Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 54

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 54
54 Fólk 22.–24. júní 2012 Helgarblað Skúli Mogensen hjólaði hringinn n Var ekki í sigurliðinu W OW stóð fyrir alþjóð- legri hjólreiðakeppni 19.–22. júní þar sem hjólað var hringinn í kringum Ísland, eða 1.332 kíló- metra án þess að stoppa. 14 lið, skipuð fjórum þátt- takendum hvert, tóku þátt í keppninni og hófst hún klukk- an 19 á þriðjudagskvöld. Áheit- um var safnað og allur ágóði fór til Barnaheilla. Skúli Mogensen tók þátt í keppninni með liði sínu, WOW air, sem skipað var skipuleggj- endum mótsins, en þeir, ásamt Piltunum, Hjólafélagi mið- aldra skrifstofumanna 1 og 2 voru með forystu þegar rúm- lega þriðjungi keppninnar var lokið. Um hádegi á fimmtudag kom svo fyrsta liðið í mark, en það var liðið Piltarnir en samtals voru þeir 40 klukku- stundir og 57 mínútur á leiðinni. Þorvaldur þjóðlegur Íslenska stórstjarnan Þor- valdur Davíð Kristjánsson var þjóðlegur á þjóðhátíðar- daginn. Leikarinn var stadd- ur hér á landi en til hans sást úti á landi þar sem hann var að fara að skella sér í sund á Hrafnagili í Eyjafjarðar- sveit. Með honum í för var unnusta hans, Hrafntinna Karlsdóttir. Þau voru fjarri glamúr Los Angeles þar sem þau búa og klæddust bæði ullarsokkum í tilefni dagsins. Þorvaldur Davíð útskrifaðist úr Juilliard-listaháskólan- um í New York í fyrra. Hann fékk svo samning við um- boðsskrifstofu í Los Angeles og því ákvað parið að flytja á vesturströndina. Glímir ekki við spik í eilífðinni Mikið hefur gengið á hjá Jónínu Benediktsdóttur sem er gengin úr Krossinum, söfnuði eiginmanns síns. Ekkert er með öllu slæmt og Jónína segir frá því á Face- book-síðu sinni að stressið hafi reynst megrandi. „Gott að vera laus við 5 stresskíló. Það er svo merkilegt með mig, ólíkt svo mörgum, að undir álagi borða ég of mikið :-) Kannast einhver við það. En nú er þetta stress farið norður og niður, ég búin að létta mig og róa taugarn- ar. Svona er þetta líf, fjöll og dalir, gleði og sorg. Ég veit að endirinn verður góður, reyndar trúi ég á endalaust líf og mér hefur verið lofað endalausri hamingju. Þar glímir maður í það minnsta ekki við spik.“ Bam vinsæll Jack Ass-stjarnan Bam Margera var á landinu líkt og greint hefur verið frá í fjöl- miðlum. Bam fór út á lífið og skemmti sér meðal annars á Prikinu. Bam er greinilega vinsæll á meðal Íslendinga og þolinmóður líka því ófáir hafa birt myndir af sér með honum á Facebook eftir helgina. Bam, sem einnig er mikill hjólabrettakappi, var staddur hér meðal annars til að taka upp efni. WOW Liðið hans Skúla Mogensen í Borgarfirði. Hjólakeppni Hjólað í kringum landið. É g kom þarna fram til að gera karlinn reglulega vandræðalegan og söng svo bakraddir í einu lagi,“ sagði Helgi Seljan fréttamaður sem steig á svið með Bjartmari og Bergrisun- um á afmælistónleikum Bjart- mars í Háskólabíói um síðustu helgi. Helgi söng bakraddir í slag- aranum Ég er ekki alki ásamt Andra Frey Viðarssyni og Ágústi Aðal steinssyni eða Gústa pink eins og hann er kall aður. Þeir félagarnir lögðu bakraddasöngkonum kvölds- ins lið en þær voru María, eig- inkona Bjartmars, Berglind, dóttir hans, og frænka þeirra, Aníta. „Það er ekki rétt sem fólk hefur verið að segja að við strákarnir höfum sungið Ég er ekki Höski í viðlaginu,“ segir Helgi en það hefur verið vin- sælt grín á Facebook og á kaffi- stofum landsins að „höski“ hafi tekið við af orðinu „alki“ eftir að Höskuldur Þór Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks- ins, missti bílprófið sökum ölv- unaraksturs. Ekkert Eurovision Tónleikarnir, sem voru haldnir í tilefni af sextugsafmæli Bjart- mars, eru einhverjir þeir bestu sem Helgi hefur farið á. „Karl- inn var í feiknastuði og bandið alveg ótrúlega gott. Tveir nýir meðlimir sem komu sterkir inn og ekki skemmdi fyrir að fá að syngja aðeins með. Helgi segir ekki miklar líkur á því að hann verði í bakrödd- um í næstu Eurovision-keppni. „Nei, eigum við ekki bara að láta Guðrúnu Gunnars og Pétur Jesú sjá um það. Við nut- um góðs af því að stemn- ingin á tónleikunum var svo góð að það hefði ver- ið hægt að draga gargandi páfagauk þarna upp á svið til að hafa í bakröddum.“ Súrmjólk í hádeginu Helgi las meðal annars upp pistil á tónleikun- um sem hann skrifaði um Bjartmar og er að finna á nýútkominni heildar- útgáfu á verkum Bjart- mars. En Helgi segir meðal annars í pistlinum að Bjartmar sé hirðskáld sinnar kynslóðar. „Ég var fjögurra ára þegar ég heyrði hann fyrst. Ég sat við eldhúsborðið hjá ömmu minni og át Cheerios í súrmjólk. Skyndilega var eins og maður í útvarpinu hæfi að sönglýsa þeim pínulitla heimi sem ég þá þekkti. Lag- ið var Súrmjólk í hádeginu og var eins og upplestur á stunda- skrá minni; í gær, þann daginn, hinn daginn og næsta á eftir. Hrollkaldur raunveruleikinn var varðaður Cheerios-i, súr- mjólk, stressfylltum morgnum og of seinni mömmu,“ segir Helgi í pistlinum. asgeir@dv.is Alki – ekki Höski n Helgi Seljan og Andri Freyr í bakröddum n Stefnir ekki á Eurovision Bjartmar Guðlaugsson Fagnaði sextugsafmælinu í Háskólabíói um liðna helgi. M Y N D IR E Y ÞÓ R Á RN A SO N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.