Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 50

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Page 50
Böðvar Tómasson Ætlar að halda veislu fyrir nánustu vini og ættingja. 50 8.–10. júní 2012 Helgarblað Stórafmæli Böðvar Tómasson verkfræðingur 40 ára 7. júní 31 árs 9. júní Natalie Portman sem sló í gegn í kvikmyndinni The Black Swan. 47 ára 10. júní Leikkonan Elizabeth Hurley sem hefur verið að gera það gott í þáttunum Gossip Girl upp á síðkastið. 61 árs 8. júní Söngkonan Bonnie Tyler sem er hvað þekktust fyrir lagið Total eclipse of the heart. Fjölskylda Böðvars n Foreldrar: Tómas Búi Böðvarsson f. 14.11. 1942 og Ragnheiður Stefáns- dóttir f. 5.7. 1946 n Maki: Anna Pála Stefánsdóttir, spænskukennari og leiðsögumaður f. 17.5. 1975 n Börn: Tómas Böðvarsson f. 6.3. 2004, Stefán Böðvarsson f. 22.5. 2006 og Markús Böðvarsson f. 22.5. 2006 n Systkin: Hlynur Tómasson f. 6.8. 1975 Ber alltaf sterkar taugar til Akureyrar B öðvar Tómasson fæddist á Akureyri og ólst þar upp. „Það var mjög gaman að búa á Akureyri og ég hef alltaf mjög sterkar taugar til bæjarins. Akureyri er svo skemmtileg stærð af bæ með öllu því sem maður þarf án þess að vera of stór og í minn- ingunni var alltaf gott veður á Akureyri,“ segir Böðvar og hlær. „Ég átti mikið af vinum og hjólaði mjög mikið og var í skátunum. Ég bjó á Akureyri til 20 ára aldurs en ég kláraði þá menntaskólann og fór í há- skóla. Ég var svo í tvö ár í Há- skóla Íslands og sótti svo um sérnám í Tækniháskólanum í Lundi í Svíþjóð og lagði þar stund á bygginga- og bruna- verkfræði þar sem ég kláraði mastersnám árið 1998.“ Eftir námið byrjaði Böðvar að vinna á verkfræðistofu í Malmö sem heitir Fire Safety Design. „Þarna kynntist ég rosalega miklu af skemmti- legu fólki, margir af mínum bestu vinum eru Svíar og ég fer reglulega til Svíþjóð- ar, í það minnsta einu sinni á ári, bæði í vinnuferðir og skemmtiferðir.“ Hefur tekið þátt í ýmsum rannsóknum Böðvar flutti svo heim snemma árs 2000 og býr nú á besta stað í Kópavoginum með konu sinni og þremur hressum strákum. „Ég kom heim og hóf störf hjá Verk- fræðistofu Snorra Ingimars- sonar og svo flutti ég mig yfir á stofu sem hét þá Línu- hönnun árið 2005 sem heit- ir í dag Verkfræðistofan Efla. Þar starfa ég sem sviðsstjóri á bruna- og öryggissviði. Ég hef verið að sinna alls konar ver- kefnum, bæði hér heima og erlendis og mikið tekið þátt í rannsóknum og er í alþjóð- legum nefndum varðandi bruna- og öryggismál.“ Böðvar ætlar að halda veislu um helgina fyrir nán- ustu vini og ættingja á heimili sínu í Kópavoginum. Er afmælið formlegt eða óformlegt? Hverjir mæta í afmælið? Er það bara fjölskyldan eða eru það vinir og vinnufélagar líka? Mikilvægt er að hafa þetta í huga þegar ákveða skal hvernig ræðu á að semja. Húmor er beitt vopn í ræðuhöldum en getur snúist fljótt í höndunum á manni í „röngum“ hópi. Eru fleiri ræðumenn? Munu fleiri halda ræðu? Ef svo er hvar ert þú í röðinni? Hvað eru hinir líklegir til að fjalla um í sinni ræðu? Gott er að athuga það því ekki vilt þú koma upp á eftir ræðumanni og flytja nánast eins ræðu. Um hvað skal tala? Til dæmis má nefna persónuleika- einkenni viðkomandi, framtíðina; hvað hún ber í skauti sér persónulega og faglega, áhugamál, hvaða gildi og viðmið hefur afmælisbarnið, hvað vildi einstaklingurinn verða þegar hann yrði stór, fólkið í lífi hans og svona mætti lengi telja. Ef afmæl- isbarnið er fullorðinn einstaklingur er ágætis regla að tala ekki bara um fortíðina heldur leggja einnig áherslu á núið og framtíðina. Þema Skemmtilegt getur verið að hafa þema eða rauðan þráð í ræðu. Til dæmis með því að setja hana í sögu- legt samhengi. Hvað gerðist sögu- legt á sama degi eða ári og eitthvað átti sér stað í lífi viðkomandi? Hvaða lög voru vinsæl á hverjum tíma eða hvar bjó fjölskyldan? Góð ráð að lokum Mundu að verðlauna þig að ræðuhöldum loknum! Það er fátt vandræðalegra en ræðumaður sem er ofurölvi. Þakkaðu fyrir að fá tækifærið til að halda ræðu, bjóddu fólki að skála fyrir viðkomandi að ræðu lokinni, skrifaðu helstu atriði ræðunnar á minnismiða til að forð- ast að gleyma henni, æfðu þig áður en þú flytur ræðuna. Að lokum; góð, hugljúf eða fyndin ræða getur verið ógleymanleg afmælisgjöf sem lifir í minningunni að eilífu. HEiMild: wriTE-oUT-loUd.coM Hin fullkomna ræða Þ að getur fylgt því tölu- vert stress fyrir óvana ræðumenn að halda tölu í afmæli hjá vin- um eða ættingjum. Það hafa flestir orðið vitni að of langri eða óviðeigandi ræðu og vill enginn vera í þeim sporum. Hér koma nokkur ráð sem hafa ber í huga. Klár með ræðuna? Það borgar sig að æfa sig heima! 8. júní 1435 - Dómkirkjan í Uppsölum var vígð. 1624 - Jarðskjálfti skók Perú. 1783 - Skaftáreldar hófust. Í kjöl- far þeirra fylgdu Móðuharðindin. 1887 - Herman Holle- rith fékk einkaleyfi á stimpilklukku. 1789 - Jarðskjálftar hófust á Suðurlandi. Skjálftar komu með allt að tíu mínútna millibili og stóðu í viku. 1968 - James Earl Ray var hand- tekinn fyrir morðið á dr. Martin Luther King, Jr. 1968 - Robert F. Kennedy var jarðsettur. 2002 - Íslensk stjórnvöld neituðu meðlimum Falun Gong-hreyf- ingarinnar um landvistarleyfi vegna ótta við mótmæli. 9. júní 1534 - Jacques Cartier sá Lawrence-fljót fyrstur Evrópu- búa. 1741 - Ferming barna var lögfest á Íslandi en hafði áður tíðkast um aldaraðir. 1878 - Dýragarðurinn í Leipzig var stofnaður. 1880 - Hornsteinn var lagður að Alþingishúsinu við Austur- völl. Húsið var tekið í notkun 1. júlí 1881. 1943 - Hæstiréttur Íslands sýkn- aði útgefendur Hrafnkels sögu Freysgoða, sem höfðu gefið söguna út án samræmdrar stafsetningar fornrar. Meðal út- gefendanna var Halldór Laxness. 1957 - Broad Peak (tólfta hæsta fjall heims) var klifið í fyrsta sinn. 1963 - Alþingiskosningar voru haldnar á Íslandi. 1976 - Benny Goodman kom til Íslands og hélt tónleika á Listahátíð í Reykjavík. Hann hefur verið nefndur „konungur sveiflunnar“. 2006 - Heimsmeistaramótið í knattspyrnu 2006: Opnunar- leikurinn var leikinn á Allianz Arena í München. 10. júní 1190 - Þriðja krossferðin: Friðrik 1. keisari drukknaði í Salef-á á leið með her sinn til Jerúsalem. 1596 - Willem Barents og Jacob van Heemskerk uppgötv- uðu Bjarnarey. 1619 - Uppreisnarmenn í Bæheimi biðu ósigur fyrir keisarahernum í orrustunni við Sablat. 1829 - Fyrsta kappróðrar- keppnin milli Oxford-há- skóla og Cambridge-háskóla var haldin. 1935 - AA-samtökin voru stofnuð 1940 - Seinni heimsstyrj- öld: Þýskar sveitir náðu að Ermarsundi. 1947 - Saab framleiddi fyrsta bíl- inn sinn. 1975 - Karl 16. Gústaf Svíakon- ungur kom í opinbera heimsókn til Íslands. 1977 - Apple-fyrirtækið setti fyrstu Apple II-tölvuna í sölu. 1978 - Keflavíkurganga á veg- um herstöðvaandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinn- ar til Reykjavíkur. 1986 - Fimm þúsund króna seðill var settur í umferð. Mynd Ragnheiðar Jónsdóttur var á seðlinum, en hún var eiginkona tveggja Hólabiskupa. 1993 - Steinboginn yfir Ófæru- foss í Eldgjá var fallinn þegar ferðamannahópur kom að hon- um. Allt virtist í lagi með hann tveimur vikum áður. Merkis- atburðir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.