Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 56
Gáfu ókeypis miða n Hljómsveitin Of Monsters and Men leikur á tónleikum í Hljóm- skálagarðinum 7. júlí. Athygli vekur að aðgangur er ókeypis. Mikill áhugi er fyrir tónleikun- um enda hefur sveitin náð mikl- um vinsældum erlendis og verða þetta fyrstu tónleikar hennar á Ís- landi á þessu ári. Þáttastjórnend- ur útvarpsþáttarins Harmageddon á X-inu ákváðu að sprella aðeins í kjölfar fréttarinnar og tilkynntu að þeir myndu gefa miða á tón- leikana. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og gerð ist einn hlust- and inn frek- ar brattur og bað um 200 miða á tón- leikana sem þáttastjórn- endurn- ir urðu við með glöðu geði. Hann gerir þá ekki Garðinn frægan! Spjallað á Skóla- vörðustígnum n Vegfarendur sem áttu leið um Skólavörðustíginn á miðviku- daginn sáu nokkuð skemmti- lega sýn í götunni. Þar sat sjón- varpskonan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir á spjalli við söngvar- ann Ragnar Þórhallsson í hljóm- sveitinni Of Monsters and Men. Allt í kringum þau voru svo upp- tökuvélar enda standa yfir upp- tökur fyrir næstu seríu þáttanna Ísþjóðar- innar. Ragnhild- ur leggur sérstaka áherslu á að ræða við ungt fram- úrskarandi fólk. Þættirnir hafa þó helst unnið sér það til frægðar að Margit Sandemo höf- undur Ísfólks- ins kom í veg fyrir upp- runa- lega nafn- gift þáttanna. Geir tryllti lýðinn n Stórsöngvarinn Geir Ólafsson er mikill Valsari og fastagestur á heimaleikjum liðsins. Hann bætti þó um betur á miðvikudaginn þegar Valur tók á móti ÍA í Pepsi- deildinni og tók lagið fyrir áhorf- endur í stúkunni. Settar voru upp sérstakar græjur fyrir leik svo tón- ar Geirs fengju að njóta sín al- mennilega. Mikil rign- ing skall á um leið og Geir hóf að syngja en hann lét það ekki á sig fá er hann stóð úti á vellinum í bleyt- unni og tryllti lýðinn með góðu stuðlagi. É g er ekki að sækjast eftir stöðu bæjarstjóra og ég er heldur ekki að fara í framboð,“ segir útvarps- maðurinn knái Heimir Karlsson í samtali við DV. Hann sá sig knúinn til þess að birta tilkynningu á Face- book eftir að fjöldi fólks hafði haft samband við hann og spurt hann út í umsókn hans um bæjarstjórastöðu í sveitarfélaginu Garði á Reykjanesi. Facebook-tilkynning Heimis var svohljóðandi: „Af gefnu tilefni vil ég taka fram að ég er EKKI einn um- sækjenda um bæjarstjórastólinn í Garði. Hef verið mikið spurður í dag en ég óska nafna mínum góðs geng- is :)“ Á meðal 30 umsækjenda um stöðu bæjarstjóra í Garði er Heimir Karls- son. Sá sem þekktastur er undir nafni þessu er sá ágæti útvarpsmaður í Bít- inu á Bylgjunni. Eftir að opinberað var hverjir sækja um hefur síminn ekki stoppað hjá útvarpsmanninum sem á endanum neyddist til að setja yfir- lýsingu á Facebook og láta þess getið í þætti sínum að hann hefði ekki áhuga á bæjarstjórastólnum. „Þetta er auðvitað ekki algengt nafn þannig að það er kannski ekki óeðlilegt að fólk hafi tengt þetta mér,“ segir Heimir í samtali við DV. Hann segir fyrirspurnirnar ekki hafa stopp- að og því hafi hann þurft að bregðast við. „Ég sá mig tilneyddan til þess að setja þetta inn á fésbókina, bara smá status, og minnast á það í morgunút- varpinu í morgun, að ég væri ekki að sækjast eftir stöðu bæjarstjóra í Garði.“ Heimir segir gott að málið sé loks- ins komið á hreint og bætir við í léttum dúr: „Með fullri virðingu fyrir starf- inu.“ Hann segist ekki vera á leiðinni úr útvarpinu. „Hjá mér er bara allt í lagi eins og staðan er, það er bara fínt.“ Vill ekki verða bæjarstjóri n Útvarpsmaðurinn Heimir Karlsson sækist ekki eftir bæjarstjórastöðu Fréttaskot 512 70 70Áskrift 512 70 80HELGARBLAÐ 22.–24. Júní 2012 71. tbl. 102. árg. leiðb. verð 659 kr. Ekki bæjarstjóri Heimir Karlsson út- varpsmaður á Bylgjunni hyggst ekki sækja um bæjarstjórastöðu í Garði, það gerir nafni hans hins vegar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.