Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 21
Erlent 21Helgarblað 22.–24. júní 2012 S aksóknari í Lavaca-sýslu í Texas hefur ákveðið að ákæra ekki 23 ára mann sem murkaði lífið úr barnaníðingi sem hann stóð að verki við að misnota fimm ára gamla dóttur sína á bak við hlöðu á sveitasetri. Málið hefur vakið gífurlega athygli í Bandaríkjunum enda faðirinn ungi notið mikils stuðnings fyrir það sem hann gerði. Má túlka niðurstöðu sak- sóknarans þannig að faðirinn ungi hafi haft fullan rétt til þess við þessar aðstæður að drepa barnaníðinginn til að verja dóttur sína. Þegar lögregla og sjúkrabíll komu á vettvang blasti lík níðingsins við, hann var með mikla áverka í fram- an og lá í drullunni með buxurnar á hælunum. „Náunginn er að deyja!“ Maðurinn heyrði fimm ára dóttur sína hrópa og gráta á bak við hlöðu. Hann kom hlaupandi og sá barn- aníðinginn, Jesus Mora Flores, að misnota dóttur sína. Hann stökk á manninn og reif hann af dóttur sinni. Að því búnu lét hann hnefa- höggin dynja á andliti mannsins með þeim afleiðingum að hann lést. Eftir að barsmíðunum lauk og dóttir hans var komin í öruggar hendur, hringdi hann mjög æstur í neyðarlínuna. Upptakan af símtal- inu var spiluð á blaðamannafundi sem saksóknari hélt í tilefni þess að hann tilkynnti ákvörðun sína um að fara ekki lengra með mál föður- ins. Á upptökunni má heyra mann- inn hrópa mjög æstan á hjálp. „Ná- unginn er að deyja hérna fyrir framan mig,“ heyrist maðurinn öskra í símann. „Ég veit ekkert hvað ég á að gera!“ Nágrannar mannsins sýna hon- um stuðning. Einn þeirra sagði við AP-fréttastofuna að það hafi vissu- lega verið sorgaratburður að barna- níðingurinn skyldi deyja, en bætti við: „Ég held samt að allir hefðu gert það sama og faðirinn.“ Mun aldrei ná sér Í hinu fimm mínútna langa símtali við neyðarlínuna eru sláandi lýsingar á atburðarásinni. Maðurinn byrjar á því að tilkynna að hann hafi barið manninn eftir að hafa staðið hann að verki. Hann verður æstari og æst- ari eftir því sem líður á símtalið og á köflum má vart greina hvað hann er að reyna að segja. „Hann er að deyja! Hann er að „fokking“ deyja,“ öskrar hann í símann. „Hann er mjög friðsamur maður,“ sagði Anne Huser, lögmaður föður- ins. „Hann ætlaði aldrei að drepa nokkurn mann.“ Nágrannar og vinir föðurins unga bera honum góða sögu. Honum er lýst sem kurteisum og rólegum manni sem hafi aldrei nokkru sinni ratað í vandræði. Fæstir vildu þó ræða við fréttamenn um málið. „Hann hef- ur gengið í gegnum nóg,“ sagði 59 ára nágranni hans. „Litla stúlkan hefur orðið fyrir áfalli sem hún mun aldrei ná sér af og það sama á við um föð- urinn. Við hefðum öll gert það sama og hann.“ n Ungum föður ekki gerð refsing fyrir að berja barnanauðgara til bana „Ég held samt að allir hefðu gert það sama og faðirinn Valgeir Örn Ragnarsson blaðamaður skrifar valgeir@dv.is Ekki ákærður fyrir að myrða níðing Var bara að verja fjölskylduna Saksóknari hélt blaðamannafund til þess að tilkynna að maðurinn sem barði barnaníðing til dauða þyrfti ekki að svara til saka.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.