Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 30

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 30
30 Úttekt 22.–24. júní 2012 Helgarblað Var nauðgað í tugi ef ekki hundruð skipta Hjördís var í sambandi sem fól í sér líkamlegt, andlegt og kynferðisofbeldi. Nauðgað í sambaNdi É g ætla að tala um reynslu mína af nauðgunum sem er mál sem ekki hefur verið mikið talað um. Reyndar er svo stutt síðan að farið var að fjalla um nauðgan- ir að þegar ég fór að vinna úr minni reynslu fyrir rúmlega 10 árum, þá heyrði ég þetta orð fyrst. Það sem ég er að tala um er sambandsnauðgan- ir,“ segir Hjördís Guðlaugsdóttir sem hefur upplifað heimilisofbeldi sem fól í sér líkamlegt-, andlegt- og kynferðis- ofbeldi/sambandsnauðganir. Hjördís segist ekki hafa gert sér grein fyrir því að um nauðgun hafi verið að ræða fyrr en hún hafði slitið sambandinu og unnið með reynslu sína. „Á meðan á sambandinu stóð og fyrst eftir að því lauk gerði ég mér grein fyrir líkamlega ofbeldinu og fljótlega fór ég einnig að sjá hve mikið andlega ofbeldið hafði verið og mark- að sín spor á mig. Það var þó ekki fyrr en ég fór í viðtöl hjá Stígamótum að ég fór að gera mér grein fyrir þess- um hluta ofbeldissambandsins. Það var reyndar svo að fyrst þegar ég var spurð hvort ég hefði upplifað nauðg- un svaraði ég neitandi. Í mínum huga var þetta ekki nauðgun þar sem ekki hafði komið til líkamlegs ofbeldis eða árásar og sá sem framdi verknaðinn var sambýlingur minn. Skítt með það þó að ég hafi ekki haft löngunina til að stunda kynlíf og skítt með það að ég hafi neitað og hann ekki tekið mark á því, hugur minn var svo brenglaður að mér fannst þetta bara vera „réttur“ hans. Hann var reyndar duglegur að halda því fram að kynlíf væri eitthvað sem ætti að stunda þegar hann vildi og eins og hann vildi.“ Vildi stunda kynlíf allan daginn Hann hafði reyndar mikla kynhvöt og kynlíf oft á dag var hans draum- ur. Í upphafi var það bara gaman og það efldi bara sjálfstraust mitt að hann vildi stunda kynlíf svo oft með mér. Þegar líkamlega ofbeldið jókst minnkaði hins vegar áhugi minn á kynlífi. Ég veit betur í dag en þá fannst mér ég vera að bregð- ast „skyldum“ mínum, að það væri ekki nema eðlilegt að ég þyrfti að stunda kynlíf þrátt fyrir að áhuginn væri enginn og ég segði mjög oft nei eða reyndi að finna afsakan- ir fyrir að stunda ekki kynlíf. Hann tók þó yfirleitt ekki mark á neitun eða áhugaleysi. Það átti alveg jafnt við hvort ég vildi yfir höfuð stunda kynlíf eða hvort hann væri að fara yfir þau mörk í kynlífinu sem ég setti. Hann var sérlega slæmur daginn eftir að hann fékk sér í glas. Þá vildi hann helst bara eyða deginum í kyn- lífsiðkanir. Ástandið var orðið þannig síðustu árin að ef ég sá að hann var að fá sér í glas fékk ég risa kvíðahnút. Fyrst og fremst gat ég átt von á líkam- legu ofbeldi þegar hann var í glasi og í öðru lagi vegna þessara áhrifa á kyn- lífslöngun hans. Hataði að fá fullnægingu Hann var reyndar farinn að brjóta mig mjög niður andlega með því að segja mér stöðugt að ég væri koló- möguleg á þessu sviði og algjör freð- ýsa í rúminu. Auðvitað kom það til vegna þess að ég hafði neitað kyn- lífi og hafði enga löngun til að stunda það. Var algjörlega óvirk í þeim tilfell- um og hataði sjálfa mig fyrir að vera í þessum aðstæðum. Ég hataði sjálfa mig þó engu minna fyrir að ég væri svona áhugalaus. Tengdi það alls ekki við að hann væri að nauðga mér samt. En það var samt það sem hann gerði og ég hef ekki tölu á skiptunum sem þetta gerðist. Sennilega duga tugirnir þó ekki til heldur frekar hægt að tala um hundruð. En svo skrítið sem það kann að hljóma þá hataði ég mig allra mest þegar ég þrátt fyrir allt fékk full- nægingu. Eitthvað sem ég veit í dag að eru líka eðlileg viðbrögð. Bauð hana félögunum Eitt sem setti djúp spor í sálu mína gerðist þegar við vorum í teiti hjá vin- um okkar. Hann var orðinn frekar drukkinn og þótti allt í einu voða sniðugt að bjóða vinum okkar bara aðgang að mér. Hvort þeir vildu ekki bara ríða mér eins og hann sagði og hló hátt og mikið. Vinir okkar urðu nú hálf skrítnir við þetta tal og þetta auð- vitað særði mig mjög. Maðurinn sem ég bjó með var þarna að brjóta illilega á rétti mínum og segi ég í dag að þetta hafi verið nauðgun þrátt fyrir að í raun hafi ekkert kynferðisatferli átt sér stað þarna. En þetta var svo sannarlega nauðgun á sálu minni. Sárt að horfast í augu við of- beldið Ég man í dag eftir einu skipti sem fyllilega fellur undir mínar fyrri hug- myndir um nauðgun. Hann var drukkinn og tók ekki mark á neitun minni og í það skipti beitti hann lík- amlegu ofbeldi og yfirburðum til að koma vilja sínum fram. Ég setti þetta þó í sama flokk og líkamlega ofbeldið þar til ég fór að horfast í augu við kyn- ferðislega ofbeldið. Það reyndist mér mun erfiðara og sárara að horfast í augu við kynferðisofbeldið en það lík- amlega og andlega. Kynferðisofbeldið komst á einhvern hátt lengra inn í kjarna sálar minnar en hitt. Löngu eftir að ég var farin að tala um hitt of- beldið gat ég ekki sagt að hann hefði nauðgað mér líka. Það kom ekki fyrr en töluvert seinna. Kynferðisofbeldið er enn þann dag í dag það ofbeldi sem hefur skilið eft- ir sig dýpstu og erfiðustu sporin. Ég get verið fljót að hrökkva í baklás við minnstu smáatriði þegar kemur að þessum hluta sambands. Þrátt fyrir að ég treysti mínum núverandi maka fullkomlega og viti að hann muni aldrei fara yfir mín mörk. Viss um útskúfun Ég hef leitað mér hjálpar með einstak- lingsviðtölum, hópastarfi, sjálfshjálp- arbókum og óteljandi samtölum við vini og ættingja. Það sem hefur gagn- ast mér langbest er að tala við aðra þolendur. Þar fær maður speglun á sínar tilfinningar, skilning sem ekki fæst annars staðar og góðan stuðning. Ég tel að mikilvægasta atriði heilun- arinnar séu einmitt þessi samtöl við aðra með sambærilega reynslu. Ég fann líka mikinn létti í þeim samtöl- um þar sem ég fann að ég var ekki ein um þessar tilfinningar sem voru að brjótast í mér. Þær voru eðlilegar af- leiðingar þess ofbeldis sem ég hafði upplifað og ég sá því að ég var ekki það misheppnaða aumingjaviðund- ur sem ég var farin að halda mig vera. Þegar maður ræðir við aðra þolendur er maður ekki í eins mikilli vörn eins og þegar maður ræðir við aðra. Maður er heldur ekki hræddur við þá höfnun og þann hrylling sem maður óttast oft svo mjög þegar maður byrjar að tala um þessi mál. Ég var hreinlega viss um að mér yrði hafnað og útskúfað af öllum. Það er einmitt það sem mað- ur hefur verið að gera sjálfum sér áður en úrvinnslan hefst. Getum komið í veg fyrir mörg brot Í dag hef ég unnið vel úr þessari reynslu minni. Þrátt fyrir, eins og ég nefndi áður, að ég geti enn farið í bak- lás vegna hennar. Þeim skiptum fækk- ar þó og ég geri mér einnig vel grein fyrir því hvers vegna ég bregst við eins og raun ber vitni og það gerir mér auð- veldara að takast á við vandamálin. Ég hef einnig gott stuðningsnet í kringum mig og get alltaf bankað uppá með spjall og ráð. Ég er stoltur stofnandi og meðlimur samvisku Drekaslóðar (sjá www.drekaslod.is) og geri mitt besta til að aðstoða aðra þolendur. Sem betur fer er umræðan í þjóð- félaginu um þessi mál alltaf að aukast og fólk er betur farið að gera sér grein fyrir því hvar ábyrgðin liggur í ofbeld- ismálunum. Það er hjá gerandanum. kristjana@dv.is „Hugur minn var svo brenglaður að mér fannst þetta bara vera hans „réttur“ A fleiðingar kynferðisofbeldis eru svo ótrúlega mikl- ar og ná yfir svo margt í lífi manns. Það er ótti við mannleg samskipti, fyrir utan sjálfshatrið. Ég er enn í dag að komast að afleiðingum þess sem ég varð fyrir og hvernig þetta breytti öllu lífi mínu, segir Tanja Andersen Valdimarsdóttir sem er 23 ára. Tanja er óvirkur alkóhólisti og segist hafa snúið við blaðinu stuttu eftir að henni var nauðgað. Hún velur að stíga fram vegna þess að hún telur mikilvægt að halda umræðunni gangandi. „Það eru of margir sem ekki vita og skilja hvernig svona lagað gengur fyrir sig. Skömm- in verður okkar, fórnarlambanna. Það á að skila skömminni til baka, það er ekki ég sem á að skammast mín heldur heldur hann, ógeðið,“ segir hún ákveðin. Hún vill einblína á framtíðina frekar en fortíðina en það er þó ekkert leyndarmál hvað kom fyrir hana. „Ég var meðvit- undarlaus og þetta var maður sem ég þekkti. Mín saga nær þó lengra en það og þetta var ekki í fyrsta sinn sem ég var beitt ofbeldi,“ segir hún en vel- ur að fara ekki nánar út í það, meðal annars af virðingu við fjölskyldu sína og eiginmann. „Sem betur fer vissi ég af Stíga- mótum,“ segir hún og hikar. „Ég sagði vinkonu minni frá ofbeldinu daginn eftir og ég fór til Stígamóta tveim- ur vikum seinna.“ Samtökunum lýs- ir hún sem bjargvætti og er þakklát fyrir aðstoðina sem hún fékk þar. „Ég hefði aldrei trúað því að það væru svo margar yndislegar konur sam- ankomnar í miðbænum,“ segir hún. „Ég hef farið í tvær hópmeðferð- ir sem breyttu öllu fyrir mig. Það er eitt að vita og annað að sjá að það eru fleiri eins og ég. Ég kynntist til dæm- is einni af mínum bestu vinkonum þar. Það var ákveðin vakning sem átti sér stað þar innra með mér á meðan á hópmeðferðinni stóð og það fór að vera auðveldara að vera þátttakandi í eigin lífi. Ég fékk kraftinn aftur sem var búið að taka frá mér.“ Tanja segir að það hafi reynst henni auðveldara en hún þorði að vona að segja frá ofbeldinu. „Það var þó að sjálfsögðu erfitt að segja frá og hvað þá manninum mínum. Ég hræddist mest að fólk myndi ekki trúa mér. Og að þeir myndu segja að þetta væri mér að kenna. Ég var hræddust við það að heyra það frá öðrum sem ég var að hugsa – að fá staðfestingu á því. En þau voru ekki þannig, Viðbrögðin frá öðrum ein- kenndust kannski helst af mikilli reiði,“ segir hún. „Manninum mín- um fannst hann til dæmis ekki geta verndað mig,“ segir hún íhugul. „Það var ekkert grín að segja hon- um frá þessu,“ segir Tanja. En það eru einmitt skilaboð Tönju; að hvetja fólk til að segja frá og rjúfa þögnina. „ Allir sem verða fyrir ofbeldi eiga að geta stigið fram. Mér finnst mik- ilvægt að geta gefið öðrum von. Þrátt fyrir sögu manns og þær aðstæður sem maður er í. Maður getur alltaf snúið við blaðinu og endurheimt líf sitt. Sama hversu illa manni líður – það er alltaf von,“ segir hún og minn- ir á meinta Druslugöngu á laugardag sem er henni hjartans mál. „Hvern- ig á það að standast að staðsetning eða klæðaburður sé ástæða nauðg- unar? Við þurfum öll að sameinast og standa saman að því að breyta þessari hugmynd um að þetta sé fórnarlambinu að kenna,“ segir hún að lokum. astasigrun@dv.is „Maður get- ur alltaf snúið við blaðinu og endurheimt líf sitt „Skilum skömminni“ 36 makar nauðguðu 278 einstaklingar leituðu til Stígamóta árið 2011. n Þar af voru 32 karlmenn og 246 konur. n 169 einstaklingar leituðu til Stígamóta vegna nauðgana. 18 einstaklingar leituðu til Stígamóta vegna hópnauð- gana. n í 6 tilfellum voru tveir ofbeld- ismenn n í 2 tilfellum voru þrír ofbeld- ismenn n í 3 tilfellum voru ofbeldis- menn fjórir eða fleiri. Flestir þeir sem nýttu sér þjónustu Stígamóta árið 2011 voru á aldrinum 18–39 ára Oftast vinur eða kunningi n Í 68 tilfellum er það vinur eða kunningi sem nauðgar n Í 52 tilfellum er það ókunnug- ur einstaklingur n Í 36 tilfellum er það maki n 8 leituðu til stígamóta vegna lyfjanauðgana 15 þeirra sem leituðu til Stígamóta vegna kynferðis- ofbeldis höfðu engum sagt frá ofbeldinu. (Heimild ársskýrsla Stígamóta). Árið 2011 leituðu 117 konur til Neyðarmóttöku vegna nauð- gana og einn karlmaður n 50 af þeim málum voru kærð til lögreglu n 6 af þeim nauðgunum áttu sér stað á skemmtistað (Heimild: Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar) 98 nauðganir voru kærðar til lögreglu árið 2010 21 kærði kynferðislega áreitni árið 2010 (Heimild: ársskýrsla lögreglunnar nóvember árið 2010) Hægt að vinna sig út úr þessu „Sama hversu illa manni líður – það er alltaf von.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.