Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 12
22.–24. júní 2012 Helgarblað E ignarhaldsfélag í eigu Skinneyjar-Þinganess á Höfn í Hornafirði, sem hagnaðist um 2,6 milljarða króna á viðskiptum með hlutabréf í Vátryggingafélagi Ís- lands (VÍS) á árunum 2002 til 2006, hefur nú runnið inn í útgerðarfé- lagið. Félagið heitir Fjörur ehf. Skinney-Þinganes er í eigu náinna ættingja Halldórs Ásgríms- sonar, fyrrverandi utanríkis- og forsætisráðherra, og á hann sjálf- ur hlut í því. Halldór beitti sér fyr- ir því sem ráðherra árið 2002 að ríkis bankinn Landsbankinn seldi 50 prósenta hlut sinn í VÍS áður en gengið var frá sölunni á bankan- um til eignarhaldsfélagsins Sam- son. Skinney-Þinganes var einn af þeim aðilum sem keypti þessi bréf og hagnaðist ævintýralega á þeim. Samruni Fjara og Skinneyjar- Þinganess hefur verið tilkynntur til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra, ásamt reyndar samruna þriggja annarra eignarhaldsfélaga. Þetta þýðir í reynd að Skinney-Þinganes hefur nú loksins tekið við milljörð- um sem félagið græddi í dóttur- félagi sínu á viðskiptunum með hlutabréfin í VÍS. Orðrétt segir um samrunann hjá fyrirtækjaskrá: „Fyrirhugaður samruni við Skinn- ey-Þinganes hf. ásamt Skarðsfirði ehf., Fjallaskipum ehf. og Festarfelli ehf. samkvæmt samrunaáætlun dags. 4.6.2012.“ Á 5,6 milljarða Félagið Fjörur ehf. á 5,6 milljarða króna eignir samkvæmt ársreikn- ingi félagsins fyrir árið 2010. Á móti þessum eignum eru skuldir upp á einungis 60 milljónir króna. Fjörur átti hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Hesteyri, á móti Kaupfélagi Skag- firðinga. Í minnisblaði sem Ríkisendur- skoðun vann árið 2005 um hæfi Halldórs Ásgrímssonar til að fjalla um söluna á hlut ríkisins í Búnað- arbankanum kemur fram að Skinn- ey-Þinganes hafi eignast hlutabréf í VÍS í nóvember árið 2002. Í ágúst það ár keypti Skinney-Þinganes 50 prósenta hlut í Hesteyri hf. af Kaupfélagi Skagfirðinga. Á sama tíma eignaðist Hesteyri hlutabréf í eignarhaldsfélaginu Keri og nam hlutabréfaeignin um 22 prósentum. Ker átti síðar eftir að verða einn af kaupendum Bún- aðarbankans og var Ólafur Ólafs- son stærsti hluthafi þess. Hesteyri skipti svo á þessum hlutabréf- um í Keri og 25 prósenta hlut í VÍS. Tæplega tveimur vikum síðar, þann 29. ágúst, var gengið frá því að að Landsbankinn seldi S-hópn- um helmingshlut sinn í VÍS. Þá var S-hópurinn orðinn einráður í vá- tryggingafélaginu og eigandi alls hlutafjár í því. Skinney-Þinganes eignaðist því bréfin í VÍS eftir að búið var að ganga frá sölunni á hlut Landsbankans í VÍS. Liður í einkavæðingunni Samkvæmt skrifum um einkavæð- ingu bankanna var þessi sala á VÍS-bréfum Landsbankans lið- ur í einkavæðingu bankanna: S- hópurinn vildi eignast Lands- bankann, líkt og Samson, en til að hópurinn sætti sig við að fá einungis Búnaðarbankanum þurfti hópurinn að fá eitthvað í staðinn. VÍS-hluturinn gegndi þessu hlutverki og sætti Fram- sókn og S-hópinn við sinn hlut í einkavæðingunni vegna þessar- ar sölu. Óánægja S-hópsins með þá staðreynd að Samson fékk að kaupa Búnaðarbankann birtist meðal annars í því að Ólafur Ólafs- son, einn af stjórnendum S-hóps- ins, hringdi í Halldór Ásgrímsson og skammaði hann eftir að þessi niðurstaða lá fyrir. Halldór Ásgrímsson hafði svo aftur bein afskipti af þessu einkavæðingarferli. Líkt og kom fram í úttekt um einkavæðingu bankanna í Fréttablaðinu árið 2005 hafði Halldór Ásgríms- son áður hótað því að hætta við einkavæðingarferli bankanna ef hlutur Landsbankans í VÍS yrði ekki seldur. Skipt á VÍS-bréfum og Exista Hesteyri hélt utan um hlutabréfin í Vátryggingafélagi Íslands næstu árin þar á eftir. Um mitt ár 2006, keypti eignarhaldsfélagið Exista allt hlutafé í Vátryggingafélagi Íslands og greiddi fyrir með hlutabréfum í Exista. Þar á meðal var fjórðungshlutur Hesteyr- ar í tryggingafélaginu. Hesteyri fékk í staðinn 5,7 prósenta hlut í Exista. Í lok desember 2006 var tilkynnt um það í Kauphöll Íslands að Hest- eyri hefði selt 1,91 prósents hlut í Ex- ista fyrir 4,9 milljarða króna. Geng- ið á bréfunum var þá 23. Bókfærður hagnaður Fjara af viðskiptunum með bréfin í Exista var rúmlega 2,6 millj- arðar króna. Orðrétt segir um söluna í ársreikningi Fjara: „Félagið seldi á árinu allan eignarhlut sinn í Exista, í árslok voru um tveir þriðju hlutar söluandvirðisins ógreiddir og hafa því ekki áhrif á sjóðstreymi.“ Hagn- aðurinn af starfsemi félagsins þetta ár var einnig 2,6 milljarðar króna og námu eignir þess rúmlega 6,2 millj- örðum króna. Stjórnarmenn í Fjör- um á þessum tíma voru Ingólfur Ásgrímsson, bróðir Halldórs, Aðal- steinn Ingólfsson, bróðursonur Hall- dórs, og Gunnar Ásgeirsson. Nú hefur þessi hagnaður af hlutabréfunum í VÍS loksins runnið inn í Skinney-Þinganes og mun eignarhaldsfélagið Fjörur ehf. verða afskráð í kjölfarið á þessari samein- ingu. VÍS-milljarðar renna lokSinS til Skinneyjar n Skinney-Þinganes fær 5,6 milljarða frá dótturfélagi n Fjölskyldufyrirtæki Halldórs Ásgríms Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is „Fyrirhugaður samruni við Skinney-Þinganes hf. Rennur inn í Skinney Dótturfélag sem var í eigu fjölskyldufyrirtækis Halldórs Ásgrímssonar græddi 2,6 milljarða króna á kaupum á hlutabréfum í Vátryggingafélagi Íslands árið 2002. Bréfin voru keypt af ríkisbankanum Landsbankanum og beitti Halldór sér fyrir sölu þeirra. 12 Fréttir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.