Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Síða 2
2 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað
Bilaði í miðri
aðgerð
3 Í síðustu viku bilaði eitt af
þremur hjarta
þræðingartækjum
á hjartaþræðingar
deild Landspítalans
þegar sjúklingur var
í aðgerð. Fjallað var um málið í DV
á miðvikudag en þar kom fram að
skipta hafi þurft um varahlut í tæk
inu sem var gert næsta dag. Sjúk
lingurinn var færður yfir í aðra stofu
þar sem aðgerðinni var haldið áfram
með öðru tæki. Einstaklingurinn
sem var í aðgerðinni þegar tækið bil
aði lést en þó er ekki talið að bilun
tækisins hafi valdið dauða sjúklings
ins. Einn viðmælenda DV sagði það
tímaspursmál hvenær tæki klikkuðu
á ögurstundu.
Spáir Þjóðkirkj-
unni dauða
2 Séra Geir Waage, sóknarprestur í
Reykholti, var svart
sýnn í ræðu sem hann
hélt í Hallgrímskirkju
á miðvikudag í síðustu
viku. „Ætti eg að spá
um nánustu framtíð
íslenzku Þjóðkirkj
unnar í svipaðri mynd og núlifandi
kynslóðir Íslendinga þekkja hana,
gef eg henni áratug eða tylft lífdaga,
vel vitandi um spásagnir lækna um
líklegan líftíma banvænna krabba
meinssjúklinga,“ sagði séra Geir en
DV ræddi við hann í vikunni. Geir
sagði að hann hefði meðal annars
átt við fækkun prestakalla í landinu,
breytingar á prestsetraskipan og
minnkandi starfsöryggi presta.
Tókst ekki
ætlunarverkið
1 „Síðan er líka alveg ljóst í mínum
huga, sem er alveg
skýrt í þessari niður
stöðu, að Sjálfstæðis
flokknum tókst ekki
það ætlunarverk sitt
að eyðileggja þetta
ferli eins og þeir unnu
leynt og ljóst að,“ sagði Jóhanna Sig
urðardóttir forsætisráðherra í DV á
mánudag. Þar var fjallað um niður
stöður ráðgefandi þjóðaratkvæða
greiðslu sem fram fór um síðustu
helgi. Niðurstöður hennar leiddu í
ljós að mikill meirihluti kjósenda vill
að tillögur stjórnlagaráðs verði lagð
ar til grundvallar nýrri stjórnarskrá.
Jóhanna sagði að ekki væri hægt að
hundsa vilja kjósenda.
Fréttir vikunnar Þessar fréttir bar hæst í DV í vikunni
F
ramkvæmdastjórar Reykja
nesbæjar hafa iPhonesnjall
síma til afnota frá sveitarfé
laginu. Hjörtur Zakaríasson
bæjarritari segir að símarnir
séu nauðsynlegt vinnutæki þar sem
framkvæmdastjórarnir þurfi alltaf
að vera til taks, bæði í síma og tölvu
póstsambandi. Hver sími kostaði um
90 þúsund krónur en símarnir eru
ekki allir í notkun.
Þurfa alltaf að vera til taks
„Já, við erum með iPhone,“ segir
Hjörtur. „Menn geta náttúrulega tek
ið tölvupóstinn af því að menn eru á
vakt allan sólarhringinn og menn eru
að nota tölvupóstinn og svara tölvu
póstinum í vinnunni og utan vinnu
tíma. Það er náttúrulega aðalmálið
held ég,“ segir Hjörtur aðspurður af
hverju stjórnendur á bæjarskrifstof
unni þurfi svona dýra síma. „Þetta
eru yfirmenn sveitarfélagsins sem
eru alltaf á vakt og það breytir engu
hvort þeir séu í sumarfríi eða hvort
það sé helgi. Þessir menn eru alltaf í
tölvusambandi.“
Hjörtur segir að þar sem kraf
an sé að framkvæmdastjórarnir séu
alltaf til taks sé ekki annað hægt
en að skaffa þeim tilheyrandi bún
að. „Það er bara eðlilegt og þetta er
bara samkomulag sem var gert var
árið 1990,“ segir hann. Hjörtur seg
ir að sjö framkvæmdastjórar séu hjá
sveitarfélaginu en hann var ekki viss
um hversu margir þeirra væru með
iPhone.
Reksturinn lítill miðað við
íbúafjölda
Hjörtur bendir á að rekstur bæjar
skrifstofunnar sé lítill sé tekið mið af
íbúafjölda í sveitarfélaginu. Skulda
staða sveitarfélagsins hefur hins
vegar verið svört undanfarin ár en
í lok maí greindi fréttastofa RÚV frá
því að sveitarfélagið skuldaði 300
prósent af tekjum sínum en það er
tvöfalt meira en leyfilegt er sam
kvæmt lögum. Þá trónaði sveitarfé
lagið á toppnum yfir þau sveitarfélög
sem voru í hvað verstri skuldastöðu.
Í ágúst greindi Reykjanesbær frá því
að hann hefði selt skuldabréf sem
bæjarfélagið eignaðist við sölu á HS
Orku til Geysis Green Energy og síðar
Magma Energy og að með þeim tekj
um hafi verið hægt að borga niður
allar skammtímaskuldir og erlendar
skuldir sveitarfélagsins.
Samkvæmt heimildum DV hefur
verið lögð rík áhersla á það inn
an stjórnkerfis Reykjanesbæjar að
framkvæmdastjórar sveitarfélags
ins séu framarlega þegar kemur að
því að tileinka sér tækninýjungar. Þá
herma sömu heimildir að símunum
sé skipt út jafnóðum og eldir símar,
sem einhverjir eru af gerðinni Black
berry, skemmast eða verða ónothæf
ir. Þá fái framkvæmdastjórarnir áð
urnefnda iPhonesnjallsíma.
Með dýrari símum á markaði
Snjallsímar eru á mjög breiðu verð
bili og eru iPhonesímar með dýr
ari snjallsímum sem í boði eru hér
á landi. Nokkrar mismunandi gerðir
eru til af iPhonesímum og er verðið
á símunum á bilinu 89.990 til 179.990
krónur. Samkvæmt upplýsingum
frá Reykjanesbæ kostuðu símarnir
þeirra, sem eru af gerðinni iPhone 4,
um 90 þúsund krónur.
„Það var mat deildarinnar þegar
upp var staðið að þetta væri hag
stæðast þar sem aðrir símar s.s.
Blackberry dygðu í stuttan tíma og
það væri eilíft vesen,“ segir Hjörtur
um ástæður þess að ákveðið var að
kaupa iPhone en ekki Blackberry.
Snjallsímarnir keyra á 3G eða 4G
farsímakerfi, geta sótt tölvupóst og
tengst vefsíðum á netinu. Þá eru
símarnir líka búnir ágætri myndavél
og möguleikanum á að sækja fjölda
snjallforrita úr verslun Apple. n
n Nauðsynlegt til að geta verið í stöðugu sambandi, segir bæjarritarinn
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„Það var mat
deildarinnar þegar
upp var staðið að þetta
væri hagstæðast.
Góðir Apple iPhone-snjallsímarnir
eru vinsælir og þykja góðir. Þeir kosta
þó sitt. Árni Sigfússon er bæjarstjóri
Reykjanesbæjar.
saMsett Mynd stefán KaRlsson /siGtRyGGuR aRi
Sveitarfélagið
skaffar iPhone
Matthías imsland hættur:
Útilokar ekki
framboð
„Það hafa menn komið að máli
við mig,“ segir Matthías Imsland,
fráfarandi framkvæmdastjóri flug
rekstrarsviðs WOW air, aðspurður
hvort hann hyggi á þingframboð
í nánustu framtíð. Tilkynnt var
nokkuð óvænt um starfslok Matth
íasar hjá WOW á fimmtudag en að
eigin sögn lætur hann af störfum í
góðu og í sátt við alla.
WOW keypti í vikunni vöru
merki og leiðarkerfi Iceland Ex
press en þar var Matthías forstjóri
áður.
Matthías er gallharður fram
sóknarmaður og því ljóst hvaða
flokkur hefur falast eftir starfskröft
um hans. Í samtali við DV kveðst
hann ekki útiloka framboð.
„En hins vegar þykir mér það
ólíklegt á þessari stundu enda er
annað verkefni sem ég hef skuld
bundið mig til,“ segir Matthías sem
virðist strax kominn með annað
starf eftir WOWævintýrið með
Skúla Mogensen. Hann vill þó ekki
upplýsa hvað nákvæmlega tekur
við hjá honum að svo stöddu.
Höskuldur rúllar
yfir Sigmund
Áhugahópur um oddvita Fram
sóknarflokksins í Norðausturkjör
dæmi lét Gallup skoða hvern íbúar
Akureyrar og nágrennis vilja sem
oddvita flokksins fyrir komandi
alþingiskosningar, Höskuld Þór
hallsson þingmann eða Sigmund
Davíð Gunnlaugsson formann.
Þetta kom fram á vef Vikudags á
Akureyri á fimmtudag. Þar kom
fram að úrtakið hafi verið 1.080
manns á Akureyri og nágrenni.
699 manns svöruðu, en 381 kaus
að svara ekki og var því svarhlut
fall 64,7 prósent. 380 sögðust vilja
að Höskuldur færi fyrir framboðs
listanum, eða 67,8 prósent, 114
nefndu hvorugan, eða 20,4 pró
sent, en aðeins 66 sögðust vilja
Sigmund Davíð, eða 11,8 prósent.
Á vef Vikudags kemur fram að
stuðningsmenn Höskuldar fagni
þessari könnun en stuðningsmenn
Sigmundar Davíðs segi óeðli
legt að kanna fylgið á afmörkuðu
svæði.