Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 32
32 22.–24. júní 2012 Helgarblað Stórafmæli 35 ára 23. júní Söngvarinn Jason Mraz hefur brætt hjörtu stúlkna víða undanfarin ár með silkimjúkri röddu sinni. 25 ára 24. júní Knattspyrnumaðurinn Lionel Messi er ungur að árum þrátt fyrir að hafa unnið ótrúleg afrek á knattspyrnuvellinum. 63 ára 22. júní Leikkonan Meryl Streep má eiga það að aldurinn ber hún betur en flestir. Merkis- atburðir 22. júní 1372 - Englendingar biðu ósigur fyrir sameinuðum flota Frakka og Kastilíumanna í orrustunni við La Rochelle. 1636 - Herstjóraveldið í Japan bannaði allar ferðir Japana til og frá landinu. Bannið gilti til ársins 1853. 1939 - Hitamet var sett á Teigarhorni í Berufirði: Mesti mældur hiti á Íslandi frá upphafi mælinga, 30,5°C. 1941 - Þýskaland hóf innrás í Sovétríkin. 1977 - Hópferðabíll valt í Bisk- upstungum og lá við stórslysi. Í bílnum voru 46 farþegar af skemmtiferðaskipi og meiddust margir þeirra en enginn alvarlega. 1991 - Á Snæfellsjökli féllu hjón niður í alldjúpa sprungu en var bjargað. 23. júní 1439 - Eiríkur af Pommern var sviptur embætti í Danmörku. 1787 - Eftir rannsókn á emb- ættisfærslu Skúla Magnússonar landfógeta úrskurðaði kansellíið í Kaupmannahöfn að hann fengi að halda embætti. 1893 - Karl Danaprins, sonarson- ur Danakonungs kom til Íslands á snekkjunni Dagmar með sveit sjóliðsforingjaefna. Hann varð síðar konungur Noregs og tók sér nafnið Hákon 7. 1923 - Listasafn Einars Jóns- sonar, Hnitbjörg, var opnað á Skólavörðuholti í Reykjavík. 1925 - Skáksamband Íslands var stofnað. 1926 - Jón Magnússon forsætis- ráðherra sem var í för með kon- ungshjónunum um Norðurland og Austurland, lést á Norðfirði. 1946 - Skíðasamband Íslands var stofnað. 1968 - Keflavíkurganga á vegum hernámsandstæðinga var gengin frá hliði herstöðvarinnar til Reykjavíkur. 1996 - Leikjatölvan Nintendo 64 kom fyrst á markað í Japan. 24. júní 1000 - Kristni var lögtekin á Alþingi. 1556 - Oddur Gottskálksson lögmaður lést. Hann þýddi Nýja testamentið á íslensku fyrstur manna og var það fyrsta bók sem prentuð var á íslensku. Oddur var sonur Gottskálks biskups grimma á Hólum. 1618 - Morðbréfamálið: Jón Ólafsson lögréttumaður kærði Guðbrand Þorláksson biskup fyrir eftirlitsmönnum konungs. 1865 - Fyrsti keisaraskurður var framkvæmdur á Íslandi. Móðirin lést en barnið lifði. Einnig var fyrstu svæfingu á Íslandi við fæðingu að ræða. 1875 - W. L. Watts, enskur vísindamaður, fór ásamt fjórum Íslendingum norður yfir Vatna- jökul og komu þeir til byggða á Hólsfjöllum eftir mikla hrakninga í rúman hálfan mánuð. 1886 - Stórstúka Íslands stofnuð. 1900 - 900 ára afmælis kristni- tökunnar á Íslandi var minnst við messur í landinu. 1956 - Hræðslubandalag Fram- sóknarflokks og Alþýðuflokks bauð fram í Alþingiskosningum. 1961 - Sigurhæðir á Akureyri, hús Matthíasar Jochumssonar, voru opnaðar sem safn í minningu skáldsins. 1968 - Atlantshafsbandalagið hélt ráðherrafund á Íslandi í fyrsta sinn. Syfjaður í stærðfræði Komum að leika! n Leikir sem börnin hafa gaman af Þ að er skemmtilegt að hafa hópleiki í barna- afmælum og að sjálf- sögðu er best að for- eldri hafi yfirumsjón með leiknum og stjórni. Hér eru nokkrir leikir frá Leikjabank- anum sem gaman væri að prófa í næsta barnaafmæli. Ávaxtaleikur Öll börnin velja sér eitt ávaxtanafn og sitja í hring á stólum. Stólarnir eru einum færri en börnin. Sá sem ekki hefur stól stendur í miðj- unni og nefnir tvo ávexti, til dæmis  appelsínu og epli. Þá standa þau upp sem heita þeim nöfnum og eiga að skipta um sæti og sá sem er í miðjunni á að reyna að ná öðru sætinu og sá sem er ekki með sæti á að vera í miðjunni. Einnig getur hann sagt  ávaxtakarfa  og þá eiga allir að skipta um sæti. Mjálmaðu nú kisa mín! Börnin setjast hvert á sinn stól og raða sér í hring og einn er fenginn til að „ver’ann“. Trefill er bundinn um augu hans og honum snúið í hring. „Blindinginn“ á að þreifa sig áfram þangað til hann finn- ur einhvern og setjast ofan á fórnarlambið. Þegar hann er sestur segir hann: „Mjálm- aðu nú kisa mín“ og á þá fórnarlambið að mjálma og er það gjarnan gert ámátlega. Þá má sá sem „er’ann“ giska á hver mjálmar. Giski hann rétt eru höfð hlutverkaskipti. Hægt er að setja reglur um að sá sem „„er’ann“ megi giska þrisvar sinnum, eða jafnvel eins oft og menn vilja. Handaklapp Börnin sitja í hring og leggja lófana flata á gólfið. Síðan flytur hvert barn vinstri hönd sína yfir hægri hönd þess sem situr honum á vinstri hönd. Einn byrjar að klappa lófanum á gólfið einu sinni. Klappið gengur réttsælis og verða allir að einbeita sér að því að fylgjast með hvenær er komið að þeirra hönd. Það getur ruglað þátttakendur í ríminu að hendur þeirra eru ekki hlið við hlið. Ef klappað er tvisvar snýst hringurinn við. Þegar einhver hönd klappar á vitlausum tíma eða gleymir að klappa er hún úr leik. Þá á þátttakandi að setja höndina aftur fyrir bak en hin höndin hans er ennþá með í leiknum. Þegar þátttakandi hefur misst báðar hend- ur er hann úr leik. Að lokum stendur svo einn þátttakandi uppi sem sigurvegari. Þorgils Björgvinsson tónlistarmaður 40 ára 24. júní É g er fæddur í Reykjavík og flutti tveggja ára í Kópavog,“ segir Þorgils Björgvinsson tónlist- armaður. „Ég man að við krakkarnir lékum okkur rosalega mikið úti við þegar ég var að alast upp.“ Valdi tónlistina „Ég kláraði grunnskólann í Kópavogi og fór svo að vinna í eitt ár hjá Pósti og síma, sem þá var, en fór svo fljót- lega að spila í hljómsveitum. Fyrsta hljómsveitin sem ég var í hét Tríó Jóns Leifsson- ar, svo fór ég að spila með Ný danskri og seinna með Snigla bandinu. Ég spilaði úti um allt land með Ný danskri og var líka byrjaður í Iðn- skólanum. Ég ætlaði að læra rafeindavirkjun en sá fljót- lega, þegar ég var farinn að sofna í stærðfræði, að ég gat ekki gert hvort tveggja og tók tónlistina fram yfir skólann.“ Besti versti félagsskapurinn Sniglabandið var mjög vin- sælt hér á landi á sveita- böllunum á árum áður. „Við vorum mest að flakka um víðan völl á árunum 1990 til svona 1995 og spiluðum á böllum úti um allt. Það hafa margir haldið að þessi félagsskapur væri ekki góð- ur en ég hef sagt að þetta sé nú „besti versti félagsskap- ur“ sem ég hef vitað um, en það halda margir að Snigl- arnir séu bara leðurklædd- ir morðingjar,“ segir Þorgils hálfpartinn í alvöru. Fór út í skóla Þorgils flutti árið 1998 til Danmerkur og bjó þar í fjög- ur ár. „Ég var fyrst að vinna sem rótari hjá Sinfóníu- hljómsveit Jótlands og svo spilaði ég dálítið með þeim líka, á gítar. Svo fór ég í skóla þarna úti líka, í kerfisfræði, og kláraði það nám. Að því loknu kom ég heim og fór að starfa í kerfisfræði ásamt því að vera að spila.“ Nóg að gera „Ég er alltaf að spila annað slagið með Sniglabandinu og svo spila ég með hinum og þessum. Ég er líka að vinna með guitarparty.com og við stefnum á heimsyfirráð nátt- úrulega, en heimasíðan var að komast inn á Bandaríkja- markað. Þess má til gamans geta að ég er að spila með Sniglabandinu á laugar- daginn á Spot í Kópavogi. Afmælisdeginum ætla ég bara að eyða í mestu róleg- heitum með fjölskyldunni en verð með smá kaffiboð fyrir þá allra nánustu,“ segir þessi hressi tónlistarmaður að lok- um. Fjölskylda Þorgils n Foreldrar: Björgvin Jónsson f. 15.11. 1934 Jóna Þórdís Eggertsdóttir f. 29.6. 1931– d. 30.8. 1991 n Maki: Elma Bjarney Guð- mundsdóttir f. 29.1. 1974 n Systkini: Oddbjörg Ragnars- dóttir f. 3.10. 1959 Jón Björgvinsson f. 1.10. 1962 Eggert Björgvinsson f. 27.4. 1965 n Börn: Bergur Þorgilsson f. 23.2. 1994 Máni Þorgilsson f. 12.4. 2003 Leikir Gerum eitthvað skemmtilegt með börnunum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.