Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Qupperneq 14
VILL RANNSÓKN
Á ÆVINTÝRINU
14 Fréttir 26.–28. október 2012 Helgarblað
G
uðríður Arnardóttir, oddviti
Samfylkingarinnar í bæjar
stjórn Kópavogs, óskaði eftir því
á bæjarstjórnarfundi á fimmtu
dag að hafin yrði rannsókn á kaupum
Kópavogsbæjar á svokölluðu Glað
heimalandi, eignarnámi í Vatnsenda
og vatnssölu til Garðabæjar. Lagði hún
til að óháður úttektaraðili yrði fenginn
til þess að fara yfir aðdraganda og
vinnubrögð kjörinna fulltrúa og starfs
manna bæjarins vegna þessara mála.
Eins og kunnugt er birti DV út
tekt um málefni Glaðheimalandsins
á miðvikudaginn. Þar kom fram að
samkvæmt heimildum DV sannfærði
Gunnar Birgisson, fyrrverandi bæjar
stjóri Kópavogsbæjar, verktaka árið
2005 um að byggt yrði á Glaðheima
svæðinu í Kópavogi. Í ágúst árið 2005
hófu byggingaverktakar að sýna svæði
hestamannafélagsins Gusts við Glað
heima í Kópavogi áhuga. Þá hafi
sömu verktakar verið búnir að gera
samkomulag við StraumBurðarás
um sölu á svæðinu upp á sex millj
arða króna árið 2006. Gunnar hafi
hins vegar komið í veg fyrir að umrætt
samkomulag yrði að veruleika.
Rándýrt ævintýri
Óhætt er að segja að hvert áfallið á
fætur öðru hafi komið niður á Kópa
vogsbæ eftir að samþykkt var að
kaupa Glaðheimasvæðið á 3,2 millj
arða króna árið 2006. Við kaupin hafði
bærinn samið við hestamannafélagið
Gust um að borga kostnað við flutn
ing á hesthúsahverfinu yfir á Kjóavelli
þrátt fyrir að bærinn ætti ekki land á
því svæði á þeim tíma.
Jafnframt samdi bærinn við hesta
menn um fjármögnun á uppbyggingu
á nýju svæði auk reiðhallar og reið
vega. Var talið að heildarkostnaður við
flutninginn myndi nema um tveimur
milljörðum króna fyrir Kópavogsbæ.
Í upphafi árs 2007 seldi Kópavogsbær
síðan Glaðheimasvæðið á 6,5 millj
arða króna.
Sagðist Ármann Kr. Ólafsson, þá
verandi forseti bæjarstjórnar Kópa
vogsbæjar, í samtali við Morgunblað
ið við það tilefni gera ráð fyrir um 1,5
milljarða króna hagnaði fyrir bæinn
vegna sölu Glaðheimasvæðisins þegar
búið væri að taka kostnað við flutning
aðstöðu hestmanna upp á Kjóavelli
inn í reikninginn.
Kaupendur svæðisins skiluðu því
hins vegar aftur til bæjarins eftir hrun.
Þar með varð bærinn bæði af um
ræddum 1,5 milljarða króna hagnaði
og 500 milljóna króna árlegum áætl
uðum skatttekjum af svæðinu auk
þess sem bærinn borgar enn vexti og
verðbætur vegna 3,2 milljarða króna
láns vegna kaupa á svæðinu árið 2006.
Slæm samningsstaða um
Vatnsenda
Ofan á þetta bættist síðan eignarnáms
sátt um 864 hektara lands á Vatnsenda
á milli Kópavogsbæjar og Þorsteins
Hjaltested, eiganda landsins, sem
undirrituð var í lok janúar árið 2007.
Eins og áður kom fram ákvað bærinn
að flytja hestamenn upp á Kjóavelli
sem eru inni á landi Vatnsenda í maí
2006 án þess að eiga þar land. Þar af
leiðandi hafi samningsstaða Kópa
vogsbæjar gagnvart Þorsteini Hjalte
sted verið afleit – hann hafi getað
komið ýmsu inn í samninginn vegna
þeirrar stöðu sem bærinn var kom
inn í.
Kópavogsbær hefur þegar greitt
Þorsteini Hjaltested tæplega 2,3 millj
arða króna fyrir Vatnsendalandið.
Jafnframt kom fram í sáttagerðinni að
bærinn átti að afhenda honum að lág
marki 300 lóðir undir sérbýli á 35 hekt
ara svæði með fullfrágengnum götum,
veitum og stígum. Einnig átti hann að
fá ellefu prósent af öllum byggingarétti
fyrir íbúðarhús og atvinnuhúsnæði
sem úthlutað yrði á hinu eignarnumda
landi. Kópavogsbær hefur einungis
staðið við að greiða Þorsteini um 2,3
milljarða króna.
Þorsteinn í mál 2011
Árið 2011 fór Þorsteinn síðan í mál
við bæinn vegna vanefnda á samn
ingnum. Að auki hefur ekki tekist að
aflétta vatnsvernd af svæðinu – annað
atriði sem hefur kostað Kópavogsbæ
mikla fjármuni. Þess má geta að árið
2006 gerði Kópavogsbær samning við
Garðabæ um sölu á vatni. Samkvæmt
honum veitir Kópavogur Garðabæ
vatn á 25 prósent af kostnaðarverði til
ársins 2017 og 50 prósent af kostnað
arverði 2018 til 2027.
Í lok ágúst á þessu ári vísaði Hæsti
réttur 5,6 milljarða króna kröfu Þor
steins Hjaltested á hendur Kópa
vogsbæ aftur í hérað. Byggist krafan á
áætluðu virði hins 864 hektara svæð
is sem sátt var gerð um í janúar 2007,
þær 300 lóðir sem áttu að afhendast
fullfrágengnar auk rúmlega tíunda
hluta af byggingarétti á svæðinu.
Margir af þeim sem DV ræddi við
telja að Þorsteinn Hjaltested eigi góða
möguleika á því að vinna umrætt
dómsmál. Líklegast sé þó að hann og
Kópavogsbær nái að semja til mála
mynda áður en að því kemur. Hins
vegar er ljóst að kostnaður Kópa
vogsbæjar vegna þessa mun leiða til
þess að fjárhagsstaða bæjarins mun
versna enn frekar – vilja sumir ganga
svo langt að tala um mögulegt gjald
þrot bæjarins.
„Ófyrirséðar afleiðingar“
„Það liggur algjörlega fyrir að bærinn
er stórskuldugur út af þessu ævintýri
og það mun taka tíma að ná skuldum
bæjarins niður,“ segir Guðríður þegar
hún er spurð hvernig þessi vandræði
bæjarins vegna kaupa á Glaðheima
og Vatnsendasvæði gætu endað. Þegar
hún er spurð hvort Kópavogur gæti þá
jafnvel lent í gjaldþroti segir hún: „Það
er náttúrulega alveg ljóst að ef við töp
um þessu dómsmáli, þá hefur það
ófyrirséðar afleiðingar fyrir bæjarsjóð.
Sveitarfélög í sjálfum sér verða ekki
gjaldþrota, en ég þori eiginlega ekki og
vil ekki tjá mig um það að öðru leyti en
því að ef þessi stóra skuldbinding fell
ur á bæinn þá hefur það ófyrirséðar af
leiðingar.“
Þannig að tæknilegt gjaldþrot bæj
arfélagins er möguleiki í stöðunni? „Ég
bara þori ekkert að segja til um það, og
vil bara ekkert kommenta á það.“ n
n Guðríður Arnardóttir vill rannsókn á Glaðheimaævintýri Kópavogsbæjar
Annas Sigmundsson
blaðamaður skrifar as@dv.is „… ef við töpum þessu dóms-
máli, þá hefur það ófyrirséðar
afleiðingar fyrir bæjarsjóð
Skuldastaða Kópavogs-
bæjar 2005–2011
Ár Skuldir * Eigið fé (eiginfjárhlutfall)
2005 21,914 9,470 (30%)
2008 37,441 10,091 (21%)
2011 44,469 14,113 (24%)
Hækkun 103% (-6%)
*UppHæðiR í milljöRðUm kRÓna
Sex milljarða krafa Hæstiréttur vísaði kröfu Þorsteins
Hjaltested á hendur Kópavogsbæ upp á nærri sex millj-
arða króna aftur í hérað í lok ágúst á þessu ári. Fjárhags-
staða Kópavogsbæjar myndi versna til muna ef bærinn
þyrfti að greiða nokkra milljarða af umræddri kröfu.
Vill óháða úttekt Guðríður lagði það til á
fundi bæjarstjórnar að óháður úttektaraðili
yrði fenginn til að fara yfir vinnubrögðin.
Glaðheimaævintýrið
n 1988: Kópavogsbær gerir nýjan 50 ára samning við hestamannafélagið Gust um
Glaðheimasvæðið. Fyrirvari er í lóðaleigusamningum sem segir þá „uppsegjanlega án
fyrirvara og án bóta“.
n Ágúst 2005: KGR eignarhaldsfélag sendir öllum hesthúsaeigendum í Glaðheimum
kauptilboð. 80 þús/fm fyrir gömul hús og 100 þús/fm fyrir ný. Heimildir DV herma að Gunnar
Birgisson hafi stuttu áður lofað verktökunum breytingum á svæðinu.
n Haust 2005: Hægt gengur hjá uppkaupamönnum sem hækka tilboðið í 180 þús/fm.
n janúar 2006: Gunnar Birgisson segir engar breytingar fyrirhugaðar í Glaðheimum.
n Febrúar 2006: Uppkaupamenn bjóða nú 280 þús/fm og hafa náð að eignast um
þriðjung húsanna í hverfinu.
n apríl 2006: Meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks ákveður að kaupa verktaka út úr
Glaðheimaævintýrinu. Borgar þeim 295 þús/fm. Verktakar hagnast um 500 milljónir króna.
n maí 2006: Kópavogsbær kaupir Glaðheimasvæðið á 3,2 milljarða króna.
n Sumar 2006: Samið við Garðabæ um niðurgreitt vatn frá Vatnsveitu Kópavogs.
Garðabær fær vatn á 25% af kostnaðarverði 2007–2017. Síðan á 50% af kostnaðarverði
2018–2027.
n janúar 2007: Kópavogsbær selur Glaðheimasvæðið á 6,5 milljarða króna. Gerir ráð
fyrir 1,5 milljarða hagnaði af sölunni. Auk þess komi fljótlega 500 milljónir króna árlega í
skatttekjur af svæðinu.
n janúar 2007: Eignarnámssátt á milli Þorsteins Hjaltested og Kópavogsbæjar um 864
hektara af landi Vatnsenda. Þorsteinn fær greiddar 2,3 milljarða króna.
n nóvember 2008: SMI, félag Jákub Jacobsen í Rúmfatalagernum, skilar 40% af Glað-
heimasvæðinu til Kópavogsbæjar. Hafði einungis greitt 10% af kaupverðinu sem bærinn
endurgreiddi SMI.
n mars 2010: Kaupangur semur við Kópavogsbæ um að skila 60% af Glaðheimasvæðinu
sem félagið hafði keypt árið 2007. Hafði einungis greitt 10% af kaupverðinu sem bærinn
endurgreiddi Kaupangi.
n mars 2011: Fréttatíminn birtir frétt um að kostnaður Kópavogsbæjar vegna Glaðheima-
ævintýrsins sé kominn yfir 12 milljarða króna.
n maí 2011: Þorsteinn Hjaltested kærir Kópavogsbæ fyrir vanefndir á eignarnámssátt sem
gerð var 30. janúar 2007.
n Ágúst 2012: Hæstiréttur vísar 5,6 milljarða króna kröfu Þorsteins Hjaltested á hendur
Kópavogsbæ aftur í hérað.