paul Biya Kamerún, 36 ár, 343 dagar 7 Hun Sen Kambódía, 27 ár, 145 dagar 13 Idriss Déby Tsjad, 21 ár, 188 dagar 19 Jean-Claude Juncker Lúxemborg, 17 ár, 139 dagar 2 Mohamed Abdelaziz Vestur-Sahara 35 ár, 282 dagar 8 Yoweri Museveni Úganda, 26 ár, 133 dagar 14 Meles Zenawi Eþíópía, 21 ár, 10 dagar 20 Denzil Douglas Skt. Kitts og Nevis , 16 ár, 336 dagar 3 Teodoro O. N. Mbasogo M-Gínea, 32 ár, 309 dagar 9 Blaise Compaoré Búrkína Fasó, 24 ár, 236 dagar 15 Emomalii Rahmon Tadsjikistan, 19 ár, 201 dagar 22 Denis Sassou Nguesso Kongó, 14 ár, 236 dagar 4 José Eduardo dos Santos Angóla, 32 ár, 271 dagur 10 Nursultan Nazarbayev Kasakstan, 22 ár, 351 dagar 16 Isaias Afewerki Erítrea, 19 ár, 14 dagar 23 Pakalitha Mosisili Lesótó, 14 ár, 9 dagar 5 Robert Mugabe Simbabve, 32 ár, 50 dagar 11 Islam Karimov Úsbekistan, 22 ár, 350 dagar 17 Alexander Lukashenko H-Rússland, 17 ár, 323 dagar 24 Tuilaepa A. S. Malielegaoi Samóa, 13 ár, 197 dagar 6 Ali Khamenei Íran, 30 ár, 238 dagar 12 Omar al-Bashir Súdan, 22 ár, 343 dagar 18 Yahya Jammeh Gambía, 17 ár, 321 dagar 25 Hugo Chávez Venesúela, 13 ár, 126 dagar 21 Ólafur Ragnar Grímsson Ísland, 15 ár, 311 dagar „Þessi ríki eiga það sameiginlegt að kosningar þar geta ekki talist frjálsar n Ólafur Ragnar hefur setið lengur en allir aðrir lýðræðislega kjörnir nema einn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.