Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Qupperneq 58
58 Lífsstíll 8.–10. júní 2012 Helgarblað Burstaðu rétt Tannlæknar mæla með því að tennurnar séu burstaðar tvisvar á dag en það er þó ekki sama hvenær það er gert. Ef þú burstar tennurnar innan við hálftíma eft- ir þú hefur drekkur morgunkaffið þitt ertu til dæmis að gera tönnun- um meira vont en gott. Það sama á við um gos- og ávaxtadrykki. Ef þú burstar tennurnar um tuttugu mínútum eftir að hafa drukkið slíka drykki eru allar líkur á því að þú þrýstir sýrunni ennþá dýpra inn í glerunginn á tönnunum en ella. Sé slíkt gert ítrekað aukast lík- ur á tannskemmdum verulega. Þá gera sumir einnig þau mis- tök að bursta tennurnar of oft á dag, en það er heldur ekki gott fyrir tennurnar. Sofðu á þessu! Rannsóknir hafa leitt í ljós að á meðan fólk sefur er heilinn á fullu að vinna úr upplýsingum og festa minningar í sessi. Það er þannig sem hugsanir og ný þekking fest- ist í langtímaminninu. Það er rannsóknarteymi undir forystu prófessorsins Gareth Gaskell, við York-háskóla í Englandi, sem hef- ur komist að þessari niðurstöðu. Þrátt fyrir að vissulega læri maður nýja hluti á meðan maður er vakandi, þá virðist sem þessar nýju upplýsingar fullmótist ekki almennilega í minninu fyrr en eft- ir góðan og djúpan svefn. Samkvæmt niðurstöðum rann- sóknarinnar virðist sem orðatil- tækið „að sofa á þessu“ sé einmitt rétti hugsunarhátturinn, því upp- lýsingarnar festast ekki aðeins bet- ur í minninu heldur nær heilinn betur að skipuleggja þær í svefni. Nýtur þú hamingju? n Tíu leyndarmál þeirra sem hafa fundið hamingjuna 1 Dreifðu jákvæð-um hugsunum Láttu dóttur þína vita hversu dásamlegt þér þykir að eyða deginum með henni í verslunar- miðstöðinni. Montaðu þig við makann og segðu honum frá hrósinu sem þú fékkst óvænt í vinnunni. Samkvæmt Bryant njótum við gleðinnar lengur ef við deilum henni með öðrum. „Þannig viðhöldum við þeim tilfinningum sem myndu annars deyja út,“ segir Bryant sem segir slíkar samræður límið sem haldi fólki saman. 2 Búðu til minningar sem þú getur lyktað af Elskarðu rauða trefilinn sem þú erfðir eftir ömmu þína af því að hann er svo mjúkur eða af því að lyktin af honum minnir þig á æsk- una? Taktu myndir í huganum af áhugaverðum andartökum svo þú getir notið þeirra aftur. „Prófaðu að kryfja jákvæða upplifun að því leyti að þú skiljir hvað þú fékkst út úr henni, slepptu henni svo og njóttu,“ segir sálfræðingurinn Timothy D. Wilson við háskól- ann í Virginíu. 3 Hrósaðu þér Vertu stolt/ur af erfiðinu. Það eru alltof fáir sem leyfa sér það. Ef þú hefur náð góðum árangri í ræktinni skaltu skella þér í upp- áhaldsgallabuxurnar þínar og deila árangrinum með vinum þínum. Það er ekki jafn auðvelt fyrir alla að hrósa sér. Línan á milli þess að vera stoltur af vel unnu verki og vera haldinn ósvífnu montni er örþunn. En engar áhyggjur – þú veist þegar þú hefur stigið yfir hana. 4 Njóttu skynfæranna Lokaðu augunum á meðan þú gæðir þér á dökku súkkulaði, fyllir lungun af fersku sjávarlofti eða hlustar á hlátur og leik barnabarnanna. Með því að loka á eina skynjun til að einbeita þér að annarri færðu meira út úr upplifuninni. 5 Gerðu samanburð niður á við Ef við berum okkur alltaf saman við þá sem eru betri verðum við leið og fúl. Ímyndaðu þér hversu miklu verri hlutirnir gætu verið – og hvað þeir voru eitt sinn slæmir? Haltu í gleðina – þú varst ekki að fá ógnvekjandi greiningu hjá lækni né varstu að missa vinnuna eins og nágranni þinn. Horfðu á björtu hliðarnar. Er meiri sól í dag en veðurspáin sagði til um? Kláraðir þú verkefnið fyrr en þú bjóst við? 6 Sökktu þér ofan í athöfn-ina Sum gleðileg upplifun kallar eftir 100 prósent einbeitingu á meðan við njótum annarra andartaka best án þess að hugsa mikið um þau. Hlustaðu á uppáhalds- tónlistina þína í botni í eyrnatólum í myrkrinu. Leyfðu þér að gleyma þér í áhugaverðri bók. Gefðu þér tíma til að njóta. 7 „Fake it till you make it“ Brostu – líka þegar þú ert ekki í stuði til þess. Samkvæmt sál- fræðingnum Bryant veitir meira að segja þvingað bros hamingju. Geislaðu af lífsgleði. Hlæðu upphátt í bíó. Brostu til þín þegar þú gengur fram hjá spegli. „Ein leiðin til að drepa niður ham- ingju er að afneita henni,“ segir Bryant. 8 Gríptu minnisverð andartök Sumir jákvæðir atburðir koma og fara á einu augnabliki. Flestir myndu líklega halda að það væri erfiðara að njóta slíkra augnablika. Bryant vill meina að ef við erum meðvituð um það að tíminn er fljótandi og gleðin skammvinn þá njótum við betur hvers augnabliks meðan á því stendur. 9 Forðastu „glasið er hálftómt“ hugsunarhátt Það eru nógu margir bölsýnismenn þarna úti. Sjálfsásakanir og áhyggjur af því hvað öðrum finnst veita ekkert nema óhamingju. Njóttu ham- ingjunnar – án þess að brjóta heilann um það af hverju þú átt ekki svona gott skilið, hvað gæti mögulega farið úrskeiðis eða hvernig hlutirnir gætu verið betri. Taktu meðvit- aða ákvörðun um að njóta. 10 Þakkaðu oftar fyrir Þróaðu með þér þakklætis hugsunarhátt. Gerðu þér grein fyrir því hvað það er sem gerir þig hamingjusama/n og þakkaðu þeim fyrir sem eiga það skilið. Samkvæmt Bryant þarftu ekki endilega að segja „takk“ upphátt. „En með því að þakka ókunnugum, vini eða bara veröldinni fyrir verður hamingja þín dýpri því þannig upplifir þú hana enn sterkar.“ V ið vitum öll að það að taka sér tíma til að njóta litlu hlutanna í lífinu veitir okkur aukna ham- ingju og gleði. Samt sem áður tileinka sér það fæstir. Þetta segir Fred B. Bryant, sálfræðing- ur við Loyola-háskólann í Chicago. Ástæðan fyrir þessu, segir Bryant, er einföld: „Við erum of upptekin og höfum um svo margt að hugsa. Við réttlætum okkur með því að segja; það kemur dagur eftir þenn- an dag, núna ég verð að drífa mig í sturtu ef ég á að komast í vinnu á réttum tíma.“ Samkvæmt stórri rannsókn sem framkvæmd var af vísindamönnum við Yale-háskólann lifir fólk sem tileinkar sér jákvæðni lengur og er fljótara að jafna sig eftir slys og veikindi en neikvæðir einstaklingar. Skoðaðu þessi tíu ráð svo þú get- ir lifað lífinu sólarmegin og fengið sem mesta hamingju út úr þessu öllu saman. Úr með skífu úr ösku JS Watch co. Reykjavík hefur hannað úr sem tengir þá við for- feður sína, handbragð miðalda og sérstöðu íslenskrar hönnunar. Við hönnun úrsins var miklum tíma varið í að grandskoða fornmuni á Þjóðminjasafni Íslands, þar sem skartgripir og útskornir munir bera með sér fagurt handbragð og smekkvísi. Úrið skartar glæsilegri skífu með ösku úr eldgosinu í Eyjafjalla- jökli og er í 42 millimetra stálkassa sem er handgrafinn með mynstri í fornum stíl. Hvert úr þarf að sérpanta.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.