Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 18
Leggja ekki árar í bát Feðginin Jón Karl og Erika Mjöll ætla aftur á sjó þrátt fyrir miklar hrakfarir í Borgarfirði. Mynd/Sigtryggur Ari JóhAnnSSon 18 Fréttir 22.–24. júní 2012 helgarblað F eðginin Jón Karl Jónsson og Erika Mjöll 13 ára dóttir hans, voru í skemmtisiglingu á gúmmíbát í Borgarfirði um klukkan hálf níu sunnudags- kvöldið 17. júní. Þau höfðu lagt af stað um klukkan sjö um kvöldið frá bryggjunni í Borgarnesi. Eftir að þau höfðu siglt um Borgarfjörðinn í rúma klukkustund féll Jón Karl út- byrðis og lenti í þungum straumi sem bar hann bjargarlausan um 10 kílómetra á haf út. Eftir að hafa rekið í vel á þriðju klukkustund, bjargaði þyrla Landhelgisgæslunn- ar honum úr sjónum. Þá var hann orðinn kaldur og hrakinn. Líkams- hitinn var kominn niður í 33 gráður og vatn komið niður í lungu. Hann var fluttur beint á sjúkrahús þar sem hann fékk meðhöndlun við sýkingu í lungum, auk þess sem hann þurfti að hafa súrefnisgrímu yfir andlitinu í tvo sólarhringa vegna þess að súr- efnismettunin var orðin hættulega lág. Jón Karl er nú útskrifaður af sjúkrahúsinu eftir þessa ótrúlegu lífsreynslu og ber sig vel. réð ekkert við þungan strauminn „Á sunnudagskvöldið fórum við að heiman upp úr klukkan sjö. Við tókum rúnt á bátnum um Borgar- fjörðinn, við fórum upp fyrir brú og í áttina að golfvellinum. Það var far- ið að falla það mikið út að við fór- um til baka,“ segir Jón Karl við DV, en þau feðgin höfðu hug á því að renna fyrir fisk út við Borgareyjar, en þar sem farið var að falla svo mikið út ákváðu þau „að taka rúnt í átt að Hafnarfjalli,“ eins og hann orðar það sjálfur. „Við vorum að snúa bátnum við í rólegheitunum þegar það kom ákveðið straumkast. Það var mikið útfall og á ákveðnum stað í firðinum er mikill straumur. Vindur stóð inn fjörðinn þannig að þetta spilaði allt saman og ég féll út úr bátnum,“ rifjar Jón Karl upp. Hann náði um stund að hanga í spotta á bátnum en um leið og bakhlutinn kom í sjóinn missti hann takið. Báturinn sigldi í burtu en eftir skamma stund færði Erika sig að mótornum „Hún reyndi þá að sigla til baka en þá drapst á utanborðsmót- ornum á sama tíma og straumur- inn var út fjörðinn og vindurinn inn fjörðinn. Hún reyndi að róa til mín en vindurinn blés á bátinn og okk- ur skildi að því við höfðum hvorugt í við strauminn eða vindinn. Ég hafði ekki mikið í að synda á móti straumn- um en við kölluðumst eitthvað á og ég reyndi að kalla í hana að vera í bátn- um, róa frá og koma sér í land svo hún gæti gert vart við sig. Það síðasta sem ég vissi af henni er að hún var í bátn- um að berjast við það,“ segir Jón Karl. Bátinn rak út úr straumnum en Erika ákvað síðan að synda í land. Upphaflega ætlaði hún að synda að bryggjunni en gat það ekki. Því næst reyndi hún að synda út í vitann við Rauðanes en endaði út í Borgareyjum þar sem hún komst á land og beið eftir björgun. rak stjórnlaust út á sjó „Síðan rak mig bara í burtu, það hafði tekið mikið á að berjast um í straumnum þannig að ég reyndi að slappa aðeins af eftir þessi miklu átök og lét mig reka. Á leiðinni reyndi ég þó nokkrum sinnum að komast út úr straumnum,“ segir hann. Jón Karl segir að það hafi verið eins og að reka niður árfarveg að berjast um í straumnum. „Hann virtist koma beggja vegna frá og í hvert skipti sem ég reyndi að synda út úr straumnum áttina að landi þá bar mig alltaf inn á sama staðinn aftur, inni í miðjum straumnum aftur.“ Næstu klukkustundir rak Jón Karl stjórnlaust út á haf án þess að hann gæti nokkuð að gert. Hann segir að hann hafi annað slagið reynt að troða marvaðann og setjast upp til þess að sjá hvort einhver væri að koma að bjarga honum og hann gæti gert vart við sig. „Mig rak niður eftir með straumn- um í dágóðan tíma og á einum tíma- punkti sá ég í bátinn okkar og þá var enginn í honum. Þá kom upp ákveðið panikk,“ segir hann, enda hafði hann á því augnabliki enga hugmynd um hvernig unglingsdóttur hans hefði reitt af á vélarvana gúmmíbát í straumnum. „Báturinn virtist vera það nálægt Borgareyjum að ég bara vonaði að barnið hefði borið gæfu til að fara þar í land og hún gæti gert vart við sig.“ Lítill blettur úti á hafi Það vildi feðginunum til happs þetta kvöld að vinur Jóns Karls ákvað að fara í siglingu með syni sína og frænda þeirra. Áður hafði hann reynt að hringja í Jón Karl en fengið sam- band við talhólf sem var mjög óvana- legt. Eftir stutta siglingu fundu þeir Eriku í Borgareyjum, hana hafði þá rekið nokkurn spöl áður en hún náði með harðfylgni að koma sér í land. Á meðan á þessu öllu stóð rak Jón Karl áfram út á sjó með straumnum, án þess að nokkur vissi um örlög hans. „Á meðan mig rak niður reyndi ég annað slagið að fylgjast með hvort það væru einhverjar líkur á að maður gæti gert vart við sig en það var auð- vitað mjög erfitt því ég var bara lítill blettur úti í hafi,“ segir hann. Eftir rúmlega tveggja klukku- stunda rek í sjónum, þegar hann var kominn rúmlega 10 kílómetra frá þeim stað þar sem hann féll útbyrðis, heyrði hann loks í björgunarþyrlu Landhelgisgæslunnar sem sveim- aði yfir Borgarfirðinum að leita að honum. Hann var þá kominn alla leið niður að Miðfjarðarskeri „Á ein- um tímapunkti sá ég líka bát sigla á milli mín og lands. Ég reyndi að gera vart við mig, gerði flautuna klára og reyndi að láta í mér heyra og gera mig vel sjáanlegan en báturinn sigldi bara áfram. Ég var alveg rólegur og hugsaði með sjálfum mér að þeir hlytu að koma aftur. Ég lagðist nið- ur og safnaði kröftum. Fyrst flaug þyrlan upp Borgarfjörðinn í áttina að staðnum þar sem ég féll útbyrðis,“ lýsir Jón Karl, sem á þessum tíma- punkti var orðinn mjög þreyttur og orkulítill. Hann gat ekki leyft sér að sprikla, veifa höndum og hrópa í all- ar áttir, því hann varð að spara þá litlu orku sem hann átti eftir. „Ég varð að hitta á rétta punktinn.“ „Síðan þegar þeir komu loks í áttina að mér þá var ég orðinn svo þrek- aður að þetta var spurning um að halda aðeins aftur af sér og missa sig ekki og klára sig alveg með þeim afleiðingum að þeir myndu ekki sjá mig. Ég varð að hitta á rétta punkt- inn til að gera vart við mig – og ég hitti á rétta punktinn þannig að þeir sáu mig,“ segir Jón Karl og heyra má greinilega á rödd hans hversu létt honum var við það. „Það sem þeir sáu voru hendurnar á mér og and- litið, það voru þessir ljósu fletir sem þeir gátu greint.“ Það er vart hægt að ímynda sér léttinn sem Jón Karl upplifði þegar hann vissi að áhöfn björgunarþyrl- unnar hafði komið auga á hann eftir allan þennan tíma í köldum sjónum. „Það var rosalegur léttir að heyra í þyrlunni og finna þegar pusið kom yfir mig út af þrýstingnum sem kom niður frá þyrlunni. Það var líka mik- ill léttir að sjá þegar það seig mað- ur niður til mín og finna hann þrífa í mig. Það var alveg rosalega góð tilf- inning,“ segir hann. Á þeim tíma sem leið frá slysinu og fram að björgun hafði margt far- ið í gegnum huga Jóns Karls. „Ég var búinn að fara í gegnum allan skal- ann á leiðinni, frá því að detta út í og þurfa að sætta sig við að geta ekki komist að bátnum og sinnt barninu. Síðan það að sjá bátinn mannlausan og geta ekkert gert. Þá hugsaði mað- ur: Hvar er barnið mitt? Svo er það auðvitað hin hliðin. Maður getur ekki ímyndað sér hvernig það er fyrir barn að horfa á eftir föður sínum reka í burtu og vera ráðalaust á vélarvana bát. Hún er sterk stelpa,“ segir hann. Jón Karl Jónsson segir að aldrei hafi komið til greina að gefast upp, loka augunum og sætta sig við að lífið væri á enda runnið á meðan hann barðist um í sjónum í Borgarfirði á þjóðhátíðardaginn. Hann hafði fallið fyrir borð. Í sjónum var hann á reki í þrjár klukkustundir án þess að vita um afdrif dóttur sinnar. Valgeir Örn Ragnarsson valgeir@dv.is Viðtal Borgarnes hér fannst Jón Karl Borgareyjar rak í sjónum í tæpa þrjá tíma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.