Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 44
44 Lífsstíll 22.–24. júní 2012 Helgarblað Þyngdin meira áhyggjuefni en fjöldinn n Heildarþyngd jarðarbúa er 287 milljón tonn en þar af eru 15 milljón tonn af spiki V ísindamenn telja aukinn fjölda of feitra einstaklinga geta haft jafn mikil áhrif á auðlindir heimsins og auka milljarður manna. Vísindamenn reiknuðu sam- eiginlega líkamsþyngd allra jarðarbúa sem 287 milljón tonn. Þar af, segja þeir, eru 15 milljón tonn til komin vegna offitu og 3,5 milljón tonn vegna gríðarlegrar offitu (e. obesity). „Þegar fólk hugsar um umhverfis- lega sjálfbærni hugsar það fyrst og fremst um mannfjölda. En þegar öllu er á botninn hvolft skiptir ekki máli hversu marga munna við þurfum að metta. Magn holdsins skiptir meira máli,“ sagði prófessor Ian Roberts í viðtali við BBC News og bætti við að vandinn við umræðuna væri sá að við ræddum gjarnan um offitu ákveðinna hópa. „Þannig ölum við á „við og þau“ hugmyndafræði. Í rauninni erum við öll að verða feitari.“ Vísindamenn notuðust við tölur WHO frá árinu 2005 og gerðu lista yfir þyngstu og léttustu þjóðirnar. Norður-Ameríkubúar eru þyngst- ir en þar er meðalmaður 80,7 kíló á meðan meðal þyngdin í Asíu er 57,7 kíló. Í niðurstöðum rannsókn- ar, sem birtist í BMC Public Health, kemur fram að einungis 6 pró- sent jarðarbúa búa í Norður-Ame- ríku en þar er að finna einn þriðja hluta of feitra jarðarbúa. Asíubú- ar eru 61 prósent af jarðarbúum en þar er aðeins að finna 13 pró- sent af heildarþyngdinni. „Ef all- ir jarðarbúar fara að dæmi Banda- ríkjamanna hefur það alvarlegar afleiðingar fyrir jörðina. Það myndi þýða sem samsvarar auka milljarði einstaklinga í þyngd,“ úrskýrir Ro- berts. Þótt lönd eins og Erítrea, Víetnam og Eþíópía séu á hinum enda listans segja Roberts og félagar að það að vera grannur sé ekki aðeins tilkom- ið vegna fátæktar. Hann tekur Japani sem dæmi. „Meðal BMI-þyngdar- stuðull í Bandaríkjunum árið 2005 var 28,7 en í Japan 22. Þú getur verið grannur án þess að vera fátækur. Jap- anir sanna það.“ Flestir bjuggust við að Bandaríkja- menn myndu sitja á toppnum en lönd á borð við Kúveit, Króatíu, Katar og Egyptaland voru einnig ofarlega og komu á óvart. Roberts útskýrir mikla þyngd í Arabalöndum með áhrifum einkabílsins. „Þar borðar fólk ekki mikið en það hreyfir sig enn minna af því að það fer allra sinna ferða á bíl.“ n Kærustuparið og knattspyrnukonurnar Ólína og Edda eru orðnar mæður Eignuðust dóttur! M eðgangan gekk vel og ég náði að vinna fram að 39. viku,“ segir knattspyrnu- konan Ólína Viðarsdóttir en hún og sambýliskona hennar, knattspyrnukonan Edda Garðarsdóttir, eignuðust sitt fyrsta barn þann 2. júní. Ólína og Edda fengu dóttur og hefur sú stutta hlotið nafnið Bergþóra Hanna. Ólína og Edda búa í Örebro í Svíþjóð þar sem þær spila með knattspyrnuliðinu KIF Örebro DFF. Þrátt fyrir meðgönguna hélt Ólína sér í formi og mætti á æfingar fram eftir öllu. „Ég var dugleg að hreyfa mig, fór í göngutúra, sund, hjólaði og gerði óléttu-prógramm í ræktinni,“ segir Ólína sem sagði í viðtali við DV í fyrra að hún væri alsátt við að leggja knattspyrnuskóna á hilluna til að takast á við nýtt hlutverk. „Ég er svo tilbúin fyrir þetta. Þess vegna finnst mér það ekkert erfitt. Mér finnst ekki eins og ég sé að gera upp á milli. Þetta verkefni er númer eitt, tvö og þrjú hjá mér núna og það allra mikil- vægasta. Ég lít ekki á þetta sem ein- hverja fórn og þótt ég þurfi að hætta að spila fótbolta í einhvern tíma þá er það allt í lagi því ég fer að gera svo miklu skemmtilegri hluti í staðinn,“ sagði Ólína í viðtalinu í nóvember í fyrra og bætti við að það væri líka ekkert því til fyrirstöðu að hún haldi áfram að spila þegar barnið verði komið í heiminn. Aðspurð segir Ólína fæðinguna hafa gengið vel. „Bergþóra er búin að vera mjög vær hingað til,“ seg- ir hún og bætir við að litla fjölskyld- an sé ekki á leiðinni til Íslands í bráð. „Við eigum von á fjölskyldum okkar í heimsókn í sumar en komum líklega ekki heim til Íslands fyrr en tímabilið er búið hjá okkur Eddu í haust.“ Í viðtalinu í nóvember sagði Ólína að þær stöllur hefðu dreymt um barn í langan tíma. „En það var bara alltaf spurning um hvenær væri rétti tím- inn og hvor okkar væri tilbúin í hlut- verkið. Í fyrra fann ég svo að ég var tilbúin í þetta og þá sóttum við um að komast í glasafrjóvgunarmeðferð hér í Örebro. Glasameðferðin gekk í fyrstu tilraun og þetta hefur allt saman gengið framar vonum.“ indiana@dv.is Meðgangan gekk vel Ólína var að vinna fram að 39. viku og dóttirin, Berg- þóra Hanna, er vær og góð. Hamingja Parið býr í Svíþjóð þar sem þær æfa fótbolta með KIF Örebro DFF. Offita Að sögn vísindamanna eigum við ekki að einblína á hversu mörg börn konur eignast heldur hversu mikið er fólk að borða. Grafískar myndir betri en texti Samkvæmt nýrri rannsókn hafa grafískar myndir af sjúkling- um í öndunarvélum á sígar- ettupökkum meiri varnaðar- áhrif á reykingarfólk en textar. Vísindamenn við háskólann í Pennsylvaníu mældu hversu lengi þátttakendur horfðu á hvern hluta auglýsinga þar sem varað er við skaðsemi reykinga. Rannsóknin birtist í American Journal of Preventive Med- icine en þar kom í ljós að 83 prósent af 200 reyk- ingarmönnum mundu eftir viðvöruninni þegar henni var komið til skila með mynd en 50 prósent þegar viðvör- unin var aðeins í formi texta. Hættulega mikið salt í barnamat Ef marka má nýja rannsókn þá inniheldur einn barnaskammtur margra af vinsælustu skyndi- bitastöðum heims meira salt en ráðlagt er að börn neyti á heil- um degi. Börn ættu ekki að borða meira en 4 grömm af salti á dag. Margir barnaskammtar á veitinga- húsunum Nando og Wetherspoon innihéldu meira magn en það og allt upp í þrisvar sinnum meira salt en fannst í barnaskammtin- um „happy meal“ frá McDonald‘s. Stór hluti þeirra veitingahúsakeðja sem komu illa út í rannsókn- inni hafa sent frá sér tilkynningu þar sem lofað var endurskoðun á matseðlum. Snjallsími í stað snuðs Foreldrar lána börnum sínum frekar snjallsímann til að hugga þau en að láta þau fá bangsa eða snuð. 10 prósent foreldra leyfa smá- börnum að leika sér með símann í allt að tvær klukkustundir. Skoskir foreldrar eru líklegastir til að leyfa börnum sínum að leika með sím- ana sína. Aðeins 9 prósent barna fá nú snuð sér til huggunar með- an eitt af fjórum foreldrum viður- kennir að rétta börnunum símann til huggunar. Frá þessu segir The Daily Mail.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.