Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 17

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Page 17
Fordæmd aF Fjölskyldunni Fréttir 17Helgarblað 26.–28. október 2012 fyrrverandi eiginmanni sínum Zhang Wei stofuna fyrir tíu milljónir króna í febrúar 2001. Sævar Örn gat ekki lagt fram neinar sannanir þess eðlis að honum bæri að fá hlut í stofunni og tapaði málinu. Ofsótt eftir skilnað Seinna birtist Sævar í viðtali í DV þar sem hann sagðist brenndur af samskiptum sínum við Línu. Hon- um hefði sárnað þegar hún tók aftur saman við fyrrverandi eiginmann sinn frá Kína, Zhang Wei, eftir skiln- aðinn við Sævar. Sagðist honum líða eins og Zhang Wei hefði lánað sér eig- inkonuna sína. Eftir skilnaðinn ofsótti Sævar Línu, hótaði henni og beitti starfsmann hennar, Zhang Tongziang, ofbeldi. Zhang hafði þá komið hingað til þess að vinna fyrir Línu og bjó á nudd- stofunni líkt og mæðgurnar. Gjörðir Sævars Arnar gerðu það að verkum að hann var fyrsti íslenski karlmað- urinn sem dæmdur var í nálgunar- bann og það ekki einu sinni heldur tvisvar. Að lokum var hann dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi fyrir lík- amsárásir, eignaspjöll og brot á vopnalögum. Þá hafði hann meðal annars ekið hratt í átt að þeim mæðgum og Zhang þar sem þau voru stödd í bifreiða- geymslu. Mæðgurnar náðu að forða sér undan bílnum með því að hlaupa upp brekku en Zhang ekki, Sævar Örn ók á hann svo hann kastaðist upp á vélarhlífina. Einnig tók hann manninn kverkataki og herti að þar til hann missti með- vitund og féll í gólfið og hlaut við það ýmsa áverka. Sýknuð af bifreiðarsvikum Mágur Sævars Arnar stefndi Línu líka fyrir svik í bifreiðarviðskiptum. Lína varðist og sagðist ekki hafa keypt bif- reiðina af honum heldur af Sævari Helga. Fyrir það hefði hún greitt 700 þúsund krónur, með peningum og eftirgjöf á skuld. Hún hefði hvorki haft samskipti við Má né veitt Sævari um- boð til að skuldbinda hana við yfirtöku á láni og sakaði hann um að hafa fals- að ritun nafns hennar. Sævar hafði þá „gert út um kaupin við eldhúsborðið“ og undirritað skjölin fyrir hönd Línu. Sagðist hann hafa gert það þar sem tungumála- kunnátta hennar væri takmörkuð og því hefði hann oft undirritað skjöl fyrir hana. Hún hefði yfirleitt ekki komið nálægt neinum viðskipt- um „nema það væri alveg nauðsynlegt“. Sagði hann jafnframt að bílinn hefðu þau bæði notað en þar sem hann hefði skuld- að skatta hefði honum tekist að halda bílnum frá skuldheimtumönnum með þessu móti. Dómur féll í málinu árið 2000 og var Lína sýknuð af ásök- unum um svik. Lýsti eftir horfnum manni Ári síðar hvarf starfsmaður af nudd- stofu Línu en hún dó ekki ráðalaus heldur auglýsti hún eftir manninum í fjölmiðlum. Í fyrstu kannaðist lög- reglan ekkert við málið en dóttir Línu staðfesti mannshvarfið við blaða- menn DV, sagði að Pang hefði horfið úr vinnunni og lofaði góðum fundar- launum. Rúmri viku síðar reyndi hún að draga málið til baka, sagði það byggt á misskilningi, hann væri fund- inn og „… hann vill ekki tala um það,“ sagði hún og neitaði að tjá sig frekar um málið. Lína hafði aftur á móti aðra sögu að segja, sagð- ist ekki hafa séð Pang í margar vikur, hann væri ekki á stofunni og ekki með síma. Pang hafði þá búið í tvö ár á Íslandi þar sem hann starfaði hjá Línu og bjó ásamt öðru starfsfólki hennar í kjallaranum á nuddstofunni. Þegar hann komst svo að því að Lína hafði lagt sex milljón- ir króna inn á reikning hans án hans vitneskju tók hann út pening og flúði ásamt tveimur öðrum starfsmönnum nuddstofunnar. Fleiri starfsmenn segja að Lína hafi lagt peninga inn á reikninga þeirra. Í bréfinu frá Sun segir að Lína DV ræddi við nokkra einstaklinga sem höfðu nýtt sér þjónustu Línu Jia og eiginmanns hennar, Wei Zhang. Þau sem DV ræddi við voru öll á einu máli um það að nuddið á stofunni væri afbragðs gott, en þegar kom að því að lýsa aðstæðum á stofunni kvað við annan tón. „Svart og sykurlaust“ Ein kona sem blaðamaður ræddi við sagði að það væri sér hjartans mál að það kæmi fram að sér líkaði ágætlega á nuddstofunni í Kópavogi. Hún hefði sótt hana í nokkur ár og að það hefði hjálpað henni mikið bæði varðandi bakverki og vöðvabólgu. Hún segist ekki telja að mansal sé stundað á stofunni og að hún trúi því varla að slíkt geti átt sér stað þar. Þó hefði hún séð eitt og annað sem hún taldi athugavert við starfsemina. Þó að það væri alltaf mjög mikið að gera á stofunum fengi hún undantekningarlaust tíma samdægur. Það væri þó sjaldan sami aðili sem nuddaði hana og hún taldi að mannaskipti væru ef til vill hröð. „Þetta er náttúrulega allt svart og sykur- laust,“ segir hún meinar að alltaf þegar hún heimsækir stofurnar greiði hún með reiðufé. „Þetta er allt mjög sérstakt, en ég hringi og þau spyrja hvort ég vilji koma strax. Það er einmitt það sem ég hef sótt í – ég vil koma þegar mér líður illa. En þau hafa hjálpað mér mikið og nuddið er alltaf mjög gott og ég kem þaðan endurnærð. Þetta er frábært nudd – alveg dásamlegt nudd.“ „Pay now“ Önnur kona sem DV ræddi við var langt í frá eins hrifin af nuddstofunni og segir að fyrstu kynni hennar af stofunni hefðu verið á þann veg að þangað færi hún aldrei aftur. Nuddið var gott, en hún sagðist hafa fengið ónotatilfinningu gagnvart umgjörðinni á stofunni og aðstæðum þar. Þegar hún kom þangað, í þetta fyrsta og eina sinn, var engin á stofunni nema ungur piltur. „Hann var ekki orðin tvítugur,“ segir hún. „Þegar ég kom þá var hann þarna en hann talaði eiginlega enga ensku og alls ekki íslensku. Hann tók upp símann og hringdi í einhvern og rétti mér tólið. Þá sagði kona mér á bjagaðri ensku að ég ætti að „pay now“.“ Nuddarinn leiddi hana svo að nuddbekk og sagði „clothes off“ og yfirgaf herbergið. Þegar hún var lögst á bekkinn spurði hann hana svo „where pain“ og bað hana um að snúa sér á alla kanta svo hægt væri að nudda hana. „Svo fór ég í nuddið, og hann nuddaði mig vel það vantaði ekki, en ég get alveg sagt þér það að ég kem ekki til með að fara þangað aftur,“ segir hún, og segist hafa átt erfitt með að losna við ónotin eftir heimsóknina. n Kínverskur nuddari ber Lína Jia þungum sökum n „Hún er bara að ljúga þessu“ n Þrír menn flúðu nuddstofuna í skjóli nætur n Fjölskyldan afneitar Línu Jia „Þetta er allt mjög sérstakt“ n Misjöfn upplifun viðskiptavina „Ég skil þetta ekki. Ég er ekki vondur – ég vil engum illt. Ég er góður nuddari. Ákærð og dæmd Lína hefur áður lent í vandræðum vegna meðferðar á starfsfólki sínu og hefur ítarlega verið fjallað um starfsemina í fjölmiðlum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.