Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 12
22.–24. júní 2012 Helgarblað E ignarhaldsfélag í eigu Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði, sem hagnaðist um 2,6 milljarða króna á viðskiptum með hlutabréf í Vátryggingafélagi Ís- lands (VÍS) á árunum 2002 til 2006, hefur nú runnið inn í útgerðarfé- lagið. Félagið heitir Fjörur ehf. Skinney-Þinganes er í eigu náinna ættingja Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra, og á hann sjálf- ur hlut í því. Halldór beitti sér fyr- ir því sem ráðherra árið 2002 að ríkis bankinn Landsbankinn seldi 50 prósenta hlut sinn í VÍS áður en gengið var frá sölunni á bankan- um til eignarhaldsfélagsins Sam- son. Skinney-Þinganes var einn af þeim aðilum sem keypti þessi bréf og hagnaðist ævintýralega á þeim. Samruni Fjara og Skinneyjar- Þinganess hefur verið tilkynntur til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, ásamt reyndar samruna þriggja annarra eignarhaldsfélaga. Þetta þýðir í reynd að Skinney-Þinganes hefur nú loksins tekið við milljörð- um sem félagið græddi í dóttur- félagi sínu á viðskiptunum með hlutabréfin í VÍS. Orðrétt segir um samrunann hjá fyrirtækjaskrá: „Fyrirhugaður samruni við Skinn- ey-Þinganes hf. ásamt Skarðsfirði ehf., Fjallaskipum ehf. og Festarfelli ehf. samkvæmt samrunaáætlun dags. 4.6.2012.“ Á 5,6 milljarða Félagið Fjörur ehf. á 5,6 milljarða króna eignir samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2010. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á einungis 60 milljónir króna. Fjörur átti hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Hesteyri, á móti Kaupfélagi Skag- firðinga. Í minnisblaði sem Ríkisendur- skoðun vann árið 2005 um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að fjalla um söluna á hlut ríkisins í Búnað- arbankanum kemur fram að Skinn- ey-Þinganes hafi eignast hlutabréf í VÍS í nóvember árið 2002. Í ágúst það ár keypti Skinney-Þinganes 50 prósenta hlut í Hesteyri hf. af Kaupfélagi Skagfirðinga. Á sama tíma eignaðist Hesteyri hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Keri og nam hlutabréfaeignin um 22 prósentum. Ker átti síðar eftir að verða einn af kaupendum Bún- aðarbankans og var Ólafur Ólafs- son stærsti hluthafi þess. Hesteyri skipti svo á þessum hlutabréf- um í Keri og 25 prósenta hlut í VÍS. Tæplega tveimur vikum síðar, þann 29. ágúst, var gengið frá því að að Landsbankinn seldi S-hópn- um helmingshlut sinn í VÍS. Þá var S-hópurinn orðinn einráður í vá- tryggingafélaginu og eigandi alls hlutafjár í því. Skinney-Þinganes eignaðist því bréfin í VÍS eftir að búið var að ganga frá sölunni á hlut Landsbankans í VÍS. Liður í einkavæðingunni Samkvæmt skrifum um einkavæð- ingu bankanna var þessi sala á VÍS-bréfum Landsbankans lið- ur í einkavæðingu bankanna: S- hópurinn vildi eignast Lands- bankann, líkt og Samson, en til að hópurinn sætti sig við að fá einungis Búnaðarbankanum þurfti hópurinn að fá eitthvað í staðinn. VÍS-hluturinn gegndi þessu hlutverki og sætti Fram- sókn og S-hópinn við sinn hlut í einkavæðingunni vegna þessar- ar sölu. Óánægja S-hópsins með þá staðreynd að Samson fékk að kaupa Búnaðarbankann birtist meðal annars í því að Ólafur Ólafs- son, einn af stjórnendum S-hóps- ins, hringdi í Halldór Ásgrímsson og skammaði hann eftir að þessi niðurstaða lá fyrir. Halldór Ásgrímsson hafði svo aftur bein afskipti af þessu einkavæðingarferli. Líkt og kom fram í úttekt um einkavæðingu bankanna í Fréttablaðinu árið 2005 hafði Halldór Ásgríms- son áður hótað því að hætta við einkavæðingarferli bankanna ef hlutur Landsbankans í VÍS yrði ekki seldur. Skipt á VÍS-bréfum og Exista Hesteyri hélt utan um hlutabréfin í Vátryggingafélagi Íslands næstu árin þar á eftir. Um mitt ár 2006, keypti eignarhaldsfélagið Exista allt hlutafé í Vátryggingafélagi Íslands og greiddi fyrir með hlutabréfum í Exista. Þar á meðal var fjórðungshlutur Hesteyr- ar í tryggingafélaginu. Hesteyri fékk í staðinn 5,7 prósenta hlut í Exista. Í lok desember 2006 var tilkynnt um það í Kauphöll Íslands að Hest- eyri hefði selt 1,91 prósents hlut í Ex- ista fyrir 4,9 milljarða króna. Geng- ið á bréfunum var þá 23. Bókfærður hagnaður Fjara af viðskiptunum með bréfin í Exista var rúmlega 2,6 millj- arðar króna. Orðrétt segir um söluna í ársreikningi Fjara: „Félagið seldi á árinu allan eignarhlut sinn í Exista, í árslok voru um tveir þriðju hlutar söluandvirðisins ógreiddir og hafa því ekki áhrif á sjóðstreymi.“ Hagn- aðurinn af starfsemi félagsins þetta ár var einnig 2,6 milljarðar króna og námu eignir þess rúmlega 6,2 millj- örðum króna. Stjórnarmenn í Fjör- um á þessum tíma voru Ingólfur Ásgrímsson, bróðir Halldórs, Aðal- steinn Ingólfsson, bróðursonur Hall- dórs, og Gunnar Ásgeirsson. Nú hefur þessi hagnaður af hlutabréfunum í VÍS loksins runnið inn í Skinney-Þinganes og mun eignarhaldsfélagið Fjörur ehf. verða afskráð í kjölfarið á þessari samein- ingu. VÍS-milljarðar renna lokSinS til Skinneyjar n Skinney-Þinganes fær 5,6 milljarða frá dótturfélagi n Fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgríms Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Fyrirhugaður samruni við Skinney-Þinganes hf. Rennur inn í Skinney Dótturfélag sem var í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar græddi 2,6 milljarða króna á kaupum á hlutabréfum í Vátryggingafélagi Íslands árið 2002. Bréfin voru keypt af ríkisbankanum Landsbankanum og beitti Halldór sér fyrir sölu þeirra. 12 Fréttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.