Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 8
Kynferðisofbeldi og veiðigjald
n Ósáttur við framgöngu í sjávarútvegsmálum
Á
rni Johnsen tengdi fram
göngu ríkisstjórnarinnar í
sjávarútvegsmálum við kyn
ferðislegt ofbeldi í ræðu sem
hann hélt á Alþingi í vikunni. „Ís
lenska ríkisstjórnin, virðulegur
forseti, er að setja íslenskan sjávar
útveg í nauðung. Það er annað orð
sem maður ætti að nota sem ligg
ur mjög nærri en er venjulega not
að í kynferðislegu ofbeldi og þess
vegna nota ég ekki það orð,“ sagði
Árni og bætti við stuttu seinna:
„Hvílík ósvinna, hvílíkur sóða
skapur. Þetta eru orð um einhverja
ljótustu verknaði sem um getur í
samfélagi siðaðs fólks.“
Þung orð hafa áður verið látin
falla um fyrirhugaðar breytingar
ríkisstjórnarinnar á fiskveiði
stjórnunarkerfinu. Forkólfar út
gerðarinnar hafa til að mynda líkt
þeim við helför gyðinga, en ekki er
vitað til þess að kynferðislegt of
beldi hafi áður verið nefnt í þessu
samhengi. Aðspurður segir Árni
Johnsen að engin sérstök ástæða
hafi verið fyrir orðalagi hans. „Ég
var bara að meina að það [orðið
„nauðgun“, innskot blaðamanns]
gengur aðeins lengra en nauð
ung, en ég notaði það ekki, þótt
það væri kannski ástæða til þess.
Ég notaði nauðung og minntist á
nauðgun, en notaði ekki orðið.“
Stór orð Árni Johnsen „Minntist á nauðgun en notaði ekki orðið.“
„Óheppilegt,“ segir
forseti lagadeildar
Þ
að hafa engar efnislegar
athugasemdir verið gerð
ar við rannsóknarniðurstöð
ur hans,“ segir María Thejll,
forstöðumaður lagastofnun
ar Háskóla Íslands, um rannsóknir og
skrif Helga Áss Grétarssonar, en staða
hans við Lagastofnun Háskóla Íslands
er greidd af hagsmunasamtökum út
gerðarmanna, LÍÚ.
Róbert Spanó, forseti lagadeildar
Háskóla Íslands, segir að í samstarfs
samningnum, milli lagastofnunar og
LÍÚ sé sérstaklega tekið fram að rann
sóknarfrelsi Helga Áss sé algert. ,,Kost
aðar stöður og fjármögnun til rann
sókna er alltumlykjandi í Háskóla
Íslands. Þú ert í rauninni að gefa þér, og
ég er ekki viss um að það sé rétt nálg
un, að vegna þess að LÍÚ kosti þenn
an samstarfssamning þá muni það
ósjálfrátt skekkja rannsóknarniður
stöðurnar kostunaraðilanum í hag.“
Helgi fræðir laganema
Námskeiðið Eignaréttur er kennt í
grunnnámi í lögfræði við Háskóla Ís
lands. Það er eini kúrsinn í grunn
áminu þar sem kafað er ofan í túlkun
á lögum um stjórn fiskveiða. Í þessu
námskeiði er hluti úr bók Helga, Þjóð
in og kvótinn, eina námsefnið sem lagt
er til grundvallar kennslu, að undan
skildu efni sem haft er til hliðsjónar.
Fræðimennirnir Sigurður Líndal
og Skúli Magnússon hafa í skrifum
sínum komist að þeirri niðurstöðu,
ólíkt Helga, að aflaheimildir sem út
gerðirnar hafa fengið útdeilt til sín
myndi svokölluð atvinnuréttindi
þeim til handa. Atvinnuréttindi eru
réttindi manna til að stunda áfram
þau störf sem þeir hafa lagt fyrir
sig. Helgi telur hins vegar að vegna
framseljanleika aflaheimildanna
séu þær í eðli sínu ólíkar atvinnu
réttindum og myndi þess í stað sér
stakt form óbeins eignarréttar –
kvótaréttindi.
Túlkun skiptir miklu
Sá munur er í stuttu máli á þessum
ólíku sjónarmiðum að ef litið er svo
á að aflaheimildirnar myndi þann
eignarrétt, sem Helgi heldur fram í
sínum skrifum, er erfiðara fyrir Al
þingi með tilliti til stjórnarskrárinn
ar, að afturkalla, að hluta eða í heild,
aflaheimildir útgerðarmanna án þess
að til bótaskyldu komi – sem gæti
numið háum fjárhæðum.
Þessi málflutningur, það er að
segja að Alþingi eigi erfitt með að aft
urkalla aflaheimildir útgerðanna, án
þess að til ríkrar bótaskyldu komi, er
í samræmi við þann málflutning sem
LÍÚ hefur haldið á lofti í þeim deilum
sem hafa staðið um kvótakerfið.
Tengslin skipta engu
Friðrik Arngrímsson er fram
kvæmdastjóri LÍÚ. Aðspurður um
hvort þessi líkindi í skoðunum laun
veitanda og launþega séu gruggug
segir Friðrik: „Gruggugt? Er ekki allt
í lagi? Veistu það, Baldur, þetta er
komið út fyrir það sem er eðlilegt.
Gruggugt?“ Segir Friðrik og hlær og
bætir við: „En ef ég og þú höfum svip
aða skoðanir eða sýn á ákveðnum
hlutum? Er það þá gruggugt? Nei, nei
þetta er bara orðin tóm vitleysa.“
Óheppilegt
Spurður nánar út í það hvort tengslin
sem slík séu óheppileg, með tilliti
til þess að laganemar séu látnir lesa
bækur Helga sem aðalefni, enda
þótt ekki sé hægt að benda á það ná
kvæmlega hvar Helgi hygli útgerðar
mönnum segir Róbert: ,,Ég myndi
svara spurningunni þannig að ef það
væri ekki upplýst að framsetning efn
isins væri frá höfundi sem vann það í
tengslum við rannsókn af þessu tagi
þá væri það óheppilegt.“
Samkvæmt heimildum DV kom
það hvergi fram í kennslu í eignar
rétti að höfundur námsefnisins væri
á launum frá LÍÚ.
Eyvindur G. Gunnarsson, einn
tveggja umsjónarmanna námskeiðsins
Eignarréttur, segir, að enda þótt eina
námsefnið í fiskveiðistjórnunarlögun
um sem fram kemur á kennsluáætlun,
sem ber heitið nákvæm kennsluáætlun
og er 10 bls., sé efni eftir Helga þá reyni
þeir við kennslu að skoða málið frá öll
um hliðum.
Ekki sammála Helga og LÍÚ
Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra
sjávarútvegsmála sem kom að undir
búningi að breytingum á fiskveiði
stjórnunarlögunum sem tóku gildi
árið 1990, segir að vilji löggjafans hafi
verið alveg skýr:
,,Aflaheimildirnar mynda hvorki
bein né óbein eignarréttindi út
gerðunum til handa. Ég er algerlega
ósammála því að Alþingi geti ekki
aftur kallað aflaheimildirnar, í heild
eða að hluta, án þess að til bótaskyldu
komi. Ég tel að það sé hafið yfir vafa
að þetta sé sameiginleg auðlind og að
ríkið fari með forræði yfir henni og
þau réttindi sem útgerðirnar fá til að
nýta hana séu hvorki bein né óbein
eignarréttindi,“ segir Steingrímur
en leggur þó áherslu á að meðal
hófs og sanngirni skuli gætt við slíkar
breytingar, gagnvart þeim sem verða
fyrir áhrifum frá þeim.
„Það er útgangspunktur frum
varp anna um stjórn fiskveiða núna
að þeim deilum sé einfaldlega lok
ið. Það er að segja að menn séu hætt
ir rifrildum um það að þetta sé sam
eiginleg auðlind þjóðarinnar og eini
aðilinn sem geti þar af leiðandi far
ið með hana fyrir hönd eigandans;
þjóðarinnar, sé ríkið; löggjafarvald
og framkvæmdarvald. Það hefur ver
ið talinn annar megingrunnurinn
af sátt, innan gæsalappa, um þessi
mál að menn einfaldlega hætti þeirri
þrætu.“
Varðandi það, að laganemar séu
látnir lesa sem aðalnámsefni bækur
eftir Helga Áss, segir Steingrím
ur engar forsendur hafa til að meta
hvort það sé eðlilegt. Hann leggur þó
áherslu á mikilvægi þess að standa
vörð um hið akademíska frelsi,
heiðar leika og trúverðugleika alls
fræðslu og rannsóknarstarfs.
Ófrægingarherferð
Helgi Áss Grétarsson vildi í sam
tali við DV lítið gefa upp um málið,
enda væri DV í ófrægingarherferð
gegn starfsheiðri hans. Hann stað
festi þó að hann teldi að hand
höfn aflaheimildanna myndaði
óbeinan eignarrétt, kvótaréttindi,
útgerðunum til handa, þrátt fyr
ir skýran fyrirvara um að út
hlutun aflaheimildanna myndi
ekki eignarrétt eða óafturkallan
legt forræði einstakra aðila yfir
veiðiheimild unum í 1. gr. laga um
stjórn fiskveiða.
Helgi telur að verið sé að búa
til tengingar til þess eins að draga
úr trúverðugleika þeirra sem reyna
að segja eitthvað. Vilji skattborgar
ar að stöður sem þessar séu borg
aðar úr vösum ríkisins þá eigi bara
að auka ríkisumsvif.
n Helgi Áss er á launum hjá útgerðarmönnum við gerð kennsluefnis í fiskveiðistjórnunarlögum„Kostaðar stöður
og fjármögnun til
rannsókna er alltumlykj-
andi í Háskóla Íslands.
Um þetta er deilt
n Miklar deilur hafa staðið um túlkun
laga um stjórn fiskveiða. Einkum og sér í
lagi fyrstu greinina:
n 1. gr. Nytjastofnar á Íslandsmiðum
eru sameign íslensku þjóðarinnar.
Markmið laga þessara er að stuðla að
verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra
og tryggja með því trausta atvinnu og
byggð í landinu. Úthlutun veiðiheimilda
samkvæmt lögum þessum myndar ekki
eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði
einstakra aðila yfir veiðiheimildum.
Baldur Eiríksson
blaðamaður skrifar baldure@dv.is
Þiggur launin frá LÍÚ Helgi og Steingrímur eru á öndverðum meiði. Róbert Spanó segir óheppilegt að ekki sé tekið fram að Helgi Áss
þiggi laun sín frá LÍÚ.
8 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað