Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 20
20 Erlent 22.–24. júní 2012 Helgarblað Ris og fall Mubaraks Hartnær 30 ár við stjórnvölinn 6. október 1981 – Varaforsetinn Hosni Mubarak er leiddur til valda eftir að íslamistar skjóta Anwar Sadat forseta til bana í skrúðgöngu fyrir herinn. 26. júní 1995 – Árásarmenn gera árás á bifreið Mubaraks forseta þegar hann mætir til fundar við Einingarsamtök Afríku (AU) í höfuðborg Eþíópíu. Hann sleppur ómeiddur og heldur heim. 17. nóvember 1997 – Egypsku hryðjuverkasamtökin, al-Gama al-Islamya verða 62 Egyptum að bana. Ríkið ræðst gegn samtökunum og upprætir starfsemi þeirra. Mars 2005 – Grasrótarsamtökin Kefaya, samtök umbótasinna, mótmæla fyrirætlunum Mubaraks að sitja fimmta kjörtímabilið í röð eða leiða son sinn,Gamal, til valda. Desember - Bræðralag múslima eykur hlutdeild þingsæta í egypska þinginu eftir blóði drifnar kosningar. Flokkur Mubaraks heldur þó drjúgum meirihluta. 19. nóvember 2006 – Mubarak segist ætla að sitja á valdastóli svo lengi sem hann lifir. 29. nóvember 2010 – Bræðralag múslima sakar stjórnvöld um stórkost- legt kosningasvindl í þingkosningum. Þeir segja að andstæðingar stjórnar Mubaraks hafi beinlínis verið þurrkaðir út í kjörinu sem geri vonir þeirra um árangur í forsetakosningum 2011 að engu. 18. desember 2010 – Gífurleg mótmæli brjótast út í Túnis. Þau marka upphaf „Arabíska vorsins“ svokallaða. Forsetinn Ben Ali segir af sér mánuði síðar. 25. janúar - Stjórnarandstæðingar í Egyptalandi mótmæla þöggun og skoð- anakúgun stjórnar Mubaraks. Mótmælin eiga sér stað víðs vegar um landið. 1.febrúar – Meira en milljón Egypta krefjast þess að Mubarak fari frá völdum. 11. febrúar – Eftir margra vikna mótmæli stígur Mubarak til hliðar og afhendir hernum völdin í landinu. 3. ágúst – Mubarak leiddur fyrir rétt í sjúkrarúmi. Hann er ákærður fyrir að hafa fyrirskipað ofbeldisaðgerðir sem leiddu til dauða mótmælenda. 2. júní – Mubarak er dæmdur til lífstíðarvistar í fangelsi. Hann er fluttur frá miðborgar Kaíró í Tora-fangelsið í úthverfi borgarinnar, þar sem hann fær aðstoð vegna veikinda sinna. 19. júní – Mubarak er fluttur frá fangelsinu yfir á herspítala eftir að hafa fengið hjartaáfall. Fréttir af líðan hans eru afar óljósar. Árin sem Mubarak var endurkjörinn J F M A M J J A S O N D J F A M M J J A S O N D 2011 2012 ‘80 ‘81 ‘87 ‘90 ‘93 ‘95 ‘97 ‘99 ‘00 ‘05 ‘06 ‘10 Valdatíð Hosni Mubaraks H osni Mubarak, fyrrver- andi forseti Egyptalands, liggur meðvitundarlaus í öndunarvél á sjúkrahúsi, að sögn heimildarmanna AFP-fréttastofunnar. Mubarak fékk heilablóðfall í fangelsi á þriðjudag. Nýjustu fregnir Guardian herma hins vegar að Mubarak sé kominn úr öndunarvél og að líffæri hans starfi eðlilega. Mubarak sem er 84 ára gam- all hóf feril sinn í flugher landsins. Hann hafði verið forseti Egypta- lands í 29 ár þegar honum var velt úr sessi fyrir um sextán mánuð- um. Á sama tíma og fréttir bárust af veikindum hans mótmæltu tug- þúsundir manna í Kaíró og fleiri borgum vegna valdatöku herfor- ingjastjórnarinnar sem leysti ný- lega upp þingið og tók sér löggjaf- arvald í Egyptalandi. Ástandið í landinu er eldfimt á meðan þessi fyrrum leiðtogi berst fyrir lífi sínu. Muhammad Hosni Said Mubarak var dæmdur í lífstíðar- fangelsi þann 2. júní síðastliðinn, en hann hefur verið veikur síðan hann hóf afplánun. Mubarak hlaut meðal annars dóm fyrir að hafa í fyrra fyrirskipað öryggissveitum sínum að skjóta á mótmælendur, sem tóku afstöðu gegn stjórn hans. Hann hefur þjáðst af þunglyndi og háum blóðþrýstingi að undan- förnu. Samkvæmt fréttum BBC var að minnsta kosti sex sinnum reynt að myrða þennan fyrrum leiðtoga, meðal annars með eiturefnaárás árið 1995. Lengst allra forseta Mubarak var útnefndur vara- forseti Egyptalands eftir að hafa klifrað upp metorðastigann í eg- ypska flughernum.  Hann fylgdi stefnu þáverandi forseta Anw- ar Sadat samviskusamlega, og tók meðal annars þátt í samningavið- ræðum við Ísrael. Hann tók við forsetastóli af Sadat eftir að sá síð- arnefndi var myrtur af öfgamönn- um í kjölfar friðarsamkomulags hans við Ísrael. Mubarak var einn af þeim sem særðust í árás öfga- mannanna. Embætti forseta Egyptalands er almennt talið valdamesta staða í Arabaheiminum, en Mubarak var fjórði forseti landsins. Eitt af því fyrsta sem hann gerði í emb- ætti var að stórauka öryggisgæslu landsins. Hann hélt ávallt fast um stjórnartaumana í embætti en leyfði þó lýðræðislegar kosningar í landinu. Þegar líða fór á ferilinn, og sérstaklega síðustu ár hans í emb- ætti, jókst gagnrýni á stjórn hans mjög mikið. Þegar ferli hans lauk síðan í kjölfar gríðarlegra mótmæla arabíska vorsins hafði hann setið í embættinu lengst allra forseta landsins. Mótmælti Íraksstríði Mubarak talaði opinberlega gegn Íraksstríðinu árið 2003 sem var ekki vinsælt hjá Bandaríkjastjórn. Helstu rök hans gegn stríðinu voru þau að fyrst þyrfti að leysa málin í deilu Ísraelsmanna og Palestínu- manna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá sagði hann meðal annars að stríðið í Írak myndi búa til hund- rað bin Laden. Hann studdi þó ekki við töllögur um skyndilegan brottflutning bandaríska hersins, eftir að stríðið var hafið, þar sem hann taldi að það gæti stóraukið á eldfimt ástandið í landinu. Það var árið 2005 sem grasrótar- samtökin Kefaya, samtök umbóta- sinna, mótmæltu fyrirætlunum Mubaraks að sitja fimmta kjör- tímabilið í röð eða leiða son sinn, Gamal, til valda. Ári seinna sagðist Mubarak svo ætla að sitja á valda- stóli svo lengi sem hann lifði. Þann 29. nóvember 2010 sakaði Bræðra- lag múslima stjórnvöld síðan um stórkostlegt kosningasvindl í þing- kosningum. 18. desember sama ár brutust síðan út gríðarleg mótmæli í Túnis sem marka upphaf „Arab- íska vorsins“ svokallaða. Mótmælt var í Egyptalandi vikum saman, en öryggissveitir beittu meðal annars skotvopnum gegn mótmælendum. Þann 11. febrúar steig Mubarak til hliðar og afhenti hernum völdin í landinu. n Fyrrverandi leiðtogi Egyptalands meðvitundarlaus„Embætti forseta Egyptalands er al- mennt talið valdamesta staða í Arabaheiminum, en Mubarak var fjórði for- seti landsins. Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Prinsinn fær milljarða arf Vilhjálmur Bretaprins mun á næstu dögum fá andvirði tæp- lega tveggja milljarða króna, eða um tæplega 10 milljónir punda, í arf eftir móður sína. Vilhjálmur sem verður þrítugur í dag, föstu- dag, átti ekki rétt á arfinum fyrr en hann yrði þrítugur. Þetta mun líklega koma sér ágætlega fyrir pr- insinn, sem sjálfur á þó nokkur hundruð milljónir króna, en hann kemur til með að erfa sjálft kon- ungdæmið í framtíðinni. Arfurinn mun þó hafa lítil áhrif á daglegt líf Vilhjálms að sögn aðstoðar- fólks hans. „Hvaða breytingar sem verða á fjárhagsstöðu hans verða engar augljósar breytingar á dag- legu lífi hans á komandi vikum eða mánuðum,“ segir í yfirlýsingu frá skrifstofu prinsins til breska blaðsins Telegraph. Auðmaður kaupir heila eyju á Hawaii Auðmaðurinn Larry Ellison, for- stjóri Oracle, keypti á dögunum 98 prósenta hlut í eyjunni Lanai sem tilheyrir Hawaii-eyjum í Banda- ríkjunum. Ekki liggur ljóst fyrir hvert kaupverðið var en eyjan var boðin til sölu nýverið fyrir 600 milljónir dala, jafnvirði tæplega 76 milljarða króna. Það var rík- isstjóri Hawaii sem tilkynnti um kaupin. „Við hlökkum til að taka á móti Ellison í framtíðinni,“ sagði ríkisstjórinn Neil Abercrombie í samtali við bandaríska fjöl- miðla. Eyjan er mikið aðdráttar- afl fyrir ferðamenn og er hún ein af stærstu eyjum klasans. Öflugur ferðamannaiðnaður er stundað- ur á eyjunni og eru meðal annars tvö lúxushótel og tveir golfvellir á henni. Þar búa um 2.000 manns. Risaeðla gerð upptæk Heimavarnaráðuneyti Bandaríkj- anna hefur fengið skipun um að gera 70 milljóna ára gamla beina- grind af risaeðlu upptæka. Um er að ræða beinagrind sem seld var á uppboði fyrir eina milljón dala, jafnvirði rúmlega 126 millj- óna króna, í New York í síðasta mánuði. Beinagrindin var seld þrátt fyrir mótmæli mongólskra stjórnvalda en hún er talin upp- runnin í Mongólíu. Þar í landi er bannað að flytja fornminjar á borð við beinagrindina úr landi og hafa því þarlend stjórnvöld gert kröfu um að henni verði skilað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.