Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 54
54 Fólk 22.–24. júní 2012 Helgarblað Skúli Mogensen hjólaði hringinn n Var ekki í sigurliðinu W OW stóð fyrir alþjóð- legri hjólreiðakeppni 19.–22. júní þar sem hjólað var hringinn í kringum Ísland, eða 1.332 kíló- metra án þess að stoppa. 14 lið, skipuð fjórum þátt- takendum hvert, tóku þátt í keppninni og hófst hún klukk- an 19 á þriðjudagskvöld. Áheit- um var safnað og allur ágóði fór til Barnaheilla. Skúli Mogensen tók þátt í keppninni með liði sínu, WOW air, sem skipað var skipuleggj- endum mótsins, en þeir, ásamt Piltunum, Hjólafélagi mið- aldra skrifstofumanna 1 og 2 voru með forystu þegar rúm- lega þriðjungi keppninnar var lokið. Um hádegi á fimmtudag kom svo fyrsta liðið í mark, en það var liðið Piltarnir en samtals voru þeir 40 klukku- stundir og 57 mínútur á leiðinni. Þorvaldur þjóðlegur Íslenska stórstjarnan Þor- valdur Davíð Kristjánsson var þjóðlegur á þjóðhátíðar- daginn. Leikarinn var stadd- ur hér á landi en til hans sást úti á landi þar sem hann var að fara að skella sér í sund á Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit. Með honum í för var unnusta hans, Hrafntinna Karlsdóttir. Þau voru fjarri glamúr Los Angeles þar sem þau búa og klæddust bæði ullarsokkum í tilefni dagsins. Þorvaldur Davíð útskrifaðist úr Juilliard-listaháskólan- um í New York í fyrra. Hann fékk svo samning við um- boðsskrifstofu í Los Angeles og því ákvað parið að flytja á vesturströndina. Glímir ekki við spik í eilífðinni Mikið hefur gengið á hjá Jónínu Benediktsdóttur sem er gengin úr Krossinum, söfnuði eiginmanns síns. Ekkert er með öllu slæmt og Jónína segir frá því á Face- book-síðu sinni að stressið hafi reynst megrandi. „Gott að vera laus við 5 stresskíló. Það er svo merkilegt með mig, ólíkt svo mörgum, að undir álagi borða ég of mikið :-) Kannast einhver við það. En nú er þetta stress farið norður og niður, ég búin að létta mig og róa taugarn- ar. Svona er þetta líf, fjöll og dalir, gleði og sorg. Ég veit að endirinn verður góður, reyndar trúi ég á endalaust líf og mér hefur verið lofað endalausri hamingju. Þar glímir maður í það minnsta ekki við spik.“ Bam vinsæll Jack Ass-stjarnan Bam Margera var á landinu líkt og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum. Bam fór út á lífið og skemmti sér meðal annars á Prikinu. Bam er greinilega vinsæll á meðal Íslendinga og þolinmóður líka því ófáir hafa birt myndir af sér með honum á Facebook eftir helgina. Bam, sem einnig er mikill hjólabrettakappi, var staddur hér meðal annars til að taka upp efni. WOW Liðið hans Skúla Mogensen í Borgarfirði. Hjólakeppni Hjólað í kringum landið. É g kom þarna fram til að gera karlinn reglulega vandræðalegan og söng svo bakraddir í einu lagi,“ sagði Helgi Seljan fréttamaður sem steig á svið með Bjartmari og Bergrisun- um á afmælistónleikum Bjart- mars í Háskólabíói um síðustu helgi. Helgi söng bakraddir í slag- aranum Ég er ekki alki ásamt Andra Frey Viðarssyni og Ágústi Aðal steinssyni eða Gústa pink eins og hann er kall aður. Þeir félagarnir lögðu bakraddasöngkonum kvölds- ins lið en þær voru María, eig- inkona Bjartmars, Berglind, dóttir hans, og frænka þeirra, Aníta. „Það er ekki rétt sem fólk hefur verið að segja að við strákarnir höfum sungið Ég er ekki Höski í viðlaginu,“ segir Helgi en það hefur verið vin- sælt grín á Facebook og á kaffi- stofum landsins að „höski“ hafi tekið við af orðinu „alki“ eftir að Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, missti bílprófið sökum ölv- unaraksturs. Ekkert Eurovision Tónleikarnir, sem voru haldnir í tilefni af sextugsafmæli Bjart- mars, eru einhverjir þeir bestu sem Helgi hefur farið á. „Karl- inn var í feiknastuði og bandið alveg ótrúlega gott. Tveir nýir meðlimir sem komu sterkir inn og ekki skemmdi fyrir að fá að syngja aðeins með. Helgi segir ekki miklar líkur á því að hann verði í bakrödd- um í næstu Eurovision-keppni. „Nei, eigum við ekki bara að láta Guðrúnu Gunnars og Pétur Jesú sjá um það. Við nut- um góðs af því að stemn- ingin á tónleikunum var svo góð að það hefði ver- ið hægt að draga gargandi páfagauk þarna upp á svið til að hafa í bakröddum.“ Súrmjólk í hádeginu Helgi las meðal annars upp pistil á tónleikun- um sem hann skrifaði um Bjartmar og er að finna á nýútkominni heildar- útgáfu á verkum Bjart- mars. En Helgi segir meðal annars í pistlinum að Bjartmar sé hirðskáld sinnar kynslóðar. „Ég var fjögurra ára þegar ég heyrði hann fyrst. Ég sat við eldhúsborðið hjá ömmu minni og át Cheerios í súrmjólk. Skyndilega var eins og maður í útvarpinu hæfi að sönglýsa þeim pínulitla heimi sem ég þá þekkti. Lag- ið var Súrmjólk í hádeginu og var eins og upplestur á stunda- skrá minni; í gær, þann daginn, hinn daginn og næsta á eftir. Hrollkaldur raunveruleikinn var varðaður Cheerios-i, súr- mjólk, stressfylltum morgnum og of seinni mömmu,“ segir Helgi í pistlinum. asgeir@dv.is Alki – ekki Höski n Helgi Seljan og Andri Freyr í bakröddum n Stefnir ekki á Eurovision Bjartmar Guðlaugsson Fagnaði sextugsafmælinu í Háskólabíói um liðna helgi. M Y N D IR E Y ÞÓ R Á RN A SO N
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.