Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 28
28 Úttekt 22.–24. júní 2012 Helgarblað „Nauðgun er martröð“ Andlegt hryðjuverk Jón Bjarni segir nauðgun eina sárið sem tíminn getur ekki grætt. E itt kvöld í lok september 2010 strauk ég að heiman. Ég hr- ingdi í marga vini mína og spurði hvort ég mætti gista en þetta var á virkum degi og því lítið um svefnpláss. Svo mundi ég eftir eldri strák sem hafði boðið mér gistingu hvenær sem mig vant- aði. Ég hafði hitt hann í strætó og þar sem ég á ekki marga vini taldi ég að þarna gæti ég eignast góðan vin. Ég hringdi í hann og hann sagði það lítið mál. Daginn eftir fórum við í Kringluna og keyptum hamborgara og bjór og annað og fórum svo heim til hans og steiktum matinn á skítug- ustu pönnu sem ég hef á ævi minni séð. Ég hafði verið í mikilli neyslu og hann vildi endilega kenna mér að nota gas. Þegar við vorum búnir að gasa spurði hann mig hvort hann mætti taka myndir af mér. Ég hélt að hann væri að grínast og sagði nei. Þá sló hann mig á kinnina. Ég brast í grát inni í mér en lét ekkert á sjá.“ Var fangi „Svo þriðju nóttina átti ég erfitt með að sofna. Ég ætlaði mér að mæta í vinnu í Fjölsmiðjunni um morgun- inn. Hann gaf mér róandi töflur til að slaka á en ég vaknaði ekki fyrr en und- ir hádegi daginn eftir. Ég var í mjög slæmu ástandi, eins og ég væri þunn- ur, og átti erfitt með að ganga. Ég átt- aði mig samt ekki á því að mér hafði verið nauðgað. Þann daginn hringdi besta vin- kona mín í mig og vildi fá að hitta mig. Hún hafði verið milligöngumað- ur milli mín og mömmu þar sem ég var í stroki. Mér leið eins og ég væri fangi. Hann neitaði að hleypa mér út en mér tókst að sannfæra hann á end- anum um að hleypa henni inn. Áður en hún kom beindi hann hníf að háls- inum á mér og sagði að ef kærasti vinkonu minnar yrði með vesen þá myndi ég ekki vilja kíkja í spegil næstu tíu árin. Við þetta atvik áttaði ég mig. Það var eins og ég fengi „flashback“ og það sem gerðist um nóttina rann upp fyrir mér. Ég sagðist þurfa á kló- settið þar sem ég brotnaði saman. Svo hljóp ég út og beint inn á pítsustað í nágrenninu þar sem hringt var á lög- regluna. Mér var fyrst ekið á slysó en þaðan fór ég í fangaklefa þar sem ég dvaldi næstu klukkutímana. Ég vildi ekki fara heim og var í mjög lélegu ástandi. Helst langaði mig til að naga á mér púlsinn því ég var ekki með neitt vopn til að binda enda á líf mitt.“ Niðurlægður og svikinn Svona hljómar frásögn hins 18 ára Jóns Bjarna Jónusonar sem vill segja sögu sína til að ítreka fyrir þolend- um nauðgana og kynferðisbrota að skömmin sé ekki þeirra. „Þögnin er versti óvinurinn. Að mínu mati eru kynferðisbrot og nauðgun andlegt hryðjuverk. Þetta er verra en allt ann- að og fer aldrei úr sálinni. Þetta er eina sárið sem tíminn getur ekki læknað. Það er allavega mín reynsla,“ segir Jón Bjarni sem var vistaður á Stuðlum í 14 daga eftir að hafa sloppið úr prís- undinni. „Þar fékk ég sálfræðihjálp en niðurlægingin og svikin voru svo mikil auk þess sem ég var ónýtur eft- ir notkun eiturlyfja og drykkju. Hjálp- in var því til staðar en hún gerði ekk- ert gagn. Mér var ítrekað sagt að þetta væri ekki mér að kenna en ég upplifði það samt þannig. Mér fannst ég svo heimskur – ég hefði átt að fara bara heim – þótt ég viti að ég gat það samt ekki. Á þessum tíma var mjög mikil óregla í mínu lífi.“ Jón Bjarni hefur áður deilt sinni sögu, bæði á vefnum Bleikt og á Youtube. „Það er ekki aðeins mik- ilvægt fyrir mig að segja þessa sögu heldur líka fyrir þá kynferðisafbrota- menn sem lesa þessa grein og geta þá séð hversu mikið ógeð nauðganir eru. Svo er ég líka að segja frá fyrir önnur fórnarlömb og líka þá sem hafa aldrei lent í neinu svona. Það verður að brýna fyrir fólki hversu alvarleg nauð- gun er. Þetta er algjör martröð. Ég væri frekar til í að missa báðar hend- urnar en að lenda í þessu aftur.“ Jón Bjarni hefur kært ofbeldis- manninn sem í dag situr inni fyrir rán. „Það var mikill léttir fyrir mig að vita af honum á bak við lás og slá. Ótt- inn við hann er alltaf til staðar. Mað- ur veit aldrei hverju svona menn taka upp á. Ég vil endilega fá að nota þetta tækifæri til að þakka lögreglunni, lög- fræðingnum mínum, barnavernd, mömmu og pabba og bestu vinkonu minni fyrir alla hjálpina. Án þeirra væri ég ekki á þessari beinu braut í dag.“ indiana@dv.is „Ég væri frekar til í að missa báð- ar hendurnar en að lenda í þessu aftur É g var fjórtán ára. Leiðin lá heim í Vesturbæinn úr tívolíinu sem var staðsett niðri við höfn. Ég var stoppuð af tveimur mönnum sem voru að keyra framhjá og buðu mér far. Kannaðist aðeins við þá úr tívolí- inu svo ég staldraði við. Ég var köld og þreytt en afþakkaði boðið pent og hélt áfram. Þeir sögð- ust vera á sömu leið og ég og það væri lítið vandamál að kippa mér með og skutla heim. Orð mömmu um að tala ekki við ókunnuga né setjast inn í bíl með þeim fóru aftur og aftur í gegn- um kollinn á mér en ég sættist á þetta og þáði farið. Leiðin lá upp í Grafarvog – ég sagði þeim reglulega á leiðinni að þetta væri alls ekki leiðin heim en þeir sögðu ítrekað að ég þyrfti að læra að slaka á, þeir þyrftu að koma við í einu húsi áður en þeir færu í Vesturbæinn. Úr Grafarvoginum í bílakjallara í Kópavogi. Ég sagðist þurfa heim og hérna ætti ég ekki heima. Var dreg- in grenjandi úr bílnum, sagt að halda kjafti annars yrði ég lamin. Ég gekk stjörf með þeim upp ótal stiga, eftir ótal göngum að mér fannst. Fæturn- ir urðu þyngri með hverri tröppunni. Leiðin var endalaus. Brúin yfir boðaföllin Áfangastaður – heimili Þess þriðja. Ég kom ekki upp orði, átti erfitt með að hreyfa mig. Ég vildi bara kom- ast heim. Var hent til og frá eins og brúðu, skellt í sófann og klædd úr af þeim Stóra á meðan Lítill gerði sig tilbúinn til verka. Stóri og Litli skipt- ust á. Það var vond lykt af þeim. Þeir luku sér af og ég hélt að þetta væri búið. Nú kæmist ég heim í rúmið mitt. Ég fór að tína til fötin mín og ég ætlaði að klæða mig þegar var mér hent í gólfið tekin hálstaki og slegin fyrir að ata blóði úti um allt. Það var haldið á mér nauðugri inn í herbergi þar sem Sá Þriðji beið. Ég lokaði augunum og fór yfir alla söngtexta sem ég hafði lært um ævina með- an að hann kláraði sig af. Lagið um Brúna yfir boðaföllin ómaði aftur og aftur (það lag get ég ekki hlustað á fyrir mitt litla líf í dag). Mér var skip- að í bað, ég var skítug, blóðug og gat varla staðið í fæturna. Þeir rifust um það hver skildi koma mér áleiðis heim. Sá þriðji tók það verk að sér. Á leiðinni hótaði hann mér blíðlega (ef hægt er að orða það svo). Hann bað mig um að segja ekki nokkrum manni frá þessu. Þeir væru á saka- skrá og vildu ómögulega lenda í vandræðum. Ég komst loksins heim, tóm, aum, blóðug, skítug, notuð, stimpluð ónýt, ég laug að móður minni um veru mína lagðist upp í rúm og fór að sofa. Ósk mín var að vakna ekki aftur. Tólf árum síðar, í fyrra, gekk ég í fyrsta skipti logandi hrædd ein í myrkri eft- ir þennan atburð. Fyrir mig var þetta stórt skref. Ég geng þó enn alltaf til- búin með lykla í hönd – mun gera það áfram. Það tók mig mörg ár að skilja að sökin var ekki mín. Ég vissi það en meðtók ekki.“ Vitundarvakning í samfélaginu Svona hljómar saga Ingunnar Hen- riksen sem ákvað að feta í fótspor þeirra hugrökku kvenna sem hafa stigið fram og deilt á netinu á síðustu dögum lífsreynslu sinni af nauðgun- um. Ingunn hefur aldrei áður talað almennilega um atburðinn. „Ég hef aldrei sagt almennilega frá held- ur bara í stuttu máli hvað gerðist. Ég veit samt að það er mikilvægt að ræða ofbeldið. Sama hvers kyns of- beldið er þá á það ekki að líðast. Það er nauðsynlegt að halda umræðunni opinni og opna augu fólks með fræðslu og umtali.“ Ingunn hefur aldrei leitað sér hjálpar en segist finna fyrir létti þegar hún ræði við önnur fórnarlömb kyn- ferðisofbeldis. „Þetta var svo mikið tabú og í eina skiptið sem ég ræddi þetta var mér sagt að ég hlyti að hafa boðið upp á þetta á einhvern hátt. Ég lokaðist og ræddi þetta ekki meir. Skömmin var of mikil,“ segir hún en bætir við að hún vilji enga vorkunn. „Ég vil umræðu! Fræðslan er of lítil og hún byrjar of seint. Þessi reynsla breytti mér á allan hátt! Ég lokaðist og fór inn í mig. Ég hafði tónlistina, án hennar veit ég ekki hvar ég væri. Það þarf að byrja snemma á fræðsl- unni. Á yngstu kynslóðinni og taka foreldrana inn í umræðuna,“ seg- ir hún en bætir við að hún finni fyr- ir vitundarvakningu í samfélaginu að einhverju leyti. Hún segist þrátt fyrir allt vera á ágætum stað í dag. „Ég stend sterk- ari, er ennþá í vinnslu ef hægt er að orða það svo. Ég er hér og mitt verk- efni eru börnin mín og að koma þeim út í lífið.“ indiana@dv.is „Ég komst loksins heim, tóm, aum, blóðug, skítug, notuð, stimpluð ónýt, ég laug að móður minni um veru mína lagð- ist upp í rúm og fór að sofa LitLi, Stóri og Sá þriðji Nauðgun karla er tabú n Konur nauðga líka n 20 prósent þeirra sem leituðu til Drekaslóðar voru karlmenn Mikill fjöldi leitaði til Drekaslóð- ar eftir ráðgjöf árið 2011, alls 208 fóru í einstaklingsviðtöl og þar af voru 20 prósent karlmenn. „Sumir komu aðeins í eitt viðtal en flestir komu oftar. Fjöldi við- tala var að meðaltali 3,7 á mann,“ segir Thelma Ásdísardóttir hjá Drekaslóð. Vinir og makar nauðga „Drekaslóð veitir þjónustu körl- um og konum sem hafa verið beitt hvers konar ofbeldi, í æsku eða á fullorðinsárum og hvort sem um er að ræða ofbeldi af hálfu karls, konu eða barns. Margir sem leita til okkar koma því til að vinna með afleiðingar margs konar ofbeldis. Nauðganir eru því miður algengar meðal „okkar fólks“ en af þessum 208 komu tæp- lega fimmtíu vegna nauðgana, bæði karlar og konur en konur í meirihluta. Það gera 23 prósent þeirra sem komu til Drekaslóðar í einstaklingsviðtöl í fyrra. Sum- ir komu vegna annars konar of- beldis líka. Flestir komu vegna svokallaðra vina- eða kunn- ingjanauðgana, þar sem þolandi þekkir þann sem nauðgar og svo vegna nauðgana í parasambönd- um. Karlar tregir til að tala Oftast þegar rætt er um nauðgan- ir er talað um konur sem þolend- ur og karla sem gerendur en í raunveruleikanum er karlmönn- um líka nauðgað og þá af körlum og konum. Þeir eru hins vegar mun tregari til að tilkynna það eða ræða það, hvort sem er opinber- lega eða með því að tilkynna til lögreglu, á neyðarmóttöku og víð- ar. Umræðan um kynferðisofbeldi gegn körlum er komin styttra en gegn konum. Karlmenn koma síð- ur fram með sína reynslu ef ekk- ert er um þetta rætt. Það að karl- mönnum sé nauðgað er ennþá tabú í okkar samfélagi.“ kristjana@dv.is Skömmin var mikil Ingunn segist ekki hafa rætt almennilega um atburðinn af því að hún hafi upplifað umræðuna sem mikið tabú. Hún hefur tekið ákvörðun um að hætta að þegja og vill umræðu og aukna fræðslu. Stuðningur mikilvægur „Það sem við leggjum mesta áherslu á er að viðkomandi geri það sem hann eða hún vill sjálf gera,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir, starfskona Stíga- móta. Hún segir að það sé afar mikilvægt fyrir aðstandendur að hafa í huga að lúta vilja manneskj- unnar sem verður fyrir brotinu. „ Ekki ýta manneskju út í eitthvað sem hún er ekki tilbúin til að gera heldur frekar að styðja hana með ráðum og dáð í því sem hún vill gera,“ segir Steinunn. „Okkur er mest annt um það að manneskjan sem lendir í brotinu nái andleg- um bata. Þá skiptir miklu máli að sú eða sá sem kemur í viðtöl sé þar vegna þess að hann eða hún vill sjálf.“ astasigrun@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.