Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 42
42 Lífsstíll 22.–24. júní 2012 Helgarblað Hundar gegn astma Niðurstöður nýrrar rannsóknar hafa leitt í ljós að þar sem hund- ar eru á heimilum eru börn ólík- legri til að fá astma. Það var rannsóknarteymi við Kaliforníu- háskóla, undir forystu Kei Fuji- mura, sem komst að því að ryk á heimilum þar sem hundar eru, er töluvert ólíkt því sem finnst á öðr- um heimilum. Svo virðist sem ryk- ið veiti ákveðna vernd gegn RSV- vírusnum sem leggst gjarnan á ungabörn og getur valdið astma. Við rannsóknina voru mýs látnar þrífast í ryki bæði frá hundaheimilum og svo gælu- dýralausum heimilum. Þær voru svo smitaðar af RSV-vírusnum og niðurstöðurnar leiddu í ljós að mýsnar sem höfðu lifað í rykinu frá hundaheimilunum höfðu í flestum tilfellum myndað ónæmi gagnvart vírusnum. Verkfræðingar ótrúrri en aðrir n Vefsíðan ashleymadison.com aðstoðar gifta einstaklinga við framhjáhald S amkvæmt nýrri könnun stefnumótasíðunnar ashley- madison.com er hinn dæmigerði ótrúi eiginmað- ur að nálgast fertugt, tveggja barna faðir sem hefur verið giftur í tíu ár. Viðskiptavinir vefsíðunnar eru giftir einstaklingar sem eru að leita eftir framhjáhaldi. Yfir ellefu þúsund feður tóku þátt í könnun- inni sem allir eru virkir á síðunni. Af þeim 11.453 feðrum voru flest- ir verkfræðingar eða 10,6 prósent. Verkfræðingar virðast hafa sótt í sig veðrið því árið 2010 skipuðu þeir fimmta sætið á lista karlmanna sem halda fram hjá. Eiginmenn sem vinna í fjármálageiranum eru, samkvæmt könnuninni, næstlík- legastir til að halda fram hjá en þeir voru 8,2 prósent þeirra sem svör- uðu. Kennarar og aðrir starfsmenn skólakerfisins reyndust 6,5 prósent af þeim sem ætluðu sér að halda fram hjá, læknar 4,6 prósent og lög- fræðingar 3,8 prósent. En hvað með eiginkonur sem halda fram hjá? Konurnar svöruðu könnun síðunnar í maí. Þar kom fram að hin dæmigerða ótrúa eig- inkona er á þrítugsaldri, hefur verið gift í fimm ár eða skemur og á dóttur undir þriggja ára aldri. Hún er einnig líklegust til að vera kennari, heimavinnandi eða starfa í heil- brigðisgeiranum. Angelina Jolie Brad Pitt kolféll fyrir mótleikkonu sinni í kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith þegar hann var ennþá giftur Jenni- fer Aniston. Fjölmiðla- fár fylgdi í kjölfarið og skilnaður stuttu seinna. Elizabeth Taylor Þegar þriðji eiginmaður leikkonunnar, Mide Todd, lést leitaði Taylor huggunar í faðmi besta vinar Todds, Eddie Fisher. Sá var á þeim tíma giftur leikkonunni Debbie Reynolds. Fis- her varð svo eiginmaður númer fjögur. Gerard Butler Samkvæmt Radar Online hélt leikarinn við ónefnda nýgifta leikkonu. Sambandið á að hafa verið hlaðið ástríðufullum sms- skilaboðum, tölvupósti og símtölum. Samkvæmt heimildum Radar Online hélt leikkonan að Gerard vildi kvænast sér en komst síðar að því að hann hafði fleiri konur í sigtinu. Þegar upp komst um sambandið fór hann í þriggja vikna meðferð. Tori Spelling Leikkonan og Dean McDermott eiga að hafa sofið saman kvöldið sem þau hittust fyrst. Þá voru þau bæði gift öðrum. Spelling var gift leikaran- um Charlie Shanian en McDermott var kvæntur Mary Jo Eustace en hjónin höfðu ættleitt nýfætt barn þegar upp um fram- hjáhaldið komst. Spelling skildi við Shani- an árið 2005 aðeins 15 mánuðum eftir að þau gengu í það heilaga. Madonna Í júlí 2008 sótti Cynthia Scurtis um skilnað frá Alex Rodriguez en samkvæmt The Telegraph hafði A-Rod haldið við poppstjörnuna Madonnu. Söngkonan neitaði ásökunum og hélt fram að um vinskap hefði verið að ræða. Russell Crowe Í júlí 2000 birtust fréttir af skilnaði Meg Ryan og Dennis Quaid og leynilegu ástarsambandi leikkonunnar og Russel Crowe. Skilnaðurinn gekk í gegn 2001 en samband Meg og Crowe rann fljótlega út í sandinn. LeAnn Rimes Árið 2009 fóru sögusagnir þess efnis að LeAnn Rimes og Eddie Cibrian ættu í leynilegu ástarsambandi en bæði voru gift á þeim tíma. Cibrian sendi frá sér fréttatilkynn- ingu þar sem hann hafnaði ásökunum en talsmaður söngkonunnar vildi hvorki staðfesta né hafna ásökunum. Í lok ársins sótti eiginmaður Rimes, Dean Sheremet, um skilnað á sama tíma og Cibrian skildi við Brandi Glandville, eiginkonu sína til átta ára. Rimes og Cibrian giftu sig í apríl 2011. Sienna Miller Ástarsamband leikarans Balthazar Getty og leikkonunnar Siennu Miller fékk mikla athygli í kringum 2008. Getty og eiginkona hans, Rosetta, skildu að borði og sæng í kjölfarið en tóku saman aftur í septem- ber 2010. Parið, sem gekk undir nafninu Bennifer, trúlofaði sig í nóvember 2002 en hætti saman í janúar 2004. Evan Rachel Wood Dita Von Teese sótti um skilnað frá rokkaranum Marilyn Manson í desember 2006 eftir eins árs hjónaband. Heimildir People hermdu að ástarsam- bandi Manson og Evan Rachel Wood væri um að kenna. Wood hafnaði ásökunum og sagði þau aðeins vini og að þau hefðu orðið elskendur eftir skilnaðinn. Manson og Wood trúlofuðu sig í janúar 2010 en hættu saman í ágúst sama ár. Hjónadjöflar í Hollywood Giftur í tíu ár? Eiginmenn sem starfa í fjármálageiranum eða verkfræðigeiranum eru líklegastir til að halda framhjá eiginkonum sínum, samkvæmt ashleymadison.com. www.dv.is/forsetakosningar/ Matarstílistar á McDonald‘s McDonald‘s afhjúpar eigin leyndarmál í frétt frá fyrirtækinu sem sýnir hvernig matarstílist- ar á vegum fyrirtækisins starfa. Margir velta því örugglega fyrir sér af hverju hamborgarinn sem kem- ur á diskinn er svo frábrugðinn þeim sem er á mynd matseðils- ins. Reyndin er sú að matarstílist- ar ganga í gegnum langt og strangt ferli að hafa hvern hamborgara til fyrir myndatöku. Það tekur mat- arstílista allt að sex tíma að ná út- litinu réttu og í verkið eru notaðir matarlitir, plast og vaxúði og alls kyns aukahlutir til að gera borgar- ann fyllri og litríkari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.