Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 16
Deila um bætur Í dómi Hæstaréttar var í þessu máli kveðið á um bótaskyldu Sjóvár, ekki bótafjárhæð.“ Þetta segir í svari tryggingafélagsins Sjóvár við fyrirspurn DV þess efnis hversvegna hetja sem bjarg­ aði samstarfskonu sinni hafi ekki ennþá fengið þær skaðabætur sem hún á inni. Ágreiningur Þórarni Birni Steinssyni voru dæmd ar skaðabætur í janúar, vegna líkams tjóns sem hann hlaut eftir að hafa bjargað samstarfs konu sinni. Ágreiningur ríkir á milli Þórarins og Sjóvár um það hversu miklar skaða­ bætur sá fyrrnefndi á inni. „Auðvitað hefur þetta gengið svo­ lítið hægt, en það gerir það bara oft í þessum málum,“ segir Steingrím­ ur Þormóðsson lögmaður Þórar­ ins í samtali við DV. „Það er búið að meta hann og nú er verið að vinna í því að semja um þessar bætur hjá tryggingafélaginu.“ Hann segist ekki vilja tjá sig frekar um málið. „Í eðlilegum farvegi“ Þórarinn sagði í samtali við DV fyrr í vikunni að hann hefði engar skýr­ ingar fengið á því hversvegna bóta­ greiðslurnar hefðu tafist eins mikið og raunin er. Nú eru liðnir fimm mán uðir frá því að lokadómur féll í Hæstarétti en Þórarinn hefur einung­ is fengið lítinn hluta af því sem hann á inni hjá tryggingafélaginu. „Sjóvá mun ekki tjá sig sérstak­ lega um mál Þórarins Björns Steins­ sonar að öðru leyti en því að upplýsa að málið er í eðlilegum farvegi,“ segir einnig í svari tryggingafélagsins sem er stutt og skorinort. Talað var um fullnaðarsigur þegar dómur Hæsta­ réttar féll í janúar síðastliðnum en Þórarinn hafði barist fyrir rétti sínum í málinu í sjö ár. Kemur sér bölvanlega DV sagði fyrst frá málinu en Þórar­ inn hlaut alvarleg bakmeiðsli þegar hann lyfti svokallaðri bak­ skautsklemmu ofan af sam­ starfskonu sinni sem hafði fallið á hana, klemmu sem vegur 620 kíló. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að þar sem viðbrögð Þórar­ ins hefðu verið í þágu hagsmuna Norðuráls, hefði hann átt rétt á bót­ um. Í svari frá Sjóvá segir að af­ greiðsla málsins skeri sig ekki úr sambærilegum málum hvað tíma­ lengd varðar. „Þeir eru eitthvað að draga að borga þetta,“ sagði Þórar­ inn í samtali við DV. Þórarinn hefur í samtali við DV sagt að nú stefni í aðra mál­ sókn vegna þess að hann fái ekki greitt það sem hann eigi inni hjá tryggingafélaginu. „Þetta kem­ ur sér auðvitað bölvanlega,“ sagði Þórarinn í samtali við DV fyrr í vikunni en hann vildi ekki gefa upp hversu mikið hann á inni hjá Tryggingafélaginu Sjóvá. n Sjóvá segir ekkert athugavert við töf á skaðabótum n Þórarinn bjargaði samstarfskonu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Ágreiningur ríkir á milli Þórarins og Sjóvá um það hversu miklar skaðabætur sá fyrrnefndi á inni. Hetja Þórarinn Björn Steinsson hefur ekki ennþá fengið þær bætur sem honum voru dæmdar í Hæstarétti í janúar. MYND SIGTRYGGUR ARI 16 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.