Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 44
44 Viðtal 8.–10. júní 2012 Helgarblað V iltu gjöra svo vel að setja þetta um hálsinn,“ hróp- ar lögreglumaður á eft- ir blaðamanni sem heldur vandræðalegur á aðgöngu- korti í bandi og hrekkur í kút. „Ör- yggiskröfur hafa verið hertar hér,“ útskýrir Þorgerður Katrín Gunnars- dóttir alþingismaður sem tekur á móti blaðamanni í anddyri Al- þingishússins. Vannýtt tækifæri Á dagskrá Alþingis eru umræður um fyrirhugaðar breytingar á fisk- veiðistjórnunarkerfi Íslands. Um- ræður hafa staðið yfir í nokkra daga. Þorgerður Katrín og félagar hennar í Sjálfstæðisflokknum standa með útgerðinni gegn breytingum á kerf- inu. „Það eru mjög skiptar skoðan- ir á þingi þessa dagana,“ segir Þor- gerður. „Ég er sannfærð um það að stefna ríkisstjórnarinnar er röng hvað varðar breytingar á fiskveiði- stjórnunarkerfinu. Við tökumst á í þinginu og mér finnst allt í lagi að takast á um þetta á þeim forsend- um að báðir aðilar trúi því að stefna þeirra sé hin eina rétta. Svona er pólitík,“ segir hún og brosir. „Ég segi nei, vegna þess að með því að berj- ast gegn tillögunum stend ég í vegi fyrir neikvæðum og vanhugsuðum breytingum á sjávarútveginum og samfélaginu.“ Þorgerður segir ekkert óeðlilegt við að menn takist á. Henni finnst þó oft eftirsjá í þeim tíma sem fer í óþarfa orðaskak. „Mér finnst sárt að sjá þessi van- nýttu tækifæri á þingi og geta ekki gert betur. Það eru allir að tala um sátt í samfélaginu og að við eigum að vinna betur og ekki vera í þessu endalausa þrasi. Við þurfum auðvit- að að takast á um pólitísk deiluefni en það er líka alveg rétt, við getum gert þetta aðeins öðruvísi og eigum að gera þetta öðruvísi. Framkvæmdavaldið er gríðar- lega sterkt, viðhorf og vinnubrögð forsætisráðherra setja sterkan svip á þingið hvort sem mönnum lík- ar það betur eða verr. Við eigum að efla þingið. Mér finnst Ásta Ragn- heiður hafa verið í afar erfiðri stöðu í vetur. Það er lítill meirihluti fyrir stjórninni, en hún hefur staðið sig vel sem forseti þingsins. Þótt ég hafi nú aldeilis ekki alltaf verið sammála ákvörðunum hennar þá hefur hún ávallt haft hagsmuni löggjafarvalds- ins í huga til lengri tíma. Ég held að það þurfi að setjast vel yfir það hvernig þingsköpun- um verður breytt. Og huga betur að valdi og verksviði forseta þingsins. Á meðan hann þarf að verða valda- meiri þá þarf líka að tryggja að hann sé óháðari flokkum. Sínum eigin flokki og öðrum flokkum.“ Skortur á hugrekki Samfélagið er ekki tilbúið enn fyrir breytta orðræðu að mati Þorgerðar sem segir fólk þurfa að finna hjá sér hugrekki til að fara gegn ofstæki og rétttrúnaði. „Þetta er spurning um viðhorf,“ segir Þorgerður. Blaðamaður spyr hver fyrstu skrefin séu. Felast þau í auðmýkt? „Að hluta til en það er ekki allt,“ segir hún. „Það er fullt af góðu fólki á þingi sem er auðmjúkt og vinnur vel. Ég held hins vegar að samfélag- ið eða hluti þess sé ekki ennþá tilbú- ið fyrir breytta orðræðu þrátt fyrir að kalla eftir henni og annarri nálgun á stjórnmálin. Ég sé það á blogginu, í greinum og viðbrögðum við grein- um. Það skortir enn þetta hugrekki til að fara gegn ofstækinu. En ég vil heldur ekki alhæfa. Gagnrýnar og rökstuddar skoðanir eru ekki of- stæki. Þær láta hins vegar undan rétttrúnaðinum og ofstækinu. Mér finnst stemningin að einhverju leyti lík þeirri og var fyrir hrun. Það er rétttrúnaður í dag eins og fyrir hrun. Það er bara ein skoðun sem er rétt, allt annað er rugl,“ segir hún hugsi. En ég skynja að þessir tímar eru að breytast, að fólk er að finna hjá sér hugrekkið. En til þess að finna það, þá þarf að læra af hruninu og eftir- málum þess. Það er hluti af því að setja þessa hugsun af stað.“ Lærir af hruninu Hún segist sjálf íhuga það reglulega hvernig hún ætli að læra af hrun- inu. „Ég gerði fullt af mistökum. Ég held ég hafi líka gert mjög margt gott og þarft. Það er margt sem ég er stolt af. Mér finnst til dæmis voða- lega gott að lesa og sjá könnun um samkeppnishæfi íslenskrar þjóðar. Það sem heldur okkur uppi er gott menntakerfi. Við klúðruðum því ekki. Við eigum líka gott heilbrigð- iskerfi og gott félagslegt kerfi. Það voru hlutir sem við þó stóðum vörð um og við megum vera stolt af þó að ég og aðrir hafi gert mörg mistök.“ Hverju sér hún mest eftir? „Ef ég hugsa til menntamála- ráðuneytisins þá hefði ég viljað fara í það að efla enn frekar samkeppn- issjóðina í rannsóknum, ég hefði viljað taka sjá meiri samhæfingu og flæði milli listgreina innan skóla- kerfisins og ég hefði viljað sjá meiri eftirfylgni með skólalöggjöfinni sem við samþykktum árið 2008. Að auka sveigjanleika milli skólastiga og að fleiri nemendur útskrifist á þrem- ur árum. Það var mjög óvinsælt að setja þetta fram á sínum tíma en ég er sannfærð um, meira en nokkru sinni, að þessi leið er rétt fyrir sam- félagið og þjóðhagslega hagkvæm. Það er rétt fyrir okkur í samkeppn- islegu tilliti að fjölga nemendum sem eru 19 ára stúdentar. Að koma fólkinu fyrr upp í háskóla eða út í at- vinnulífið. Tregðan er mikil í kerfinu og það er vont að hafa ekki náð að fylgja þessu eftir þótt ég verði glöð þegar ég heyri að sífellt fleiri velji að útskrifast fyrr en áður. Í stóru póli- tísku myndinni þá sé ég mest eftir því að hafa ekki verið nægilega vak- andi og hafa sjálfkrafa talið ákveðna hluti vera sanna og rétta.“ Hún segir tímann á þingi fyrir og eftir hrun hafa verið ákveðna kennslu. „Þetta var ótrúlega lær- dómsríkur tími. Hann var bæði erf- iður og skemmtilegur í senn. Þetta var reynsla sem ég hefði aldrei vilj- að missa af. Þessi reynsla hefur bætt mig sem stjórnmálamann og von- andi eflt mig og þroskað. Í dag, í eft- iráskoðun samtímans sé ég að við eigum að gefa hverju tímabili tæki- færi og reyna að skilja ólíkar aðstæð- ur og viðbrögð. Það þýðir hins vegar ekki að einhver della geti ekki gerst.“ Vill ekki tjá sig um kúlulán Það er óumflýjanlegt að spyrja Þor- gerði hver staðan sé á milljarðs kúluláni eiginmanns hennar hjá Kaupþingi. Þorgerður gekk hart gegn Richard Thomas sem gagn- rýndi bága stöðu bankanna og stefnu stjórnvalda og réðst þá gegn vitsmunum hans. Þótt Þorgerður hafi beðið hann afsökunar fyrir fullu Háskólabíói og í beinni útsendingu sér hún eftir þeim viðbrögðum. „Ég held að það sjái það allir í dag að þetta var kolröng starfsmanna- stefna hjá bankanum. En menn trúðu á þetta. Eins og margt fleira. Ætli þetta sé ekki einn af þeim hlut- um sem hægt er að segja um að gott sé að vera vitur eftir á? Hvað lánið varðar þá er það í ákveðnu ferli og það er ekki frágeng- ið. Þetta mjatlast áfram eins og allt annað. Staðan hjá okkur Kristjáni er eins og hún var hjá okkur fyrir 10–15 árum. Ég held það sé best að maður tjái sig sem minnst ellegar er hætta á mistúlkun og útúrsnúningum.“ Sár yfir aðför að heimili Staða Þorgerðar og Kristjáns vakti mikla reiði meðal mótmælenda. Lögregla var kvödd að heimili þeirra vegna mótmæla þar fyrir utan í apr- ílmánuði 2010 og það fannst henni afar erfitt. Þeir sem fyrir utan stóðu tóku lítið tillit til þess að Þorgerður og Kristján eiga þrjú börn og þar af dóttur sem á mjög erfitt með að höndla eða skilja atvik eins og þetta en hún er einhverf og með þroskahömlun. Er hún þessu fólki reið? „Maður verður að reyna að skilja fólkið. Það á sér sína sögu. En ég er ekkert endilega rosalega glöð með þetta. Ein vinkona mín var að minna mig á hvað ég sagði rétt eftir hrun. Ég sagði: Nú mun reyna á réttarrík- ið. Nú mun reyna á það að menn fari ekki að beygja réttarreglurnar í þágu þeirra vinda sem blása hverju sinni. Eftir nokkur ár getum við horft til baka og metið það hvort við stóðu- mst reglurnar. Sums staðar gerðum við það en annars staðar ekki. Það er eðlilegt að menn spyrji spurninga og setji fram gagnrýni en þá bið ég fólk líka um að skoða heildarmyndina. Við sjálfstæðis- menn verðum einnig að vera sjálfum okkur samkvæmir í gagnrýni okkar á ríkisstjórnina og setja hlutina í sam- hengi, þegar nokkur ár eru liðin. Við erum að biðja um sanngirni og þá skulum við sýna hana líka.“ Börnin varnarlaus Hefur einhver beðið hana afsökun- ar? „Nei,“ segir hún. „Enda hef ég ekkert hitt þetta fólk þótt ég viti hvert það er. Ég hef oft vitnað í ömmu mína sem dó áður en ég fæddist: Það er mannlegt að reiðast en það er djöfullegt að vera langrækinn. Ég er kristin kona og ætla ekki að vera langrækin en ég get alveg sagt með sanni að ég reiddist. Ég varð líka sár yfir þeim aðstæðum sem börnin mín voru sett í með þessu. Sérstak- lega vegna litlu stelpunnar minn- ar sem þarf sinn undirbúning fyrir allt sem er óvænt. Þá verður maður reiður. Það hefur ekki hent áður. Maður hefur hins vegar lent í svo mörgu að það bítur fátt á mann. En það er gríðarlega vont þegar börnin manns lenda í áföllum, sér í lagi þegar þau geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. En þetta er búið,“ segir hún. „Við verðum að horfa fram á við. Það eru margir vondir hlutir sem hafa gerst og ýmsir sem eru sárir en við verð- um sem samfélag að komast yfir þá. Ég held að þessi reynsla hafi gert mig sterkari og umburðarlyndari. Ég vona það. Eitt af því sem ég þakka mömmu og pabba fyrir er hvað þau eru umburðarlynd. Þau hafa alltaf gefið fólki tækifæri. Þó einhver telj- ist skrýtinn, rugludallur eða bara vondur þá hafa þau bent á að hver og einn geti átt sögu sem varpi ljósi á viðkomandi einstakling. Ekki dæma fyrr en þú ert búinn að kynnast við- komandi. Ég vona að ég hafi ekki orðið bitur og ég vona að aðrir séu það ekki heldur. Biturleikinn er að ein- hverju leyti skiljanlegur en hann er nöturleg tilfinning sem heldur aftur af okkur. Við verðum að læra af þessu og halda í vonina. Ekki síst við sem erum í Sjálfstæðisflokknum.“ Stolt af verkum sínum Talið berst að þeim tíma er hún sat í embætti menntamálaráðherra. Þá var hún þekkt fyrir að koma mörg- um málum í höfn og þótti dugnað- arforkur. „Ætli ég sé ekki stoltust af því að hafa varðveitt ákveðin grunn- prinsipp í þeim málaflokki sem féllu undir ráðuneytið. Það eru þessi þrjú leiðarljós okkar – valfrelsi, gæði og skilvirkni. Ég stóð fyrir valfrelsi, í skólamálum, í menningarmálum, á öllum sviðum vísinda. Það kostaði oft átök en mér líður ekki síst hvað best með að við náðum samvinnu á flestum málasviðum þegar upp var staðið. Oft eftir mikil átök, en við náðum að lenda hlutum. Klára mál- in. Það er ekkert mál að vera ráð- herra ef maður ætlar að sigla lygn- an sjó, ekki vera í átökum og koma neinum erfiðum málum í gegn. Það er auðveldasta leiðin. Það er hægt að deila um eitt og annað. En við sköpuðum nýja menntastefnu og ég er sannfærð um að breytingar á skólalöggjöfinni hafi verið góðar. Við höfum endurskoðað öll skólastigin; skapað þar aukið val, sveigjanleika og fjölgað tækifærum til náms. Við undirstrikuðum stefn- una um skóla án aðgreiningar um leið og við vildum gefa öllum foreldr- um val. Líka fatlaðra barna. Að kerfið sé ekki að velja fyrir þau. Þú verður að hafa valkostina og það er mannúð og mannréttindi fólgin í því að hafa þá. Ríkið má ekki taka þessa valkosti af fólki.“ Katrín besti ráðherrann Hún segist fylgjast með Katrínu Jak- obsdóttur í sama embætti og þótt hún sé henni stundum ósammála segir hún hana langbesta ráðherr- ann. „Katrín er langbesti ráðherra rík- isstjórnarinnar. Það er margt sem Katrín er að gera sem er gott. Ég held að þetta sé óskaplega erfitt fyr- ir hvern sem er, að koma inn í ráðu- neytið eftir svona mikið áfall. Ég er á móti þessari auknu miðstýringu sem komið hefur verið á. Dæmi um það er tilraun vinstriflokkanna til að svæða- skipta framhaldsskólunum. Valfrels- ið er frekar svarið. Ég tel að við eigum að gefa öllum börnum sama val um skóla, sama hvar þau búa á landinu. Hvort sem þau búa á Tálknafirði, í Neskaupstað eða Hafnarfirði. Það eru alls konar hlutir sem við deilum um og eru hrein og klár póli- tík en stóra myndin er sú að mér finnst Katrín langbesti ráðherra rík- isstjórnarinnar. Þó að það sé mik- ill gorgeir í hinum og þeir geti talað digur barkalega, þá heldur hún dampi. Það er mikið af mælskum mönnum í pontu, sjáðu til, en orðum þurfa að fylgja athafnir,“ segir hún og brosir út í annað. Á marga góða vini á Alþingi Það vekur athygli blaðamanns hversu vel Þorgerður talar um and- stæðinga sína. Er hægt að eignast vini á Alþingi? „Já, ég á nóg af vinum á Alþingi. „Það er mannlegt að reiðast en það er djöfullegt að vera langrækinn,“ segir þingkonan öfluga Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sem hefur háð margar erf- iðar orrustur í stjórnmálum. Þær erfiðustu hefur hún þó háð í einkalífinu og þar hafa unnist stærstu og dýrmætustu sigrarnir. Kristjana Guðbrandsdóttir settist niður með Þorgerði Katrínu og ræddi við hana um átök á þingi og árásina á heimili hennar, ástríður og það sem henni er allra heilagast, börnin. „Það er hægt að eignast vini á Alþingi“ Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is Viðtal „Það er ofsalega vont þegar börn- in manns lenda í áföllum. Þau geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.