Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 31
Úttekt 31Helgarblað 22.–24. júní 2012
Kærði nauðgun á síðasta ári
Lögreglan sagði Maríu Lilju ekki hafa mál í
höndunum.
M
aría Lilja Þrastardótt-
ir er pistlahöfundur og
ein þeirra er standa að
Druslugöngunni á laugar-
daginn. Þegar María Lilja
var á unglingsaldri var hún í fíkni-
efnaneyslu og sætti oftar en einu
sinni kynferðisofbeldi. Reynslan
sem hún deilir með lesendum er
þó frá síðasta ári og enn á borði lög-
reglu. „Sem unglingur var ég í mik-
illi fíkniefnaneyslu og þeim heimi
fylgir óneitanlega mikill viðbjóður
og harmur. Ungar stúlkur eru mis-
notaðar og beittar ofbeldi af hræði-
legum dusilmennum sem oftast
nær eru þeim helmingi eldri. Sagan
sem mig langar að deila er ný. Hún
er ekki nálægt því að vera það versta
sem ég hef orðið lent í. Samt er hún
hræðileg og hún hafði mikil áhrif á
mig, og á einhvern hátt mun meiri
en þær sem á undan höfðu gengið.
Kannski af því að ég var orðin eldri,
mamma einhvers eða jafnvel vegna
þess að ég hélt að ég væri ósnertan-
leg sem opinber baráttukona gegn
kynbundnu ofbeldi. Málið mitt er
ennþá inni á borði lögreglu.“
Bauð gistingu á sófa
Það var í október í fyrra sem Mar-
ía Lilja hélt í partí eftir tónlistarhá-
tíð. Þar var mikið af fólki sem hún
þekkti og hún gaf sig á tal við erlend-
an mann. „Við spjölluðum lengi vel,
döðruðum og kysstumst. Þegar tími
var komin til að halda heim gengum
við tvö ásamt manninum sem hann
átti næturstað hjá. Sá maður drekk-
ur ekki og var á bíl. Ég vildi ekki
fara með þeim en bauðst til þess
að halda partíinu gangandi heima
hjá mér. Stutt frá. Erlendi maðurinn
kom með mér, hinn fór heim. Við
spjölluðum lengi eftir að heim var
komið en þegar ég var orðin mjög
þreytt sagðist ég ætla að fara að sofa.
Hann sagðist ekki rata heim til
vinar síns og ég bauð honum að
gista á sófanum hjá mér, sem og
hann þáði. Ég hélt inn í fataherbergi
þar sem ég klæddi mig í síðan nátt-
kjól,og lagðist upp í rúm. Hann kom
inn til mín og lagðist við hlið mér,
svo ég snéri mér út í horn og vafði
sænginni utan um mig. Ég sofnaði.
Ég ranka við mér þegar maðurinn
er að þreifa á mér innanklæða og
ég spyr hann hvað hann sé að gera.
Ég segi honum að ég vilji þetta ekki
og ég bið hann að fara. Hann stend-
ur upp og gengur fram. Ég fór aft-
ur að sofa. Ég ranka við mér á nýj-
an leik þegar maðurinn er búinn að
lyfta kjólnum mínum upp yfir brjóst.
Hann er einnig búinn að færa mig
úr nærbuxunum og er með fingurna
inni í leggöngunum á mér. Ég fraus.
Ég gerði ekkert í smá stund á meðan
hann athafnaði sig með hendurn-
ar inni í mér. En hausinn var á fullu.
Ég man ég hugsaði, hann ætlar að
nauðga mér sofandi.“
Brást við gegn betri vitund
Maðurinn leggst ofan á hana og
María Lilja barðist um. „Hann sagði
mér á ensku „I know you want this“,
ég bað hann að hætta og eftir smá
ströggl náði ég að ýta honum af
mér. Ég komst framhjá honum og
hljóp inn í stofu þar sem ég safn-
aði saman dótinu hans og síman-
um og fleygði út um útidyrnar. Það
var rigning og hann fór á eftir sím-
anum sínum. Ég skellti í lás og hann
stóð í dágóða stund við hurðina og
barði á hana. Ég var ótrúlega ringl-
uð og hringdi í allar vinkonur mín-
ar. Engin svaraði mér, enda árla
morguns á sunnudegi. Ég náði í
einn vin minn. Hann kom um leið
og var hjá mér allan daginn, ég var
sem lömuð. Ég henti lakinu í þvotta-
vél og lá í baði í marga klukkutíma.
Gegn betri vitund. Ég vissi hvað ég
átti að gera, fara á neyðarmóttöku,
halda í sönnunargögn en ég gat það
ekki. Mér fannst ég misheppnuð.
Ég, konan sem ráðlegg öðrum og
hef mig í frammi, fékk mig ekki til
þess að fara eftir eigin ráðlegging-
um. Ég var bara tóm og vildi vera
heima. Daginn eftir var ég öllu bratt-
ari, ég ætlaði að gera allt rétt. Ég hr-
ingdi upp á neyðarmóttöku þar sem
að enginn svaraði. Í marga klukku-
tíma. Ég náði loks sambandi við
hjúkrunarfræðing á slysó, sem eftir
krókaleiðum náði í einhvern inni á
deildinni. Það tók mig heilan dag að
ná sambandi. Ég fékk loks þau svör
að fyrst ég hefði farið í bað og hann
ekki náð að þröngva lim sínum inn,
ætti ég lítið erindi þangað. Ég fékk
úthlutað tíma hjá lækni sem hent-
aði mér alls ekki. Og honum var ekki
hægt að breyta fyrr en orðið væri of
seint fyrir mig að koma hvort eð var.
Ég fór því ekki.“
Erfitt viðtal
María Lilja hringdi í lögreglu sem
sagði henni að hún hefði ekkert
mál í höndunum. „Lögreglan sagði
við mig að ég gæti ekki labbað inn
á lögreglustöð og ásakað menn um
nauðgun, það gengi ekki þannig fyr-
ir sig. Ég var miður mín. Ég rakst alls
staðar á veggi. En var viss um að á
mér hefði verið brotið og vildi fá ein-
hvers konar réttlæti svo ég gafst ekki
upp. Í kjölfar þessa hringdi ég í konu
sem ég þekki og hún tók að sér að
vera réttargæslukona mín. Hún sá
um allt það pappírsflóð sem svona
málum fylgir, ég er henni ævinlega
þakklát. Ég fékk viðtal hjá lögreglu
þar sem ég lagði kæruna formlega
fram. Það þurfti ég að gera með
eins og hálfrar klukkustundar yfir-
heyrslu. Lögreglukonan sem tók á
móti mér var þægileg og góð við mig
en gerði mér jafnframt grein fyrir því
að spurningarnar sem hún myndi
leggja fyrir mig væru þannig upp-
byggðar að ég gæti fengið á tilfinn-
inguna að hún trúði mér ekki, þó
það væri ekki endilega svo. Viðtalið
var átakanlega erfitt. Ég hágrét. En
eftir það var þungu fargi af mér létt.
Mér leið mun betur. Tíminn einn
mun leiða í ljós hvort réttlætið nái
fram að ganga, eins og ég sagði er
málið mitt ennþá hjá lögreglu. Mér
leið best yfir því að hafa allavega
reynt. Kannski verður það til þess að
þessi sami maður hugsar sig tvisvar
um áður en að hann gerir þetta aft-
ur. Sú tilhugsun er í rauninni nóg.
Lærdómurinn sem ég dró af
þessu öllu saman var að það er ekki
hægt að ganga inn á lögreglustöð
og kæra menn fyrir nauðgun nema
einhver fótur sé fyrir því. Það er
ekki hægt. Það er heilmikið ferli. Og
það að ætla konum að leggja á sig
allt þetta ferli til þess eins að koma
höggi á „glæsimenni“ og heimta
„hjónaband eða pening“ er ömurleg
réttlæting aumra karla á hryllilegum
raunveruleika kvenna.“
María Lilja segist alltaf vera á
leiðinni að leita sér hjálpar. Hún
segir sögu sína í fyrsta skipti opin-
berlega og segist hafa sagt foreldr-
um sínum of seint frá atburðinum.
„Ég vildi ekki leggja það á þau. Það
voru mistök. Systur mínar og vin-
ir vita þetta. Ég talaði við lögreglu
daginn eftir.“
Hún segir það hjálpa sér að vekja
athygli á þessum málaflokki. „Að
hjálpa öðrum konum við að losa sig
við skömmina samanber allar þær
ótrúlegu hetjur sem stíga fram núna
og segja frá. Fólkið sem sendir mér
hlýlega tölvupósta, les skrifin mín
og þessi ótrúlegi fjöldi sem kemur
í druslugöngur. Við ykkur öll vil ég
segja takk!“
kristjana@dv.is
„Málið Mitt er ennþá
inni á borði lögreglu“
„Skilum skömminni“
S
umarið eftir 10. bekk var
mér nauðgað. Ég var ung
en leið eins og ég væri
orðin fullorðin, var að fara
byrja í Kvennaskólanum
um haustið og var spennt yfir líf-
inu. Ég fór í partí með vinum – mér
fannst það spennandi. Ég drakk
áfengi þrátt fyrir að ég vissi að ég
mætti það ekki. Mér fannst ég sæt,
var í nýjum hlýrabol sem ég man
svo vel eftir. Ég hafði ekki átt svona
mikil skvísuföt áður en nú var ég
alveg að verða menntaskólaskvísa
þannig að það mátti. Ég var að
dansa og daðra, hann var eldri,
ég hafði gaman af athyglinni, við
kysstumst, við fórum afsíðis, ég var
full, ég vildi ekki meir, hann vildi
meir, ég fór í huganum eitthvert
annað.“
Fannst þetta sér að kenna
Rósa Björk Bergþórsdóttir er
mannfræðingur og mastersnemi
í kynjafræði. Hún segir að fyrstu
árin eftir að henni var nauðg-
að hafi hún engum sagt frá því og
ekki viðurkennt það fyrir nein-
um. Ekki einu sinni sjálfri sér. „Ef
einhver hefði spurt mig á þessum
tíma hvort mér hefði verið nauðg-
að hefði svarið alltaf verið nei.
Mér fannst þetta hafa verið mér að
kenna, ég hafði daðrað, ég hafði
verið að drekka og ég hafði ver-
ið að stelast í partí. Mér fannst að
með því að loka algjörlega á allt
sem snéri að nauðguninni þá hefði
hún jafnvel ekki átt sér stað og það
var það sem ég þráði heitast,“ seg-
ir hún.
Sprakk tveimur árum síðar
„Rúmum tveimur árum síðar þá
sprakk ég,“ segir hún en henni
hafði þá liðið illa og lokað sig af.
Meðal annars hafði hún fjarlægst
fjölskyldu sína. „Ég sagði vinum
frá nauðguninni í partíi og við-
brögð þeirra voru hárrétt, að láta
stóru systur mína vita,“ segir hún.
Eftir það var ekki aftur snúið og
ferlið var komið í gang. Hún sagði
foreldrum sínum það daginn eft-
ir með liðsinni systur sinnar og í
kjölfarið leitaði hún til Stígamóta
þar sem hún segir að vel hafi ver-
ið tekið á móti sér. „Þann vetur
fór ég reglulega til sálfræðings og
fór einnig nokkrum sinnum aftur
á Stígamót. Það að leita sér hjálp-
ar er vinna. Ég þurfti að vinna í því
að ná bata og fara að hugsa jákvætt
aftur. Þetta er langt og strangt ferli
en mikið er ég glöð yfir því að hafa
unnið í þessum málum. Mér finnst
mikilvægt að ræða um ofbeldið en
einnig áhrif þess og fá sérfræðinga
til að hjálpa manni að koma sjálfs-
myndinni aftur í gott lag,“ seg-
ir Rósa Björk. Viðbrögðin við að
segja frá einkenndust af stuðn-
ingi og væntumþykju og hún segist
þakklát fyrir það.
Vill breyta samfélaginu
„Eftir að vera búin að vinna úr
hlutunum í langan tíma þá hefur
þetta ekki áhrif á mig daglega en
hins vegar þá hafa áhugasviðin að-
eins breyst. Allt mitt háskólanám
hefur verið femínískt en núna er
ég hálfnuð með masterinn í kynja-
fræðum. Ég held að það sé hluti af
þessu; mig langar að vera með í að
breyta samfélaginu okkar, líklega
af því ég veit að það er meingallað
eins og staðan er í dag,“ segir hún
en því vill hún breyta. „Mig langar
að breyta þessum mýtum um að
klæðnaður, fas eða ástand þolanda
hafi eitthvað með nauðganir að
gera og það að hafa verið þolandi
nauðgunar er ekki eitthvað sem
þarf að skammast sín fyrir.“
Fjölskyldan klettur
Rósa Björk þakkar fjölskyldu sinni
fyrir stuðninginn. „Ég er glöð í
dag, ég á eina bestu fjölskyldu sem
hægt er að hugsa sér og vini sem
eru eins og klettar. Ég er í námi
sem gefur mér trú á að við getum
breytt samfélaginu og það er góð
tilfinning. Svo hlakka ég til að taka
þátt í Druslugöngunni og hvet alla
til að mæta, druslur og aðra.“
astasigrun@dv.is
„Það að leita sér hjálpar er vinna“„Mig
langar að
breyta þessum
mýtum
Lokaði á allt Rósa segist hafa lokað á allt
sem snéri á nauðguninni.
„Hann
sagði mér
á ensku „I know
you want this“