Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 4
Fjögur þúsund í framhaldsskóla n Flestir komust í þann skóla sem þeir vildu L angflest íslenskra ungmenna sem sóttu um framhaldsskóla- nám á næstkomandi hausti fengu inni í þeim skóla sem vilji þeirra stóð til. Tólf prósent nemendanna komust inn í skólann sem þeir merktu sem sitt annað val og aðeins 2,4 prósent var ráðstafað skólaplássi í öðrum skóla en þeim sem tilgreindir voru á umsókninni þeirra. Alls fengu 4.275 nemend- ur pláss í framhaldsskólum næst- komandi haust. Þetta kemur fram í tilkynningu frá menntamálaráðu- neytinu. Þar kemur einnig fram að í þeim tilfellum þar sem ekki var unnt að veita nemendum pláss í þeim skólum sem þeir sóttust eftir hafi verið farið eftir fyrirframákveðnum reglum sem gilda um slíkar umsóknir. Meðal þess sem reynt er að gera er að finna skóla sem er næst heimili nemandans og hefur í boði nám sem er hliðstætt því sem sótt var um upphaflega. 103 nem- endur þurftu að sætta sig við slíka til- högun. DV hefur fjallað um skilyrði inntöku í íslenska framhaldsskóla og hefur í umfjöllunum blaðsins meðal annars komið fram að ekki sé marktækur munur á milli nemenda í Háskóla Ís- lands eftir því úr hvaða framhalds- skóla þeir útskrifuðust. Það er hins vegar talsverður munur á hversu góðar einkunnir nemendur þurfa að hafa til að komast inn í vinsælustu framhalds- skólana. Sé rýnt í tölur menntamála- ráðuneytisins sem nú hafa verið birtar virðist hins vegar koma í ljós að flestir hafi sótt um skóla sem þeir áttu raun- hæfan möguleika á að fá inngöngu í miðað við námsárangur. ELDHEIT ÍSLENSK HÖNNUN SVUNTA HANSKI HÚFA Í HANDSKREYTTUM GJAFAPOKA Útsölustaðir: Kokka - Dúka - Grillbúðin - Álafoss - 18 Rauðar Rósir - Þjóðminjasafnið - Dalía - Blómasmiðjan - Garðheimar - Hús handanna, Egilsstöðum - Pottar og Prik, Akureyri, Aðalbúðin, Siglufirði - Þröstur Ormsson, Ísafirði - Motivo, Selfossi - Hverablóm, Hveragerði - Póley, Vestmannaeyjum. Dreifing: Auntsdesign, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi - s. 618 - 3022 „Ég var alveg búinn á því“ É g hafði um tvennt að velja á þessum sekúndubrotum. Það var annað hvort að slíta af mér höndina eða að stökkva fyrir borð,“ segir Arnþór Jónsson, tvítugur sjómaður frá Stokkseyri, sem var bjargað af félaga sínum, Ei- ríki Guðbergi Guðmundssyni, eft- ir að hann fór fyrir borð á skipinu Skálafelli ÁR 50 á meðan það var við veiðar á Selvogsbanka á miðvikudag. Það var um klukkan hálf ellefu að morgni sem áhöfnin var að leggja net úr skipinu þegar mistök áttu sér stað sem gerðu það að verkum að Arn- þór flækti höndina í netinu og ákvað, líkt og fyrr segir, að stökkva fyrir borð til að bjarga henni. Áður en Eiríkur Guðberg stökk út til að bjarga Arn- þóri hafði hann ýtt félaga þeirra í burtu svo hann færi ekki einnig með netinu. Eiríkur sagðist í samtali við DV.is á miðvikudag hafa ákveðið að bíða með að stökkva á eftir félaga sínum sem fór útbyrðis því hann náði að halda sér í stertinn og beið Eiríkur eftir því að hann kæmi sér nær skip- inu. Stökk út á eftir honum „Á meðan á því stóð kom ég mér í gallann og stökk út á eftir honum og kom honum í Markúsarnet og aftur upp í skip,“ sagði Eiríkur sem gerir lítið úr sínum hlut. „Hann hefði gert það sama fyrir mig. Þetta er bara að stökkva í sjóinn.“ Arnþór segist hafa verið feginn að sjá Eirík félaga sinn stökkva útbyrðis á eftir sér en hann var orðinn úr- vinda. „Ég var alveg búinn á því við að reyna að koma mér upp að skip- inu þegar liðið var á seinni hálfleik,“ segir Arnþór. Snarræði hafði mikið að segja Skipstjóri Skálafells, Sigurður Viggó Gunnarsson, sagði í samtali við DV.is á miðvikudag að snarræði Eiríks við að koma sér í flotgalla og fara á eftir Arnþóri hafi haft mikið að segja. Hann segir að um leið og Arnþór fór fyrir borð hafi verið sett af stað áætlun til að koma honum aftur um borð í skip- ið. „Hún gekk mjög vel, það tók ekki nema tvær til þrjár mínútur að koma honum aftur um borð,“ sagði Sigurður Viggó. Arnþóri leið þó líkt og það hefði liðið mun lengri tími þar til hann var kominn um borð. „Mér leið eins og þetta hafi verið korter. Þetta var bara viðbjóður,“ segir Arnþór sem er við ágætis heilsu í dag en lemstraður. Slysavarnanámið að skila sér Sigurður Viggó skipstjóri sagði að sett hafi verið af stað áætlun sem menn höfðu æft í Slysavarna- skóla sjómanna. Hilmar Snorra- son er skólastjóri Slysavarnaskólans en hann segir ánægjulegt að heyra þegar tekst svona vel til við björgun. „Það er sannarlega ánægjulegt þegar svona vel tekst til. Þeir hafa sannar- lega haft snör handtök,“ segir Hilmar sem segir alla sjómenn eiga að ljúka námi við skólann og sækja endur- menntun á fimm ára fresti. „Þetta gerir það að verkum að ís- lenskir sjómenn eru mjög vel þjálf- aðir, því við höfum haft þetta ákvæði hjá okkur í tíu ár. Þetta dæmi sýnir svo sannarlega að þetta er að skila sér. Á árabilinu 2008 til 2011 urðu engin banaslys í íslenskri atvinnusjó- mennsku sem er sannarlega mæli- kvarði líka. Það er fyrir okkur, sem störfum að þessu, afar ánægjulegt að heyra svona fregnir. Þetta segir okkur að við séum á réttri braut í þessum málum.“ n Mannbjörg á Skálafelli ÁR 50 n „Hann hefði gert það sama fyrir mig“ „Á meðan á því stóð kom ég mér í gallann og stökk út á eftir honum og kom honum í Markúsarnet og aftur upp í skip. Hundrað ósáttir? Ríflega hundrað umsækjendur fengu ekki inni í þeim skóla sem þeir sóttu um. Fóru frítt til Brussel: Leynd yfir nafnalista Leynd hvílir yfir lista með nöfn- um þeirra sveitarstjórnarmanna sem þáðu boð Evrópusambandsins um ferð til Brussel fyrr í mánuðin- um. Ferðin var farin í þeim tilgangi að kynna sambandið fyrir sveitar- stjórnarmönnum og hvaða áhrif aðildarviðræðurnar og hugsanleg aðild að sambandinu hefði á sveit- arstjórnarstigið hér á landi. Sam- kvæmt upplýsingum frá sendi- skrifstofu Evrópusambandsins hér á landi ríkir trúnaður um gögn á borð við nafnalistann og er því ekki hægt að afhenda hann, þar sem um persónulegar upplýsingar er að ræða. Slíkar upplýsingar séu aldrei afhentar þriðja aðila. Ferðin sem um ræðir var farin dagana 18.–20. júní og var öllum sveitarstjórnum landsins boðið að senda fulltrúa í ferðina. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi aug- lýsingu fyrir ferðina á aðildarfélög sambandsins en hafði samkvæmt upplýsingum frá framkvæmdastjóra þess enga aðkomu að skipulagi ferðarinnar. Samkvæmt auglýs- ingunni og gögnum um ferða- skipulagið fengu þeir sem þáðu boðið hótelgistingu á fjögurra stjörnu hóteli og dagpeninga með- an á heimsókninni stóð. Samkvæmt heimildum DV fengu fulltrúarnir dagpeningana afhenta í reiðufé sem hverjum og einum var afhent í um- slagi, eins og venjan er hjá Evrópu- sambandinu þegar dagpeningar eru greiddir út til aðila sem ekki starfa sjálfir fyrir sambandið. Önnur ferð á borð við þá sem farin var í mánuðinum er á dag- skrá í haust. Ekki liggur fyrir hvaða fulltrúar hafa tækifæri á að fara í þá ferð. Birgir Olgeirsson blaðamaður skrifar birgir@dv.is Bjargaði félaga sínum Eiríkur Guðberg Guðmundsson bjargaði Arnþóri Jónssyni eftir að sá síðarnefndi fór fyrir borð af Skálafelli ÁR 50. Hafði tvennt um að velja Arnþór Jónsson segist hafa haft um tvennt að velja þegar hann flæktist í netinu. Annað hvort að slíta af sér hendina eða stökkva fyrir borð. Við Selvogsbanka Skálafellið var á veiðum á Selvogsbanka þegar slysið átti sér stað. Mynd: Skipperinn.Blogcentral.iS. 4 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað Túristi féll í Öxarárfoss Ferðamaður féll á fimmtudag niður af steinbrúnni sem ligg- ur yfir Öxará, við Drekkingarhyl á Þingvöllum. Þaðan féll hann fimm metra niður í Öxarárfoss. Maðurinn lenti illa og meiddist á baki og úlnlið, samkvæmt til- kynningu frá Landsbjörg. Hon- um kólnaði við volkið og var nokkuð þjáður þegar hann náð- ist á þurrt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.