Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.2012, Síða 60
60 Lífsstíll 8.–10. júní 2012 Helgarblað T ölvuleikjarisinn Nintendo kynnti í vikunni á E3-leikja- ráðstefnunni næstu skref sín með Wii-tölvuna. Á ráðstefn- unni í fyrra kynnti Nintendo til leiks nýja tölvu sem kallast Wii U og smátt og smátt eru fleiri smáat- riði að koma í ljós um þessa mögn- uðu vél sem mun, ólíkt forvera sín- um, senda frá sér mynd í háskerpu. Fjarstýring eða hvað? Nintendo hefur lagt hvað mesta áherslu á að kynna fjarstýringuna sem mun fylgja Wii U. Hún ólík flestu sem sést hefur í leikjatölvuiðnaðin- um. Fjarstýringin er í raun tölva með fullkomnum snertiskjá og margs kon- ar skynjurum. Í gegnum hana geta spilendur gert ýmislegt. Svo sem spila leiki áfram þó slökkt sé á tölvunni, notað á fjölbreyttan hátt í leikjaspilun og átt í samskiptum við aðra notend- ur um allan heim. Bæði myndrænt og með skilaboðum. Ef þú nennir ekki að slá inn skilaboðin á snertiskjáinn get- ur þú líka handskrifað þau. Þar sem fjarstýringin hefur sinn eigin skjá hefur hann sitt sjálfstæða hlutverk í leikjaspilun. Auk þess er hægt að nota hefðbundna Wii- stýripinnann áfram með Wii U-fjar- stýringunni. Þannig getur sá sem spilar til dæmis lagt Wii U-fjarstýr- inguna á gólfið, horft á golfbolta á skjánum, brautina í sjónvarpinu og slegið höggið með hefðbundnu Wii- fjarstýringunni. Ekki nóg með það heldur get- ur hún tengst internetinu og er með vafra. Hún er því í raun spjaldtölva líka. Þú getur verið á netinu í fjarstýr- ingunni á meðan þú spilar leikinn í sjónvarpinu. Samkeppnishæf? Einn helsti galli Wii-tölvunnar var hvað hún var takmörkuð þegar kom að grafík. Hún hefur slegið í gegn hjá yngri notendum og fjöl- skyldum en tölvuleikjaunnend- ur sem eru lengra komnir og vilja meiri hasar hafa ekki sótt í Wii. Þessu vill Nintendo breyta með Wii U. Sem fyrr sagði er grafík vélar- innar í háskerpu líkt og Xbox 360 og PS3 og telja Nintendo hana samkeppnishæfa að því leyti. Til að höfða enn frekar til leikjanörda mun verða fáanleg svokölluð Wii U Pro-fjarstýring sem svipar meira til þeirra stýripinna sem fylgja Xbox 360 og PS3. Kraftleysi Wii varð til þess að margir leikjarisar sniðgengu vélina þar sem „kraftur“ hennar var svo takmarkaður. Ekki eru allir sann- færðir um að Wii U verði nægilega öflug þrátt fyrir mikla bragarbót frá Wii. Tæknispekingar segja vél- ina ekki einu sinni standast Xbox 360 og PS3 snúning eins og þær eru núna, hvað þá þegar Microsoft og Sony senda frá sér nýjar vélar. Wii-heimurinn Líkt og með Wii leggur Nintendo ekki aðeins áherslu á leikjaspilun heldur samskiptakerfi sem sam- einar notendur um allan heim. Notendur Wii sem og Wii U geta búið til sína persónu í gegnum tölv- una og kallast hún Mii. Í Wii U hef- ur verið búinn til heimur sem kall- ast Miiverse. Sá heimur er efni í sér blaðagrein en þar eru möguleik- arnir gríðarlegir. Þú getur tengst öðrum notendum beint heim í stofu og átt við þá samskipti í gegn- um háskerpumynd og hljóð. Ekki ólíkt Skype fyrir þá sem þekkja það samskiptaforrit. Í Miiverse getur þú haft samband við og séð mynd- rænt hverjir eru að spila sama leik og þú, hvaða leikir eru vinsælastir og margt fleira. Verðið gæti fælt frá Það er ljóst að stökkið frá Wii yfir í Wii U er stórt en verður það nógu stórt til að ná þeim markhópi sem Nintendo stefnir að? Hvað sem því líður er ljóst að Nintendo er að stórbæta Wii-upp- lifunina og rúmlega það en verðið mun hafa sitt að segja. Ein af ástæðunum fyrir því að Nintendo Wii hefur selst í mun meira mæli en Xbox 360 og PS3 er verðið. Með nýju fjarstýringunni mun verðið hins vegar hækka til muna og er talið að það verði í kringum 600 dollara eða um 80.000 krónur. Þetta eru þó óstaðfestar tölur. Nintendo Wii kostar í dag um 150 dollara en PS3 um 250. Eins og allar vélar hefur Wii U kosti og galla en við fyrstu sýn virðast möguleikarnir endalausir. asgeir@dv.is Fjarstýringin er tölvan Wii U Pro Fjarstýringin í anda Xbox 360 og PS3. n Vafraðu á meðan þú spilar n Möguleikarnir endalausir n Wii-byltingin Til í golf? Það hefur aldrei verið svona raunverulegt heima í stofu. Galaxy S III að lenda Nýjasta útgáfan af Galaxy S- farsímanum, III, er væntan- leg á markað í júní. Hægt er að panta eintak frá og með 12. júní en hann kemur ekki í búðir í Bandaríkjunum fyrr en 21. júní. Síminn er fáanlegur í tveimur út- færslum, 16GB og 32GB. 16GB síminn verður fáanlegur í bláum og hvítum lit en 32GB aðeins í hvítum. Beðið hefur verið eftir S III með mikilli eftirvæntingu en S II er einn allra vinsælasti snjallsími í heimi og stendur skrefi framar að margra mati en iPhone. Myndum af iPhone lekið Myndum af nýjasta iPhone-sím- anum hefur verið lekið á netið. Ekki hefur fengist staðfest frá Apple hvort um endanlega út- gáfu sé að ræða eða frumgerð. Þó nokkrar breytingar verða gerðar ef marka má myndirnar. Síminn verður örlítið lengri og skjárinn býður upp á stærri upplausn, bakhliðin verður að mestu úr áli auk þess sem tengi fyrir heyrna- tól hefur verið fært á botn sím- ans. Ýmsar aðrar smávægilegar breytingar hafa verið nefndar til sögunnar en sú stærsta virðist vera vöggutengið (dock conn- ector) svokallaða en það verður töluvert minna en á Apple-vör- um til þessa. Gæti það þýtt að eldri gerðir af vöggum og öðrum aukabúnaði virki ekki með nýjum iPhone. Wii U-fjarstýringin Er í raun önnur tölva sem býður upp á ótrúlega fjölbreytta spilun. iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is iess járnsmíði Dalvegi 24 • 544 4884 • iess@iess.is l i www.i .i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.