Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Side 26
Sandkorn E ngir hafa barmað sér meira eftir hrun en útgerðarmenn. Þeir hafa keypt auglýsingar í sjónvarpinu svo þeir geti aft- ur og aftur barmað sér opin- berlega. Ekki nóg með það, heldur keyptu þeir dagblað, til þess að kvart- anirnar kæmust örugglega nógu oft á framfæri. Svona hefur þetta gengið síðustu mánuði. Þeir hafa líkt sér við gyðinga í helför nasista. Þeir hafa líkt fjölmiðl- um við áróðursmálaráðuneyti nasista og sýnt myndir af börnunum sínum til að fá samúð. Kvartanir þeirra eru tilkomnar vegna þess að ríkisstjórnin reynir að standa við kosningaloforðin, sem hún var kosin út á, og koma fiskveiðiauð- lindinni í þjóðareigu. Það þýðir að út- gerðarmenn þurfa að borga hluta af hagnaði sínum til ríkisins, sem renn- ur í sameiginleg útgjöld þjóðarinn- ar. Þeir borga ekki ef þeir tapa, bara ef þeir græða. Að auki átti að bjóða upp réttinn til að veiða upp á nýtt, en það endaði þannig að útgerðarmenn fá að halda kvótanum nokkurn veginn óáreittir. Eitt er á hreinu. Sjómenn og út- gerðarmenn eiga allan heiður skilinn. Sérstaklega sjómenn, sem eyða stór- um hluta ævinnar fjarri fjölskyldunni og samfélaginu, oft við erfiðar aðstæð- ur. Þótt laun þeirra séu yfirleitt góð fá þeir auðvitað ekki arð af hagnaðin- um. Síðustu fimm ár hafa arðgreiðsl- ur til eigenda útgerðarfyrirtækjanna, sem líta líka á réttinn til að veiða sem sína eign, gjarnan verið hærri en veiði- gjaldið í sameiginlega sjóði þjóðarinn- ar. Arðinn hafa þeir meðal annars nýtt til að kaupa Morgunblaðið. „Þetta er í líkingu við að við séum eins og gyðingar í landinu sem við þekkjum fyrir 60 árum síðan. Þetta er ótrúlegt,“ sagði Friðrik J. Arngríms- son, talsmaður útgerðarmanna, síð- asta sumar, þegar hann var spurður af erlendum blaðamanni hvort út- gerðarmönnum bæri ekki skylda til að hjálpa til við að byggja upp landið eftir efnahagshrunið. Þeir sem hafa verið á sjó þekkja strangt vinnusiðferði. Þar sem ein mistök geta kostað mann útlim er leti, kæruleysi og væl ekki liðið. Þegar gefur á bátinn standa all- ir saman um að mæta því sem þarf að mæta. Vælukjóar og þeir sem axla ekki sinn hluta af sameiginlegri ábyrgð eru fyrirlitnir. Allir þekkja Íslandssöguna síð- ustu fjögur árin og vita að þjóðar- skútan strandaði. Allir hafa þurft að taka á sig höggið og leggja sitt af mörkum. Fall krónunnar er best fyrir sjáv- arútveginn. Það hækkar verðið sem útgerðin fær fyrir fiskinn, en hækk- ar einnig lán almennings og lækkar raunveruleg laun fólks. Samt kvart- ar enginn meira en útgerðarmenn; í dagblöðum, í útvarpi, í sjónvarpi, á Austurvelli og með vælandi skips- flautum í Reykjavíkurhöfn, sem, á táknrænan hátt, trufluðu heilbrigðar samræður. Þeir nota fjármagn sitt til að magna upp kvartanir sínar þannig að enginn komist hjá því að heyra þær aftur og aftur. Útgerðarmenn hafa margt til síns máls og það þarf að tryggja að inngrip ríkisins séu í hagsmunum heildar- innar. Kvartanir útgerðarmanna eru hins vegar löngu komnar út í öfgar og grafa undan heilbrigðri umræðu. Sá sem öskrar hæst og ýkir mest á ekki sjálfkrafa að ráða mestu. Ungir listamenn í forsetaslaginn n Nokkrir þekktir listamenn hafa blandað sér í baráttuna um forsetastólinn. Bergur Ebbi Benediktsson, leikari og grínisti í Mið-Ísland-hópn- um, skrifaði grein í Frétta- blaðið á dögunum þar sem hann lýsti því opinberlega yfir að Þóra Arnórsdóttir yrði hans val í forsetakosningun- um. Þá vakti athygli að Unn- steinn Stefánsson, söngvari Retro Stefson, klæddist bol með mynd af Þóru þegar hann söng á Hlustendaverð- launum FM 957. Fyrst eyði út- gerðarmenn pen- ingunum n Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður í Brimi, hef- ur skýrar hugmyndir um hvernig þjóðin eigi að fá sinn hluta af tekjum sjáv- arútvegsins. Ein besta leiðin sé að láta sjómenn og útgerðar- menn eyða ágóðanum og skila honum þannig aftur út í samfélagið. Guðmund- ur var á Beinni línu á DV.is á fimmtudag. Þar sagði hann að fiskurinn í sjónum ætti sig sjálfur en þegar væri búið að veiða hann ætti út- gerðin fiskinn. Þegar búið væri að selja fiskinn væri peningunum skipt niður eft- ir ákveðinni aðferðafræði. „Þá fær þjóðin sína pen- inga í gegnum skattkerfið og þegar sjómenn og útgerð eyða þeim.“ Fræga fólkið í boðinu n WOW air, flugfélag Skúla Mogensen, bauð í myndar- lega boðsferð til Parísar um síðastliðna helgi. Val- ið á gestum hefur vakið umtal, en á meðal boðs- gesta var borgarfull- trúinn Einar Örn Benediktsson. Siðaregl- ur meina borgarfulltrúum að þiggja slík boð, en Einar segist hafa verið þarna sem æskuvinur Skúla, og hafa auk þess verið látinn borga 5.900 krónur fyrir ferðina. Flestir sem fengu boð voru fjölmiðlamenn sem WOW vildi fá til að fjalla um þjón- ustuna, en þar voru einnig athafnahjónin Björn Leifsson og Hafdís Jónsdóttir, Bjössi og Dísa í World Class, sem hafa átt í vök að verjast fyr- ir dómstólum eftir að hafa selt sjálfum sér World Class á frábæru verði til að forða rekstrinum frá skuldum. Maður er snöggur að gleyma sér. Ég missti stjórn á mér. Gísli Gíslason, forstjóri Northern Lights Energy, eftir að hafa verið tekinn á 124 km hraða – DV Andrés Björgvinsson, öryggisvörður sem réðst á mann á Hlemmi. – DV Sá sem öskrar hæst„Allir hafa þurft að taka höggið og leggja sitt af mörkum N áttúruverndarákvæðunum í frumvarpi stjórnlagaráðs til nýrrar stjórnarskrár er ætlað að marka þáttaskil í umhverfis- málum eins og þjóðfundurinn 2010 og stjórnlaganefnd kölluðu eftir í sam- ræmi við síaukna meðvitund almenn- ings um náttúruvernd og nauðsyn hennar. Stjórnlagaráði bárust fjölmörg erindi frá einstaklingum og samtökum varðandi náttúruvernd. Sífellt ítarlegri og afdráttarlausari ákvæði um um- hverfi og náttúru er nú smám saman að finna í stjórnarskrám æ fleiri er- lendra ríkja, þar eð skilningur á mikil- vægi umhverfis fyrir heilbrigði og af- komu mannkyns fer vaxandi. Ákvæðin fjalla yfirleitt um réttindi núlifandi og komandi kynslóða til óspilltrar nátt- úru, og hefur þeim sums staðar verið komið fyrir meðal mannréttindaá- kvæða í stjórnarskrám. Stjórnlagaráð kaus að fara þessa leið. Réttur náttúrunnar og komandi kynslóða Frumvarp stjórnlagaráðs geymir tvö ákvæði um náttúruvernd. Fyrra ákvæðið (33. gr. Náttúra Ís- lands og umhverfi) hljóðar svo: „Náttúra Íslands er undirstaða lífs í landinu. Öllum ber að virða hana og vernda. Öllum skal með lögum tryggður réttur á heilnæmu umhverfi, fersku vatni, ómenguðu andrúmslofti og óspilltri náttúru. Í því felst að fjöl- breytni lífs og lands sé viðhaldið og náttúruminjar, óbyggð víðerni, gróður og jarðvegur njóti verndar. Fyrri spjöll skulu bætt eftir föngum. Nýtingu náttúrugæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa og réttur náttúrunnar og komandi kynslóða sé virtur. Með lögum skal tryggja rétt al- mennings til að fara um landið í lög- mætum tilgangi með virðingu fyrir náttúru og umhverfi.“ Ákvæðið tengir umhverfisrétt við mannréttindi. Í því felst viðurkenn- ing á, að óspillt umhverfi heyrir til lífsgæða og mannréttinda. Ákvæð- ið setur Alþingi fyrir markmið laga- setningar um nýtingu náttúrunnar á þann veg, að hvorki verði gengið á rétt náttúrunnar né komandi kyn- slóða í landinu. Náttúrunni er veittur sjálfstæður réttur og vernd til mót- vægis við gamlar hugmyndir um rétt mannsins til náttúrunnar. Þessi nýja hugsun helzt í hendur við alþjóðlega vitundarvakningu varðandi sjálfstæð- an rétt náttúrunnar. Þjóðir Suður-Am- eríku, einkum Bólivía og Ekvador, hafa riðið á vaðið og veitt náttúrunni víð- tæka vernd til mótvægis við nýtingar- möguleika íbúanna. Ákvæðinu um, að fyrri spjöll skuli bætt eftir föngum er m.a. ætlað að laða löggjafann til að girða fyrir lausagöngu búfjár, svo sem ný kvikmynd Herdísar Þorvaldsdóttur leikkonu, Fjallkonan hrópar á vægð, kallar eftir með áhrifaríkum hætti. Erlendar fyrirmyndir Sambærileg ákvæði um náttúruvernd eru víða í erlendum stjórnarskrám. Norska stjórnarskráin kveður á um, að „sérhver maður eigi rétt til heilnæms umhverfis og náttúru þar sem gróska og fjölbreytni eru vernduð“. Sænska stjórnarskráin skyldar stjórnvöld til að stuðla að sjálfbærri þróun. Í Finnlandi segir: „Náttúran og fjölbreytileiki líf- ríkisins, umhverfið og þjóðararfur- inn eru á ábyrgð allra.“ Svisslendingar segja, að stefnt skuli að langvinnu jafnvægi milli náttúrunnar og manns- ins, einkum varðandi getu hennar til endurnýjunar og nýtingar af hálfu mannsins. Franska stjórnarskráin kveður á um fortakslausan rétt sér- hvers manns til að „lifa í heilsusam- legu umhverfi þar sem ríkir jafnvægi“. Í Frakklandi er jafnframt tekið fram, að hverjum manni beri að stuðla að því að bæta úr skaða, sem hann veld- ur umhverfinu. Aðgangur almennings Síðara ákvæðið (35. gr. Upplýsingar um umhverfi og málsaðild) hljóð- ar svo: „Stjórnvöldum ber að upplýsa al- menning um ástand umhverfis og náttúru og áhrif framkvæmda þar á. Stjórnvöld og aðrir skulu upplýsa um aðsteðjandi náttúruvá, svo sem um- hverfismengun. Með lögum skal tryggja almenn- ingi aðgang að undirbúningi ákvarð- ana sem hafa áhrif á umhverfi og náttúru, svo og heimild til að leita til hlutlausra úrskurðaraðila. Við töku ákvarðana um náttúru Ís- lands og umhverfi skulu stjórnvöld byggja á meginreglum umhverfisrétt- ar.“ Þessu ákvæði er m.a. ætlað að gera almenningi og hagsmunasam- tökum kleift að leita til dómstóla varðandi ákvarðanir stjórnvalda, sem áhrif hafa á umhverfi og nátt- úru. Ákvæðinu er ætlað að girða fyr- ir, að slíkum málum verði vísað frá dómi á grundvelli skorts á lögmæt- um hagsmunum. Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Lilja Skaftadóttir Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv. is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 26 8.–10. júní 2012 Helgarblað Kjallari Þorvaldur Gylfason Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Ber að virða og vernda„Nýtingu náttúru­ gæða skal haga þannig að þau skerðist sem minnst til langframa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.