Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 49

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 49
„Ég er í ákveðinni uppreisn“ Viðtal 49Helgarblað 8.–10. júní 2012 „Ég þarf ekki Bessa- staði til að vera hamingjusamur ekki fram. Með slíku breytist aldrei neitt.“ Fari svo að Hannes vinni ekki kosningarnar snýr hann til baka til Noregs. „Aðstæðurnar eru bara þannig. Ég á tvö börn af fyrra sam- bandi og ég veit að það yrði stór möguleiki að ná þeim til Íslands ef ég kemst á Bessastaði. Ef ég verð ekki forseti sýnist mér borin von að ná þeim heim núna,“ segir hann og viðurkennir aðspurður að hann og fyrrverandi eiginkona hans hafi deilt um forræði barnanna um tíma en segir samkomulagið gott í dag. „Ég vil búa á Íslandi en yrði að bíta í það súra epli að fara til Noregs og vera þar í tvö, þrjú ár. Þá verða börn- in nógu stór til að velja sjálf. Annars er mjög fínt að vera í Noregi en ég er mikill Íslendingur í mér og þótt kon- an mín sé norsk bíðum við bæði eftir að gera flutt hingað.“ Má ekki gagnrýna Þóru Hannesi hefur verið tíðrætt um sið- ferði í kosningabaráttu sinni en hann segir minna um klíkuskap í Nor- egi en hér á landi. „Kannski af því að Norðmenn eru fleiri. Í stjórnsýsl- unni þar eru mjög skýrar reglur hvað er ásættanlegt og hvað ekki. Ég sé til dæmis ekki fyrir mér að bankakerfið hefði getað hrunið þar. Það er alveg ótrúlegt hvað gerðist hérna,“ segir hann og bætir við að hann sé farinn að greina eim af því andrúmslofti sem hér hafi viðgengist fyrir hrun. „Fyrir hrun mátti enginn gagnrýna. Og nú virðist aftur ekki mega setja spurningarmerki við eitt eða neitt. Þá er eins og það myndist dragsúgur í kringum þann sem spurði. Ef ein- hver hættir sér til að skrifa neikvætt um framboð Þóru þá er eins og allt verði vitlaust. Ég verð hræddur þegar ég sé þetta og hugsa hvað sé eigin- lega í gangi? Gagnrýni þýðir einfald- lega að rýna til gagns, það á að vera allt í lagi,“ segir hann og bætir við að hans framboð snúist um gegn- sæi. „Það mega allir vita fyrir hvað ég stend en sem forseti myndi ég aldrei berja mínar skoðanir áfram. Ég vil, til að mynda, ekki fara inn í ESB en ég vil að fólk geti treyst því að ég mun ekki berjast gegn því sem for- seti. Ég veit að aðrir frambjóðendur eru á öðru máli. Fyrir mér verður að vera hægt að treysta því sem þú seg- ir. Þú verður að þora að segja hver þú ert. Þannig vinnurðu traust hjá fólki.“ Persónuleg barátta Fjölskylda Hannesar hefur ferð- ast um landið með honum en fjöl- skyldan hefur aðsetur í húsi sínu í Skagafirði á milli funda. Hann seg- ist njóta þess að ferðast um til að vekja athygli á sér en viðurkennir að kosningabaráttan hafi verið ákveðin persónuleg barátta fyrir hann. „Ég hef þurft að fara inn á svæði sem eru mér lítið töm. Ég hef alltaf átt erfitt með að biðja fólk um hjálp. Það er þessi sjálfsbjargarviðleitni, sjáðu til. Bara það að safna undirskriftum var ákveðin lífsreynsla fyrir mig. Við vorum ekki með neitt batterí í kringum okkur heldur gerðum þetta sjálf. Ég verð að viðurkenna að ég átti mjög erfitt með það. En maður verð- ur að stíga út fyrir þægindarammann til að vaxa. Að sjálfsögðu get ég ekki verið einn í þessu og það er stórkost- legt hvað margir eru tilbúnir að reiða fram hjálp sína. Fyrir það er ég ævin- lega þakklátur.“ n
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.