Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 12
Vill skaðabætur frá landsbankamönnum 12 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað A ðalbjörn Jóakimsson, út- gerðarmaður og einn af fyrr- verandi eigendum útgerðar- félagsins Miðfells í Hnífsdal, hefur stefnt þremur fyrrver- andi starfsmönnum Landsbanka Ís- lands vegna umsýslu bankans með eignir hans á árunum fyrir hrunið. Eignarhaldsfélag Aðalbjörns var með samning við bankann um skulda- og áhættustýringu sem endaði með miklu tapi fyrir hann, meira en 300 milljóna króna, vegna gjaldmiðla- skiptasamninga með japönsk jen. Svo virðist sem starfsmenn Landsbankans hafi látið félag Aðalbjörns stunda af- leiðuviðskipti með erlenda gjaldmiðla á sama tíma og talið var óhjákvæmi- legt að gengi krónunnar myndi lækka. Lögmaður Aðalbjarnar er Anna Linda Bjarnadóttir. Starfsmennirnir sem um ræðir eru Yngvi Örn Kristinsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs bankans, Arnar Jónsson, forstöðu- maður gjaldeyrismiðlunar Lands- bankans, og Sigurður M. Sólonsson, ráðgjafi í gjaldeyrismiðlun Lands- banka Íslands. Stefnan var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness á miðviku- daginn í þessari viku. Kröfur Aðalbjarnar í málinu eru að starfsmennirnir þrír greiði eignarhaldsfélagi hans, Dynjanda ehf., rúmlega 350 milljónir króna í skaðabætur. Í stefnunni í málinu er rakið hvernig stjórnendatryggingar Landsbankans geti bætt Aðalbirni það tjón sem hann varð fyrir vegna ráð- gjafar bankans. Tapaði í Hæstarétti Aðalbjörn gæti hins vegar átt erfitt mál fyrir höndum þar sem Hæstiréttur Ís- lands hefur dæmt eignarhaldsfélag hans til þess að greiða Landsbanka Íslands ríflega 300 milljónir jena, ríf- lega 470 milljónir króna, vegna þeirra viðskipta sem hann krefst nú skaða- bóta fyrir. Í dómi Hæstaréttar frá því í mars var ekki fallist á sjónarmið hans í skuldamáli Landsbanka Íslands gegn honum. Aðalbjörn hefur uppi sams konar sjónarmið í þessu skaðabóta- máli gegn Landsbankamönnunum þremur og í skuldamálinu. Verjendur Landsbankamannanna munu því geta vitnað í dóminn í Hæstarétti Íslands máli sínu til stuðnings. Aðalbjörn leitast hins vegar við að fá dæmdar skaðabætur frá þeim starfsmönnum Landsbankans sem báru ábyrgð á fjárfestingum hans í gegnum bank- ana. Þannig gæti hann notað skaða- bæturnar frá Landsbankamönnunum til að greiða skuldina við Landsbanka Íslands sem Hæstiréttur Íslands hefur dæmt hann til að greiða. Ósáttir viðskiptavinir Mál Aðalbjörns er áhugavert fyrir margar sakir. Um er að ræða eitt af fyrstu dómsmálunum sem viðskipta- vinur íslensku bankanna höfðar gegn þeim út af fjárhagslegu tapi vegna samnings um eignastýringu eða sam- bærilegs samnings. Eitt annað sambærilegt mál sem höfðað hefur verið eftir hrun er dóms- mál sem fyrrverandi viðskiptavinur í eignastýringu Glitnis, Þórður Sverris- son læknir ákvað að höfða gegn bankanum vegna kaupa eignastýr- ingardeildar bankans á tveimur víxl- um Milestone fyrir hans hönd upp á samtals tíu milljónir króna í október 2007. 6,2 milljarðar króna söfnuðust í skuldabréfa- og víxlaútboðinu sem um ræðir og kom hluti þeirra fjármuna frá viðskiptavinum eignastýringardeildar Glitnis. Eigendur Milestone, þeir Karl og Steingrímur Wernerssynir, voru á þessum tíma meðal stærstu hluthafa Glitnis í gegnum eignarhaldsfélagið Þátt International. Milestone átti á þessum tíma í erfið- leikum með að endurfjármagna sig og höfðu lánabeiðnir í tugum banka ekki skilað sér í jákvæðri niðurstöðu fyrir Milestone. Skuldabréfaútboðið var því viss þrautalending og var skulda- bréfunum prangað inn á viðskiptavini eignastýringardeildar Glitnis jafnvel þó að erfið staða Milestone hefði átt að vera kunn starfsmönnum Glitn- is. Þórður tapaði tíu milljónum króna á viðskiptunum og sumir aðrir við- skiptavinir eignastýringarinnar hærri fjárhæðum. Annar viðskiptavinur Glitnis, sem tapaði á annan tug milljóna í skulda- bréfaútboðinu, sagðist í samtali við DV árið 2009 vera mjög reiður út í starfs- menn Glitnis: „Ég get eiginlega ekki talað um þetta því ég verð svo reiður. Ég get ekki talað um þetta án þess að fá flog. Ég er hrikalega reiður út í þá.“ Enginn annar viðskiptavinur Glitnis sem tapaði á þessu skuldabréfaútboði Milestone ákvað hins vegar að leita réttar síns. Í samtölum við DV kom fram að skömm margra þeirra á tap- inu væri of mikil til að þessir einstak- lingar vildu gera hana opinbera. Mikið fordæmisgildi Mál Þórðar var þingfest í nóvember 2010. Kveðinn var upp úrskurður í málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í maí 2011. Úrskurðað var Glitni í hag. Ein helsta ástæðan fyrir þeirri niður- stöðu dómarans í málinu var sú að hann taldi ekki sannað að stjórnendur og starfsmenn Glitnis hefðu vitað að fjárhagsleg staða Milestone væri eins slæm og raun bar vitni þegar víxlarnir voru keyptir fyrir hönd Þórðar. Þórður áfrýjaði ekki málinu til Hæstaréttar Ís- lands. Ef Aðalbjörn fær dæmdar skaða- bætur frá starfsmönnum Lands- bankans, sem verður að teljast ólík- legt í ljósi dóms Hæstaréttar Íslands, í málinu gæti slíkur dómur haft mikið fordæmisgildi í sambærilegum málum og hugsanlega leitt til frek- ari málaferla viðskiptavina bankanna sem hafa borið óánægju sína í hljóði eftir hrun. Efnaðist vel Í stefnu Aðalbjörns er rakið hvernig það kom til að hann gerði samning um eignastýringu við Landsbank- ann. Þar kemur meðal annars fram að Dynjandi hafi átt skip og kvóta sem það hafi selt árið 2004. Þá hafi mörg fjármálafyrirtæki sett sig í samband við félagið til að falast eftir viðskiptum við það, meðal annars Landsbanki Ís- lands. Í stefnunni segir: „Eftir þá ráð- stöfun átti félagið allmikið eigið fé og breyttist starfsemi þess í kjölfarið í ýmiss konar fjárfestingarstarfsemi […] Landsbankinn bauð Aðalbirni á sér- stakan kynningarfund í byrjun nóv- ember 2004, þar sem kynnt voru við- skipti með afleiður og sú þjónusta, sem fólst í áhættu- og skuldastýringu. Á fundinum kom meðal annars fram að bankinn gæti boðið upp á áhættu- lítil hlutabréfa- og gjaldeyrisviðskipti, þar sem starfsfólk bankans hefði mikla sérþekkingu á slíkum viðskipt- um.“ Gerði Aðalbjörn gjaldmiðlaskipta- samninga við bankann í japönskum jenum sem gengu út á það að hann keypti jen á tilteknum tíma og seldi bankanum svo jenin aftur á tilteknum degi fyrir krónur. Hagnaður eða tap af viðskiptunum réðst þá af stöðu jensins gagnvart íslensku krónunni á hverjum tíma. Tekið skal fram að slík viðskipti er mjög áhættusöm og var Aðalbjörn því að taka mikla fjárhags- lega áhættu þegar hann gerði samn- inginn við bankann. „Mun græða á veikingu krónunnar“ Í stefnunni er rakið hvernig Aðalbjörn vildi ekki ekki taka meira en 100 millj- óna króna áhættu í afleiðuviðskiptun- um og var kveðið á um slíkt í samningi hans við bankann. Þó var þetta gert á fyrri hluta árs 2006. Í lok árs 2005, þegar gengi krón- unnar var mjög sterkt, var ríflega 40 milljóna króna hagnaður af samn- ingi Dynjanda við bankann. Gengi krónunnar hríðfell á fyrstu mánuðum ársins 2006 eftir að hafa náð sögulegu hámarki árið 2005. Í lok árs 2005 kost- aði einn dollari 60 krónur en var kom- inn upp í tæpar 72 krónur í maí sama ár. Erlendir vogunarsjóðir gerðu árás á krónuna í febrúar 2006 sem átti þátt í að leiða til leiðréttingar á gengi hennar. Í stefnunni er rakið hvernig einn af stefndu í málinu, Arnar Jónsson, for- stöðumaður gjaldeyrismiðlunar bank- ans, sagði í viðtali við Morgunblaðið í mars 2006 að „raungengi krónunn- ar væri allt of hátt“. Þá er vitnað sér- staklega til þeirra orða hans að á þess- um tíma hafi Landsbanki Íslands ekki „ráðlagt sjávarútveginum að greiða upp erlend lán í stórum stíl því sá geiri mun græða á veikingu krónunnar“. Á þessum tíma var Aðalbjörn kom- inn í mínus upp á tæpar 30 milljón- ir króna vegna afleiðuviðskipta sinna sem bankinn stýrði fyrir hann. Samt hélt bankinn stöðunni fyrir hann. Um þetta segir í stefnunni í málinu: „Auk þess spáðu allar greiningardeildir bankanna veikingu krónunnar á sama tíma. Þrátt fyrir þessa vitneskju var gjaldmiðlaskiptasamningi við stefn- anda í japönskum jenum framlengt, sem verður að teljast mjög vafasöm, ef ekki stórkostleg áhættutaka …“ Samningurinn framlengdur án heimildar Í stefnunni er rakið hvernig gjald- miðlaskiptasamningur Aðalbjörns var endurnýjaður án hans samþykk- is þann 24. mars 2006 þrátt fyrir þessa stöðu íslensku krónunnar og þrátt fyrir að tap hans af samningnum næmi þá ríflega 30 milljónum króna. Viðskipta- samband Aðalbjörns og bankans byggði hins vegar á því að hann sam- þykkti „skriflega“ þau viðskipti sem bankinn stundaði fyrir hans hönd. Um þetta segir í stefnunni: „Þrátt fyr- ir tapið framlengdi stefndi Sigurður þann 24. mars 2006 gjaldmiðlaskipta- samningnum við stefnanda, sbr. dskj. nr. 10, upp á eigin spýtur, og án skrif- legs samþykkis stefnanda fyrir þeirri framlengingu. Samkvæmt þessum gjaldmiðlaskiptasamningi var stefn- andi skuldbundinn til að skipta á JPY og að fá íslenskar krónur á gjalddaga samningsins þann 11. apríl 2006.“ Í stefnunni segir að daginn áður en samningurinn hafi verið endur- n Útgerðarmaður tapaði á fjórða hundrað milljónum á afleiðuviðskiptum n Bankinn vill taka húsið af honum Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Stöðutaka Samson „Móðurfélag Landsbanka Íslands, Samson, var með stöðu gegn íslensku krónunni á árunum 2007 og 2008. Í ársreikningum félagsins fyrir þessi ár kemur fram að félagið tapaði tæplega 16 milljörðum króna árið 2007 vegna þess að krónan hélst sterkari en stjórnendur félagsins töldu og nærri 19,5 milljarða hagnaður á fyrstu sex mánuðum ársins 2008 þegar krónan hrundi í verði. Í báðum tilfellum var tapið og hagnaðurinn sem um ræddi afleiðing af gengisvörnum félagsins sem Samson hafði gert með afleiðusamningnum. Orðrétt segir um þetta í árshlutauppgjöri Samson fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2008: „Félagið færir afleiðu- samninga á markaðsvirði og því kemur fram tekjufærsla að fjárhæð 19.483 m.kr. sem að stórum hluta er vegna veikingar íslensku krónunnar á tímabilinu. Sem alþjóðlegt fjárfestingafélag beitir félagið gengisvörnum til að styðja við eign félagsins í Landsbanka Íslands hf. og draga úr gengisáhrifum á eignir félagsins í evrum talið.“ Gengisvarnirnar voru hins vegar svo miklar hjá Samson á þessum tveimur árum að þær voru meira en vörn fyrir 100 prósent af eigin fé Landsbankans – 100 prósent vörn á eigið fé Landsbankans árið 2007 hefði átt að þýða tap upp á 8 milljarða króna en í stað þess var tapið tvöfalt hærra. Því var ekki um réttnefndar gengisvarnir að ræða heldu stöðu með því að krónan lækkaði mikið í verði. Á sama tíma og bankinn var með þessa stöðu gegn krónunni, sem byggði á því mati að krónan myndi lækka í verði, byrjaði hann í auknum mæli að selja viðskiptavinum sínum gengistryggð lán, meðal annars húsnæðis- og bílalán sem tengd voru gengi erlendra mynta. Slík lán byggðu á þeirri hugmynd að líklegt væri að íslenska krónan héldist áfram sterk í sam- anburði við erlendar myntir og því væri hagstætt fyrir viðskiptavininn að gengistryggja lánin. Landsbankinn byrjaði í auknum mæli að lána viðskiptavinum sínum í erlendum gjaldmiðl- um árið 2006 og jókst hlutfall erlendra lána til einstaklinga um 400 prósent á tveimur árum, samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Þar segir meðal annars í öðru bindinu: „Mynd 27 sýnir að í Landsbankanum jókst hlutur erlendra lána til einstaklinga jafnt og þétt frá því snemma árs 2006. Fór hlutfallið úr um 5% í upphafi þess árs í yfir 20% árið 2008. Eins og hjá Kaupþingi er meirihluti erlendra lána í japönskum jenum og svissneskum frönkum. Í öllum bönkunum þremur jókst hlutur erlendra gjaldmiðla, sér í lagi lágvaxtamynta, verulega í lánum til einstaklinga síðustu 2–3 árin fyrir fall bankanna.“ Staðan er því þessi: Móðurfélag Landsbankans var búið að veðja á það með afleiðu- samningum að krónan myndi lækka umtalsvert í verði í á árunum 2007 og 2008 en bankinn seldi viðskiptavinum sínum lán á sama tíma sem byggðu á því að krónan myndi haldast sterk.“ Úr einni af fréttum DV um stöðutöku móðurfélags Landsbankans, Samson, gegn íslensku krónunni. Björgólfur Thor Ingva Erni stefnt Ingva Erni Kristinssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra verðbréfa- sviðs Landsbankans, hefur verið stefnt fyrir dóm ásamt tveimur undirmönnum sínum í Landsbankann. „Eftir þá ráðstöf- un átti félagið all- mikið eigið fé og breyttist starfsemi þess í kjölfarið í ýmiss konar fjárfestingar- starfsemi

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.