Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 39
Svíar tryggðu sér sæti í fjórðu lokakeppni Evrópumótsins í röð með nokkrum stæl. Þeir unnu átta leiki en töpuðu tveimur og skildu Ungverja eftir með sárt ennið. Hollendingar unnu
riðilinn. Svíar komust beint í lokakeppnina því þeir voru
með bestan árangur þeira liða sem höfnuðu í öðru sæti í
sínum riðlum.
Óhætt er að segja að nýr þjálfari, Erik Hamren,
hafi blásið til sóknar því Svíar skoruðu ríflega þrjú
mörk að meðaltali í leik. Hamren tók við liðinu af Lars
Lagerbäck, landsliðsþjálfara Íslands. Lars segir um
liðið að það hafi nú fundið gott jafnvægi í leik sínum
eftir brösótta byrjun undir stjórn nýs þjálfara (liðinu
mistókst að komast á HM 2010) og liðið sé mjög vel
skipulagt. Leikmennirnir séu vinnusamir og góðir í
að halda boltanum innan liðs. Þeir séu einnig beittir
sóknarlega.
Zlatan Ibrahimovic er yfirburðamaður í sænska
liðinu, eins og íslenska landsliðið fékk að kenna á á
dögunum. Hann hefur sjálfur sagt að hann sé besti
leikmaður heims og getur sannað það á stóra sviðinu.
Annar áhugaverður leikmaður í sænska liðinu er
Kim Källström, leikmaður Lyon í Frakklandi. Hann er
skæður, sókndjarfur miðjumaður sem hefur skorað 16
mörk fyrir sænska liðið á ferlinum. Það eru reynslu-
miklir menn í sænska liðinu, eins og varnarmennirnir
Olof Mellberg og Andreas Isaksson, en hvort það
nægir til að leggja andstæðinga eins og England og
Frakkland að velli ræðst af því hvort lykilmenn nái sér
á strik. Ef vörnin heldur gæti Zlatan ráðið úrslitum í
gengi liðsins á mótinu.
Þ
að er lítið sem hinn nýi landsliðsþjálfari Roy
Hodgson getur gert úr þessu. Hann þarf að
berja eldmóð í leikmenn sína sem aldrei þessu
vant burðast ekki kengbognir með yfir-
drifnar væntingar heillar þjóðar á bakinu. Núna býst
enginn við neinu. Wayne Rooney byrjar í banni. Frank
Lampard og Gary Cahill hafa báðir meiðst korteri fyrir
mót. Deilur utan vallar um liðsval Hodgson er það
eina sem dreift hefur athyglinni frá því verkefni sem
England stendur frammi fyrir. Að vinna sitt fyrsta EM-
mót. Þessi skortur á væntingum getur reynst styrkur
liðsins, en getur líka þýtt að England standi undir
nafni og nái sér engan veginn á strik á enn einu stór-
mótinu og hryggbrjóti væntingavísitölu þjóðarinnar
heima og milljóna stuðningsmanna um allan heim.
Steven Gerrard, fyrirliði liðsins, mun bókstaflega þurfa
að bera liðið í fyrstu leikjunum. Nú þarf hann að sýna
úr hverju hann er gerður. Stilli Hodgson upp Scott
Parker og James Milner fyrir aftan Gerrard sem fær þá
„holuna“ til að athafna í sig ætti hann að blómstra.
En hver á að skora mörkin? Danny Welbeck og Andy
Carroll munu líklega bítast um byrjunarliðssætið í fjar-
veru Rooney. Hinn átján ára Alex Oxlade-Chamberlain
mun stela senunni fái hann tækifærið á mótinu. Hann
gæti reynst ásinn í ermi Hodgson.
G
estgjafarnir í Úkraínu eru að taka þátt í sínu
fyrsta Evrópumóti. Oleg Blokhin kemur til
leiks vongóður um að ná sambærilegum
árangri og á HM 2006 þegar liðið komst í
fjórðungsúrslit. Blokhin er samt með hárfína blöndu
eldri og reyndari leikmanna og yngri. Sjö leikmenn í
hópnum eru þó eldri en þrítugt og nokkrir vel rúm-
lega það. Margir í hópnum, þá kannski sér í lagi lykil-
leikmenn, eiga það sameiginlegt að hafa ekki fengið
nógu mikið að spila á síðasta tímabili. Anatoliy
Tymoschuk er lykilmaður á miðjunni. Hann lék þó
aðeins 17 leiki með FC Bayern í Bundesligunni í vetur
og er orðinn 33 ára. Hinn reyndi markahrókur Andriy
Schevchenko er þó algjör lykilmaður í úkraínska
landsliðinu. Hann er orðinn 35 ára og erfitt að sjá
hann bera liðið einn síns liðs. Það er fullt tilefni til að
fylgjast náið með hinum 22 ára Andriy Yarmolenko,
sem kemur frá Dynamo Kiev. Hann er vonarstjarnan
í úkraínska liðinu.Úkraína hefur ekki beinlínis verið á
miklu flugi í aðdraganda mótsins. Flestir búast við
að gestgjafarnir sitji eftir í D-riðli enda mótherjarnir
sterkir. En með skyndisóknabolta sínum gætu þeir
strítt þeim og gert riðilinn enn áhugaverðari.
F
rakkar þurfa að bjarga því sem bjargað verður
eftir hallarbyltinguna og ímyndarskellinn sem
þjóðin varð fyrir á HM 2010. Þó að margir búist
ekki við miklu af Frakklandi á mótinu þá eru
þeir þó í þeirri stöðu að vera sigurstranglegastir í hin-
um strembna D-riðli. Ástæðan fyrir því er að Laurent
Blanc hefur þjappað sundurleitum hópnum saman
í að spila öfluga vörn og leiftrandi sóknarbolta. Það
má alltaf búast við mörkum þegar Frakkar spila.
Þrátt fyrir að vera vel mannaðir í öllum stöðum þá
mun mikið mæða á framherjanum Karim Benzema.
Hann skoraði 32 mörk og gaf 15 stoðsendingar með
Real Madrid á síðasta tímabili og takist honum
að skila því formi inn í keppnina gæti hann orðið
stjarna mótsins. Fyrir aftan hann munu þekktar
stjörnur á borð við Samir Nasri, Franck Ribery og
Florent Malouda sömuleiðis skipta sköpum. Það
verður athyglisvert að fylgjast með miðjuparinu
Yohan Cabaye og Yann M‘Vila. Ef Frakkar spila upp á
heiðurinn og gleyma hrokanum fara þeir upp úr riðl-
inum og eitthvað lengra og gætu því séð sinn þriðja
Evrópumeistaratitil í hillingum hið minnsta.
SvíþjóðEngland
ÚkraínaFrakkland
Byrjunarlið 4-2-3-1
5
Martin
Olsson
8
Anders
Svensson
2
Mikael
Lustig
7
Sebastian
Larsson
1
Andreas
Isaksson
13
Jonas
Olsson
10
6
Rasmus
Elm
11
Johan
Elmander
9
> Kim
Kallstrom
3
Olof
Mellberg
Byrjunarlið 4-4-2
12
7
10
20 17 5
Yaroslav
Rakitskiy
14
Ruslan
Rotan
21
Bohdan
Butko
11
> Andriy
Yarmolenko
Andriy
Pyatov
Olexandr
Kucher
Andriy
Voronin
4
Anatoliy
Tymoshchuk
Andriy
Shevchenko
9
Oleh
Gusev
Taras
Mikhalik
Byrjunarlið 4-4-1-1Byrjunarlið 4-2-3-1
Á bekknum Markmenn: Johan Wiland, Pär
Hansson Varnarmenn: Andreas Granqvist, Mikael
Antonsson, Behrang Safari Miðjumenn: Pontus
Wernbloom, Samuel Holmén, Emir Bajrami, Christian
Wilhelmsson Sóknarmenn: Tobias Hysén, Ola
Toivonen, Markus Rosenberg
Á bekknum Markmenn: Maxym Koval,
Olexandr Goryainov. Varnarmenn: Yevhen Selin,
Yevhen Khacheridi, Vyacheslav Shevchuk.
Miðjumenn: Denys Garmash, Olexandr Aliyev, Serhiy
Nazarenko, Yevhen Konoplyanka. Sóknarmenn:
Artem Milevskiy, Yevhen Seleznyov, Marko Devic.
Á bekknum Markmenn: Robert Green, Jack
Butland. Varnarmenn: Martin Kelly, Leighton
Baines, Phil Jones, Phil Jagielka. Miðjumenn: Jordan
Henderson, Stewart Downing, > Alex Oxlade-Cham-
berlain. Framherjar: Andy Carroll, Wayne Rooney,
Jermain Defoe.
Á bekknum Markverðir: Steve Mandanda,
Cédric Carrasso. Varnarmenn: Anthony Réveillère,
Laurent Koscielny, Gaël Clichy. Miðjumenn: Mathieu
Valbuena, Blaise Matuidi, Jérémy Ménez, Alou Diarra,
Marvin Martin, Hatem Ben Arfa. Framherjar: Olivier
Giroud.
Þjálfari:
Erik Hamren
Aldur: 54
Þjálfari:
Oleg Blokhin
Aldur: 59
Þjálfari:
Roy Hodgson
Aldur: 64
Þjálfari:
Laurent Blanc
Aldur: 46
Riðill D
10 Markahrókur Benzema hefur loks fundið sig og raðar inn mörkum með Real Madrid. Þarf að
gera það líka á EM.
Aldur: 24
Staða: Framherji
Landsleikir: 45
Mörk: 15
Félagslið: Real madrid
> Lykilmaður Andriy Shevchenko
> Lykilmaður Zlatan Ibrahimovic
> Lykilmaður Karim Benzema
20 Alex Oxlade-
Chamberlain
Aldur: 18
Staða: Kantmaður
Landsleikir: 2
Mörk: 0
Félagslið: Arsenal
6 Yohan Cabaye
Aldur: 26
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 13
Mörk: 0
Félagslið: Newcastle
9 Kim Kallstrom
Aldur: 29
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 90
Mörk: 16
Félagslið: Lyon
11 Andriy Yarmolenko
Aldur: 22
Staða: Kantmaður
Landsleikir: 20
Mörk: 8
Félagslið: Dynamo
Kiev
> Fylgstu með
> Fylgstu með
> Fylgstu með
> Fylgstu með
1
11
3 15 4
Ashley
Cole
16
James
Milner
2
Glen
Johnson
17
Scott
Parker
Joe Hart
John
Terry
7
Theo
Walcott
4
Steven
GerrardAshley Young
22
Danny
Welbeck
Joleon
Lescott
1
7
3 4 5
Patrice
Evra
17
Yann
M‘Vila
2
Mathieu
Debuchy
6
> Yohan
Cabaye
Hugo
Lloris
Philippe
Mexès
15
Florent
Malouda
11
Samir
Nasri Franck Ribery
10
Karim
Benzema
Adil
Rami
> Lykilmaður Steven Gerrard
7 Stórstjarnan Shevchenko er kominn til ára sinna en er lykilmaður í liðinu.
Aldur: 35
Staða: Framherji
Landsleikir: 108
Mörk: 46
Félagslið: Dynamo Kiev
10 Fór illa með Íslendinga Zlatan Ibrahimovic er potturinn og pannan í sóknarleik Svía.
Aldur: 30
Staða: Framherji
Landsleikir: 77
Mörk: 31
Félagslið: AC Milan
4 Með þjóðina á bakinu Steven Gerrard þarf að stíga upp. Nú gilda engar afsakanir.
Aldur: 31
Staða: Miðjumaður
Landsleikir: 91
Mörk: 19
Félagslið: Liverpool
Zlatan
Ibrahimovic
EM 2012 39Helgarblað 8.–10. júní 2012