Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 47
Best og verst á em Sport 47Helgarblað 22.–24. júní 2012 Úrslit Pepsi-deildin Breiðablik - KR 2–1 1–0 Kristinn Jónsson (79.) 1–1 Þorsteinn Már Ragnarsson (73.) 2–1 Sverrir Ingi Ingason (87.) Selfoss - Fylkir 1–2 1–0 Ingimundur Níels Óskarsson (73.) 2–0 Finnur Ólafsson (77.) 2–1 Ólafur Karl Finsen (90.) Grindavík - ÍBV 1–3 1–0 Guðmundur Þórarinsson (64.) 2–0 George Henry Ivor Baldock (71.) 3–0 Tonny Mawejje (89.) 3–1 Magnús Björgvinsson (91.) Fram-Keflavík 0–2 1–0 Frans Elvarsson (7.) 2–0 Guðmundur Steinarsson (20.) FH - Stjarnan 2–2 0–1 Ellert Hreinsson (2.) 0–2 Garðar Jóhannsson (24.) 1–2 Guðjón Árni Antoníusson (42.) 2–2 Guðjón Árni Antoníusson (85.) Valur - ÍA 2–1 1–0 Rúnar Már S. Sigurjónsson (26.) 1–1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (71.) 2–1 Rúnar Már S. Sigurjónsson (89.) Staðan 1 FH 8 5 2 1 20:7 17 2 KR 8 5 1 2 16:11 16 3 ÍA 8 4 2 2 12:13 14 4 Stjarnan 8 3 4 1 16:14 13 5 Breiðablik 8 4 1 3 7:7 13 6 Valur 8 4 0 4 13:10 12 7 Fylkir 8 3 3 2 10:15 12 8 ÍBV 8 3 2 3 15:9 11 9 Keflavík 8 3 1 4 12:13 10 10 Selfoss 8 2 1 5 10:15 7 11 Fram 8 2 0 6 7:12 6 12 Grindavík 8 0 3 5 11:23 3 Næstu leikir 29.6 18.00 ÍBV - Valur 30.6 16.00 ÍA - FH 1.7 16.00 KR - Grindavík 2.7 19.15 Stjarnan - Fram 2.7 19.15 Fylkir - Breiðablik 2.7 19.15 Keflavík - Selfoss EM - 8 liða úrslit Tjékkland - Portúgal 0–1 1–0 Christiano Ronaldo (80.) Næstu leikir 22.6 Grikkland - Þýskaland 23.6 Spánn - Frakkland 24.6 England - Ítalía n 22 tölfræðilegar staðreyndir um riðlakeppnina á EM í knattspyrnu n Ronaldo var besti leikmaðurinn Skutu sjaldnast Af öllum liðunum 16 sem tóku þátt í mótinu áttu Grikkir fæst skot á markið. Alls áttu þeir 9 markskot sem rötuðu á markið, eða aðeins 3 í leik að jafnaði. Þeir áttu 10 skot sem ekki hittu rammann. Aðeins Króatar og Danir áttu færri. Flestar fyrirgjafir Nani og Ronaldo eru stærstu stjörnurnar í portú- galska landsliðinu. Þeir spila báðir á köntunum og til þeirra er oft leitað í sóknarleiknum. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Portúgalar voru það lið sem oftast reyndi að senda boltann fyrir markið í riðlakeppninni, eða 37 sinnum. Aðeins sex sinnum heppnuðust þær tilraunir. Bestur Portúgalinn Cristiano Ron- aldo spilaði best allra leik- manna í riðlakeppninni, samkvæmt Catrol EDGE- stuðlinum. Að baki honum liggja flóknir útreikningar þar sem leikmönnum eru gefin stig fyrir frammistöðu sína; til dæmis heppnað- ar sendingar, tæklingar og þátt í mörkum. Stuðullinn tekur einnig mið af því hvar á vellinum tiltekin sending heppnaðist og til hvers hún leiddi, svo dæmi sé tekið. EDGE-stuðullinn reiknar út heildarframlag leikmanna til liða sinna. Ronaldo fær einkunnina 9,68 fyrir leikina þrjá en næstur á eftir honum er Spánverjinn David Silva með 9,60 í einkunn. Rússinn Alan Dzagoev er þriðji með 9,53 og Svíinn Olof Mellberg hlýtur 9,47 í einkunn og er fjórði besti leikmaður riðla- keppninnar. Þjóðverjar prúðastir Aðeins þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós í riðlakeppninni. Grikkir fengu eitt, Pólverjar eitt og Írar eitt. Grikk- ir, Ítalir og Króatar fengu flest gul spjöld, eða níu hvert lið. Þjóðverj- ar brutu sjaldnast af sér í leikjunum þremur og fengu auk þess fæst gul spjöld, eða þrjú. Vesalings Kerzhakov Rússneski framherjinn Aleksandr Kerzhakov átti ekki góða leiki á EM. Hann var reyndar duglegur að koma sér í færi, eins og góðum framherja sæmir, en gekk afleitlega að hitta markið. Hann nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá leikmaður sem oftast skaut framhjá markinu. Í 11 skipti hitti hann ekki rammann. Hann fékk nokkur úrvals- færi til að skora í mótinu. Baros grófastur Tékkinn Milan Baros, fyrr- verandi leikmaður Liver- pool, var sá leikmaður í riðlakeppninni sem oft- ast braut af sér. 14 sinnum var hann dæmdur brotleg- ur sem er einkennileg stað- reynd í ljósi þess að hann spilar sem fremsti maður síns liðs. Markaskorarinn Mario Mandzukic, leikmað- ur Króata, var næstoftast dæmdur brotlegur, eða 11 sinnum. Bjuggu til mörkin Þrír leikmenn lögðu upp þrjú mörk fyrir samherja sína í umferðunum þrem- ur sem búnar eru. Það eru Spánverjinn David Silva, Rússinn Andrei Arshavin og Englendingurinn Steven Gerrard. Hitti oftast á markið Christiano Ronaldo er sá leikmaður sem oft- ast átti skot á mark í riðlakeppninni. Hann skaut 13 sinnum á rammann en skoraði reyndar bara eitt mark. Hann átti reyndar 8 skot sem ekki hittu markið. Næstur á eft- ir honum kemur Frakkinn Karim Benzema með 12 tilraunir á markið og Spánverjinn Andrés Iniesta með 10 marktilraunir. Ronaldo hetjan Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala þegar hann skor- aði eina mark þeirra í sigri gegn Tékkum í fyrsta leik átta liða úrslita Evrópumóts- ins í knattspyrnu á fimmtu- dag. Leikurinn einkenndist af baráttu beggja liða en það var Ronaldo sem skallaði boltann í mark Tékka á 79. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Moutinho. Portúgalar eru því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins, en í dag föstudag, eigast við Spánverjar, ríkj- andi Evrópumeistarar, og Frakkar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.