Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 26.10.2012, Side 21
Gægst inn í gagnaverin G oogle hefur nú í fyrsta skipti veitt heiminum innsýn í hin risavöxnu gagnaver fyr- irtækisins sem grundvalla þjónustu þess. „Sárafáir hafa stigið fæti inn í gagnaver Google og er það af góðri ástæðu. Eitt af okkar helstu áhersluatriðum er að gæta gagnaöryggis viðskiptavina okk- ar,“ segir í tilkynningu frá fyrirtæk- inu. Nú geta áhugasamir hins vegar skoðað sig um innan veggja gagna- veranna á vefnum. Gagnaverin eru undirstaða starf- semi Google þó þau séu öll í tölu- verðri fjarlægð frá höfuðstöðvum fyrir tækisins í Kaliforníu. Fyrirtækið var stofnað í bílskúr í Kísildalnum árið 1997 og var afsprengi rannsóknarver- kefnis tveggja doktors nema við Stan- fordháskóla, þeirra Larry Page og Sergey Brin. Nú er fyrirtækið á meðal þeirra stærstu í heimi. Þrjú gagnaver til viðbótar Google heldur úti yfir milljón net- þjónum í gagnaverum sínum víðs vegar um heiminn. Gagnaverin eru átta talsins, þar af sex í Bandaríkj- unum, eitt í Belgíu og eitt í Finn- landi. Á næstu árum er gert ráð fyrir að þrjú slík gagnaver til viðbótar rísi í Singapúr, Hong Kong og Taívan. Það gífurlega magn upplýsinga sem Google safnar um notendur vefsíðunnar, sem eru sagðir vera um milljarður manns, hefur verið upp- spretta deilna um persónuvernd víða um heiminn. Upplýsingarnar snúa meðal annars að vefnotkun einstaklinga og gera Google kleift að miða auglýsingar út frá hverjum og einum en nær allar tekjur fyrir- tækisins eru auglýsingatekjur. Starfsfólkið hjólar í vinnunni Á myndunum má sjá nokkur af þeim gríðarstórum gagnaverum sem Google á, víðsvegar um heim- inn. Þau rúma hundruð þúsund netþjóna og ótal kapla og leiðslur, eins og sjá má á myndunum. Starfs- fólkið hefur reiðhjól um umráða enda geta vegalengdirnar verið miklar. Gagnaverin á myndunum eru staðsett í Berkeley County, Council Bluffs, Douglas County, Mayes County, Lenoir, The Dalles, Hamina og St. Ghislain. n n Google birtir myndir innan úr gagnaverum fyrirtækisins Ólafur Kjaran Árnason blaðamaður skrifar olafurk@dv.is Öðruvísi vinna Starfsmaður Google í netþjónafrumskógi. Gögn, gögn, gögn Gagnaverin hafa til þessa verið alveg lokuð. Miklar vegalengdir Starfsmenn gagnavers Google í Georgíu ferðast um á hjólum. Stórt í sniðum Í gagnaveri Google í Iowa eru tæplega 11 þúsund fermetrar undirlagðir fyrir netþjóna fyrirtækisins. Erlent 21Helgarblað 26.–28. október 2012 Hryllingsmynd í stað teiknimyndar n Romney og Obama með ólík viðhorf n Lítið rætt um ýmis stór mál Bílaverkstæði Varahlutaverslun Smurstöð Dekkjaverkstæði Bremsur, spindilkúlur, stýrisendar, o.fl., o.fl. Allar gerðir bætiefna fyrir vél, drif og gírkassa www.bilaattan.is Allt á einum stað Meydómurinn falur fyrir milljónir Tvítug brasilísk stúlka, Catarina Migliorini, hefur ákveðið að selja meydóm sinn fyrir nærri 500 þús- und pund, eða rúmar hundrað milljónir króna. Stúlkan auglýsti meydóm sinn til sölu á ónefndri uppboðsvefsíðu og barst hæsta tilboðið frá japönskum manni, Natsu að nafni. Migliorini segir að peningunum verði varið til góð- gerðamála og meðal annars not- aðir til að byggja hús fyrir fátækar fjölskyldur í Brasilíu. Þá ætlar hún að nota hluta upphæðarinnar til að fara í læknanám í nágrannarík- inu Argentínu. „Ég er tvítug, ber fulla ábyrgð á líkama mínum og er ekki að skaða neinn,“ segir hún í samtali við brasilíska blaðið Folha de Sao Paulo. Hún segist ekki líta svo á að um vændi sé að ræða enda sé þetta eitthvað sem hún geri bara einu sinni á ævinni. „Ef þú tekur eina góða mynd ertu ekki atvinnuljósmyndari,“ segir hún. Sprengdur í loft upp Leiðtogi Norður-Kóreu, Kim Jong- un, er sagður hafa fyrirskipað aftöku á varahermálaráðherra landsins á dögunum. Ráðherrann, Kim Chol, er sagður hafa unnið sér það til saka að hafa drukkið ótæpilegt magn af áfengi á sama tíma og 100 daga sorgartímabil hófst til að minnast andláts föður Kims Jong, Kims Jong-il, einræðis- herra Norður-Kóreu. Samkvæmt frétt The Daily Telegraph var ráð- herrann sprengdur í loft upp með sprengjuvörpu. Haft er eftir sérfræðingum í málefnum Norður-Kóreu að leið- toginn hafi losað sig við fjórtán háttsetta aðila í Norður-Kóreu síð- an hann tók við völdum í fyrra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.