Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 10
10 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað L andsbankinn og nokkrir ís- lenskir lífeyrissjóðir þurfa að afskrifa rúmlega fjóra milljarða króna af kröfum sínum á hend- ur Íslenskri afþreyingu ehf., sem hélt meðal annars utan um eignarhald á fjölmiðlum, sem í dag tilheyra 365, þar til í nóvember 2008. Skiptum úr búi félagsins er lokið eftir að það var tekið til gjaldþrotaskipta sumarið 2009. Fé- lagið var í eigu Jóns Ásgeirs Jóhann- essonar og tengdra aðila. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Eignarhaldsfélagið Rauðsól keypti fjölmiðlahluta Íslenskrar afþreyingar, Stöð 2, Fréttablaðið, Bylgjuna og fleiri fyrirtæki, út úr Íslenskri afþreyingu í nóvember 2008 fyrir 5,9 milljarða króna. 1,5 milljarðar af kaupverðinu voru reiðufé en 4,4 milljarðar króna af því var yfirtaka á skuldum. Salan á fjölmiðlahluta 365 var gerð með vit- und og vilja Landsbankans sem þá var orðinn ríkisbanki eftir hrunið 2008. Jón Ásgeir Jóhannesson og tengdir að- ilar höfðu átt í nánum tengslum við starfsmenn Landsbankans fyrir hrun, meðal annars við Sigurjón Árnason og Elínu Sigfúsdóttur, og höfðu félög þeim tengd fyrir háar lánveitingar frá bankanum. Jón Ásgeir og eiginkona hans, Ingibjörg Pálmadóttir, eru enn- þá eigendur 365. Heimildir DV herma hins vegar að staðið hafi verið vel í skilum með afborganir af lánum 365 hjá Landsbankanum og að bankinn sé ánægður með viðskiptin við núver- andi eigendur í þeim skilningi. Gagnrýnin á Landsbankann Sú ákvörðun Landsbankans að heim- ila eigendum Íslenskrar afþreyingar að selja fjölmiðlahluta félagsins yfir til Rauðsólar hefur verið harðlega gagn- rýnd opinberlega síðastliðin ár, meðal annars af Páli Magnússyni sem hélt því fram að Landsbankinn hefði komið að viðskiptunum með óeðlilegum hætti „Áður en til þess kom fékk Jón Ásgeir Jóhannesson hins vegar að kaupa alla fjölmiðlana út úr félaginu fyrir lítið en skilja stærstan hlutann af skuldunum eftir. Allar þessar tilfæringar voru gerð- ar með tilstyrk Landsbankans, sem þá var orðinn ríkisbanki, og höfðu tví- þættan tilgang: annars vegar að tryggja eignarhald og yfirráð Jóns Ásgeirs yfir fjölmiðlunum en hins vegar koma skuldunum yfir á einhverja aðra, þar með talda skattgreiðendur sem voru orðnir eigendur bankans,“ sagði Páll í viðtali við Viðskiptablaðið árið 2010. Elín tjáir sig ekki Elín Sigfúsdóttir var bankastjóri Landsbankans í nóvember 2008 og hafði áður verið framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans fyrir hrunið og kom meðal annars að viðskipt- um Jóns Ásgeirs Jóhannesson- ar, Baugs og tengdra aðila við bank- ann. DV hafði samband við Elínu til að spyrja hana hvort hún hefði kom- ið að þeirri ákvörðun að leyfa Jóni Ásgeiri Jóhannes syni að selja fjöl- miðlahluta 365 frá Íslenskri afþreyingu og til Rauðsólar. Elín neitar hins vegar að tjá sig um málið og ber fyrir sig bankaleynd. „Nú er það þannig að ég get ekki tjáð mig um þau mál sem ég kom að þegar ég var bankastjóri. Ég held ég vilji bara ekki tjá mig um mál- ið,“ segir Elín. Elín varð bankastjóri Landsbank- ans eftir hrunið 2008 og stýrði bank- anum þar til í ársbyrjun 2009. Á sama tíma, þessu nokkurra mánaða tímabili, störfuðu tveir aðilar við bank- ann sem höfðu talsverð tengsl við Jón Ásgeir, þeir Tryggvi Jónsson, fyrrver- andi forstjóri Baugs, og Sigurjón Árna- son, fyrrverandi bankastjóri Lands- bankans. Störf þessara manna fyrir bankann voru gagnrýnd talsvert á sín- um tíma og stöldruðu þeir aðeins stutt við í hinum nýja Landsbanka. Hagar töpuðu 300 milljónum Í árslok í fyrra, í skráningarlýsingu smásölurisans Haga, kom fram að Hagar hefðu keypt hlut í 365 fyrir 810 milljónir króna. Um var að ræða hand- bært fé frá rekstri Haga. Helming- ur þessa hlutar í Högum var svo seld- ur til Jóns Ásgeirs, sem þá var stærsti eigandi Haga, á sama fjárhagsári á sama gengi. Á næsta rekstrarári á eftir var hinn helmingurinn seldur til 365 miðla, sem Jón Ásgeir átti og stjórnaði, fyrir 100 milljónir króna. Hagar töp- uðu því um 300 milljónum á þessum viðskiptum. Jón Ásgeir hagnaðist hins vegar á viðskiptunum og heldur hann, og tengdir aðilar, enn utan um eignarhaldið á 365 eftir þessa snún- inga. Afskrifa 4 milljarða eftir kennitöluflakk n Landsbankinn gagnrýndur fyrir viðskiptin við Jón Ásgeir Jóhannesson Fjármagnað af Högum Kaup Rauðsólar á fjölmiðlahluta 365 voru að hluta til fjármögnuð af Högum, sem Jón Ásgeir Jóhannesson átti á þeim tíma. Félagið sem seldi fjölmiðlahluta 365 skilur eftir sig fjögurra milljarða króna skuldir. Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.