Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 22.06.2012, Qupperneq 16
Deila um bætur Í dómi Hæstaréttar var í þessu máli kveðið á um bótaskyldu Sjóvár, ekki bótafjárhæð.“ Þetta segir í svari tryggingafélagsins Sjóvár við fyrirspurn DV þess efnis hversvegna hetja sem bjarg­ aði samstarfskonu sinni hafi ekki ennþá fengið þær skaðabætur sem hún á inni. Ágreiningur Þórarni Birni Steinssyni voru dæmd ar skaðabætur í janúar, vegna líkams tjóns sem hann hlaut eftir að hafa bjargað samstarfs konu sinni. Ágreiningur ríkir á milli Þórarins og Sjóvár um það hversu miklar skaða­ bætur sá fyrrnefndi á inni. „Auðvitað hefur þetta gengið svo­ lítið hægt, en það gerir það bara oft í þessum málum,“ segir Steingrím­ ur Þormóðsson lögmaður Þórar­ ins í samtali við DV. „Það er búið að meta hann og nú er verið að vinna í því að semja um þessar bætur hjá tryggingafélaginu.“ Hann segist ekki vilja tjá sig frekar um málið. „Í eðlilegum farvegi“ Þórarinn sagði í samtali við DV fyrr í vikunni að hann hefði engar skýr­ ingar fengið á því hversvegna bóta­ greiðslurnar hefðu tafist eins mikið og raunin er. Nú eru liðnir fimm mán uðir frá því að lokadómur féll í Hæstarétti en Þórarinn hefur einung­ is fengið lítinn hluta af því sem hann á inni hjá tryggingafélaginu. „Sjóvá mun ekki tjá sig sérstak­ lega um mál Þórarins Björns Steins­ sonar að öðru leyti en því að upplýsa að málið er í eðlilegum farvegi,“ segir einnig í svari tryggingafélagsins sem er stutt og skorinort. Talað var um fullnaðarsigur þegar dómur Hæsta­ réttar féll í janúar síðastliðnum en Þórarinn hafði barist fyrir rétti sínum í málinu í sjö ár. Kemur sér bölvanlega DV sagði fyrst frá málinu en Þórar­ inn hlaut alvarleg bakmeiðsli þegar hann lyfti svokallaðri bak­ skautsklemmu ofan af sam­ starfskonu sinni sem hafði fallið á hana, klemmu sem vegur 620 kíló. Í dómi Hæstaréttar segir meðal annars að þar sem viðbrögð Þórar­ ins hefðu verið í þágu hagsmuna Norðuráls, hefði hann átt rétt á bót­ um. Í svari frá Sjóvá segir að af­ greiðsla málsins skeri sig ekki úr sambærilegum málum hvað tíma­ lengd varðar. „Þeir eru eitthvað að draga að borga þetta,“ sagði Þórar­ inn í samtali við DV. Þórarinn hefur í samtali við DV sagt að nú stefni í aðra mál­ sókn vegna þess að hann fái ekki greitt það sem hann eigi inni hjá tryggingafélaginu. „Þetta kem­ ur sér auðvitað bölvanlega,“ sagði Þórarinn í samtali við DV fyrr í vikunni en hann vildi ekki gefa upp hversu mikið hann á inni hjá Tryggingafélaginu Sjóvá. n Sjóvá segir ekkert athugavert við töf á skaðabótum n Þórarinn bjargaði samstarfskonu Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is „Ágreiningur ríkir á milli Þórarins og Sjóvá um það hversu miklar skaðabætur sá fyrrnefndi á inni. Hetja Þórarinn Björn Steinsson hefur ekki ennþá fengið þær bætur sem honum voru dæmdar í Hæstarétti í janúar. MYND SIGTRYGGUR ARI 16 Fréttir 22.–24. júní 2012 Helgarblað

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.