Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 46
Best og verst á em 46 Sport 22.–24. júní 2012 Helgarblað n 22 tölfræðilegar staðreyndir um riðlakeppnina á EM í knattspyrnu n Ronaldo var besti leikmaðurinn Enginn samba-bolti Englendingar spiluðu engan samba-bolta í riðlakeppninni. Þeir voru það lið sem fæstar sendingar átti sín á milli af liðunum 16. Þeir sendu boltann 557 sinnum á milli sín. Það kemur kannski ekki á óvart en Spánverjar tróna á toppi þessa lista. Þeir sendu boltann 1.978 sinnum á milli sín í leikjunum þremur. Þeir voru jafnframt með hæst hlutfall heppnaðra sendinga, eða 82 prósent. Hjá Írum var hlutfallið 56 prósent enda eru þeir farnir heim. Fyrirgefum Spánverjum Ekki ein einasta fyrirgjöf Spán- verja í riðlakeppninni heppn- aðist, enda byggir sóknarleikur þeirra á stuttum sendingum á miðsvæði vallarins. Þeir reyndu þó 9 sinnum að senda boltann fyrir markið. Einhvers konar met? Svíar eru úr leik þrátt fyrir að hafa unnið Frakka í lokaleiknum. Athygli vekur að af öllum liðum á mótinu voru Svíar minnst með boltann, eða aðeins 17 prósent leiktímans. Það hlýtur að vera ein- hvers konar met í lokakeppni EM. Næstminnst með boltann voru Englendingar. Þeir voru að jafn- aði með hann 23 prósent leiktímans. Þessi tvö lið voru í algjörum sérflokki hvað þetta varðar. Grófustu liðin Króatar og Tékkar brutu oftast af sér í riðla- keppninni. Hvort lið fékk á sig dæmda 61 aukaspyrnu, eða um 20 að jafnaði í leik. Það þýðir að á fjögurra og hálfrar mínútu fresti dæmdi dómarinn leikbrot á þess- ar þjóðir. Þjóðverjar voru prúðastir, sé við þessa tölfræði miðað, og brutu af sér 27 sinnum. Englendingar voru næstprúð- astir. Mörk í öllum leikjunum 2,5 mörk voru skoruð að með- altali í leik í riðlakeppninni. Við það má vel una, sérstak- lega í ljósi þess að nú liggur fyr- ir að mark verður skorað í öllu leikjum keppninnar. Engum leik í riðlakeppninni lauk með markalausu jafntefli og þar sem leikið verður til þrautar í þeim leikjum sem eftir eru, mun enginn leikur enda 0–0. Harðasti leikurinn Grófasti leikurinn í keppn- inni, ef tekið er mið af fjölda leikbrota, var leikur Tékk- lands og Póllands. Þar voru 42 aukaspyrnur dæmdar en Tékkar unnu leikinn 1–0. Í þeim leik fóru einnig flest gul spjöld á loft, eða 8 talsins. Bestur í marki Besti markvörðurinn í riðla- keppninni var Daninn Steph- an Andersen sem hlaut með- aleinkunnina 8,49 samkvæmt Catrol EDGE-stuðlinum. Fórnarlamb leikbrota Gríski baráttujaxlinn Gior- gos Karagounis og sóknar- maðurinn skæði Robert Lewandowski, leikmað- ur Póllands, eru þeir leik- menn sem oftast var brotið á í riðlakeppninni, eða 16 sinnum. Báðir hafa að lík- indum lokið keppni. Pól- verjar eru úr leik og Kara- gounis er í leikbanni í 8 liða úrslitum. Hann fékk rang- lega spjald fyrir leikaraskap þegar hann féll í vítateig í síðasta leiknum í riðlin- um. Hann bítur í það súra epli að horfa á leikinn gegn Þjóðverjum úr stúkunni en líklega þarf kraftaverk til að Grikkir vinni þann leik. Brotið á Grikkjum Grikkir komu öllum á óvart og komust áfram í 8 liða úr- slit á kostnað stórskemmti- legra Rússa. Þrátt fyrir að leggja allt kapp á varnarleik var Grikkland það lið sem oftast var brotið á. And- stæðingar þeirra, Tékkar, Rússar og Pólverjar brutu alls 57 sinnum á þeim. Sjaldnast var brotið á Dön- um, eða 27 sinnum. 35 skot framhjá markinu Hollendingar fóru heim með skottið á milli lappanna. Þeir verða þó seint sakaðir um að reyna ekki að skora. Það segir þó kannski sína sögu að þeir voru það lið sem oftast hitti ekki markið. Alls fóru 35 skot framhjá markinu í mótinu. Þeir eru á meðal þeirra þjóða sem fæst skot áttu á markið. Aðeins 19 rötuðu á rammann. Hræðileg tölfræði Írar riðu ekki feitum hesti frá keppninni að þessu sinni. Þeir fengu langflest mörk á sig í riðlakeppninni, eða níu talsins. Það er fjórum mörkum fleiri en næstu lið. Þeir skoruðu einnig fæst mörk, aðeins eitt. Spánverjar fengu aðeins eitt mark á sig í riðlakeppninni en Ítalir og Þjóðverjar tvö. Rangstæður Robbie Það gekk ekkert upp hjá Íranum Robbie Keane í riðlakeppninni. Hann var oftast allra leikmanna dæmdur rangstæður, eða 6 sinnum í leikjunum þremur. Grikkinn Dimitris Salpingidis var 5 sinnum dæmdur rangstæður. E vrópumótið í knattspyrnu er nú í full- um gangi. Óhætt er að fullyrða að mótið hafi staðist allar væntingar hingað til. Rauð spjöld hafa far- ið á loft, dramatísk atvik hafa ótt sér stað, óvænt úrslit hafa litið dagsins ljós og að minnsta kosti eitt mark hefur verið skorað í hverjum einasta leik. Þetta er sannkölluð hátíð fyrir knattspyrnuunnendur. Tölfræði er að sumu leyti ágæt leið til að átta sig á gangi mála í íþróttum. En þær segja ekki alla söguna. Þannig eru Grikkir neðarlega á flestum list- um; sama hvort litið er til mark- skota, marka eða tölfræði yfir þau lið sem mest halda bolt- anum. Engu að síður komust Grikkir áfram í undanúrslit, þar sem þeir mæta fyrnasterku liði Þjóðverja. Önnur tölfræði- leg staðreynd er að Spánverjar hafa ekki átt eina einustu fyr- irgjöf sem heppnast í mótinu. Þrátt fyrir það eru þeir næst sig- urstranglegasta liðið í keppninni og hafa leikið afar vel. DV leitaði í smiðju UEFA og tók saman töl- fræðilegar staðreyndir um riðla- keppnina á EM. Súper Mario Þrír leikmenn skoruðu þrjú mörk í riðlakeppninni og voru marka- hæstir. Tveir þeirra heita Mario. Þjóðverjinn Mario Gómez, Rúss- inn Alan Dzagoev og Króatinn Mario Mandzukic eru marka- hæstir eftir riðlakeppnina. Gómez er eini leikmaðurinn sem getur bætt þann árangur því hin- ir eru farnir heim. Leiðinlegustu liðin? Frakkar og Grikkir komust í 8 liða úrslit mótsins. Ekki er hægt að segja að glæsi- bragur hafi verið á árangrinum í riðla- keppninni. Bæði lið skoruðu aðeins eitt mark að meðaltali í leikjunum þremur og fengu á sig eitt að meðaltali í leik. Baldur Guðmundsson blaðamaður skrifar baldur@dv.is Sókndjarfir Spánverjar Spánverjar áttu flestar marktilraunir í riðlakeppninni, eða 39. Næstir komu Frakkar með 36 og svo Ítalir með 30. Það kemur kannski fáum á óvart en Spánverjar voru einnig það lið sem mest var með boltann í leikjunum þremur. Þeir voru með boltann 62 prósent leiktímans.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.