Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 8
8 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað
Stofnar Sprengiflokk
n Sprengiflokkurinn í bígerð n Mál gegn S. Valentínusi fellt niður
R
íkissaksóknari hefur fellt nið
ur mál S. Valentínusar Vagns
sonar, karlmanns á áttræðis
aldri, sem kom fyrir sprengju
fyrir framan Stjórnarráðið og skrif
stofu ríkissaksóknara á Hverfisgötu í
janúar síðastliðnum. Mikill viðbún
aður var vegna sprengjunnar sem
lítið fútt reyndist þó í þegar til kast
anna kom. Með sprengjunni fylgdu
skilaboð sem beint var að gegn ríkis
stjórninni.
Helgi Magnús Gunnarsson vara
ríkissaksóknari sagði í Fréttablaðinu
á fimmtudag að embættið hafi ekki
talið sig geta „heimfært þetta undir
nein refsiákvæði“.
„Það var ekki hægt að sýna fram á
ásetning til að valda tjóni. Það er stað
reynd að þessi svokallaða sprengja
sprakk við hliðina á honum en það
sást hvorki á honum né veggnum.
Þetta var gas í brúsa sem var af hans
hálfu aðallega ætlað til að vekja
athygli á skeyti sem hann kom fyr
ir í hólki sem fylgdi. Það hefði verið
svipað ef einhver hefði kveikt í skot
eldi þarna – og í raun hefði það verið
hættulegra.“
Valentínus staðfesti í samtali við
DV á fimmtudag að hann hefði feng
ið bréf frá embættinu þess efnis á
dögunum að málið hefði verið látið
niður falla. Þá staðfesti hann einnig að
hann vilji stofna stjórnmálaflokk sem
stefni á þingframboð. Hann sendi á
dögunum ritstjórn DV drög að stefnu
skrá flokks sem hann kallar Sprengi
flokkinn. Þar skorar hann á launafólk
og alla þá sem kalla mætti minnimátt
ar á Íslandi að taka höndum saman
og gera róttækar breytingar á stjórn
skipulagi Íslands. Sjálfur hafi hann
ekki áhuga á að fara fram, en hann
leiti að góðu fólki til að kollvarpa kerf
inu: „Fólki sem hefur þann eldmóð
sem þarf til að kollvarpa þeirri spill
ingu sem hefur verið eins og graft
arkýli á íslensku þjóðfélagi,“ skrifar
hann meðal annars. n
Fáðu greinar í heild sinni
á DV.is og vefáskrift
af prentútgáfu DV
* Verðið er 790 kr. fyrstu
3 mánuðina, en 1.790 kr. eftir það.
fyrir 790 kr.
á mánuði *
Sjáðu
meira
R
annsókn skattrannsóknar
stjóra á málefnum Jens Kjart
anssonar lýtalæknis er vel
á veg komin en henni er þó
ekki lokið. „Það er lítið hægt
að tjá sig um einstök mál en þetta er
langt komið. Þetta er samt ekki farið
héðan,“ sagði Bryndís Kristjánsdótt
ir skattrannsóknarstjóri aðspurð um
stöðu málsins á miðvikudag. Rann
sókn embættisins snýr að meintum
skattsvikum Jens í tengslum við starf
semi hans sem lýtalæknir en grunur
leikur á að hann hafi ekki gefið upp
til skatts öll viðskipti sem fram fóru á
einkarekinni læknisstofu sinni. Litlar
upplýsingar fást þó um rannsóknina
sjálfa hjá yfirvöldum.
Neitar að hafa svikið undan skatti
Rannsóknin á meintum svikum Jens
hefur staðið í nokkra mánuði. DV
greindi frá því 13. janúar að grun
ur léki á að Jens hefði fengið konur
til að greiða fyrir brjóstaaðgerðir í
reiðufé gegn því að fá örlítinn afslátt.
Í viðtali við Kastljós síðar í sama
mánuði þvertók Jens hins vegar
fyrir að hafa þegið greiðslur undir
borðið vegna fegrunaraðgerða sem
hann hafði framkvæmt undanfarin
ár. Engu að síður var rannsókn hafin
en samkvæmt frétt Smugunnar frá
því í maí síðastliðnum lék grunur á
að milljónum króna hafi verið kom
ið undan skatti. Kom fram í umfjöll
un vefjarins að hver aðgerð kosti í
kringum hálfa milljón króna og því
gæti velta vegna aðgerðanna numið
um 200 milljónum króna.
Mál Jens var sent til skattrann
sóknarstjóra eftir að velferðar
ráðuneytið hafði skoðað einka
rekstur hans í tengslum við
PIPbrjóstapúðamálið. Það mál
snérist um iðnaðarsilíkonpúða
sem græddir voru í fjölda kvenna
víðsvegar um heim. Jens fram
kvæmdi fjölda brjóstastækkana
með gölluðu brjóstapúðunum hér á
landi. Um fjögur hundruð íslenskar
konur voru með silíkonpúða frá
franska framleiðandanum PIP en
Jens framkvæmdi aðgerðir á nærri
öllum þessum fjögur hundruð kon
um. Vegna orðróms um greiðslur
undir borðið og frétta af máli Jens
ákvað velferðarráðuneytið að senda
fjármálaráðuneytinu erindi til að
meta hvort málið yrði rannsakað.
Flutti púðana inn sjálfur
Jens sá ekki aðeins um að framkvæma
aðgerðirnar heldur flutti einkahluta
félag hans púðana inn landsins.
Ástæður þess að hann hóf sjálfur inn
flutning á brjóstapúðum sagði hann
hafa verið að hann hefði viljað bæta
þjónustuna sem hann bauð á skurð
stofunni. Fyrst hafi viðskiptavinir hans
þurft að sækja púðana út í bæ eftir að
hafa fengið ávísun á þá frá honum. Í
samtali við Smuguna í janúar sagði
hann að í einhver skipti hafi hann lán
að starfsbræðrum sínum brjóstapúða
ef þeir áttu þá ekki til sjálfir í þeim
stærðum sem þeir þurftu á að halda.
Félagið sem hélt utan um rekstur
inn hefur undanfarin ár skilað ágæt
um hagnaði. Árið 2011 hagnaðist það
um 4,5 milljónir króna og árið áður
um 7,5 milljónir. Þá nam óráðstafað
eigið fé félagsins 18,5 milljónum í lok
síðasta árs. n
Skattamál Jens eru
enn til rannsóknar
n Rannsókn á meintum skattsvikum Jens lýtalæknis stendur enn yfir
Aðalsteinn Kjartansson
blaðamaður skrifar adalsteinn@dv.is
„
Þetta
er langt
komið
Rannsókn Mál Jens voru til skoðun-
ar í velferðarráðuneytinu vegna PIP-
brjóstapúðamálsins en í kjölfar þess
hóf skattrannsóknarstjóri rannsókn
á honum. MyNd MoRguNblaðið/ ÞÖK
400 konur Jens gerði brjóstaaðgerðir á flestum þeim 400 kvenna sem fengu PIP-
brjóstapúða grædda í sig. Púðarnir reyndust innihalda iðnaðarsilíkon. MyNd EyÞóR ÁRNaSoN
Styðja félaga
með hvítblæði
„Ég er bara nokkuð hress mið
að við allt,“ segir Ingólfur Júlíus
son ljósmyndari en hann berst
nú við bráðahvítblæði sem hann
greindist með fyrir tveimur vikum.
Hann er nýbúinn að ljúka lyfja
meðferð á Landspítala Íslands
þar sem hann er nú í einangrun
á blóðlækningadeild. „Þetta fer
svona upp og niður eftir dögum
en ég er yfirleitt hress,“ sagði
Ingólfur í samtali við DV.is á mið
vikudagskvöld.
Vinir hans hafa ýtt úr vör söfn
un til að aðstoða hann og fjöl
skyldu hans í þeirri von um að
hann geti öðlast bata án þess að
þurfa að standa í fjárhagsáhyggj
um í ofanálag. Ingólfur er verktaki
og á því takmarkaðan veikinda
rétt. Hann segist vera afar þakk
látur þeim samhug sem honum
er sýndur. „Þetta er ótrúlegt. Ég er
eiginlega orðlaus.“
Þeir sem geta og vilja styrkja
fjölskylduna geta lagt inn á reikn
ing í nafni konu hans, Monicu.
Banki: 0319 Hb 26
Reikningsnúmer 002052
Kennitala: 190671-2249
Leitað að
ökumanni
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu
leitar ökumanns dökkleitrar bifreið
ar, sennilega Renault Clio, í tengsl
um við vinnuslys á plani Shell
stöðvarinnar við Vesturlandsveg í
Reykjavík klukkan 9.30 miðviku
daginn 3. október síðastliðinn. Ver
ið var að eiga við vatnskassa bílsins
þegar óhappið varð en í fyrstu var
ekki talið að starfsmaðurinn, sem
var að sinna verkinu, hefði orðið
fyrir meiðslum. Annað hefur nú
komið á daginn og því er umræddur
ökumaður beðinn um að gefa sig
fram. Um er að ræða unga, dökk
hærða konu, sem líklega er á þrí
tugsaldri.
Búi aðrir yfir vitneskju um kon
una, bílinn og áðurnefnt óhapp eru
hinir sömu vinsamlegast beðnir um
að hafa samband við lögregluna á
höfuðborgarsvæðinu í síma 444
1000. Upplýsingum má einnig koma
á framfæri á netfangið abending@
Vill á þing S. Valentínus Vagnsson hefur
gert drög að stefnuskrá flokks sem hann
kallar Sprengiflokkinn. MyNd SigtRygguR aRi