Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 14
14 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað Þ að var tiltrú fulltrúa stjórnar- flokkanna að samkomulagi um þinglok yrði náð á föstu- dag. Formenn stjórnmála- flokkanna gengu til þing- funda með drög að samkomulagi sem í raun er sams konar og án efn- islegra breytinga frá því samkomu- lagi sem skrifað var undir af Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og Steingrími J. Sigfússyni, ráðherra atvinnumála, seint á mánudag að kröfu Sigmundar Davíðs Gunnlaugs- sonar, formanns Framsóknarflokks- ins. Sigmundur sagði opinberlega að ástæða þess að farið væri fram á skriflegan samning væri að ekkert traust væri á milli stjórnar- og stjórn- arandstöðu. Þáttur Sigmundar í töf- unum á samkomulaginu er þó sam- kvæmt heimildum DV meiri en hann vill af láta. Viðmælendur DV úr öll- um flokkum hafa staðfest að formað- ur Framsóknarflokksins lét sig hverfa á föstudag eins og það var orðað, klukkustundum saman. Sigmundur svaraði ekki sím- hringingum og lét, svo vitnað sé í orð stjórnarþingmanna, „eins og krakki“. Þá hafa viðmælendur blaðsins bent á að þáttur útgerðarmanna í samkomulaginu sé ef til vill meiri en opinberlega er af látið. Stjórn LÍÚ hefur fundað nánast linnu- laust að undanförnu vegna fyrirhug- aðra breytinga á fiskveiðistjórnunar- kerfinu. Á allavega einum slíkum fundi var samkomulag um þinglok til umræðu samkvæmt heimildum blaðsins. Útvegsmenn funda um samkomulagið Deildar meiningar voru innan stjórn- ar LÍÚ hvort vænlegt væri að komist yrði að samkomulagi við stjórnar- flokkanna um þingslit. Innan stjórn- arinnar eru til þeir sem telja fátt mikilvægara en að koma ríkisstjórn- inni frá og að aldrei muni skapast ró meðan núverandi stjórnarflokk- ar eru við völd. Í þeim hópi eru sam- kvæmt heimildum blaðsins fulltrú- ar FISK, útgerðarfélags Kaupfélags Skagfirðinga, Stálskips, Skinneyjar- Þinganess, Ísfélagsins og Ramma hf. en mörg þessara útgerðarfélaga hafa lagt fé í rekstur Morgunblaðsins. Blaðið hefur verið sakað um að draga taum útgerðarmanna og stjórnar- andstöðu. Ritstjóri Morgunblaðsins er Davíð Oddsson, fyrrverandi for- sætisráðherra, seðlabankastjóri og formaður Sjálfstæðisflokksins. Í annarri fylkingu eru aðilar sem telja nokkurs virði að greiða hærra auðlindagjald ef það leiði til sátta og til þess að það sem þeir telja róttæk- ustu breytingarnar í fiskveiðistjórn- unarfrumvarpi Steingríms verði dregnar til baka. Í samkomulaginu um þinglok er ekki aðeins samið um lækkun á veiðigjaldinu heldur einnig málsmeðferð við afgreiðslu fisk- veiðistjórnunarfrumvarpinu. Þar er kveðið á um að 60/40 skiptareglan á kvótaaukningu verði afnumin en sú regla gerði ráð fyrir að færi úthlutun aflaheimilda yfir ákveðið magn rynnu 40 prósent í leigupott. Þá er samkomulag um að þriggja pró- sentu klípan af þeim heimildum sem framseldar eru renni í pottinn sem og ákvæði um að heimildir til ráð- stöfunar á kvótaþingi verði 20 þús- und tonn í þremur áföngum. Fyrir- tækin Samherji, Brim og Grandi eru talin til þeirrar fylkingar. Eru ekki í pólitík Í samtölum DV við stjórnarmenn LÍÚ kemur berlega fram að þeir telja hagsmunasamtök sín ekki virk í stjórnmálum. Um hagsmunasamtök sé að ræða en ekki flokks maskínu. Þó sagði einn stjórnarmaður LÍÚ að samtökin væru í raun eini her landsins. „Það er eitt sem við erum – eigendur og forstjórar þessara fyrir- tækja, starfsmenn og yfirmenn, þeir eru um allt land og þetta eru yfir- leitt áberandi einstaklingar í öll- um samfélögum sem þeir eru í. Þeir eru kannski í bæjarstjórn eða ung- mennafélagi eða eitthvað og það er bara af því að þeir eru þannig karakt- erar. Og þegar þessi risi vaknar þá er þetta alveg ótrúlegur her. Þetta er eig- inlega eini herinn á Íslandi. Þegar við virkjum þennan her þá er hann of- boðslega öflugur, af því hann er bara um allt land, á öllum þjóðfélagsstig- um, í öllum flokkum. Hann einhvern veginn bara vaknar. Ingibjörg Sólrún kynntist þessu árið 2003. Allt í einu kom bara einhver ótrúlegur her og lamdi hana algjörlega niður. Davíð Oddsson gerði sama árið 1991 eða 1993, þegar hann fór að mótmæla Hafró. Þá las Davíð skýrslur Hafró, svo kom hann og sagði: þetta eru nú bara einhverjar ágiskanir, þeir eru ekki búnir að rannsaka eitt né neitt. Hann varð reiður og vildi skera nið- ur kvótann. Þá fékk hann bara kjafts- högg hér og þar og svo bara bakk- aði hann.“ Af þessum ummælum að dæma má greina að útgerðarmenn virðast innbyrðis nokkuð meðvitað- ir um eigið afl til áhrifa þótt opinber- lega vilji þeir ekki kannast við afskipti af stjórnmálaflokkum og Alþingi. Ítrekuð frestun Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins samþykkti samkomulag um þing- lok fyrir sex á föstudaginn fyrir viku. Þær sögur fara af fundinum að hann hafi verið nokkuð erfiður fyrir Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæð- isflokksins, en einhverjir þingmenn hafi ekki viljað neitt samkomulag. Þó voru þingmenn í Sjálfstæðis- flokknum sem tóku ekki undir þessa lýsingu og sögðu meirihluta þing- manna flokksins hafa viljað ganga að samkomulaginu. Þingfundurinn hafi því ekki verið sérstaklega erfið- ur heldur þinglokin sjálf og það ferli. Bjarni stóð einn Framsóknarflokkurinn lét bíða eftir sér á föstudag og ekkert bólaði á svari frá þeim. Í samtölum við þingmenn úr öllum flokkum kemur fram að ekki hafi runnið upp fyrir þingmönn- um annarra flokka fyrr en rétt fyrir sex að Framsóknarflokkurinn ætl- aði sér ekki að virða samkomulagið. Það mun hafa komið fram í matsal Alþingis að ekkert samkomulag væri þegar Magnús Orri Schram, þing- flokksformaður Samfylkingarinnar, ásamt Birni Val Gíslasyni, þingflokks- formanni VG, ræddu við Gunnar Braga Sveinsson, þingflokksformann Framsóknar, um hvort lengi væri að bíða þess að Framsóknarmenn yrðu tilbúnir. Gunnar Bragi á að hafa svar- að á þá leið að ekkert samkomulag væri til staðar enda væri ekki hægt að semja við stjórnarflokkanna. Stuttu síðar gaf Sigmundur Davíð út að hann vildi aðeins semja við stjórnarflokkana skrifuðu þeir und- ir samkomulagið. Framsókn hefði enda slæma reynslu af samningum við Samfylkingu og VG. Í yfirlýsingu Sigmundar var vitnað í samninga- viðræður Framsóknarflokksins við minnihlutastjórnarviðræður flokk- anna árið 2009. Viðmælendur blaðsins í stjórnar- flokkunum lýsa atvikinu sem fremur neyðarlegu fyrir Bjarna Benedikts- son. Sigmundur og Bjarni starfi mik- ið saman við samningaviðræður við stjórnarflokkana og þótti stjórnarlið- um að Sigmundur hafi þarna skilið Bjarna eftir einan. Undir þessa skýr- ingu er þó ekki tekið meðal sjálfstæð- ismanna og sagði einn viðmælandi að þingmenn Sjálfstæðisflokksins væru svo vanir því að Sigmundur setti á svið leikrit sem þessi að raunar n Átök að tjaldabaki við þinglok n Sigmundur Davíð lét sig hverfa n Hriktir í stoðum meirihlutans n Þáttur LÍÚ talinn meiri en af er látið Orrusta aldarinnar Stóð við sitt Þingflokkur Sjálfstæðisflokks- ins fól Bjarna Benediktssyni að handsala samkomulag við oddvita ríkisstjórnarinnar. Lét sig hverfa Þingmenn fréttu í matsal þingsins að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlaði ekki að standa við samkomulag. „Og þegar þessi risi vaknar þá er þetta alveg ótrúlegur her. Þetta er eiginlega eini herinn á Íslandi. Erfið þinglok Allir þingmenn sem DV ræddi við voru sammála um að þessi þinglok væru þau erfiðustu sem þeir hefðu upplifað. Atli Þór Fanndal blaðamaður skrifar atli@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.