Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 29
Úttekt 29Helgarblað 22.–24. júní 2012 „Reynslan gerði mig að meiri femínista“ Helgar líf sitt baráttunni É g var fimmtán. Fór ásamt nokkrum vinum mínum í tjaldútilegu með stórum hópi fólks. Á svæðinu voru tveir menn, 27 ára gamlir. Þeir gáfu mér vodka og spiluðu Cypress Hill og buðu mér inn í tjaldið sitt og allir voru glaðir. Svo gáfu þeir mér meiri vodka og svo talsvert meiri vodka. Ég kyssti og kelaði smá og þegar mér fannst aðgangsharkan orðin óþægi­ leg tók ég það mjög skýrt fram að ég hefði ekki komið inn í þetta tjald til að stunda kynlíf. Því var ágæt­ lega tekið. Svo bara veit ég ekki meir. Ég veit að ég var dauð. Ég rankaði við mér og sá að það lá maður ofan á mér. Ég fann að hann var inni í mér. Ég sá fötin mín liggja í kuðli við hliðina á mér. Ég æpti og sparkaði, hrinti af mér manninum, fór í helm­ inginn af fötunum, greip hin með og hljóp yfir í mitt tjald. Þar lá ég og skalf og starði upp í loft alla nóttina. Vinir mínir sátu hjá mér til skiptis, héldu í höndina á mér og sögðu mér að þetta héti nauðgun. Ég skildi það ekki. Vissi bara að mér fannst þetta ógeðslegt og hræðilegt. Fannst ég skítug og langaði að hreinsa mig ein­ hvern veginn róttækt. Með vírbursta og klór eða skipta um ysta lag húðar­ innar.“ Langur tími að viðurkenna nauðgunina Þetta er saga Hildar Lilliendahl Vigg­ ósdóttur, femínista með meiru. Það tók Hildi fjölda ára að átta sig á því að hún hafi ekki sjálf boðið upp á það að vera nauðgað. „Ég vann mig í gegnum þetta með aðstoð fjöl­ skyldu og vina, ég talaði alla tíð op­ inskátt um þetta við allt fólk sem ég var í einhverjum nánum samskipt­ um við,“ segir hún. Það var vendi­ punktur hjá Hildi þegar hún heyrði auglýsingu í útvarpinu frá Stígamót­ um þar sem minnt var á það að fólk sem ekki gæti spornað við verknað­ inum væri nauðgað. „Það var þá sem ég byrjaði að reyna að venja mig á að segja: mér var nauðgað. Fram að því hafði ég sagt fólki að ég hefði verið full í útilegu, farið í tjald, farið í sleik og rankað við mér við að það var maður ofan á mér og inni í mér. Það tók mig mörg ár að læra að segja að mér hafi verið nauðgað án þess að taka það sérstaklega fram að ég væri mjög meðvituð um minn hluta af ábyrgðinni. Ég er búin að læra það núna,“ segir hún ákveðið. Mikilvægt að ræða ofbeldið Líkt og margir aðrir viðmælend­ ur DV segir Hildur það mikilvægast að ræða ofbeldið. „Það er það besta sem maður getur gert. Að ræða of­ beldið hefur gert mér kleift að kom­ ast yfir það. Mér leiðist tal um sálar­ morð og sár sem aldrei gróa – mitt sár greri. Ef ég ber einhver ör á sál­ inni eftir þetta atvik, þá veit ég ekki af því.“ Heggur í múrinn Hildur hefur á undanförnum mánuðum tekið virkan þátt í um­ ræðu í fjölmiðlum, einkum í mál­ um tengdum femínisma en segir að hún sjái breytingu á því hvernig við ræðum um kynferðisbrot; gerend­ ur og þolendur. „Já, mér finnst tví­ mælalaust eitthvað vera að breytast. Ég held að við höggvum alltaf smá í múrinn þegar við tökum þenn­ an slag, tökum þessa umræðu. Mér hefur fundist alveg ótrúlegt að fylgj­ ast með öllu fólkinu sem hefur kom­ ið fram undanfarna daga og sagt sögurnar sínar. Það krefst mikils hugrekkis og það blæs öðrum hug­ rekki í brjóst. Við fáum engu breytt nema með hugarfarsbreytingu. Við þurfum að ná til krakkanna, þau þurfa að læra að bera virðingu hvert fyrir annars líkama. Að vera fullviss um að maður fer ekki inn á slíkt yf­ irráðasvæði án þess að vita að það sé velkomið,“ segir hún. „Ég held nefnilega að fæstar nauðganir séu framdar af illsku. Ég held að þær séu framdar af heimtufrekju, sjálfselsku, virðingarleysi og yfirgangssemi. Því hlýtur að vera hægt að breyta.“ Meiri femínisti fyrir vikið „Það eina sem ég veit fyrir víst er að þessi reynsla gerði mig að meiri femínista. Hún hefur að vísu líka valdið minniháttar sálrænum trufl­ unum – ég á það til að fá óviðráðan­ legt brjálæðiskast ef mér finnst ein­ hver vera að króa mig af eða halda mér fastri, jafnvel þótt það sé bara í einhverjum fíflagangi. En það gerist blessunarlega ekki oft og ég er alltaf fljótt að jafna mig,“ segir Hildur um áhrif þessa á líf hennar. „Ég er alla­ vega stolt af því að vera eins og ég er og sú manneskja er meðal annars afleiðing þess sem ég hef upplifað. Þess vegna myndi ég ekki vilja taka neitt af því til baka,“ segir hún og bætir við: „Ég er hamingjusöm bar­ áttukona sem vill gera heiminn betri fyrir alla.“ astasigrun@dv.is É g þreytist ekki á að segja hvað það að vera femínisti skiptir miklu máli þegar maður vinn­ ur úr reynslunni. Bara það að þekkja helstu einkenni brota­ þola hjálpar einmitt til við að kasta skömminni á haugana,“ segir Þyrni­ gerður Láfa sem er framhleypin og hispurslaus ung kona sem vill kyn­ frelsa fólk. Þyrnigerður kemur fram undir dulnefni sökum þess að hún skrifar píkusögur á netinu sem oft og tíðum verða persónulegar. Sögurn­ ar skrifar hún, þrátt fyrir að hafa sjálf gengið í gegnum erfiða reynslu af kynferðisbroti og nauðgunum. Ástæðan fyrir dulnefninu hefur því ekkert með brotin gegn henni að gera, heldur frelsi hennar til að tjá sig áfram á netinu. Flóðgátt opnaðist Hún sagði sögu sína á netinu á dögun­ um og það opnaðist flóðgátt hjá kon­ um og körlum sem fetuðu veginn á eftir henni og sögðu sögu sína. „Ég var hræddust við að fá að heyra að ég væri að væla og vorkenna mér, því það var ekki markmið þess að segja frá. Við­ brögðin hafa verið ótrúleg og bara fal­ leg. Ég vildi óska þess að allar konur væru jafn heppnar og ég,“ segir hún. Leitaði huggunar hjá vini Eftir alvarlegt kynferðisbrot var Þyrni­ gerði tvisvar sinnum nauðgað. Í fyrra skiptið var henni nauðgað af besta vini sínum. „Ég leitaði huggunar hjá besta vini mínum sem nauðgaði mér, svo ég hætti nú örugglega að vera leið,“ seg­ ir hún. Í seinna skiptið var hún stödd á sveitabæ og það var ókunnugur maður sem braut gegn henni. „Þeim manni þótti samþykki ekki sexí.“ Gott að segja frá Hún segir að það hafi í öllum tilfellum verið gott að segja frá brotunum, en hún hafi ef til vill sagt of seint frá þeim. „Ég hef valið gaumgæfilega hverj­ um ég hef sagt frá og aldrei brennt mig á því. Það er gott að segja frá og það er mikilvægt að ræða það. Það að ræða ofbeldið hefur kannski ekki haft svo mikil áhrif á mína líðan enda var ég aldrei þjökuð af því að eiga þetta leyndarmál, en það er mikilvægt fyrir samfélagið að ræða það. Það er mik­ ilvægt að segja frá því hvað ofbeldið hefur slæm áhrif og það er mikilvægt að senda þau skilaboð að ofbeldi sé ekki eitthvað til að skammast sín fyrir. Ég mun segja börnunum mínum frá þeim brotum sem ég hef orðið fyrir og ég mun skrifa um þau í ævisöguna. Þau eru hluti af lífi mínu alveg eins og skólagangan eða fyrsti smókurinn,“ segir hún. „Hættum að nauðga“ En hún segir að skilaboð samfélags­ ins eigi fyrst og fremst að vera þessi: „Hættum að nauðga. Hættum að heimta það sem við eigum ekki skilið og hættum að traðka á frelsi annarra fyrir okkar eigið frelsi.“ En þessi reynsla hefur breytt henni á margan hátt. „Hún hefur ýmsu breytt hjá mér, bæði jákvæðu og neikvæðu. Ég hef fjarlægst foreldra mína sem ég er sannfærð um að muni ekki bregðast við á heilbrigðan hátt, að sumu leyti því ég skammast mín fyrir að halda þessu frá þeim. Þó það sé mótsagna­ kennt. Ég hef líka þurft að berjast við mína ára sem lýsa sér bæði í endur­ liti og einstaka flækjum með það að segja nei við kynlífi, þó ég eigi ótrú­ lega góðan að sem passar að ég segi alltaf nei við hann þegar hann sér að ég er ekki á góðum stað,“ segir hún. Það jákvæða, ef svo má að orði kom­ ast, hefur haft þá þýðingu fyrir Þyrni­ gerði að hún stundar aðeins kynlíf á sínum forsendum og fyrir sjálfa sig. „Ég er harðari í baráttunni en nokkru sinni fyrr og ég hef ákveðið að helga líf mitt því að hjálpa brotaþolum, helst alla leið í gegnum kerfið,“ segir hún. „Ég er hamingjusöm og sterkari en nokkru sinni.“ astasigrun@dv.is „Það er gott að segja frá og það er mikilvægt að ræða það „Ég er alla- vega stolt af því að vera eins og ég er Mitt sár greri „Mér leiðist tal um sálar­ morð og sár sem aldrei gróa,“ segir Hildur. Skilaboðin einföld „Hættum að nauðga,“ segir Þyrnigerður að skilaboð samfélagsins eigi að vera. Þau segja: „Það er ótrúleg tilfinning að hleypa þessu loksins út“ „Boðskapur minn er sá að öllum getur verið nauðgað, óháð kyni, stétt eða líkam- legum burðum til að verjast nauðgun“ „Ef þú kæri lesandi myndir samt sjá mig, þá myndi þig ekki gruna það að ég hafi lent í þessu“ „Þetta er vandamál sem við sem samfélag þurfum að taka höndum saman um að eyða“ „Það skiptir máli, ekki bara fyrir þolendurna, að finna samstöðu og ekki síður skiptir það máli að senda þau skila- boð út í samfélagið að ofbeldi er aldrei ásættanlegt“ „Samfélagið þarf að skera upp herör gegn kynferðisof- beldi“ „Við megum aldrei gleyma því að taka höndum saman þegar svo ber undir og fordæma þessi varmenni, þessa aumingja sem nauðga. Hættið að nauðga! Hvað er að ykkur?“ „Það að ég er femínisti bjargaði mér frá skömm drusl- unnar“ „Fólk og fjölmiðlar tala iðu- lega um meintar nauðganir og sú orðræða virðist aðeins gilda um þennan brotaflokk. Mun sjaldnar er talað um meint innbrot eða meinta líkamsárás“ „Lífið er stutt. Svo stutt að það er ólíðandi að fávitar, aðrir en maður sjálfur, fái að komast upp með að eyði- leggja það eða valda varan- legum sárum“ Af drusluganga.org Ef þú vilt kæra brotið Það eru ekki allir sem eru tilbún­ ir til þess að kæra strax brotið. Vilji viðkomandi hins vegar kæra nauðgun er mikilvægt að leita til neyðarmóttökunnar og til að auka líkur á að finna sakargögn tengd kynferðisbroti er mikilvægt að: n Koma eins fljótt og hægt er eftir meint kynferðisbrot á Neyðarmót­ töku vegna nauðgana. Hægt er að hafa samband við lögreglu sem aðstoðar viðkomandi við að kom­ ast á neyðarmóttökuna. n Mikilvægt er að þvo sér ekki eða fara í bað áður en skoðun og sýna­ taka fer fram. n Þá er einnig mikilvægt að þvo hvorki né fleygja fötum, tíðabind­ um eða tíðatöppum tengdum at­ burði og ekki fleygja verjum. n Vera í fötum sem tengjast broti eða hafa meðferðis á neyðarmót­ töku. n Ekki hreinsa eða farga sakar­ gögnum á sakarvettvangi (t.d. rúmfatnaði, húsgögnum, húsbún­ aði, tækjum og tólum). (Heimild: Neyðarmóttaka vegna nauðgana).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.