Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 25
Viðtal 25Helgarblað 22.–24. júní 2012 „AuðvitAð vAr þettA hryllilegt“ fyrst við komuna á deildina þrátt fyr­ ir að hafa virst vera með meðvitund. Eftir aðhlynningu vaknaði hún upp og skýrði frá því hvernig henni hefði verið misþyrmt. Þar segir hún að þrír aðilar hafi ruðst fyrirvaralaust inn til sín, hún hafi verið slegin í líkamann með kylfu og það hafi verið sparkað í kvið, mjaðmagrind og klof hennar. Þá lýsti hún einnig kynferðisbroti gegn sér. Síðar þegar hún vaknaði upp lýsti hún tilraun árásarmanna til að klippa af sér fingur. Við skoðun voru sjáan­ legir áverkar í andliti og höfði ásamt skallablettum í hársverði. Og að tveggja sentimetra alldjúpur skurður hafi verið á vísifingri hægri handar. Hún hlaut heilahristing, mar og yfir­ borðsáverka á höfði, mar á hálsi, mar á öxl og upphandlegg, sár á fingri, tognun í lendhrygg, brjósthrygg og hálshrygg í árásinni. Hún segir þau hafa misþyrmt sér, sparkað í sig og lamið og hún látin taka inn ólyfjan. Einnig hafi einn árásarmannanna far­ ið inn undir buxur hennar, sett fingur upp í endaþarm og leggöng og klip­ ið þar á milli en á meðan hafi hinir árásarmennirnir haldið henni fastri. Sjúkraskýrsla staðfestir einkenni á kynfærum og í kringum endaþarm og hún hafi verið ofurviðkvæm á þessu svæði við skoðun. Með skallabletti „Auðvitað var þetta hryllilegt,“ segir Berglind sem endurupplifir árásina oft. Hún hefur verið haldin kvíða eftir hana og vantreystir fólki. Aðkoma sjúkraflutningamanna og lögreglu að íbúðinni var óhuggu­ leg. Blóð og hárlokkar úr Berglindi voru þar á víð og dreif. Hár hennar var rifið eða skorið af og Berglind er með skallabletti síðan sem óvíst er að lagist nokkurn tímann. „Það er kvikindislegt hvernig hún skar eða reif af mér hárið. Þessu fylgdi mikill sársauki,“ segir Berglind. Hún sýnir blaðamanni skallablettina því til sönnunar. „Ég var loksins komin aftur með sítt hár eftir að ég fékk krabbameinið og hún vissi það,“ segir hún en fyrir nokkrum árum greindist hún með krabbamein í móðurlífi og undirgekkst lyfjameðferðir vegna þess og missti hárið. Hún segir óvíst að skallablettirnir muni jafna sig og eyðir tíma á hverjum degi í að fela blettina með hárlengingum og sér­ stöku dufti. Á hvergi heima Eftir árásina hefur Berglind að sögn unnið í sjálfri sér, tekið líf sitt föstum tökum og reynt eftir bestu getu að stýra því í rétta átt. Það hefur ekki ver­ ið auðvelt en hún ætlar ekki að gef­ ast upp. „Þetta er búið að vera mjög erfitt, ég lýg því ekki. En ég er bjartsýn og ég ætla mér að komast yfir þetta. Mér finnst eins og fleiri séu byrjað­ ir að þora standa með mér og veita mér stuðning,“ segir Berglind. Þegar hún sagði frá líðan sinni eftir árásina í DV fyrir um mánuði síðan þá talaði hún um að fólk þyrði ekki að vera í kringum hana og hún vildi ekki gera fólki það að vita hvar hún væri. Hún segir að þetta sé lítið breytt í dag þó að vissulega hafi það hjálpað að stíga fram ­ fleiri sjá að þeir geta talað við hana en þó séu enn margir hræddir og finnist þeir ekki óhultir í kringum hana. „Það er enginn kjarni í kring­ um mig eða þannig. Fólk er hrætt við að lenda í einhverju mín vegna. Þetta er bara of mikið og ég á hvergi heima. Nema hjá fólki á launum, fagfólki sem vinnur hjá ríkinu,“ segir Berglind. Trúin skiptir máli Hún ákvað eftir árásina að taka líf sitt í gegn og þiggja alla þá hjálp sem hún gat fengið. „Ég hef fengið hjálp frá færasta fagfólki og þetta er í fyrsta sinn sem ég hunsa ekki þá hjálp sem ég fæ. Ég hef gert það áður þegar ég hef þurft hjálp en núna ákvað ég að þiggja alla þá hjálp sem mér byðist og hef verið algjörlega á fyrsta farrými í því,“ segir hún. Berglind segist leita hjálpar í trúnni og hún hafi einnig fengið góða hjálp í AA­samtökunum. „Þetta er svona svo­ lítið mitt. Trúin skiptir mig miklu máli og ég veit ekki hvar ég væri ef ég hefði hana ekki.“ Hafa aldrei sýnt eftirsjá Hún segist vera orðin sáttari í sál sinni þó að hún sé ekki búin að fyrirgefa árásina. „Það komu tímar þar sem ég varð rosalega meðvirk og hugs­ aði: Greyið þau, nú eru þau í fang­ elsi og eitthvað svona. Þá var mér sýnt hvernig þau höfðu skipulagt þetta og ég bara trúði því varla og hlutirnir sem þau voru að segja um mig voru svo klikkaðir og ljótir. En ég er búin að hugsa þetta fram og til baka og búin að kryfja þetta til mergjar. Þau hafa heldur aldrei sýnt neina eftirsjá. Það hefði bara breytt heilmiklu ef þessi fyrrum vinkona mín hefði sýnt ein­ hverja eftirsjá en það gerðist ekki,“ segir hún. Berglind ber sig vel og segist ætla að reyna lifa með því sem gerðist og segist þurfa að sætta sig við orðinn hlut þó hún hafi alls ekki fyrirgefið. Enda mun hún þurfa að eiga við af­ leiðingar árásinnar lengi, jafnvel alla ævi. „Ég er sáttari við þetta en svo er það í höndum framtíðarinnar og heimsins hvað gerist.“ „Það er enginn kjarni í kringum mig þannig. Fólk er hrætt við að lenda í einhverju mín vegna. Varð fyrir tveimur árásum Berglind varð fyrir tveimur árásum. Í þeirra seinni var hún rotuð, dregin í baksæti bíls og svo hent út við bílaplanið við Borgarspítalann í 9 stiga frosti. Þar lá hún á planinu í klukkustund áður en hún fannst.Mynd: SigTryggur Ari JóHAnnSon Á rásin átti sér stað þann 22. desember síðastliðinn og þótti sérlega hrottaleg. Þau Andrea, Jón og Elías réðust inn á heimili Berglindar en Óttar sem bjó með henni í íbúðinni og hafði þess vegna lykil, hleypti þeim inn. Þegar inn var komið réð­ ust þau á Berglindi og misþyrmdu henni gróflega og eiga meðal annars að hafa reynt að klippa af henni fingur. Árásin var tilkynnt til lög­ reglunnar aðfaranótt 22. desember. Tilkynnt var um slagsmál í tilteknu húsi og að einn væri meðvitundar­ laus. Þegar lögregla kom á staðinn blasti við henni skelfileg sýn, konan lá meðvitundarlaus á gólfinu. Að­ koman í íbúðinni var hrikaleg, blóð og hárlokkar úr konunni voru á víð og dreif um íbúðina. Fórnar lambið lýsti því fyrir lögreglu að þrír aðilar hefðu ruðst inn á heimili hennar og ýtt vini þess sem var gestkomandi út úr íbúðinni og læst. Andrea, sem hafði átt í deilum við fórnarlambið, var á meðal árásarmannanna en hinir tveir voru grímuklæddir. Samkvæmt lýsingu fórnarlambs­ ins spörkuðu þau í hana liggjandi, bæði höfuð og líkama, tóku hana kverkataki, lömdu hana með plast­ kylfu, reyndu að klippa af henni fingur með klippum auk þess sem þau hafi beitt hnífi sem meðal annars var settur að hálsi hennar. Þá hafi hún verið beitt grófu kyn­ ferðisofbeldi þar sem sem fingrum var stungið upp í endaþarm henn­ ar og leggöng og klipið á milli. Því var einnig hótað að skera milli leg­ ganga hennar og endaþarms og hún hafi verið látið borða fíkniefni. Einar „Boom“ Marteinsson, fyrrverandi formaður Hells Angels á Íslandi, var ákærður fyrir að hafa skipulagt árásina en var á miðviku­ daginn sýknaður af öllum ákæru­ liðum. Berglind og Einar áttu að hafa verið í símasambandi vegna ágrein­ ings á milli hennar og Andreu Krist­ ínar. Í samtali þeirra hafi Einar vænt hana um að hóta sér og eða einstak­ lingum sem hann lét sig varða. Hún hafi hins vegar ekki áttað sig á því að í því sem hún sagði hafi falist hót­ anir. Hún hafi því spurt hvort hann tæki því þannig að hún væri að hóta honum, konu hans og börn­ um. Hann hafi þá ítrekað að hún væri að hóta fjölskyldunni. Einar hafi einnig hótað símleiðis kvöldið fyrir árásina að félagar í Hells Ang­ els myndu valda henni líkamlegum skaða. Í síma Andreu sjáist að hún hafi sent nokkrum félögum sínum sms­skeyti, í aðdraganda árásarinn­ ar, þar sem hún segi að gefið hefði verið út „veiðileyfi“ á fórnarlambið. Andrea Kristín unnarsdóttir Andrea „slæma stelpa“ eins og hún kallaði sig, fékk fjögurra og hálfs árs dóm fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás og kynferðisbrot. Hún var sýknuð af ákæru um skipulagða brotastarfssemi. Jón ólafsson Sambýlismaður Andreu var dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás og kynferð- isbrot. Hann var einnig sýknaður af ákæru um skipulagða glæpastarfssemi. Elías Valdimar Jónsson Vinur Andreu, segir hana vera sér sem stóra systir. Hann fékk fjögurra ára fangelsi fyrir sérlega hættulega líkamsárás og kynferðisbrot. Sýknaður af ákæru fyrir skipulagða glæp- astarfssemi. óttar gunnarsson Vinur Andreu sem bjó í íbúð Berglindar. Dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir aðild að líkamsárás og að hafa ekki veitt fórnarlambinu aðstoð. Einar ingi Marteinsson Var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt árásina. Lögfræðingur Einars hefur sagt að hann muni líklega fara í skaðabótamál við ríkið en hann sat í sex mánuði í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Atburðarásin 22. desember Af vettvangi Hér sést Berg- lind liggjandi í blóði sínu og sjúkraflutningamenn hlúa að henni eftir árásina. Árásin var hrottaleg og blóð og hárlokkar úr Berglindi voru á víð og dreif um íbúðina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.