Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Side 47

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Side 47
Best og verst á em Sport 47Helgarblað 22.–24. júní 2012 Úrslit Pepsi-deildin Breiðablik - KR 2–1 1–0 Kristinn Jónsson (79.) 1–1 Þorsteinn Már Ragnarsson (73.) 2–1 Sverrir Ingi Ingason (87.) Selfoss - Fylkir 1–2 1–0 Ingimundur Níels Óskarsson (73.) 2–0 Finnur Ólafsson (77.) 2–1 Ólafur Karl Finsen (90.) Grindavík - ÍBV 1–3 1–0 Guðmundur Þórarinsson (64.) 2–0 George Henry Ivor Baldock (71.) 3–0 Tonny Mawejje (89.) 3–1 Magnús Björgvinsson (91.) Fram-Keflavík 0–2 1–0 Frans Elvarsson (7.) 2–0 Guðmundur Steinarsson (20.) FH - Stjarnan 2–2 0–1 Ellert Hreinsson (2.) 0–2 Garðar Jóhannsson (24.) 1–2 Guðjón Árni Antoníusson (42.) 2–2 Guðjón Árni Antoníusson (85.) Valur - ÍA 2–1 1–0 Rúnar Már S. Sigurjónsson (26.) 1–1 Garðar Bergmann Gunnlaugsson (71.) 2–1 Rúnar Már S. Sigurjónsson (89.) Staðan 1 FH 8 5 2 1 20:7 17 2 KR 8 5 1 2 16:11 16 3 ÍA 8 4 2 2 12:13 14 4 Stjarnan 8 3 4 1 16:14 13 5 Breiðablik 8 4 1 3 7:7 13 6 Valur 8 4 0 4 13:10 12 7 Fylkir 8 3 3 2 10:15 12 8 ÍBV 8 3 2 3 15:9 11 9 Keflavík 8 3 1 4 12:13 10 10 Selfoss 8 2 1 5 10:15 7 11 Fram 8 2 0 6 7:12 6 12 Grindavík 8 0 3 5 11:23 3 Næstu leikir 29.6 18.00 ÍBV - Valur 30.6 16.00 ÍA - FH 1.7 16.00 KR - Grindavík 2.7 19.15 Stjarnan - Fram 2.7 19.15 Fylkir - Breiðablik 2.7 19.15 Keflavík - Selfoss EM - 8 liða úrslit Tjékkland - Portúgal 0–1 1–0 Christiano Ronaldo (80.) Næstu leikir 22.6 Grikkland - Þýskaland 23.6 Spánn - Frakkland 24.6 England - Ítalía n 22 tölfræðilegar staðreyndir um riðlakeppnina á EM í knattspyrnu n Ronaldo var besti leikmaðurinn Skutu sjaldnast Af öllum liðunum 16 sem tóku þátt í mótinu áttu Grikkir fæst skot á markið. Alls áttu þeir 9 markskot sem rötuðu á markið, eða aðeins 3 í leik að jafnaði. Þeir áttu 10 skot sem ekki hittu rammann. Aðeins Króatar og Danir áttu færri. Flestar fyrirgjafir Nani og Ronaldo eru stærstu stjörnurnar í portú- galska landsliðinu. Þeir spila báðir á köntunum og til þeirra er oft leitað í sóknarleiknum. Það þarf því kannski ekki að koma á óvart að Portúgalar voru það lið sem oftast reyndi að senda boltann fyrir markið í riðlakeppninni, eða 37 sinnum. Aðeins sex sinnum heppnuðust þær tilraunir. Bestur Portúgalinn Cristiano Ron- aldo spilaði best allra leik- manna í riðlakeppninni, samkvæmt Catrol EDGE- stuðlinum. Að baki honum liggja flóknir útreikningar þar sem leikmönnum eru gefin stig fyrir frammistöðu sína; til dæmis heppnað- ar sendingar, tæklingar og þátt í mörkum. Stuðullinn tekur einnig mið af því hvar á vellinum tiltekin sending heppnaðist og til hvers hún leiddi, svo dæmi sé tekið. EDGE-stuðullinn reiknar út heildarframlag leikmanna til liða sinna. Ronaldo fær einkunnina 9,68 fyrir leikina þrjá en næstur á eftir honum er Spánverjinn David Silva með 9,60 í einkunn. Rússinn Alan Dzagoev er þriðji með 9,53 og Svíinn Olof Mellberg hlýtur 9,47 í einkunn og er fjórði besti leikmaður riðla- keppninnar. Þjóðverjar prúðastir Aðeins þrjú rauð spjöld litu dagsins ljós í riðlakeppninni. Grikkir fengu eitt, Pólverjar eitt og Írar eitt. Grikk- ir, Ítalir og Króatar fengu flest gul spjöld, eða níu hvert lið. Þjóðverj- ar brutu sjaldnast af sér í leikjunum þremur og fengu auk þess fæst gul spjöld, eða þrjú. Vesalings Kerzhakov Rússneski framherjinn Aleksandr Kerzhakov átti ekki góða leiki á EM. Hann var reyndar duglegur að koma sér í færi, eins og góðum framherja sæmir, en gekk afleitlega að hitta markið. Hann nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá leikmaður sem oftast skaut framhjá markinu. Í 11 skipti hitti hann ekki rammann. Hann fékk nokkur úrvals- færi til að skora í mótinu. Baros grófastur Tékkinn Milan Baros, fyrr- verandi leikmaður Liver- pool, var sá leikmaður í riðlakeppninni sem oft- ast braut af sér. 14 sinnum var hann dæmdur brotleg- ur sem er einkennileg stað- reynd í ljósi þess að hann spilar sem fremsti maður síns liðs. Markaskorarinn Mario Mandzukic, leikmað- ur Króata, var næstoftast dæmdur brotlegur, eða 11 sinnum. Bjuggu til mörkin Þrír leikmenn lögðu upp þrjú mörk fyrir samherja sína í umferðunum þrem- ur sem búnar eru. Það eru Spánverjinn David Silva, Rússinn Andrei Arshavin og Englendingurinn Steven Gerrard. Hitti oftast á markið Christiano Ronaldo er sá leikmaður sem oft- ast átti skot á mark í riðlakeppninni. Hann skaut 13 sinnum á rammann en skoraði reyndar bara eitt mark. Hann átti reyndar 8 skot sem ekki hittu markið. Næstur á eft- ir honum kemur Frakkinn Karim Benzema með 12 tilraunir á markið og Spánverjinn Andrés Iniesta með 10 marktilraunir. Ronaldo hetjan Cristiano Ronaldo var hetja Portúgala þegar hann skor- aði eina mark þeirra í sigri gegn Tékkum í fyrsta leik átta liða úrslita Evrópumóts- ins í knattspyrnu á fimmtu- dag. Leikurinn einkenndist af baráttu beggja liða en það var Ronaldo sem skallaði boltann í mark Tékka á 79. mínútu eftir góða fyrirgjöf frá Moutinho. Portúgalar eru því fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í undanúrslitum mótsins, en í dag föstudag, eigast við Spánverjar, ríkj- andi Evrópumeistarar, og Frakkar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.