Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 37
37Helgarblað 22.–24.júní 2012
„Íslenskur Gautur
frá Sviss“
„Hressandi
Ábyrgðarkver“
Leikhús
Pétur Gautur
Bækur
Ábyrgðarkver
Uppáhaldskvikmyndin?
Top Gun er best „Top Gun verður alltaf besta myndin að mínu mati en
áhugaverðasta myndin sem ég hef séð nýlega er Debrorah 13: Servant of God.
Ég mæli með að allir gefi sér tíma til að horfa.“
Ágúst Bjarnason, kvikmyndaframleiðandi í Hollywood
K
ári Viðarsson leik-
ari heldur áfram að
gera garðinn frægan
í heimabyggð sinni á
Rifi. Kári lauk námi
frá Rose Bruford-skólanum
í London fyrir þremur árum
og hefur ekki setið auðum
höndum síðan. Samkeppnin
er hörð í leikhúsbransanum,
ekki síst meðal fólks af hans
kynslóð, menn þurfa að koma
sér á framfæri með öllum ráð-
um, flestir reyna að auglýsa
sig eitthvað smávegis, mæta
í áheyrnarprufur, þegar þær
eru haldnar, og bíða svo og
vona að valdamönnum leik-
hússins, leikstjórum og leik-
hússtjórum, þóknist að líta í
náð til þeirra, gefa þeim tæki-
færin dýrmætu sem úrslitum
ráða um langlífi þeirra á vell-
inum.
Kári hefur kosið að fara
nokkuð óvenjulega leið í þeim
efnum: hann stofnar sem sé
einfaldlega sjálfur leikhús í
gömlu frystihúsi heima á Rifi
og setur þar upp hverja sýn-
inguna á fætur annarri. Kára
er ekki nóg að vera eins og
hver annar ungur leikari á
framabraut, nei, hann ger-
ist líka leikhúsfrömuður og
stendur sig vel í stykkinu: gerir
eitthvað nýstárlegt og mark-
vert, nokkuð sem aðrir leik-
húsmenn og önnur sveitarfé-
lög mættu sannarlega taka til
eftirbreytni. Í fyrstu tveim-
ur sýningunum, sem hann
kom fram með í Frystiklef-
anum, einleiknum Hetju og
leiknum um Axlar-Björn, sem
sýndur var síðasta vetur, sótti
hann efni í sagnaarf Snæfells-
nessins og þar er nú af nógu
að taka, jafnt að fornu sem
nýju. Í þeirri nýjustu, Trúðleik,
sem ég sá nú um síðustu helgi,
færir hann út kvíarnar eins og
nafnið bendir til.
Fjölhæfur listamaður
Þessi viðleitni Kára hefur al-
mennt fengið góðar viðtök-
ur og var hann meðal annars
tilnefndur til menningar-
verðlauna DV nú í ár fyrir
hana. Heimamenn virðast
hafa áttað sig á gildi henn-
ar fyrir mannlíf og menningu
í byggðarlaginu og stutt við
bakið á leikhússtjóranum.
Kári hefur eflaust notið góðs
af þeirri velvild sem fram-
tak af þessu tagi er líklegt
að mæta nú á tímum, því að
hver vill ekki styðja við list á
landsbyggðinni og allt sem
er fallið til að gera mannlífið
fegurra og betra utan höfuð-
borgarsvæðisins? Samt hefur
hin stranga krítík ekki þurft
að gefa honum neinn afslátt
– ef einhver skyldi halda það.
Kári er kröfuharður og frjór
leikhúslistamaður og hann
er svo efnilegur leikari að ég
furða mig á því að leikhúsin
skuli ekki hafa reynt að krækja
í hann. En kannski kemur að
því.
Í sínum eigin sýningum
hefur hann haldið sig við stíl-
færð leikform sem hann ræð-
ur ágætlega við, leikform sem
leyfa honum að neyta krafta
sinnar og leikfimi, en það
væri líka forvitnilegt að sjá
hann takast á við dramatísk-
an raunsæisleik sem kallar á
fínlegri vinnubrögð. Eftir því
sem ég hef séð til hans – og
ég held ég hafi séð flest af því
sem hann hefur gert hér eftir
nám – er hann býsna fjölhæf-
ur og staðfestir það enn frekar
í þeirri sýningu sem er tilefni
þessara skrifa.
Að þessu sinni hefur Kári
leitað til Hallgríms H. Helga-
sonar rithöfundar um texta.
Ég sé raunar á leikskáldavefn-
um leikskáld.is að leikur eftir
Hallgrím með þessu nafni var
sýndur af Leikfélagi Íslands
fyrir tólf árum, leikhúsi því
sem Magnús Geir Þórðar-
son rak ásamt öðrum á þeim
tíma í Iðnó, svo að líkast til
hefur leikurinn verið fluttur
þar og þá farið fram hjá mér.
Í snotrum leikskrárblöðungi,
litprentuðum, er ekki orð um
þetta, hvort þetta sé sama
verk eða ef til vill umritað, og
þar er ekki orð um höfundinn
heldur, þó að þar sé ýmisleg-
ur fróðleikur um leikarana
tvo og ljósameistarann. Þetta
nær auðvitað ekki nokkurri
átt og ég vona að Kári láti það
ekki endurtaka sig þegar hann
gengur næst frá leikskrá.
Vekjandi sýning
En þar með er ég búinn að
átelja og get snúið mér að
hrósinu sem þessi sýning
verðskuldar, því að hún er allt
í senn áhugaverð, skemmtileg
og jafnvel ekki laus við að vera
nokkuð vekjandi. Þar birtast
trúðar tveir, góðir félagar,
sem hafa víst lengi troðið upp
saman. En nú er illt í efni:
annar þeirra er lentur í vondri
tilvistarkreppu og finnst ekki
lengur neitt gaman að standa
í þessu. Hann er orðinn leið-
ur á því að leika listir sínar á
óhrjálegum útiskemmtunum
fyrir útúrdrukkinn tjaldalýð;
hann er það sem á fínu máli
heitir að vera útbrunninn í
starfi. Og hver þarf að efast
um að það geti líka slokknað
á trúðnum, stöku sinnum?
Nema hvað þessi er tekinn að
hugsa hærra, hann vill verða
maður með mönnum í þjóð-
félaginu, eins þótt fáir taki
trúðinn alvarlega, álíti hann
ekki gjaldgengan í venju-
leg borgaraleg störf, hvað þá
virðingarstöður þær sem um-
ræddur trúður þráir allra heit-
ast að komast í. En hér eru
trúðnum allar bjargir bannað-
ar; hann getur ekki einu sinni
orðið forseti – af einhverjum
lítt skiljanlegum ástæðum
skellihló salurinn þegar hann
stundi því upp.
Þeir félagar ræða um þetta
fram og aftur og reyna að finna
ýmsar lausnir sem ná hámarki
í bráðskemmtilegu atriði þar
sem annar – sá sem er ekki í
kreppunni – bregður sér í gervi
forstjóra að ráða hinn í vinnu.
En auðvitað kann maður-
inn ekkert annað en að vera
trúður sem hann er alveg
bráðgóður í, ég tala nú ekki
um í samvinnu við þennan
góða félaga; það verður áhorf-
endum snemma ljóst, þó að
hann sjálfur þverskallist við
og vilji verða eitthvað allt ann-
að en það sem liggur best fyr-
ir honum. Ætli það heiti ekki
að vera á flótta frá sjálfum
sér og þyki almennt ekki gef-
ast sérlega vel? Það er sem sé
írónískur undirtónn í þessu
öllu saman, fínlega beittur á
stundum (það er ekki bara
verið að skjóta á forseta lýð-
veldisins), en oftast hlýr og
manneskjulegur og nær undir
lokin að verða eilítið sorgleg-
ur, eins og vera ber í sönnum
trúðleik. Trúðurinn er vitur,
en visku sinni miðlar hann
ekki með því að setja sig á
háan hest, klífa upp í predik-
unarstól og vanda um við
okkur; nei, aðferð hans er sú
að þykjast vera einfaldari og
heimskari en allir aðrir. En um
leið og hann gerir lítið úr sér,
lyftir hann spéspeglinum upp
að okkar eigin andliti og sýnir
okkur hver það er sem er hinn
raunverulegi afglapi og auli,
sá sem þyrfti að taka sig á,
endurskoða líf sitt og viðhorf.
Útlærður trúður
Það er Benedikt Karl Grön-
dal sem leikur trúðinn í
kreppunni, Kári er félagi hans.
Ég sé enga ástæðu til að gera
upp á milli þeirra, þeir valda
verki sínu báðir mjög vel og
ná vel saman. Benedikt er út-
lærður trúður, með próf úr The
Commedia School í Kaup-
mannahöfn sem hefur útskrif-
að fleiri ágæta íslenska trúða.
Má vera að sýningin verði á
kafla ívið langdregin, eins og
heimspekin sé við að bera
slapp-stikkið ofurliði; því er
þá bjargað við undir lokin. Al-
mennt heldur hún ágætlega
þær sjötíu mínútur sem hún
varir og ekki annað að finna en
áhorfendur, ungir sem aldn-
ir, væru með allan hugann við
leikinn. Tæknileg og listræn
umgerð og umbúð í hráu rými
Frystiklefans er með ágæt-
um eins og í fyrri sýningunum
tveimur. Forsalurinn er sérlega
vel heppnaður, kemur okkur
strax í rétta stemningu.
Óhætt er að hvetja menn
til að gera sér ferð á Snæfells-
nesið til að kynnast þessum
félögum nánar og þá, sem
þar eiga leið um, að missa
ekki af þeim. En ég vil einnig
hvetja Kára til að kanna alla
möguleika á því að koma með
sýninguna til okkar fyrir sunn-
an. Ef annað stóru leikhús-
anna er ekki þegar búið að
bjóða honum, þá ætti Norður-
póllinn að henta ágætlega.
„Trúður getur ekki
orðið forseti …“
„Óhætt er að
hvetja menn
til að gera sér ferð á
Snæfellsnesið til að
kynnast þessum fé-
lögum nánar.
Jón Viðar Jónsson
leikminjar@akademia.is
Leikrit
Trúðleikur
eftir Hallgrím H. Helgason
Leikstjóri: Halldór Gylfason
Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson
Búningar: Halldóra Skúladóttir
Sviðsmynd: Hópurinn
Trúðleikur: Fjórar stjörnur
Sýnt í Frystiklefanum á Rifi
Leikhúsfrömuður á Rifi Kára er ekki nóg að vera eins og hver annar ungur leikari á framabraut, nei, hann gerist
líka leikhúsfrömuður og stendur sig vel í stykkinu.
n Of Monsters and Men slær í gegn í EM-þætti í Þýskalandi n Flaug sérstaklega út fyrir þáttinn
„Þetta var ótrú-
lega flott dæmi“
ekki tekið þátt því. „Eftir þetta
fórum við bara upp í bíl og
keyrðum í fjóra tíma aftur til
Berlínar og beint í háttinn,“
segir Nanna hlæjandi.
Nóg að gera
Nóg hefur verið að gera hjá
Of Monsters and Men upp á
síðkastið og kvartar Nanna
ekki yfir því. „Við fórum okk-
ar fyrsta Bandaríkjatúr í febr-
úar og tókum fimm vikur í
það. Síðan tókum við stuttan
Evróputúr og kíktum síðan á
nokkur festívöl í Bandaríkjun-
um.“ Fyrsta breiðskífa hljóm-
sveitarinnar kom út í Banda-
ríkjunum í byrjun apríl og
fór beint í sjötta sæti banda-
ríska Billboard-listans og er
það besti árangur sem íslensk
hljómsveit hefur náð á listan-
um. Platan seldist í meira en
55 þúsund eintökum í Banda-
ríkjunum á rétt tæpri viku.
Eftir þessa törn tekur
hljómsveitin sér ekki langt frí
frá tónleikaferðalögum því
þann 9. júlí næstkomandi
leggur hún af stað í tveggja og
hálfs mánaðar túr um Evrópu,
Bandaríkin og Ástralíu.
Að sögn Nönnu hefur
hljómsveitina ávallt fengið
mjög góð viðbrögð þar sem
hún hefur komið fram. Bæði
í Bandaríkjunum og Evrópu.
„Það er alltaf rosa góð mæting
sem er náttúrulega frábært,“
segir Nanna og er að þeim
orðum sögðum rokin á fund.