Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 15
Fréttir 15Helgarblað 22.–24. júní 2012 Dalvegi 16b Sími: 554-2727 Bakkmyndavélar og skjáir 7" TFT-LCD skjár Skjástærð 7" / 16: 9: Brightness 350cd/m2: Resolution 336960 pixels: Fyrir 2 myndavélar Straumur 12V/24V DC: 7" Quad Digital Skjár Skjástærð 7" / 16: 9: Brightness 350cd/m2: Resolution 336960 pixels: Fyrir 4 myndavélar QUAD, Straumur 12V/24V DC: 5.6" Digital Skjár (Innolux panel) 5.6"TFT-LCD digital monitor Skjástærð 5.6": Brightness 300cd/m2: Resolution 224640 pixels: Fyrir 2 myndavélar Straumur 12V/24V DC: 1/3"SONY Color CCD Myndavél 1/3"SONY Color CCD Myndavél 1/3"SONY Color CCD Myndavél 1 Hliðarmyndavél、 2 Vatnsheldni IP68、 : 3 IR LED ljós 10 PCS、 : 4 IR fjarlægð approx 6m、 : 5 Linsuvídd: 110° 120°、 , 6 Straumur: DC6-20V、 1 Bakkmyndavél、 2 Vatnsheldni IP68、 : 3 IR LED Ljós 18pcs、 : 4 IR fjarlægð approx 10m、 : 5 Linsuvídd 110° 120°、 : , 6 Straumur DC6-20V、 1 Bakkmyndavél、 2 Vatnsheldni IP68、 : 3 IR LED ljós 18pcs、 : 4 IR fjarlægð approx 10m、 : 5 Linsuvídd 110° 120°、 : , 6 Straumur: DC6-20V、 Bakkmyndavél 1. Vatnsheld linsa 2. Vatnsheldni: IP 68 3. Linsuvídd: 170° 4. Straumur: DC6-16V 5. Með 3 fjarlægðarlínum Bakkmyndavél 1. Color CMOS Bakkmyndavél 2. Vatnsheldni: IP68 3. Linsuvídd: 170° 4. Straumur: DC6-16V n Átök að tjaldabaki við þinglok n Sigmundur Davíð lét sig hverfa n Hriktir í stoðum meirihlutans n Þáttur LÍÚ talinn meiri en af er látið Orrusta aldarinnar væri gert ráð fyrir þeim og þau opin­ skátt rædd á þingfundi flokksins. „Þeir leika þennan leik til að látast harðari í samningaviðræðum en við,“ sagði þingmaður Sjálfstæðisflokks­ ins. Stjórnlaust stjórnarheimili Tvennar kosningar á þriðjudag vekja sérstaka athygli enda má á þeim sjá að línur stjórnarliða virðast afar veik­ ar. Breytingatillaga þingmanna Norð­ austurkjördæmis á samgönguáætl­ un virðist hafa verið samþykkt gegn samkomulagi stjórnar og stjórnar­ andstöðu um þinglok og virðist hafa valdið nokkurri gremju meðal stjórn­ arliða. Það má meðal annars greina á ræðu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, starfandi þingflokksformanns Sam­ fylkingarinnar, sem sagði áætlun­ ina eingöngu óskalista og skilaboð þingmanna til kjördæma. „Frú for­ seti. Það er ánægjulegt að greiða at­ kvæði um samgönguáætlun. Ég hef hér í dag fylgt forystu nefndarinn­ ar enda hefur hún unnið málið ít­ arlega og vandlega. Sem formað­ ur fjárlaganefndar hef ég kynnt mér stöðu samgönguáætlunar og kom­ ist að því að hún er einhvers konar óskalisti þingmanna um samgöngu­ mál í héraði og breytingatillögurnar endurspegla skilaboð þingmanna heim í kjördæmi um að þeir hafi ekki gleymt sínu fólki. Þar sem fjár­ lög ganga framar samgönguáætlun erum við óbundin af áætluninni við gerð fjárlaga hvað varðar tímasetn­ ingar þó að forgangsröðun liggi ljós fyrir.“ Ræðan verður að teljast óvenju hreinskipt fyrir Alþingi og skýr skila­ boð til þeirra stjórnarliða sem studdu tillöguna. Túlka má ræðu Sigríðar sem svo að hún álíti atkvæðagreiðsl­ una eingöngu til þess fallna að auka vinsældir þingmanna Norðaustur­ kjördæmis heima fyrir. Ruglaðist Jóhanna? Annað atvik á þessa vegu má nefna atkvæðagreiðslur um breytingar á gjaldþrotalögum. Magnús M. Nordal, varaþingmaður Samfylk­ ingarinnar, lagði fram breytinga­ tillögu um lögin í óþökk meirihluta allsherjarnefndar sem hafði talið að ráðlagi réttarfarsnefndar að ákvæði breytingatillögunnar væru til þess fallin að skapa óvissu. Það átti sér­ staklega við um ákvæði sem heimila þrotamanni að leita úrlausnar hér­ aðsdómara um lögmæti uppboða á fasteignum til fullnustu kröfu í ljósi hæstaréttardóma um lögmæti og endurreikning gengistryggðra lána. Breytingatillagan var fyrir mis­ tök samþykkt í þeim mikla fjölda at­ kvæðagreiðsla sem fór fram und­ ir lok þingsins. Raunar var það hluti af samkomulagi um þinglok að breytingar á lögum um nauðungar­ sölu og aðför yrðu samþykktar mið­ að við tillögu meirihlutans. Þegar upp komst um mistök­ in var frumvarpinu vísað aftur inn í allsherjar­ og menntamálanefnd þar sem meirihluti nefndarinnar skilaði nýju áliti þar sem lagt var til að breytingatillagan nýsamþykkta yrði ekki samþykkt í endanlegri at­ kvæðagreiðslu frumvarpsins. Atvikið þótti vægast sagt vandræðalegt fyrir stjórnarmeirihlutann og raunar enn eitt dæmi þess hversu mikil lausung er í þingflokkum Samfylkingar og VG. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með breytingunni var Jóhanna Sig­ urðardóttir. Leiða má að því líkur að um mistök hafi verið að ræða enda tillagan samþykkt með aðeins 17 at­ kvæðum. Þá er vert að hafa í huga að sé atkvæði Sigríðar Ingibjargar, starf­ andi þingflokksformanns Samfylk­ ingarinnar, skoðað kemur í ljós að Jóhanna greiðir í atkvæðagreiðslu um breytingatillöguna andstætt eig­ in þingflokksformanni en fylgir henni að máli í öðru. Venjubundið er við þinglok og eftir samkomulag að þingmenn og ráðherrar flokka fylgi atkvæði eigin þingflokksformanns. Of mikil þjónkun við minnihlutann Margir þingmenn meirihlutans eru afar ósáttir við hversu langt hefur verið gengið í þjónkun við minni­ hlutann. Ólína Þorvarðardóttir og Lilja Rafney Magnúsdóttir hafa viljað ganga lengst í breytingu fisk­ veiðistjórnunarkerfisins. Það er ljóst á samkomulagi Jóhönnu og Steingríms við stjórnarandstöðuna að þeim liðum sem þær hafa talið forsendu þess að geta stutt frumvarp Steingríms hefur verið skipt út í stað­ inn fyrir samkomulag um stjórnar­ lok. Þær eru báðar sagðar íhuga stöðu sína og stuðning við ríkis­ stjórnina. Báðar hafa þær látið í ljósi óánægju með það umboð sem fimm manna hóp innan atvinnunefnd­ ar hefur verið veitt við meðferð fisk­ veiðistjórnunarfrumvarpsins. Þeir sem sitja í hópnum eru Einar K. Guðfinnsson fyrir Sjálfstæðisflokk­ inn, Sigurður Ingi Jóhannsson fyrir Framsóknarflokkinn, Kristján Möll­ er fyrir Samfylkinguna, Björn Valur Gíslason fyrir Vinstri græna og Þór Saari fyrir Hreyfinguna. Því hefur verið haldið fram að hópurinn sé gagngert stofnaður til þess að draga úr vægi þeirra atkvæð­ is innan nefndarinnar. Í raun sé ver­ ið að mynda nýjan meirihluta. Þá felst óneitanlega nokkur yfirlýsing í því af hálfu Jóhönnu Sigurðardóttir, formanns Samfylkingarinnar, að Kristján Möller hafi valist til verks­ ins fyrir hönd flokksins en ekki Ólína Þorvarðardóttir. Hún er af flest­ um talinn helsti talsmaður flokks­ ins í fiskveiðistjórnun og hefur vilj­ að mestar breytingar. Kristján hefur hins vegar lýst miklum efasemdum um stefnu flokksins í sjávarútvegs­ málum. Landsdómsbandalagið Innan stjórnarliðsins og Hreyfingar­ innar er stór hópur sem vill beita 64. grein þingskaparlaga og er afar ósáttur við hversu langt var gengið í að semja. Raunar var tilbúið skjal með undirskriftum níu þingmanna um að ganga ætti til atkvæða um hvort ljúka ætti umræðu og kjósa tafar laust fyrir nokkrum vikum þegar stjórnarskrármálin voru til umræðu í þinginu. Það þótti hins vegar ekki líklegt að sú atkvæðagreiðsla næði meirihluta enda höfðu Össur Skarp­ héðinsson utanríkisráðherra, Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti þingsins, Árni Páll Árnason og Krist­ ján Möller lýst sig andvíg beitingu ákvæðisins. Í þingflokki VG höfðu Ögmundur Jónason innanríkis­ ráðherra og Jón Bjarnason lýst yfir að þeir myndu ekki styðja þá að­ gerð. Sama á við um Guðfríði Lilju Grétars dóttur en hún var ekki á þingi við þinglok. Við vinnslu fréttarinnar var rætt við þingmenn úr öllum flokkum og trúnaðarmenn þeirra. Þá var rætt við stjórnarmenn LÍÚ og aðila sem þekkja til samtakanna. Ekki náðist í Sigmund Davíð Gunnlaugsson á fimmtudag. Deildar meiningar Meðal stjórnarliða eru deildar meiningar um samkomulagið. Flestir fagna þeir samkomulaginu en margir telja of langt gengið í þjónkun við minnihlutann.„ Ingibjörg Sólrún kynntist þessu árið 2003. Allt í einu kom bara einhver ótrúlegur her og lamdi hana algjörlega niður. Salurinn tekinn í gegn Nánast samstundis og þingfundur endaði á þriðjudag hófu iðnaðarmenn að tæma þingsalinn og lagfæra. Dyttað er upp á þingsalinn á fjögurra ára fresti en tæma þarf salinn svo hægt sé að nýta hann við vígslu forseta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.