Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 2
Jón Ásgeir 2 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað Flest ríki banna langa valdasetu 3 Ísland er í hópi fjögurra lýðvelda í Evrópu þar sem engar takmarkanir er að finna varðandi hve lengi þjóðhöfð- ingi getur setið. Langalgengast er að ríki tak- marki setuna við tvö fjögur til sex ára kjörtímabil. Ólafur Ragnar Grímsson er nú í framboði til forseta fimmta kjörtímabilið í röð. Enginn lýð- ræðislega kjörinn þjóðarleið- togi í Evrópu, eða annarra vest- rænna ríkja, hefur nú setið að völdum í 20 ár líkt og Ólafur Ragnar sækist eftir að gera. Kaupir blokkir 2 Einkahlutafélagið South Properties, sem er að stór- um hluta til í eigu Steinþórs Jónssonar, eignaðist í upphafi mánaðar tvær íbúðablokkir í Innri-Njarðvík. Fyrirtæki tengd Steinþóri hafa að undanförnu fengið milljarða afskrifaða, en Steinþór, sem var stjórnarmað- ur í Sparisjóðn- um í Keflavík, hefur verið mikið í kastljósinu vegna óreiðunnar sem ríkti í sparisjóðnum. Stein- þór segist ætla að gera blokk- irnar upp og selja þær svo aft- ur, en kaupin voru að hluta til fjármögnuð með lánum. Ósáttir við Cruise 1 Öryggisverðir Tom Cru-ise ráku bændur af gamla þjóðveginum við Vaðlaheiði í vikunni. Bændurnir voru að koma af fjöll- um en þangað höfðu þeir rek- ið fé sitt fyrr um morguninn eins og alltaf er gert á þessum tíma árs. Þremur karl- mönnum, sem smalað höfðu hópi af sauð- fé upp á Vaðlaheiði fyrr um morguninn, var á heimleiðinni mætt af öryggisvörðum á veg- um Öryggismiðstöðvarinnar. Verðirnir beindu smölunum burt af svæðinu þrátt fyrir að um opna þjóðleið sé að ræða. Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni Svikari eignaði Sér barnið Guðrún Ósk varar við: 8 w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 20.–21. júní 2012 miðvikudagur/fimmtuda gur 70 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . Deloitte ver StórkoStlegt ofmat á Spkef n „Auðvelt að horfa í baksýnisspegilinn“ Hvar er ódýrast að eyða fríinu? árum Síðar DúkkulíSurnar 30 n Steinþór fékk hverja íbúð á 6,5 milljónir fékk fJÖlbÝlin á brunaútSÖlu 12 18–19 22 2–3 „... eins og við séum stórkrimmar„ Þetta er ekki Texas hérna 26–27 árekStur StórStJÖrnu og SamfélagS bænDur við tom CruiSe óSáttir Davíð Örn Arnarsson: ætlar að SigraSt á meininu n Beitir óhefðbundnum aðferðum í baráttu við krabbamein 3 w w w .d v .i s F r j á l s t , ó h á ð d a g b l a ð 18.–19. júní 2012 mánudagur/þriðjudagur 6 9 . t b l . 10 2 . á r g . l e ið b . v e r ð 4 2 9 k r . STEINÞÓR KAUPIR BLOKKIR n Fyrrverandi bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks og varaformaður bankaráðs mjólkaði SpKef n 4 milljarðar afskrifaðir vegna fyrirtækis han s ATvINNULífIð á RéTTRI LEIð SígARETTU- ÞRæLAR á BARNSALdRI 14–15 í BOðI ESB TIL BRUSSEL n Frítt hótel og matur n Dagpeningar í umslagi „Aftastir í röðinni“ 31 árs lesblindur: KEMST EKKI INN í SKÓLA HETJAN LáTIN BíðA 11 n Sjö og hálft ár frá slysi n „Svo gerist ekkert“ Elur upp fótbolta- dreng Garðar Gunnlaugs: 26 8 NAUðgUNAR- MáLIð „ALgJÖR vITLEYSA“ Lögmaður Gillzeneggers: Sveitarstjórnarmenn í fríferð: n Óvissa um aðra nauðgunarkæru 12 2–3 HÖfUðPAUR úR SPKEf á gRæNNI gREIN 10–11 6 „Það eru sumir sem hafa trú á Suðurnesjum Sögðu brandara í dómsal n Fagnaðarfundir voru með þeim ákærð u í réttarsalnum Ö nnur fyrirtaka í máli Annþórs Kristjáns Karlssonar og Bark- ar Birgissonar var í Héraðs- dómi Reykjaness á þriðju- dag. Að þessu sinni voru þeir báðir mættir í dómsal til að taka afstöðu til ákærunnar en þeir höfðu ekki mátt mæta við fyrri fyrirtöku málsins þar sem þeir sátu í einangrun grunaðir um morð á samfanga sínum. Gríðarleg öryggisgæsla var við dómhúsið og einnig sátu óeinkennis- klæddir lögreglumenn inni í dómsal. Annþór og Börkur neituðu báðir sök fyrir dómi en þeir eru meðal annars ákærðir fyrir fjölda alvarlegra ofbeld- isverka og fjárkúgun. Málinu var frest- að til 16. ágúst en verjendur ákærðu fengu frest til að skila greinargerð vegna málsins. Samkvæmt heimildum DV báru Annþór og Börkur sig vel í dómsal og fagnaðarfundir voru með þeim og sex öðrum einstaklingum sem einnig eru ákærðir í málunum. Eiga þeir að hafa sagt brandara, yngri vinum sínum og samákærðu til mikillar gleði. Börkur er einnig ákærður fyr- ir brot gegn valdstjórninni með því að hafa hrækt að dómara í Héraðs- dómi Reykjaness á dögunum. Það mál verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Samkvæmt heimildum DV eru líkur á því að allir dómarar við Héraðsdóm Reykjaness muni lýsa sig vanhæfa til að dæma í máli þeirra Annþórs og Barkar þar sem Börkur er ákærður fyrir að ráðast gegn sam- starfsfélaga þeirra. Mun málið þá að öllum líkindum verða sent annað og tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. n Ísland eitt örfárra Evrópulýðvelda með enga r takmarkanir á setu forseta Í sland er í hópi fjögurra lýðvelda í Evrópu þar sem engar takmarkanir er að finna varðandi hve lengi þjóð- höfðingi getur setið. Langalgengast er að ríki takmarki setuna við tvö fjögur til sex ára kjörtímabil. Aðeins Ís- land, Aserbaídsjan, Hvíta-Rússland og Ítalía hafa engar takmarkanir á þessu. Ólafur Ragnar Grímsson er nú í framboði til forseta fimmta kjör- tímabilið í röð. Ef hann nær kjöri, sem flest bendir til, mun hann að líkindum sitja samfellt sem forseti Íslands í 20 ár. Fáir setið lengur DV greindi frá því á dögunum að aðeins í einu lýðræðisríki í heim- inum hefur lýðræðislega kjörinn þjóðarleiðtogi setið lengur en Ólafur Ragnar, en það Jean-Claude Juncker, forseti Lúxemborgar, sem hef- ur ríkt í rúm 17 ár. Af 25 þaulsætn- ustu þjóðarleiðtogum heims skera þeir tveir sig því alveg úr. Enginn lýðræðislega kjörinn þjóðarleið- togi Evrópu, eða annarra vestrænna ríkja, hefur nú setið að völdum í 20 ár líkt og Ólafur Ragnar sækist eftir að gera. Arfgengt embætti Í Evrópu eru tólf ríki sem eru kon- ung- eða furstadæmi. Í þeim ríkjum gengur embætti þjóðhöfðingja í arf. Í lýðveldisríkjum eru langflest lönd hins vegar með reglur um að þjóð- höfðingjar geti bara gegnt embætti þjóðhöfðingja í tvö kjörtímabil. Lýð- veldi er tegund stjórnarfars þar sem þjóðhöfðinginn er kjörinn eða út- nefndur. Oftast eru þjóðhöfðingjar kjörnir en sums staðar er það þannig að hann er valinn af þingi eða fá- mennri valdaklíku. Pútín tvisvar forseti Sums staðar, eins og í Rússlandi, er það þannig að sami maðurinn get- ur gegnt forsetaembættinu oftar en einu sinni. Þannig var Vladimír Pútín kjörinn forseti í vor eftir að hafa gegnt stöðunni árin 2000 til 2008. Í milli- tíðinni gegndi hann stöðu forsætis- ráðherra landsins. Í smáríkinu San Marínó ræður sá sem fer með forseta- vald, kjörinn af þinginu, í sex mánuði í senn en hann má stýra landinu oftar en einu sinni. Mun breytast Eins og áður segir er Ísland í hópi fárra landa sem hafa engar tak- markanir á setu þjóðhöfðingja. Þetta kann þó að breytast nái stjórnarskrá stjórnlagaráðs fram að ganga. Þar segir að forseti skuli ekki sitja lengur en þrjú kjörtímabil. Nái frumvarpið um stjórnarskrána fram að ganga er ljóst að Ólafur Ragnar er síðasti for- setinn til að gegna embættinu leng- ur en 12 ár. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Reglur um þjóðhöfðingja innan Evrópulanda 6 Fréttir 20. júní 2012 Miðvikudagur Konungdæmi/furstadæmiEngar reglur Tvö kjörtímabil (fjögur til sjö ár í senn) Þjóðhöfðingi valinn til hálfs eða eins árs í s enn (ótakmarkað oft, en ekki tvisvar í röð) Ólafur Ragnar Grímsson 15 ár Vladimir Putin Rússland, 8 ár Silvio Berlusconi Ítalía, 9 ár Flest ríki banna langa valdasetu Umfjöllun 8. júní 2012 Nursultan Nazarbayev Kasakstan, 22 ár (Fyrsti þjóðhöfðingi landsins. Reglurnar gilda ekki á meðan hann situr.) Alexander Lukashenko Hvíta-Rússland, 17 ár Grunaðir Annþór og Börkur eru ákærðir fyrir ofbeldisbrot. Íslandsbanki styrkir hestamenn Íslandsbanki og Ergó, fjármögn- unarþjónusta bankans, hafa gert samning við Landssam- band Hestamannafélaga sem felur í sér að bankinn verði aðal- styrktaraðili sambandsins næstu þrjú árin. Sambandið er þriðja stærsta sérsambandið innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Bankinn mun í gegn- um samstarfssamninginn styðja Landsmót hestamanna sem fram fer síðar í mánuðinum auk þess sem viðskiptavinir bankans fá 20 prósenta afslátt á dagmiða- verði á Landsmótið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankan- um. Braut glugga á barnaherbergi Á þriðjudagsmorgun fékk lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynningu um að maður væri að berja á glugga í íbúðarhúsi í austurborginni. Þegar lögreglu- menn komu á staðinn var búið að brjóta rúðu í svefnherbergis- glugga þar sem barn svaf fyrir innan. Fyrir utan húsið sat ungur maður í tröppum og var hann illa áttaður vegna vímuefnaneyslu. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð þar sem hann var vistaður í fangageymslu þar til hægt var að taka af honum skýrslu, segir í tilkynningu frá lögreglunni. J ón Ásgeir Jóhannesson fjárfest- ir hefur haft margra milljóna króna bifreið til afnota sem er í eigu dótturfélags 365 miðla, fjölmiðlasamsteypu í eigu eig- inkonu hans, Ingibjargar Stefaníu Pálmadóttur. Bifreiðin var keypt glæ- ný 16. maí síðastliðinn og er um að ræða Range Rover Evoque. Sam- kvæmt listaverði kostar slíkur bíll minnst 11,64 milljónir króna. Jón Ásgeir segist sjálfur aðeins hafa haft takmarkaðan aðgang að bílnum og að bíllinn sé einn af fjölmörgum bíl- um fjölmiðlasamsteypunnar sem starfsmenn hafa til afnota. Á sjálfur þrjá bíla „Bíllinn er ekki keyptur fyrir mig, en ég hafði hann til takmarkaðra afnota og greiði að sjálfsögðu skatt af þeim afnotum eins og öðrum greiðslum og hlunnindum sem ég hef frá félaginu,“ segir Jón Ásgeir í svari við fyrirspurn DV vegna bílsins. Hann svaraði spurningum DV í gegnum tölvupóst en hann svaraði því ekki hvort hann teldi fjárhagsstöðu fyrirtækjanna tveggja, 365 miðla og Hverfiseigna ehf., sem er skráð eigandi bílsins, vera nógu góða til að kaupa bifreið- ar á borð við þessa fyrir starfsmenn sína. „365 miðlar eiga tæplega 30 bif- reiðar af ýmsum stærðum og gerð- um og þær bifreiðar ganga í gegnum sitt endurnýjunarferli eins og geng- ur, en ég mun ekki hafa mikil afnot af bifreiðum þaðan,“ segir hann og bætir við að hann sé lítið á landinu og noti því bílinn væntanlega lítið. „Ég dvel einungis í um 30 daga á Ís- landi á ári og á sjálfur þrjá bíla.“ Jón Ásgeir segist þó reikna með því að nota bílinn aftur í framtíðinni, þó að hann sé ekki keyptur fyrir hann sér- staklega. „Gæti þó verið að ég þyrfti að fá afnot af bíl 365 í 2 daga í sept- ember og einn dag í október ég læt þig vita hvernig það verður þegar nær dregur …“ skrifaði Jón Ásgeir svo að lokum. Starfsmönnum sagt upp Bíllinn er skráður á einkahlutafélagið Hverfiseignir sem er í eigu 365 miðla en fyrirtækið var rekið með tapi árið 2010, samkvæmt síðasta birta árs- reikningi þess. Félagið tapaði 2,6 milljónum króna samkvæmt rekstr- arreikningi þess og var eigið fé nei- kvætt um 2,2 milljónir í lok þess árs. Tilgangur félagsins samkvæmt sama ársreikningi er að stunda rekstur fasteigna, lánastarfsemi og skyldan rekstur. Niðurskurður hefur einnig verið hjá 365 miðla undanfarna mánuði. Fréttir hafa verið af uppsögnum starfsmanna og endurskipulagningu í fyrirtækinu. Sagði Viðskiptablaðið meðal annars frá því að heimildir blaðsins hermdu að vera Jóns Ásgeirs í höfuðstöðvum 365 miðla um tíma hafi tengst með beinum hætti niðurskurðaraðgerðun- um sem hann vildi ráðast í hjá fyrir- tæki eiginkonu sinnar. Áður verið á bíl 365 DV hefur áður sagt frá því að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi haft bif- reiðar í eigu 365 miðla til umráða. Hann hefur starfað sem ráðgjafi fyrirtækisins og hefur undanfarið haft skrifstofu í höfuðstöðvum fjöl- miðlasamsteypunnar. Árið 2010 sagði Ari Edwald, forstjóri fyrir- tækisins, að Jón, sem er fyrrver- andi aðaleigandi félagsins og fyrr- verandi stjórnarformaður þess, væri „toppráðgjafi“. Í ljósi þess að hann ekur um á bifreið frá félaginu má ætla að hann sé enn álitinn góður ráðgjafi. Aðalsteinn Kjartansson blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is Glænýr og dýr Bíllinn sem um ræðir er af gerðinni Range Rover Evoque og kostar hann allt að 12 milljónum. á glænýjum Range Rover n Dótturfélag 365 miðla keypti bíl sem Jón Ásgeir hefur til afnota Góður ráðgjafi Ari Edwald hefur lýst því yfir að Jón Ásgeir sé góður ráðgjafi. Svo góður er hann að hann fær margra milljóna króna bíl frá fyrirtækinu til afnota. Sameinast um Þóru Fyrrverandi mótframbjóðend- ur Ólafs Ragnars Grímssonar frá árinu 1996 hafa fylkt sér að baki Þóru Arnórsdóttur og hyggjast taka þátt í Þórudeginum svokall- aða sem haldinn verður á sunnu- daginn. Í þeim hópi eru Guðrún Agn- arsdóttir, fyrrverandi alþingismað- ur, Pétur Kr. Hafstein, fyrrverandi hæstaréttardómari og dr. Guðrún Pétursdóttir, en hún dró framboð sitt til baka á sínum tíma. Guðrún Agnarsdóttir heldur vöffluboð í Svarfaðardal og Pétur Hafstein hefur skipulagt kaffiboð á heimili sínu að Stokkalæk. Guð- rún Pétursdóttir og Ólafur Hanni- balsson, eiginmaður hennar sem er föðurbróðir Þóru Arnórsdóttur, verða með kaffiboð í garðinum sínum. Ekki er vitað til þess að Ástþór Magnússon Wium hyggist taka þátt í Þórudeginum en að sögn Guðrúnar Pétursdóttur er fram- takið „svolítið í anda Inspired by Iceland.“ 6 milljónir í dagsektir Félag Ingunnar Wernersdóttur skuldar hátt í 6 milljónir króna í dagsektir vegna seinagangs við framkvæmdir við húseign- ina Þingholtsstræti 29a þar sem áður var bókasafn til húsa. Húsið stendur nú autt en var lengi í eigu Borgarsjóðs. Jafnframt átti Guðjón Már Guðjónsson, kenndur við Oz, húsið um tíma, en félag Ingunn- ar Wernersdóttur keypti það árið 2007. Hún ákvað að láta gera það upp en hætti framkvæmdum síðla árs 2008. Dagsektirnar hafa verið sendar í innheimtu og má búast við fjárnámi vegna þeirra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.