Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 24
24 Viðtal 22.–24. júní 2012 Helgarblað
„AuðvitAð vAr þettA hryllilegt“
B
erglind Steindórsdóttir hef-
ur undanfarna sex mánuði
farið huldu höfði eða síðan á
hana var ráðist þann 22. des-
ember síðastliðinn. Árásin
var hrottaleg en hún var með þeim
hætti að fjórir einstaklingar réðust
inn á heimili Berglindar í Hafnarfirði
og misþyrmdu henni, líkamlega og
kynferðislega.
Aldrei samt
Dómur í málinu féll á miðviku-
daginn í Héraðsdómi Reykjaness
en þá voru fjórir aðilar dæmdir fyrir
árásina. Andrea Kristín Unnarsdóttir
hlaut fjögurra og hálfs árs dóm fyrir
sérstaklega hættulega líkamsárás
og kynferðisbrot, Jón Ólafsson fékk
fjögurra ára dóm fyrir sömu líkams-
árás og kynferðisbrot sem og Elías
Valdimar Jónsson. Óttar Gunnars-
son hlaut svo tveggja ára dóm fyrir
að hafa átt aðild að árásinni og fyrir
að hafa ekki komið fórnarlambinu
til bjargar. Einar Marteinsson, fyrr-
verandi formaður Hells Angels á Ís-
landi, var sýknaður af ákæru um að
hafa skipulagt árásina. Þó að Berg-
lindi sé nokkuð létt við það að dómur
sé fallinn, þá veit hún að líf sitt verð-
ur aldrei samt – allavega ekki á næst-
unni.
Flytur eflaust út
„Ég var einmitt að fara í gegnum
Facebook-síðuna mína áðan og sá að
ég átti nú bara nokkuð eðlilegt líf fyr-
ir þetta. Fór í bröns með stelpunum
og gerði venjulega hluti en núna fer
ég ekkert án þess að vera vör um mig
og stundum líður mér eins og ég sé í
fangelsi,“ segir Berglind.
Eftir árásina hefur líf Berglind-
ar ekki verið samt og áður. Hún hef-
ur dvalið í mismunandi athvörfum á
vegum lögreglunnar og verið undir
þeirra vernd. Þessa dagana vinnur
hún að því að koma sér aftur út í líf-
ið, koma undir sig fótunum til þess
að geta haldið áfram. Hún er þó ekki
viss um að hún eigi eftir að geta unað
sér hér á landi. „Ætli ég verði ekki að
flytja til útlanda til að eiga almenni-
legt líf,“ segir hún hugsi en Berglind á
tvö börn. Annað býr hjá föður sínum
en hitt með móður hennar erlendis.
Hún er stolt af börnunum sínum en
eftir árásina hefur hún ekki treyst sér
til að sjá um þau. „Ég er bara ekki ör-
uggasti kosturinn eins og staðan er
núna, því miður.“
Vaknar við högg
Hún segir að í raun sé allt breytt
eftir árásina. Dagarnir séu misjafnir.
Suma daga finnist henni allt ómögu-
legt, aðra daga sé hún brattari. Hún
fer ekki lengur út úr húsi án þess að
vera vör um sig og veltir því sífellt
fyrir sér hvort einhver fylgist með
henni. Enda hafa henni borist hót-
anir eftir árásina. Einn daginn var
kveikt í bílnum hennar. Það var fyrir
nokkrum vikum síðan.
Fyrstu vikurnar eftir árásina íhug-
aði hún sjálfsvíg en með hjálp góðs
fagfólks hefur henni tekist að komast
á ágætis ról. Það er þó margt eftir og
þó að líkamlegu sárin eftir árásina
séu við það að gróa þá munu þau
andlegu líklega gróa seint. Hún
endurupplifir atburðinn oft og hefur
verið greind með áfallastreiturösk-
un. „Það er svo skrýtið – ég vakna oft
upp á nóttunni við högg. Það er svo
raunverulegt og tekur mig oft heill-
angan tíma að átta mig á að þetta hafi
í rauninni bara verið draumur og það
sé enginn inni hjá mér.“
Dregin inn í bíl og hent út í frosti
Árásirnar voru reyndar tvær en önn-
ur þeirra, sú seinni, er óupplýst. Hún
átti sér stað nokkrum dögum eftir þá
fyrri, eða snemma á nýársmorgun.
„Ég féll á gamlárskvöld. Mér hafði
liðið illa eftir árásina og fékk mér í
glas. Svo vorum við kærastinn minn
að fara sofa heima hjá honum um
nóttina en þá var síminn hans alltaf
að hringja. Eftir á þá sér maður hvað
þetta var planað,“ segir hún og hrist-
ir höfuðið. Hún vill meina að ein-
hver hafi ráðgert það að fá hana út
úr íbúðinni og beðið hafi verið eftir
henni fyrir utan.
„Það hringdu einhverjar fjórar
mismunandi manneskjur í hann og
sögðu ógeðslega hluti um mig. Að ég
væri svona og hinsegin – bara eitt-
hvað algjört bull,“ segir hún. Berg-
lind og kærastinn hennar höfðu að-
eins verið saman í um tvo mánuði
þegar þetta gerist.
Rotuð og dregin inn í bíl
„Þetta endar á því að hann segir við
mig:„Berglind ég get þetta ekki.“ Ég
rýk þá út og þá er komið aftan að mér
og ég slegin í rot. Það var greinilega
beðið eftir mér í skoti sem er þarna
undir stiganum. Ekki nóg með það
heldur er ég sett í baksæti á bíl og
veit ekkert hvað gerist frá þeim tíma-
punkti. Síðan er ég dregin út úr bíln-
um á planinu við Borgarspítalann í
níu stiga frosti. Þar var ég skilin eftir
í mjög slæmu ásigkomulagi og finnst
eftir klukkutíma. Ég er búin að horfa
á þetta á upptöku frá spítalanum,“
segir hún.
Berglind segir að þó að hún hafi
ekki séð árásarmennina þá sé hún
handviss um hver standi að baki
þeim. „Ég á enga aðra óvini en þetta
fólk, þannig þetta er pottþétt ein-
hver á þeirra vegum.“ Sex mánuðum
seinna var svo kveikt í bílnum henn-
ar sem stóð fyrir utan þetta sama hús
eins og Berglind sagði frá í viðtali við
DV fyrir um mánuði síðan.
Ekki í Hells Angels
Berglind segist sjálf eiga sér sögu
um vissa óreglu. Hún hafi hangið í
„5 prósentunum” eins og hún kallar
þann hóp fólks sem stundar líferni
tengt fíkniefnum og glæpum. „Ég
hef verið í þessum fimm prósentum
mikinn hluta ævinnar og fór þannig
á mis við 95 prósent af venjulegu og
yndislegu fólki. Þó ég eigi mér sögu
um að vera í rugli þá á ég mér miklu
stærri sögu í bata og edrúmennsku.
Ég var búin að vera á nokkuð góðu
róli þar til í maí á síðasta ári en þá
dróst ég að nýju inn í þennan heim.
Þá var ég að koma úr fjögurra og
hálfs árs sambandi þar sem ég var að
mestu í bata. Þegar ég fell þá þrauka
ég í smá tíma en svo get ég ekki meir.
Fyrir vikið lendir maður kannski í
slagtogi við fólk sem er í þessu allan
sólarhringinn,“ segir Berglind.
Fólkið sem réðst á Berglindi hefur
verið sagt tengjast mótorhjólasam-
tökunum Hells Angels. Berglind seg-
ist hins vegar ekki tengjast samtök-
unum á nokkurn hátt. „Ég þekkti
þetta fólk lítið en kannaðist við suma
þarna. Ég er ekki tengd þessum sam-
tökum. Fólk heldur að af því að mað-
ur lendir í svona þá sé maður sjálfur
hluti af þessum hópi en í mínu tilviki
er það ekki rétt.
Erfið sambandsslit
Hún segir sambandsslitin sem hún
gekk í gegnum hafa verið erfið en
hún hafði verið með fyrrum kærasta
sínum á fimmta ár. „Sambandsslitin
tóku á. Á þeim tíma sem við vorum
saman náði ég 22 mánuðum edrú og
var í nokkuð góðum málum,“ segir
hún. Þegar hún hætti í sambandinu
segist hún hafa farið út í djammlíf-
erni í smá tíma. Að hennar sögn var
hún þá mikið í kringum Andreu, þá
sem dæmd var fyrir árásina, en þær
höfðu verið vinkonur í nokkur ár. „Við
vorum vinkonur í nokkur ár. Hún
er aðeins eldri en ég en við kynntu-
mst fyrir nokkrum árum. Hún sagði
mér bara að koma og ég fylgdi. Ég hef
aldrei tilheyrt neinum hópi þannig,
ég var alltaf að skipta um skóla þegar
ég var lítil, var aldrei lengi á sama
stað þannig ég hef aldrei beint til-
heyrt neinum einum hópi. Andrea
var eitthvað svo hörð og maður fór
með henni.“ Báðar eiga þær dætur og
Berglind segir mikinn samgang hafa
verið milli þeirra líka.
Það kom svo að því að Berglind
ákvað að breyta til og flytja með
dóttur sína, 5 ára, til frænku sinnar
í Bandaríkjunum. Hún vildi upplifa
nýja hluti í öðru landi og jafna sig al-
mennilega á sambandsslitunum.
Bjuggu saman í íbúðinni
„Áður en ég fór út þá hafði ég feng-
ið leyfi til að framleigja íbúðina sem
ég var að leigja. Ég hafði fengið leigj-
anda sem hætti við á síðustu stundu.
Þá benti Andrea mér á vin sinn sem
ég þekkti lítillega, sem vildi leigja
íbúðina.“
Það varð úr að hann tók íbúðina
á leigu. Berglind kom svo fyrr heim
úr Bandaríkjaferð sinni en hún hafði
ætlað. „Þessi sambandsslit voru erfið
og mér fannst ég verða að koma heim
og ganga frá lausum endum.“
Eftir að hún kom heim segist hún
hafa verið heimilislaus þar sem leigj-
andinn, Óttar Gunnarsson, sem á
miðvikudaginn var dæmdur fyrir að-
ild sína að málinu, var enn í íbúðinni.
Það fór svo að þau bjuggu saman í
íbúðinni í smá tíma eða allt þar til
kvöldið örlagaríka þegar þrír einstak-
lingar réðust inn til hennar en Óttar
var á miðvikudaginn dæmdur fyrir
aðild að líkamsárásinni, fyrir að hafa
hleypt árásarmönnunum inn og fyrir
að hafa ekki reynt að koma Berglindi
til hjálpar.
Hatrammar deilur
Kvöldið örlagaríka á sér, að sögn
Berglindar, nokkurn aðdraganda.
„Þegar ég kom heim fór ég að átta
mig á því að fullt af hlutum sem ég
átti, voru horfnir úr íbúðinni, hlutir
úr búslóðinni minni, föt af mér,
dóttur minni og alls konar dót,“ segir
hún og segist hafa vitað að Andrea
hefði tekið dótið. „Ég bað hana að
skila dótinu en fékk til baka litla
ferðatösku og miða sem á stóð: Fuck
you. Þá leit ég svo á að okkar sam-
skiptum væri lokið,“ segir hún og
segist hafa verið mjög reið.
Berglind segir að eftir þetta hafi
deilurnar milli þeirra magnast og
hafi verið orðnar hatrammar. „Ég
viðurkenni það alveg að ég var mjög
reið og gerði kannski einhverja hluti
í reiði. Ég sagði kærastanum hennar
frá framhjáhaldi hennar. Þetta var allt
sannleikur en ég var kannski að ein-
hverju leyti að stuða hana. Svolítið að
biðja hana um að við myndum ræða
málin,“ segir hún. Berglind segist
hafa haft samband við aðila tengda
Andreu til þess að reyna koma á sátt-
um þeirra á milli. „En aldrei hefði
mig grunað að hún kæmi með tvo
fullvaxta karlmenn heim til mín til
þess að lúskra á mér,“ segir hún.
„Ég hafði samband við þessa aðila
til þess að segja þeim hvað ég væri að
gera. Ég vildi hafa allt upp á borðinu.
En á sama tíma og ég var að því þá
voru þau að skipuleggja árás á mig.“
Þakkar guði að dóttirin
var ekki heima
Deilurnar snerust líka um mótor-
hjól sem var áður í eigu fyrrverandi
kærasta Berglindar. „Ég gaf honum
hjól um þar síðustu jól. Þegar við
hættum saman og vorum að skipta á
milli okkar hlutum þá barst það í tal
að Andreu langaði í hjól. Ég spurði
hvort hún mætti ekki bara kaupa það
af honum og sagði svo við Andreu
að hún gæti borgað það seint og
illa. Hún hafði svo ekki borgað en
verið með það áfram. Ég ákvað svo
þetta kvöld að ná í hjólið. Það var á
verkstæði og ég fékk vin minn til að
hjálpa mér að koma því upp á pall-
bíl,“ segir hún. Vinur hennar var enn
hjá henni þegar árásarfólkið ruddist
inn. Hún segir að þau hafi ýtt honum
út og tekið af honum síma þegar þau
komu. Óttar hafi svo staðið við glugg-
ann og sagt vininum að hann þyrfti
engar áhyggjur að hafa, þau væru
bara að ræða málin.
Berglind segist sjá það eftir á að
árásin hafi verið skipulögð í þaula.
„Þegar maður skoðar gögnin í mál-
inu þá kemur það manni á óvart
hvað það liggur mikill einbeittur
brotavilji þarna á bakvið. Þetta var
svo skipulagt allt. Ég, 50 kíló, varnar-
laus og þau ráðast inn. Guði sé lof að
dóttir mín var ekki heima,“ segir hún.
Skýrði frá misþyrmingunni
Það reynist Berglindi erfitt að rifja
upp árásarkvöldið. Árásin var harka-
leg og henni misþyrmt líkamlega og
kynferðislega. Lýsingar í sjúkraskýrslu
eru sláandi. Í vottorði frá Bráðamót-
töku svaraði Berglind illa spurningum
„Aldrei hefði mig
grunað að hún
kæmi með tvo fullvaxta
karlmenn heim til mín til
þess að lúskra á mér.
Berglind Steindórsdóttir varð fyrir hrottalegri
árás í Hafnarfirði í desember síðastliðnum og annarri
árás nokkrum dögum seinna. Í vikunni voru árásar-
mennirnir úr fyrri árásinni dæmdir. Undanfarna
mánuði hefur Berglind verið í felum undir vernd
Lögreglunnar en stígur nú fram og segir frá tildrögum
árásarinnar og hvernig líf hennar hefur breyst eftir
hana.
Varð fyrir tveimur árásum Berglind varð fyrir tveimur árásum. Í þeirra seinni var hún rotuð, dregin í baksæti bíls og svo hent út við bílaplanið við Borgarspítalann í 9 stiga frosti. Þar
lá hún á planinu í klukkustund áður en hún fannst.MynD: SigtRygguR ARi JóHAnnSon
Allt breytt Líf Berglindar hefur breyst mikið eftir árásina. Hún býst við að þurfa flytja
erlendis til þess að eiga almennilegt líf. MynD: SigtRygguR ARi JóHAnnSon
Viktoría Hermannsdóttir
viktoria@dv.is
Viðtal