Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 38
n Kaffisopi og kýrnar í fjósinu n Grýla gamla í kjallaranum Sjö hlutir til að gera á Akureyri 1 Fáðu þér ís Brynjuís er skyldustopp hjá mörgum en það er hægt að fá ís á fleiri stöðum. Ísbúðin Joger í Kaupangi er með þeim glæsilegri en þar sjá viðskiptavinir um að skammta sér sjálfir. Mikið úrval er af jógúrtís sem síðan er hægt að skreyta með sósum, sælgæti, ávöxtum og flestu því sem hugurinn girnist. Auk þess sem rjómaís- inn er skammt undan og safar og búst. Í miðbænum er svo Litla ísgerðin ská á móti ÁTVR. 2 Jólahúsið Sama hvernig viðrar og á hvaða árstíma er alltaf sérstök upplifun að koma í Jólahúsið í Eyjafirði. Tíminn stendur í stað og þar er alltaf aðfangadag- ur. Léttir lund og kætir. Ekki skemmir fyrir að Grýla gamla leynist í helli í kjallaranum. Svo er hangiketslærið alltaf uppi fyrir svanga ferðamenn. 3 Fara í sund Sundlaug Akureyrar er ein sú glæsi-legasta á landinu og býður upp á allt það helsta: Potta, barnalaug, rennibrautir, tvær sundlaugar, innilaug, gufubað og nuddstúta. En einnig er stutt að fara í tvær aðrar heillandi laugar skammt frá bænum, Þelamörk og Hrafna- gil. Á Þelamörk er laugin sjálf heit og góð og á Hrafnagili er glæsileg rennibraut. 4 Út að borða Á Akureyri er mikið úrval af veitinga-stöðum. Á Strikinu er hægt að sitja úti á fimmtu hæð í sólinni með útsýni yfir bæinn, Pollinn og Vaðlaheiðina. Á Rub 23 er boðið upp á eitt besta Sushi á landinu að ógleymdum hinum klassísku stöðum Greifanum og Bautanum. Inni í Eyja- firði er einnig að finna nýjan og spennandi hráfæðisstað sem heitir Silva. Hollustan er þar í fyrirrúmi og ekki spillir útsýnið. 5 Kaffibolli í Lystigarðinum Lystigarðurinn á Akureyri er glæsilegur og fallegt útivistarsvæði. Hvort sem er til göngutúra, lautarferða eða til að skoða flóru Íslands. Fyrir skömmu opnaði svo lítið og smekklegt kaffihús í Lystigarðinum og því tilvalið að setjast niður og fá sér kaffibolla. 6 Kaffi Kú Kaffi Kú er skemmtilegt og skrítið kaffihús á fjósaloftinu á bænum Garði, um 10 km suður af Akureyri. Þar geta viðskiptavinir sest niður og drukkið kaffi, fengið sér gúllassúpu og horft yfir beljurnar í fjósinu. Einstaklega vinsælt hjá yngstu fjölskyldumeðlimunum og þar er einnig góð leikaðstaða fyrir litlar hendur. 7 Bátar og blak Mikið framboð er af afþreyingu á svæðinu. Má nefna báta- og sjókattaleigu við Pollinn, Strýtuköfun í Eyjafirði, Laser-Tag, bíó, keilu, golf, veiði, strandblak, hestaleigur og fjórhjólaleigu í Hörgárdal. Kjarni- og Vaglaskógur eru í grenndinni en vilji fólk leggja aðeins meira á sig er svolítill akstur að Mývatni og Ásbyrgi. 38 Lífsstíll 22.–24.júní 2012 Helgarblað Galdrar á Ströndum Galdrasafnið á Ströndum er stað- sett á Hólmavík og er vel þess virði að líta þangað inn ef fólk á leið þar um. Þar getur að líta alls kyns skemmtilega muni og fróðleik um galdra og kukl en búið er að draga saman vitneskju um galdraöldina á Íslandi, þjóðsögur, hugmynda- heim og menningararf Stranda- sýslu sem tengist göldrum. Djúpavík á Ströndum Ef þig langar að komast í eitthvað allt annað umhverfi og náttúru en þá sem þú býrð við er æðislegt að fara til Djúpavíkur á Ströndum. Þar er rekið hótel af hjónunum Evu Sigurbjörnsdóttur og Ásbirni Þorgilssyni og hafa þau verið þar í rúmlega 25 ár. Í Djúpavík er margt hægt að gera, til dæmis að skoða gamla síldarverksmiðju með leið- sögumanni, fara í gönguferð- ir, sjóstöng, kajakróður og fleira. Fjöllin í Djúpavík eru stórbrotin og til gamans má geta þess að árið 2006 spilaði hljómsveitin Sigur Rós í síldarverksmiðjunni þegar hún var á tónleikaferð um landið. Sundlaug í grýttri fjöru Sundlaugin á Krossnesi, í Árnes- hreppi á Ströndum, er einstök á svo afskaplega marga vegu. Hún er staðsett í stórgrýttri fjöru rétt hjá sjónum og gestir í henni heyra sjávarniðinn meðan þeir liggja í heitu vatninu í lauginni og ekki skemmir útsýnið fyrir því stórbrot- ið landslag er allt í kring. Ekkert rafmagn er í litlu búningsklefun- um og er það partur af sjarman- um því ef gestir koma seint þarf að koma með kerti með sér eða klæða sig í myrkri. Sundlaugin er lítil, aðeins um það bil 12,5 metrar á lengd og svo er einn heitur pottur þarna líka. Alveg einstök náttúruperla sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.