Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 6
6 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað F járfestingarfélagið Kista skuldar tæplega 13,4 millj- arða króna en á einung- is eignir upp á um 1,3 millj- arða króna. Félagið hefur tapað rúmlega 12 milljörðum króna frá bankahruninu árið 2008. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins fyrir árið 2010 sem skilað var árs- reikningaskrár ríkisskattstjóra í lok árs í fyrra. Kista var fjárfestingarfélag í eigu nokkurra sparisjóða, meðal annars Sparisjóðsins í Keflavík, SPRON, Sparisjóðs Svarfdæla og Sparisjóðs- ins í Mýrasýslu. Kista var stofn- að árið 2006 til að kaupa hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Exista árið 2007. Exista var að mestu í eigu Bakkabræðranna, Lýðs og Ágústs Guðmundssona, en Kista var einn stærsti hluthafinn í því. Exista var svo aftur stærsti hluthafi Kaup- þings. Von er á skýrslu um starf- semi sparisjóðanna næsta haust en hún er unnin að beiðni Alþingis, líkt og skýrslan um starfsemi bank- anna. Aðgöngumiðinn í bankapartíið Málefni íslenskra sparisjóða hafa verið mikið rædd síðastliðnar vik- ur í kjölfarið á umfjöllun fréttastofu RÚV um svarta skýrslu sem endur- skoðendafyrirtækið PwC vann um Sparisjóðinn í Keflavík. Fjár- festingarfélagið Kista er eitt dæm- ið um þá óráðsíu sem einkenndi rekstur nokkurra helstu spari- sjóðanna í landinu þar sem þeir hófu áhættufjárfestingar í félögum tengdum íslensku bönkunum. Einn af heimildarmönnum DV hefur orðað starfsemi Kistu með eftirfarandi hætti. „Kista var að- göngumiði í partíið fyrir spari- sjóðina í gegnum Exista. Lögð var gríðarleg pressa á sparisjóðina að taka þátt í þessu. Sagt var við þá: Þið eruð ekki að hugsa um hags- muni sparisjóðanna ef þið takið ekki þátt í þessu. Vissulega högn- uðust menn til að byrja með en menn kunnu sér ekki hóf og stopp- uðu ekki og fóru of langt í þessu … Menn voru komnir svo langt út fyrir stofnsamþykktir og grunnhug- myndafræði sparisjóðanna.“ Keypti í Exista eftir stofnfjár- aukningar Kista keypti mikið magn hluta- bréfa í Exista á árunum fyrir banka- hrunið. Meðal annars keypti Kista hlutabréf í Exista fyrir 11,4 millj- arða króna í júní árið 2007. Fjár- munirnir fyrir hlutbréfakaupunum komu frá einstökum hluthöf- um Kistu. Í lok árs 2007 átti Kista hlutabréf í Exista sem metin voru á rúmlega 20 milljarða króna. Til að fjármagna hlutabréfakaupin var vitanlega gengið á þá fjármuni sem til voru í sparisjóðunum sem áttu Kistu, fjármuni sem meðal annars höfðu fengist með sölu á stofnfjár- bréfum í sparisjóðunum í stofnfjár- aukningum. Athygli vekur að í ársreikningi Kistu fyrir árið 2008 kemur fram að hlutafé Kistu hafi verið aukið um rúma 11 milljarða króna á árinu 2008 sem síðan voru notaðir til að greiða niður skuldir félagsins. Þess- ir fjármunir voru að hluta til sóttir til stofnfjáreiganda í sparisjóðun- um með stofnfjáraukningum en margir óbreyttir fóru flatt á því að taka þátt í þessum stofnfjáraukn- ingum. Til dæmis fólk í Keflavík, á Hvammstanga og á Dalvík. Telur sig svikinn DV hefur meðal annars rætt þessi mál við Karl Sigurgeirsson, 67 ára skrifstofumann á Hvammstanga, sem keypti stofnfjárbréf í Spari- sjóðnum í Keflavík með lánum frá sjóðnum. Hann telur sig hafa verið blekktan í viðskiptunum, meðal annars vegna eignarhlutar sparisjóðsins í Exista. „Mér finnst ég hafa verið blekktur. Ég er alveg sannfærður um það að staða Spari- sjóðsins í Keflavík hafi ekki verið eins góð og hún var sögð vera. Stór hluti af eignum sparisjóðsins var í Exista. Þess vegna held að ég þessar stofnfjáraukningar lánveitingar geti ekki talist vera löglegar … Tilfinning mín segir mér að þetta hafi verið svik og að þessi gjörningur eigi að ganga til baka,“ sagði Karl. Þannig fjármögnuðu stofnfjáreigendur einstakra sparisjóða viðskipti Kistu með hlutabréfin í Exista. Unnið er að slitum á Kistu í sam- vinnu við kröfuhafa félagsins, sam- kvæmt ársreikningi félagsins. Kista sparisjóðanna sKuldar 13 milljarða n Kaupin í Exista fjármögnuð með stofnfjáraukningar Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Samtvinnaðir hagsmunir Sparisjóðirnir keyptu í Exista, stærsta hluthafa Kaupþings, í gegnum Kistu. Hagsmunir bankakerfisins og sparisjóðakerf- isins voru því samtvinnaðir í Kistu: Fall Kaupþings þýddi fall Kistu og þar með tap fyrir sparisjóðina. „Kista var aðgöngu- miði í partíið fyrir sparisjóð- ina í gegnum Exista „Hún er mér svo kær“ „Hún er eins og barnið mitt,“ seg- ir Guðrún Pálsdóttir sem sakn- ar hundsins síns, Fíu Sólar, sem kölluð er Fífí og er átta ára silki terríer-hundur. Fía Sól týndist frá Hjaltabakka 2 í Breiðholti. Hún er ólarlaus en svarar nafninu Fía Sól og Fífí. Reyndar telur Guðrún að hundinum hafi verið stolið. „Honum var líklega stolið. Við erum búin að leita úti um allt,“ segir hún í samtali við DV.is. Hundaeftirlit Reykjavíkur telur lík- legt að einhver hafi tekið hundinn þar sem hann hefur ekki fundist nú níu dögum eftir að hann hvarf. Guðrún og fjölskylda hennar sakna hundsins sárt og vilja höfða til samvisku þess sem gæti vitað eitthvað um afdrif hundsins að hafa samband án nokkurra eftir- mála. „Hún er mér svo kær,“ segir Guðrún og grátbiður fólk sem veit hvar hundinn er að finna að hafa samband í síma 899-0418. Bilið minnkar aftur Bilið milli forsetaframbjóðend- anna Ólafs Ragnars Grímsson- ar og Þóru Arnórsdóttur hef- ur minnkað talsvert frá síðustu könnun, en samkvæmt nýrri könnun Gallup hefur Ólafur Ragn- ar aðeins átta prósentustiga for- skot á Þóru. Í könnun sem Stöð 2 og Vísir gerðu í síðustu viku mældist Ólafur Ragnar Gríms- son með 58 prósent fylgi en Þóra Arnórsdóttir með 28 prósent. Ari Trausti Guðmundsson og Her- dís Þorgeirsdóttir hafa bætt við sig fylgi frá síðustu könnun; Ari Trausti er með 10,5 prósent og Herdís 5,5. Fylgi Andreu Jóhönnu Ólafsdóttur og Hannesar Bjarna- sonar hefur hins vegar lítið breyst. Andrea mælist með 1,5 prósent og Hannes 0,8 prósent. Ný Hobby hjólhýsi Til sýnis og sölu - getum afgreitt strax! HOBBY 540 ufe excellent. Hjónarúm, stór ísskápur, setustofa. Nýtt 2012. Verð 3.630.000.- HOBBY 560 kmfe excellent. Stór ísskápur, hjónarúm, 2 kojur, setustofa Nýtt 2012. Verð 3.890.000.- Upplýsingar gefur Bóas í síma 777 5007, netfang: b1@b1.is B1.is - Fagradalsbraut 25 - 700 Egilsstaðir - HOBBY 560 ul premium. Tvö rúm sem hægt er að gera að einu stóru, stór ísskápur, setustofa. Nýtt 2012. Verð 4.530.000.- B1.is - Fagradalsbraut 25 - 700 Egilsstaðir og fleira. Ný Hobby hjólhýsi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.