Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Blaðsíða 22
Sandkorn Þ að þarf sérstakar manngerðir til að bjóða sig fram til forseta Íslands. Embættið er því sem næst valdalaust og líkist helst stöðu konungs. Viðkomandi þarf að trúa því að af öllum Íslending- um sé hann bestur í að vera sam- einingartákn Íslendinga, hvað sem í því felst. Aðrir lýsa því yfir að þeir muni með orðum sínum, þegar þeir fá athygli, færa skynsemi inn í þjóð- málaumræðuna. Sá sem býður sig fram til forseta getur lítið gert út á að hann ætli að grípa til betri aðgerða en hinir, því hann hefur lítil sem engin völd og gerir þess vegna þeim mun meira út á að hann sé betri en hinir sem mann- eskja, fyrirmynd og sameiningartákn. Mesta dramatíkin í kosningabar- áttunni hefur snúist um óánægju frambjóðendanna með hvernig fjöl- miðlar endurspegla þá. Ólafur Ragn- ar Grímsson hóf kosningabaráttu sína á því að saka Ríkisútvarpið og DV um að beita sér í þágu Þóru Arnórsdóttur. Hann fullyrti að frétt RÚV væri áróður um að hann hygðist mögulega hætta, en svo kom á daginn að fréttin byggði á hans eigin orðum. Andrea Ólafs- dóttir sagði Fréttablaðið ljúga, því það birti niðurstöður könnunar með þeim hætti að óákveðnir voru ekki taldir með í fyrirsögn um fylgi frambjóð- enda. Þrír frambjóðendur gerðu það fáheyrða að mæta í sjónvarpskapp- ræður, til þess að yfirgefa þær í beinni útsendingu vegna þess að þeir móðg- uðust og vegna þess að tveir og tveir frambjóðendur áttu að vera spurðir í einu, valið eftir stafsrófsröð en ekki handahófskennt. Herdís Þorgeirs- dóttir hætti við að taka þátt í umfjöll- un tímaritsins Grapevine, vegna þess að henni þótti það „á engan hátt sam- boðið virðingu fyrir embætti forseta Íslands“ að sitja fyrir í forsetaklæðum. Fyrir nokkrum dögum komu tveir þeirra fram í fjölmiðlum og lýstu því yfir að þeir hefðu áhyggjur af því að Alþingi færi ekki í sumarfrí. Annars fengju þeir ekki næga athygli. „Það er mjög óheppilegt að þetta sé að gerast á sama tíma. Umfjöll- un um þingið og forsetakosningarn- ar kann að trufla hvað annað,“ sagði Andrea Ólafsdóttir í samtali við Morgunblaðið. Ari Trausti Guð- mundsson vildi líka að þingið hætti störfum. „Það er að hluta til út af því að fjölmiðlar þurfa náttúrulega að vera að sinna þessu og gera þá minna fyrir okkur á meðan.“ Forsetaframbjóðendurnir eru mun stjórnsamari gagnvart um- hverfi sínu en frambjóðendur í þing- og sveitarstjórnarkosningum. Enda gera sumir út á það að þeir muni stýra umræðunni. Ari Trausti ætlar til dæmis að verða „umræðustjóri“ þjóðfélagsumræðunnar: „Forsetinn á að vera nokkurs konar „moder- ator“…  orðahirðir eða umræðustjóri þjóðarinnar. Einstaklingur sem reyn- ir að forma umræðuna, gera mót- og meðrök ljós og benda á lausnir,“ út- skýrði hann. Stundum virðast frambjóðendur haldnir hálfgerðum messíasarkom- plex og vera helteknir af því að stýra því hvernig þeir birtast öðrum. „Ég á ekki von á því að þú … skilj- ir mitt framboð – það er augljóst á skrifum þínum,“ sagði í tölvupósti eins þeirra til leiðarahöfundar. „Það er auðvitað týpískt að gert sé grín að framboði sem getur verið ógnandi valdhöfum,“ sagði svo. Ari Trausti átti kollgátuna í grein í Fréttablaðinu í vikunni. Hann sagði persónukosningar „snúast um mann- gæði og mannkosti og traust sem hver kjósandi fyrir sig telur henta best í tiltekið embætti.“ Líklega er ekki óeðlilegt að fólk sem býður sig fram til að gegna stöðu helstu fyrirmyndar þjóðarinn- ar hneigist til þess að líta stórt á sig, og sjái líka tilgang í því að stjórna umræðunni um sig. En ef almenn- ingur á raunverulega að fá að kynn- ast manngæðum og mannkost- um frambjóðenda getur umræðan um þá ekki farið fram bara á þeirra forsendum. Sumum finnst til dæm- is skipta máli ef forsetamaki hefur verið staðinn að ofbeldi í fortíðinni, en öðrum finnst það fyrirgefanleg mistök sem skipta svo litlu máli að það þurfi ekki að ræða það. Aðal- atriðið er að fólk fái tækifæri til að meta sjálft. Frambjóðendur þurfa líka að treysta almenningi og tak- marka stjórnsemi sína, þótt þeir telji sig skara fram úr öðrum í mann- gæðum og skynsemi. Það er lágmark fyrir tveggja milljóna króna laun á mánuði og frítt uppihald fyrir fjöl- skylduna í boði þjóðarinnar. Spéspegill Egils n Þekktasti bloggari lands- ins, Egill Helgason, hefur nú fengið á sig spéspeg- il í blogg- heimum. Í blogginu „Múlasop- inn“ eru birtar fær- slur sem skrifaðar eru í ýktum, nostalgísk- um, heimsborgaralegum besserwisser-stíl, sem ljóst þykir að eru settar til höf- uðs Agli. Þar sagði meðal annars nýlega um hnign- un flugferða: „Um borð í flugvélinni var síðan mik- il gleði ríkjandi og spenn- ingur meðal farþega, sem hugðust nema framandi lönd. Nokkurs konar land- könnuðastemning - ambi- ente de Conquistador. Í dag eru þetta ekkert annað en ómerkilegir gripaflutningar.“ Satt og logið um Tom Cruise n Óþrjótandi sögusagn- ir eru á kreiki um Tom Cru- ise fyrir norðan, þar sem hann dvel- ur. Staðfest er að mað- ur hringdi í verslunar- miðstöðina Glerártorg á Akureyri og fór fram á það, fyrir hönd Tom Cruise, að verslun- armiðstöðinni yrði lokað fyrir almenning í 40 mín- útur, svo hann gæti versl- að í friði. Þetta hefur verið afskrifað sem gabb. Sög- ur segja nú að stjörnufans verði fyrir norðan þegar Cruise heldur upp á fimm- tugsafmælið sitt 3. júlí, en meðal vina hans eru fótboltamaðurinn Dav- id Beckham og leikararnir Will Smith og John Travolta. Segir sagan að Cruise hafi látið panta glæsilega sum- arbústaði fyrir félagana. DV kannaði málið hjá Leó Júlíussyni, sem heldur utan um glæsilegustu orlofshús- in við Akureyri, og spurði hann hvort svo væri. „No comment,“ var hans svar. Jón og Jóhanna með sömu laun n Laun Jóns Gnarr borgar- stjóra hafa hækkað um 100 þúsund frá því í fyrra og er hann nú með 1,2 millj- ónir króna á mánuði. Jóhanna Sig- urðardóttir forsætisráð- herra þigg- ur sömu laun og Jón Gnarr. Launahæsti bæjarstjórinn er hins vegar Gunnar Einars- son í Garðabæ, með 1,5 milljónir á mánuði og bíl. Bæði bæjarstjórar Kópa- vogs og Reykjanesbæjar eru yfir forsætisráðherra- launum og bæjarstjóri Sel- tjarnarness rétt undir, með fjögur þúsund íbúa. Jón Gnarr hefur talað fyrir því að nágrannasveitarfélögin sameinist Reykjavík í hag- ræðingarskyni. Þetta hafa verið erfiðar vikur Við máttum ekki vera á veginum Davíð Örn Arnarsson berst við krabbamein sem læknar hafa sagt vera ólæknandi. – DV Bóndi sem haft var samband við vegna öryggisgæslu í kringum Tom Cruise. – DV Frelsarar í framboði B enjamín Franklín (1706–1790) var um sína daga meðal beztu sona Bandaríkjanna, dáður og virtur af öllum samferða- mönnum sínum. Hann lét sér fátt fyrir brjósti brenna. Hann var allt í senn: heimspekingur, prentari, rithöfund- ur, sendiherra, uppfinningamaður og vísindamaður og rækti öll hlut- verkin af stakri prýði. Hann fann upp eldingarvarann og tvískipt gleraugu, svo að tvö dæmi séu tekin af uppfinn- ingum hans. Með ráðum og dáð Benjamín Franklín var kjörinn til setu á stjórnlagaþinginu í Fíladelfíu 1787 fyrir Pennsylvaníu, en hann var þá kominn yfir áttrætt. Franklín lét að vísu ekki mikið til sín taka á þinginu, en hann þjappaði mönnum saman með skemmtilegheitum, endalaus- um sögum og alúðlegu viðmóti. Hann var samræðusnillingur og kunni vel að hlusta á aðra. Hann mælti meðal annars fyrir ákvæði um, að Banda- ríkjaþing starfaði í einni deild frekar en tveim og allir kjósendur hefðu jafn- an atkvæðisrétt, en tillögur hans um þetta og sumt annað náðu ekki fram að ganga. Eigi að síður studdi Frank- lín frumvarp stjórnlagaþingsins með ráðum og dáð. Ræðan, sem hann flutti við lokaafgreiðslu frumvarpsins 17. september 1787, verður lengi í minn- um höfð. Betri stjórnarskrá ekki í boði Franklín hóf mál sitt á að játa, að hann væri að svo stöddu ekki að öllu leyti sáttur við frumvarp stjórnlaga- þingsins. Hann bætti við: „Ég er samt ekki viss um, að ég muni aldrei fella mig við frumvarpið, því að á langri ævi hefur mér lærzt að skipta oft um skoðun, jafnvel um mikilvæg mál, sem ég áður taldi óyggjandi, í ljósi nýrra upplýsinga eða nánari athugun- ar … Flestir menn telja sig hafa á réttu að standa og líta svo á, að þeir, sem eru á öðru máli, hafi rangt fyrir sér … Í þessu ljósi styð ég þetta stjórnarskrár- frumvarp með öllum sínum göllum, sé þeim til að dreifa, … þar eð ég efast um, að nokkurt annað þing, sem við getum kvatt saman, geti náð að búa til betri stjórnarskrá. Þegar mörgum mönnum er safnað saman til að beizla vitsmuni þeirra, þá safnast einnig saman fordómar þeirra og ástríður, rangar skoðanir þeirra, tryggð þeirra hvers um sig við sína heimabyggð, sjálfhygli og sérhagsmunir. Er hægt að gera sér von um fullkomið frum- varp til nýrrar stjórnarskrár við slíkar kringumstæður?“ Af öllu hjarta Franklín sagðist síðan furða sig á, hversu gott frumvarpið væri við þessar erfiðu aðstæður, og sagði það mundu koma óvinum Bandaríkjanna í opna skjöldu. Þeir bíða þess fullvissir, sagði hann, að Bandaríkin liðist í sundur og stríðandi fylkingar búist til að skera hver aðra á háls. Hann hélt áfram: „Ég er því sam- þykkur þessu frumvarpi, því að ég get ekki gert mér von um annað betra og ég er ekki heldur viss um, að frumvarpið sé ekki eins gott og helzt verður á kosið. Þau atriði frum- varpsins, sem ég hef talið, að betur mættu fara, felli ég mig eigi að síður við með almannahag að leiðarljósi. Ég hef aldrei sagt eitt aukatekið orð um þessi atriði utan húss. Þau voru rædd innan þessara veggja, og út fyrir þessa veggi munu þau ekki berast. Ef við myndum allir lýsa fyrir umbjóð- endum okkar andstöðu við einstök ákvæði, kynnum við með því móti að spilla fyrir viðtökum frumvarps- ins meðal almennings og öllu hinu góða, sem samhljóða samþykkt þess getur af sér leitt og þá einnig gott orð- spor í öðrum löndum sem og heima fyrir, og gildir þá einu hvort samstað- an er raunveruleg eða ekki … Ég vona því sjálfra okkar vegna og afkom- enda okkar, að við munum mæla fyr- ir þessari stjórnarskrá af öllu hjarta hvar sem til okkar heyrist og snúa athygli okkar og atorku síðan að því að reyna að tryggja, að stjórnarskrá- in verði virt. Að öllu samanlögðu vildi ég óska þess, að allir stjórnlagaþings- menn, sem kunna enn að vera and- snúnir einstökum ákvæðum frum- varpsins, muni líkt og ég sjálfur leyfa sér að efast svolítið um eigin óskeik- ulleika og staðfesta samstöðu okkar með því að undirrita skjalið.“ Ræðan hreif Frumvarpið var að loknu fjögurra mánaða þinghaldi samþykkt sam- hljóða með undirskrift 39 fulltrúa af 55, en 13 fulltrúar voru farnir heim fyrir þinglok, og þrír neituðu að skrifa undir. Fordæmi frá 1787 Leiðari Jón Trausti Reynisson jontrausti@dv.is Kjallari Þorvaldur Gylfason Útgáfufélag: DV ehf. Stjórnarformaður: Ólafur M. Magnússon Ritstjórar: Jón Trausti Reynisson (jontrausti@dv.is) og Reynir Traustason (rt@dv.is) Fréttastjóri: Ingi Freyr Vilhjálmsson (ingi@dv.is) Umsjón helgarblaðs: Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir (ingibjorg@dv.is) Umsjón innblaðs: Kristjana Guðbrandsdóttir (kristjana@dv.is) Framkvæmdastjóri: Stefán T. Sigurðsson (sts@dv.is) Sölu- og markaðsstjóri: Heiða B. Heiðarsdóttir (heida@dv.is) Hönnunarstjóri: Jón Ingi Stefánsson (joningi@dv.is) Umbrot: DV Prentun: Landsprent Dreifing: Árvakur DV á netinu: DV.is F R J Á L S T, Ó H Á Ð D A G B L A Ð Heimilisfang Tryggvagötu 11 Hafnarhvoli, 2. hæð 101 Reykjavík FRéTTASkoT 512 70 70 DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Notkun á efni blaðsins er óheimil án samþykkis. 512 7000 512 7010 512 7080 512 7050 AÐALnúmeR RiTSTJÓRn ÁSkRiFTARSími AuGLýSinGAR 22 22.–24. júní 2012 Helgarblað „Stundum virð- ast frambjóðend- ur haldnir hálfgerðum mess íasarkomplex og vera helteknir af því að stýra því hvernig þeir birt- ast öðrum. „Flestir menn telja sig hafa á réttu að standa og líta svo á, að þeir, sem eru á öðru máli, hafi rangt fyrir sér.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.