Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 34
34 22.–24. júní 2012 Helgarblað Sakamál 125 manns voru hengdir í Pentonville-fangelsinu í Lundúnum. Fyrsta hengingin átti sér stað 30. september, 1902, þegar John McDonald var tekinn af lífi fyrir morð. Í sjálfu sér var fátt markvert við glæp John og er hans einna helst minnst fyrir að hafa verið fyrstur manna tekinn af lífi í fang-elsinu. Böðlarnir voru William Billington og Henry Pierrepoint og átti sá síðarnefndi eftir að verða aðalböðull bresku krúnunnar, nánar tiltekið 1905.U m s j ó n : K o l b e i n n Þ o r s t e i n s s o n k o l b e i n n @ d v . i s L ögreglan í Kaiserslautern í Þýskalandi fékk undarlegt bréf í júlí 2006. Bréfið var nafn­ laust en þar sagði: „Ég er gam­ all og veikur og þess skammt að bíða að ég deyi. Ég þarf að létta á samviskunni áður en það verður. Ég banaði manneskju einu sinni og það hvílir þungt á mér. Það átti sér stað snemma á sjöunda áratugn­ um þegar ég gaf einhverri unglings­ stúlku far ekki langt frá bænum Bielefeld.“ Lögreglan fletti í gegnum óleyst sakamál og fann mál þrettán ára stúlku, Lydiu Schürmann, sem hafði strokið að heiman 26. apríl, 1962, eftir rifrildi við móður sína og ekki sést á lífi síðan. Vitni hafði séð Lydiu fara inn í vöruflutningabíl sem var á leið til Belgíu og örfáum dögum síðar hafði lögreglan haft uppi á bílstjóra sem mundi eftir henni. Sá hafði haldið að Lydia væri mun eldri en þrettán, að minnsta kosti átján sagði hann. Hann hafði gefið henni að borða, en þar sem hún var ekki með vega­ bréf hafði hann sett hana af áður en hann kom að landamærunum og hélt síðan för sinni áfram. Fjórum mánuðum síðar hafði líkið af Lydiu fundist í skóglendi, hún hafði verið stungin til bana. Í sjálfu sér gat umrætt bréf ver­ ið gabb en það var að sjálfsögðu mikið rætt innan lögreglunnar í Kaiserslautern. Eftir einhvern tíma hafði lögreglan í Nürnberg samband við kollega sína í Kaiserslautern; henni hafði einnig borist bréf – átta mánuðum fyrr. Í því bréfi játaði bréfritari að hafa framið morð og staðreyndir sem hann nefndi leiddu lögregluna að skýrslu um 27 ára áfengissjúka konu, Heiderose Berchner, sem hafði horfið 24. febrúar 1970. Heiderose dró fram lífið með því að selja karlmönnum blíðu sína, eins og sagt var. Morðingi henn­ ar, kom í ljós síðar, hafði stokkið að henni í skjóli nætur, helt yfir hana bensíni og borið eld að. Hann hafði aldrei fundist. Ljóst var að um sama mann var að ræða því sama rithönd var í bréf­ unum og næstu mánuði bárust fleiri bréf en nær komst lögreglan ekki hinum dularfulla bréfritara. Bréflegar játningar S vo virtist sem hlaupið hefði á snærið hjá Jennifer Cave, 21 árs konu í Austin í Texas í Bandaríkjunum. Í ágúst 2005 hafði henni boðist starf á lögfræðistofu í Austin, kærkomið tækifæri til að koma einhverri reglu á tilveruna. Jennifer var í skýjunum og hringdi í móður sína og sagði henni gleðitíðindin. En daginn sem Jennifer átti að mæta, 17. ágúst 2005, hafði lög­ fræðistofan samband við Sharon Cave, móður Jennifer; Jennifer hafði ekki látið sjá sig. Sharon fékk á til­ finninguna að eitthvað hræðilegt hefði gerst og grunur hennar var staðfestur ekki löngu síðar þegar lík­ ið af Jennifer fannst sundurlimað í baðkari í íbúð vinar hennar, Coltons Pitonyak. Colton var þá 24 ára og hafði ver­ ið afburðanemandi og ekki þekktur fyrir ofbeldi. Hann hafði þó í seinni tíð aðeins borið af leið og haslað sér völl í veröld fíkniefna og glæpa. Síðasta stefnumótið Kvöldið áður höfðu Colton og Jenni­ fer verið á stefnumóti og Sharon hafði samband við Colton sem sagði henni að hann hefði skilið við Jenni­ fer fyrir miðnætti og hann vissi ekki hvar hún væri niðurkomin. En ann­ ar vinur Jennifer sagði Sharon að Jennifer hefði hringt eftir miðnætti og þá enn verið hjá Colton. Að beiðni lögreglunnar var bank­ að upp á hjá Colton en ekkert svar fékkst. Lögreglan hafði ekki rétt­ mæta ástæðu til að gera neitt frekar í málinu og varð frá að hverfa. Daginn eftir tók Sharon til sinna ráða og braut sér leið inn í íbúðina ásamt sambýlismanni sínum. Hrylling­ ur beið þeirra í baðherberginu; lík­ ami Jennifer var sundurlimaður í baðkarinu og höfðinu og höndun­ um hafði verið fleygt í ruslapoka. Járnsög lá á blóðugum kviðnum og bringan var þakin stungusárum. Líkskoðun leiddi síðar í ljós að bana­ mein Jennifer var skot í bringuna. Öðru skoti hafði verið skotið í höfuð hennar eftir að hún var dáin. Slóðin lá til Mexíkó Lögreglan komst að því að því hvar járnsögin hafði verið keypt og við nánari eftirgrennslan kom í ljós að Colton hafði gert sér ferð í þá versl­ un. Auk sagarinnar hafði hann keypt ammoníak, klúta, stóra ruslapoka, hanska, teppahreinsi og grímu til að hylja vit sín. Leit að Colton hófst. Notkunarskrár fyrir farsíma hans leiddu í ljós að Colton var kominn til Mexíkó og í ljós kom að sennilega væri hann ekki einn á ferð. Upp­ tökur úr eftirlitsmyndavélum við landamæri Mexíkó og Bandaríkj­ anna sýndu að fyrrverandi kærasta hans, Laura Hall, hafði gert sér ferð yfir landamærin nóttina eftir að Jennifer var myrt. Mexíkóska lögreglan fann skötu­ hjúin 23. ágúst á hóteli í strand­ bænum Piedras Negras. Þar þótt­ ust þau vera nýgift í brúðkaupsferð. Farið var með Colton til landamær­ anna þar sem hann var handtekinn, en Lauru var sleppt. En ekki var allt sem sýndist. Bonnie og Clyde Þann sama dag hafði Said nokkur Aziz, vinur Lauru, samband við lög­ regluna. Að hans sögn hafði Laura haft samband við hann og gort­ að af því að hafa hjálpað Colton við morðið, að hún væri brjálæðis­ lega ástfangin af Colton – hann væri Clyde og hún Bonnie. Said sagðist hafa spurt Lauru hvort hún vildi vera í slagtogi með axarmorðingja en hún hafi svarað því til að morðið hafi verið „óhapp“. Við réttarhöldin yfir Colton, sem hófust í janúar 2007, snérist spurningin aldrei um hver hefði orðið Jennifer að aldurtila heldur af hverju Colton hafði skotið hana. Laura varpaði engu ljósi á það því hún bar fyrir sig fimmta stjórnar­ skrárákvæðinu – að bera ekki vitni og eiga þannig á hættu að bendla sig við sakarefni. Sjálf beið Laura réttarhalda fyrir aðrar sakargiftir; að eiga við sönnunargögn og hamla handtöku Coltons. Níu stunda minnisleysi Í vitnastúkunni lýsti Colton níu stunda minnisleysi, hvernig í ósköpum sem það er nú hægt, sem hann sagði hafa verið afleiðingu mikils áfengismagns í bland við róandi töflur. „Mig rámar eitthvað í hana [Jennifer] liggjandi í baðinu, en það er allt og sumt,“ sagði hann. Þegar hann var spurður hver hefði myrt Jennifer svaraði hann: „Ég gerði það.“ Hann var þá minntur á að hann segðist ekkert muna og svaraði: „Allt bendir til þess. En ég var henni ekkert reiður. Ég gæti ekki hafa skotið hana vilj­ andi.“ Skrár yfir símanotkun sýndu að Colton og Laura höfðu verið í sam­ sambandi um morðnóttina og full­ yrti Colton að þegar Laura kom í íbúðina í morgunsárið hefði hún fljótlega tekið stjórnina. Hún hefði rekið hann út í búð til að kaupa sög­ ina og allt sem fylgdi. „Ég reyndi að hluta hana í sund­ ur en ég gat það ekki. Ég skildi Lauru eftir inni á baðherbergi með lík­ inu. Ég held að hún beri ábyrgð á sundurlimuninni.“ sagði Colton. Colton var dæmdur til 55 ára fangelsisvistar og í ágúst 2007 var Laura sakfelld fyrir sínar sakargiftir. Hún fékk fimm ára dóm. n Jennifer Cave var skotin til bana n Lík hennar var sundurlimað RAÐMORÐINGI MEÐ SAMVISKU „Ég reyndi að hluta hana í sundur en ég gat það ekki. Ég skildi Lauru eftir inni á bað- herbergi með líkinu. Ég held að hún beri ábyrgð á sundurlimuninni. Bar við minnisleysi Colton Pitonyak sagði allt benda til þess að hann hefði myrt Jennifer Cave. SjúK SKötUhjú Vildi vera Bonnie Laura Hall skírskotaði til Coltons sem Clyde og sagðist vera Bonnie hans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.