Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 36
Hvað er að gerast? Laugardagur Föstudagur Sunnudagur 23 Jún 22 Jún 24 Jún Partíþoka á Seyðisfirði Tónlistarhátíðin Partíþokan verður á Seyðisfirði helgina 22.–23. júní. Fram koma Jónas Sigurðsson og Ritvélar framtíðarinnar, Prins Póló, Ojba Rasta, Snorri Helgason, Mr. Silla, og Hugleikur Dagsson. Helgarpassi á viðburði hátíðarinn- ar kostar 3.500 krónur. Ólöf Arnalds í Grasa- garðinum Sumarsólstöðutónleikar Ólafar Arnalds ásamt Skúla Sverrissyni í Grasagarðinum. Tilefnið er sumarsólstöður og fylgir Ólöf þar með eftir sumar- og vetr- arsólstöðutón- leikum sínum á síðasta ári. Ólöfu til halds og trausts verður samverkamaður hennar til margra ára, Skúli Sverr- isson, bassaleikari og tónskáld. Tónleikarnir fara fram í Café Flóru í Laugardalnum. Black í Bernie Kvikmyndin Bernie er sýnd í kvikmyndahúsum landsins. Bernie er grínmynd í leikstjórn Richards Linklater. Með aðalhlutverk- in fara Jack Black, Shirley MacLaine og Matthew McConaughey. Myndin byggir á sönnum atburðum en fylgst er með útfararstjóranum Bernie í smábæ í Texas. Viltu læra að verða Íslendingur? How to become Icelandic in 60 minutes er leiksýning sem leikin er á ensku, samin og flutt af Bjarna Hauki Þórssyni og leikstýrt af Sigurði Sigurjónssyni. Sýningin er sambland af söguleikhúsi og uppistandi þar sem reynt verður að kenna þeim sem sýninguna sækja að verða Íslendingar. Þetta er sprenghlægi- leg klukkustundarlöng sýning sem ætluð er öllum þeim sem vilja læra hvað það er að vera Íslendingur. Intouchables Ríkur aðalsmaður, sem býr í stórhýsi í París, lendir í slysi og lamast fyrir neðan mitti. Hann auglýsir eftir aðstoðarmanni sem getur búið hjá honum og hugsað um sig. Ungur afbrotamaður úr fá- tækrahverfunum mætir í viðtal en hefur í raun ekki áhuga á starfinu. Sér til undrunar er hann ráðinn. Mennirnir tveir þróa með sér djúp- an vinskap í kjölfarið. Myndin er sýnd í Háskóla- og Laugarásbíói. 36 22.–24.júní 2012 Helgarblað „Pólitískur farsi sem fjallar um einræðisherra“ „Umgerð leiksins og öll myndræn úrvinnsla er mikið augnagaman“Menning m e n n i n g @ d v . i s | d v . i s / m e n n i n g Gamanmynd The Dictator Brúðuleikhús Gamli maðurinn og hafið Þ etta var svolítið gam- an og svo held ég bara seinna um daginn þá rauk platan upp í fjórða sæti yfir mest seldu plötur í Þýskalandi. Þannig að þetta skilaði sér rosa vel og það voru greini- lega margir að horfa,“ segir Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona hljómsveitarinn- ar Of Monsters and Men. Þann 18. júní síðastliðinn fékk hljómsveitin það frábæra tækifæri að fá að spila í EM- stofu þýsku sjónvarpsstöðv- arinnar ZDF fyrir leik Spánar og Króatíu. En þátturinn var sendur út í beinni útsendingu frá „The Beach of Usedom“ við Eystrasalt. Um er að ræða glæsilegan tökustað sem staðsettur er í fjörborðinu á hvítri sand- ströndinni. Sviði og stór- um sjónvarpsskjá hefur verið komið fyrir úti í sjó en áhorfendur sitja í fjör- unni og fylgjast með bæði knattspyrnuleikjum og skemmtiatriðum. Mikið af eldra fólki á svæðinu „Þetta þykir ótrúlega gott tæki- færi og við náttúrulega gripum þetta strax og vorum meira en til í að fljúga þarna út og spila. Þetta var ótrúlega flott dæmi,“ segir Nanna en tilboðið barst þeim í gegnum útgáfufyrirtæki hljómsveitarinnar. Þau flugu sérstaklega út til Þýskalands til að koma fram í þættinum og fluttu lagið Little talks við mik- inn fögnuð áhorfenda. Hægt er að finna upptöku af flutn- ingi Of Monsters and Men í þættinum á myndbandavefn- um Youtube. Þar sést glögg- lega að áhorfendur kunna vel að meta tónlistina og margir syngja með og dilla sér í sæt- unum. Nanna viðurkennir að stemningin á svæðinu hafi verið töluvert öðruvísi en þau eiga að venjast. „Það var svo- lítið skemmtilegt stemning þarna. Þetta var svolítið skrýt- ið. Það var rosa mikið af eldra fólki en það var fallegt þarna og þetta er flott svæði.“ Góður stökkpallur Hljómsveitarmeðlimirnir vissu í raun ekkert hvað þeir voru að fara út í þegar hljóm- sveitin var beðin um að spila í umræddum þætti. Þegar þau voru að undirbúa sig fengu þau þó þær upplýsingar að ástæðan fyrir því að söngkon- an Nelly Furtado hefði orðið svona vinsæl í Evrópu hefði verið sú að hún hefði komið fram við svipaðar aðstæður. Það hefði vakið mikla athygli á tónlist hennar og vinsæld- irnar jukust til muna í kjölfar- ið. Hljómsveitinni þótti það ágætis viðmið og sló að sjálf- sögðu til. Í vikunni áður en Of Mon- sters and Men kom fram í þættinum stóð sænska söng- konan Loreen, sem sigraði í Eurovision á dögunum, á sama sviði og flutti sigurlag keppninnar, Euphoria. Stormur setti strik í reikninginn Eftir að hljómsveitin var búin að æfa sig á sviðinu fyrir beinu útsendinguna kom þó babb í bátinn sem hefði getað komið í veg fyrir að þau flyttu lagið. „Við æfðum okkur um daginn og svo kom smá stormur og það var óvíst hvort við mynd- um ná að spila. En við náð- um að spila á endanum,“ segir Nanna sem er að vonum fegin að það gekk eftir. Blaðamanni leikur forvitni á að vita hvort ekki hafi verið slegið upp veislu á ströndinni eftir knattspyrnuleikinn en Nanna segir svo ekki hafa ver- ið. Allavega hafi hljómsveitin n Of Monsters and Men slær í gegn í EM-þætti í Þýskalandi n Flaug sérstaklega út fyrir þáttinn „Þetta var ótrú- lega flott dæmi“ Vel fagnað Of Monsters and Men var vel fagnað í þýsku EM-stofunni og áhorfendur kunnu augljóslega að meta tónlistina. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Á barmi heimsfrægðar Það er óhætt að segja að hljómsveitin Of Monsters and Men sé að slá í gegn, bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.