Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 39
Inngróin hár eftir vaxmeðferð n Góð ráð til að losna við þennan hvimleiða vanda Þ að verður sífellt algengara að konur fari í vax fremur en að raka sig eða nota háreyðingar­ krem. Hárin eru fjarlægð með rótum og það getur valdið því að þær fá inngróin hár. Sumar konur fá meira af inngrón­ um hárum en aðrar en fyrir þær sem fá þau er þetta hvimleitt vandamál. Það eru hins vegar til nokkrar aðferð­ ir til að draga úr þessu til muna. Lífsstíll 39Helgarblað 22.–24.júní 2012 1 Gefðu húðinni nógan raka Drekktu nóg af vatni. Ef húðin og hárið fá nægan raka þá eru mikli minni líkur á að fá inngróin hár og þú finnur miklu minna til þegar verið er að fjarlægja hárin. Talað er um að 6–8 glös af vatni á dag séu alveg kjörið magn. Líka er gott að nota gott rakagefandi krem á húðina sjálfa. 2 Skrúbbaðu húð-ina reglulega Það er ofboðslega mikilvægt að skrúbba húðina vel og reglulega. Með því ertu að losa húðina við dauðu húðfrumurnar sem geta átt það til að stífla hársekkina, þaðan sem hárin koma. 3 Kældu húðina vel Eftir vax- meðferðir er húðin mjög viðkvæm og rauð og þá er mjög mikil- vægt að kæla húðina vel. Til þess er gott að nota til dæmis þvottapoka og ískalt vatn. Þetta dregur mjög mikið úr roða og sviða. Inngróin hár Hvimleiður fylgifiskur vaxmeðferðar Riðið og hlaupið um Ásbyrgi n Ný reiðleið í Ásbyrgi n Hlaupaferðaþjónusta ný af nálinni Á sbyrgi er að flestra mati ein af fallegustu náttúruperlum á Íslandi ef ekki í heimin­ um öllum. Þar er boðið upp á ýmislegt fyrir ferðamenn og má til dæmis nefna reiðtúra, gönguferðir og barnadagskrá. Einnig er boðið upp á nýstárlega ferða­ þjónustu þar og á svæðinu í kring, hlaupaferðaþjónustu. Árið 2007 var Gljúfrastofa opn­ uð í Ásbyrgi og hefur það stóraukið þjónustu við ferðamenn á svæðinu en Ásbyrgi er partur af Vatnajökuls­ þjóðgarði. Frá Gljúfrastofu er með­ al annars boðið upp á skipulagðar gönguferðir og skemmtidagskrá fyrir börn auk þess sem fyrrnefndar reið­ ferðir eru farnar þaðan. Ný reiðleið „Reiðferðin um Ásbyrgi er um tveggja tíma löng,“ segir Inga Fann­ ey Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Active North. „Það er riðið eftir nýrri reiðleið sem opnaði í september í fyrra,“ en leiðin liggur í gegnum Ás­ byrgi og inn í botn. „Það er riðið frá Gljúfrastofu sem er í austurhluta Ás­ byrgis, yfir Eyjuna eins og það kall­ ast og í vesturhlutann. Þaðan er riðið meðfram klettunum og inn í Byrgi. Síðan er farið af baki og stopp­ að við Botntjörn.“ Inga Fanney segir leiðina einstaklega fallega þar sem reiðmenn eru umkringdir gróðri og klettahömrum. Inga segir að einnig hafi verið boðið upp á svokallaða hellareiðferð frá Gljúfrastofu en þá er riðið í vestur til Kelduhverfis. „Þar er farið í gegn­ um svæði sem einkennast af jarð­ skorpuhreyfingum. Þar sjást mjög vel áhrif stóra skjálftans frá 1976. Síð­ an eru skoðaðir hellar á þeirri leið og stoppað og farið inn í einn þeirra. Hann er einn sá stærsti á Norðaust­ urlandi en hefur þó ekki verið nefnd­ ur ennþá.“ Hlaupið um stórbrotið landslag Inga Fanney kemur að öðru nýstofn­ uðu ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á heldur óvanalega þjón­ ustu, hlaupaferðaþjónustu. „Fyrir­ tækið heitir Arctic Running og býður upp á hlaupa ferðir um svæðið. Allt frá dags ferðum og upp í lengri ferð­ ir,“ en Inga segir vega lengd irnar frá 13 kílómetrum á dag og allt upp í 35 fyrir vanari hlaupara. „Við bjóðum til dæmis upp á ferðir frá Mývatni til Ásbyrgis. Þá er verið að hlaupa 20 til 30 kílómetra á dag.“ Inga segir hið árlega Jökulsár­ hlaup jafnvel tvinnað inn í lengri ferðirnar sem eru í kringum þrjá til fjóra daga. „Þá er fólk að ferðast fyrri part ferðarinnar en keppa seinni partinn fyrir þá sem hafa áhuga á því.“ Inga segir hlaupaferðaþjón­ ustu sameina útivist og heilsurækt á einstakan hátt og að vel hafi ver­ ið tekið í verkefnið. Auk dagsferða og lengri ferða er einnig boðið upp á svokallað miðnæturskokk frá Ás­ byrgi. Inga Fanney er áberandi í ferða­ þjónustunni á svæðinu því að hún er líka verkefnastjóri hjá ferðaþjón­ ustuklasa á svæðinu sem nefnist Norðurhjari. Hún segir mikið líf á svæðinu og af nógu að taka hvert sem komið er. Inga bendir áhugasöm­ um á vefsíðuna edgeofthearctic.is þar sem er að finna upplýsingar um svæðið. Trúin á Orm- inn lífseig „Hallormsstaðaskógur er mjög vinsæll hjá íslenskum ferðamönn­ um,“ segir Díana Mjöll Sveins­ dóttir markaðsstjóri Tanni Tra­ vel á Eskifirði sem segir veður og náttúru heilla ferðamenn þegar þeir heimsækja Austurland. „Fólk eltir náttúrulega veðrið. Þeir Ís­ lendingar sem gista á tjald­ svæðum eru óöruggustu ferða­ mennirnir því ef veðrið er ekki gott eru þeir farnir. Skógurinn er annálaður fyrir veðursæld. Þar er skjól og hann langt frá sjó,“ segir Díana Mjöll sem segir Borgarfjörð Eystri einnig vinsælan áningastað. „Og allir þessir staðir sem hafa verið í umræðunni síðustu ára­ tugi. Margir koma við í Steinasafni Petru á Stöðvarfirði. Það er mjög vinsælt. Svo er sagan um Lagar­ fljótsorminn alltaf lífseig. Trúin á hann hefur líklega ekki verið jafn mikil og síðan hann „sást“ í jan­ úar. Ormurinn er klárlega lifandi í hugum manna og margir sem hingað koma spyrja um hann og vilja kynnast sögunni.“ Hátíðir fyrir alla Í sumar verður margt og mik­ ið um að vera á Austurlandi. Til að mynda eru það tónlistarhátíð­ in Partíþokan sem er á Seyðisfirði og skógarhátíðin Skógardagur­ inn mikli í Hallormsstaðaskógi en báðar hátíðirnar eru haldnar núna um helgina. Einnig verður fjöl­ skylduhátíðin Vopnaskak, rokk­ veislan Eistnaflug, tónlistarhátíð­ in Bræðslan og LungA, Listahátíð unga fólksins, á sínum stað sem og Maður er manns gaman, sjálf­ bæra bæjarhátíðin á Stöðvar­ firði. Hernámsdagurinn verð­ ur á Reyðarfirði, auk Neistaflugs og allra þeirra hátíða sem verða haldnar um verslunarmanna­ helgina. „Gönguvikan Á fætur í Fjarðabyggð er einnig að byrja núna um helgina og stendur fram að 30. júní, þar sem öll fjölskyld­ an getur fundið göngur og afþrey­ ingu við hæfi. Það má segja að sumarið á Austurlandi sé ein hátíð og allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.“ Gönguleiðir.is Á vefsíðunni gonguleidir.is er hægt að finna gönguleiðir við allra hæfi um allt Ísland. Við hverja gönguleið er leiðarlýsing, ferl­ ar, ljósmyndir og aðrar upplýs­ ingar svo göngufólk getur ferðast á ánægjulegan og öruggan hátt. Hlaupið um Ásbyrgi og Norð-Aust- urland Ferðalangur fær sér vatnssopa úr læk til að svala þorstanum. Inga Fanney Stýrir reiðtúrum og hlaupaferðum frá Ásbyrgi. Stórbrotið umhverfi Það er ekkert slor að ríða út í hóffari Sleipnis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.